Innlent

Ættleiðingum fer fækkandi

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Myndin af barninu er út safni og það tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti.
Myndin af barninu er út safni og það tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. vísir/getty
Ættleiðingar hér á landi voru 32 talsins í fyrra og hafa ekki verið jafn fáar frá árinu 1995. Ættleiðingum hefur fækkað jafnt og þétt frá árinu 2005. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofunni.

Alls voru tólf frumættleiðingar að utan en flest börnin komu frá Tékklandi. Undanfarin ár hafa flest ættleidd börn komið frá Kína. Með frumættleiðingu er átt við ættleiðingu á barni sem er ekki barn maka umsækjanda. Frumættleiðingar innanlands voru þrjár talsins.

Stjúpættleiðingar voru óvenju fáar eða sautján talsins. Þær voru 28 árið 2015 en voru flestar árið 2008 þegar alls 48 stjúpættleiðingar áttu sér stað. Með stjúpættleiðingu er átt við ættleiðingu á barni, eða kjörbarni, maka umsækjanda um ættleiðingu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×