Óttarr Proppé í Bangladess Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. nóvember 2017 07:58 Óttarr Proppé er starfandi heilbrigðisráðherra. VÍSIR/STEFÁN Óttarr Proppé, starfandi heilbrigðisráðherra, er nú staddur í Bangladess á vegum UNICEF þar sem hann kynnir sér aðstæður flóttamanna. Þúsundir Rohingya hafa flúið frá Mjanmar undan ofsóknum og þjóðernishreinsunum til Bangladess. Á Facebook-síðu sinni segir Óttarr að fyrst muni hann heimsækja höfuðborgina Dhaka þar sem hann muni funda með ráðherrum ríkisins. Það verði meðal annars rætt um nýtt samkomulag Bangladess og Mjanmar um að heimila flóttafólki að komast aftur yfir landamærin. „SÞ, Rauði krossinn og fleiri setja spurningamerki við samkomulagið og óttast að öryggi og mannréttindi sé ekki tryggt,“ segir Óttarr. Því næst muni hann og föruneytið fara að landamærunum og heimsækja flóttamannabúðir - „þar sem yfir milljón manns, þar af 1/3 börn, búa við ömurlegar aðstæður. Milljón einstaklingar sem þurfa hjálp til að eiga von á framtíð og lágmarksmannréttindum,“ segir Óttarr og bætir ennfremur við: „Það þarf aðkomu alþjóðasamfélagins að því að finna lausn sem tryggir fólki öryggi, mannréttindi og mannsæmandi framtíð. Við heimsækjum stofnanir Sameinuðu þjóðarinnar, Rauða krossinn og vonandi fleiri sem vinna mikið starf við mjög erfiðara aðstæður. Þau bjarga mannslífum og gera kraftaverk á hverjum degi en það þarf mikið meira til.“ Færslu hans má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Róhingjar sendir aftur til Mjanmar Til stendur að senda hundruð þúsunda flóttamanna aftur til Mjanmar frá Bangladess. Flóttamenn margir hverjir hræddir við að snúa aftur og mannréttindabaráttusamtök gagnrýna samkomulagið harðlega. 24. nóvember 2017 07:00 Her Búrma segist saklaus Herinn, sem hefur verið sakaður um umfangsmikil ódæði og þjóðernishreinsanir, segir að „hryðjuverkamenn“ meðal rohingjafólksins hafi brennt heilu þorpin og skipað þjóðflokknum að yfirgefa heimili sín og flýja til annars lands. 13. nóvember 2017 23:25 Segir framgönguna skólabókardæmi um þjóðernishreinsun Yfirmaður hjá Sameinuðu þjóðunum segir aðgerðir stjórnvalda í Mjanmar gegn Rohingya-múslimum "skólabókardæmi um þjóðernishreinsun.“ 11. september 2017 08:38 Ætla að senda rohingjafólkið til baka Bangladess og Búrma hafa komist að samkomulagi sem hjálparstofnanir eru uggandi yfir. 23. nóvember 2017 10:17 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Fleiri fréttir Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Sjá meira
Óttarr Proppé, starfandi heilbrigðisráðherra, er nú staddur í Bangladess á vegum UNICEF þar sem hann kynnir sér aðstæður flóttamanna. Þúsundir Rohingya hafa flúið frá Mjanmar undan ofsóknum og þjóðernishreinsunum til Bangladess. Á Facebook-síðu sinni segir Óttarr að fyrst muni hann heimsækja höfuðborgina Dhaka þar sem hann muni funda með ráðherrum ríkisins. Það verði meðal annars rætt um nýtt samkomulag Bangladess og Mjanmar um að heimila flóttafólki að komast aftur yfir landamærin. „SÞ, Rauði krossinn og fleiri setja spurningamerki við samkomulagið og óttast að öryggi og mannréttindi sé ekki tryggt,“ segir Óttarr. Því næst muni hann og föruneytið fara að landamærunum og heimsækja flóttamannabúðir - „þar sem yfir milljón manns, þar af 1/3 börn, búa við ömurlegar aðstæður. Milljón einstaklingar sem þurfa hjálp til að eiga von á framtíð og lágmarksmannréttindum,“ segir Óttarr og bætir ennfremur við: „Það þarf aðkomu alþjóðasamfélagins að því að finna lausn sem tryggir fólki öryggi, mannréttindi og mannsæmandi framtíð. Við heimsækjum stofnanir Sameinuðu þjóðarinnar, Rauða krossinn og vonandi fleiri sem vinna mikið starf við mjög erfiðara aðstæður. Þau bjarga mannslífum og gera kraftaverk á hverjum degi en það þarf mikið meira til.“ Færslu hans má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Róhingjar sendir aftur til Mjanmar Til stendur að senda hundruð þúsunda flóttamanna aftur til Mjanmar frá Bangladess. Flóttamenn margir hverjir hræddir við að snúa aftur og mannréttindabaráttusamtök gagnrýna samkomulagið harðlega. 24. nóvember 2017 07:00 Her Búrma segist saklaus Herinn, sem hefur verið sakaður um umfangsmikil ódæði og þjóðernishreinsanir, segir að „hryðjuverkamenn“ meðal rohingjafólksins hafi brennt heilu þorpin og skipað þjóðflokknum að yfirgefa heimili sín og flýja til annars lands. 13. nóvember 2017 23:25 Segir framgönguna skólabókardæmi um þjóðernishreinsun Yfirmaður hjá Sameinuðu þjóðunum segir aðgerðir stjórnvalda í Mjanmar gegn Rohingya-múslimum "skólabókardæmi um þjóðernishreinsun.“ 11. september 2017 08:38 Ætla að senda rohingjafólkið til baka Bangladess og Búrma hafa komist að samkomulagi sem hjálparstofnanir eru uggandi yfir. 23. nóvember 2017 10:17 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Fleiri fréttir Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Sjá meira
Róhingjar sendir aftur til Mjanmar Til stendur að senda hundruð þúsunda flóttamanna aftur til Mjanmar frá Bangladess. Flóttamenn margir hverjir hræddir við að snúa aftur og mannréttindabaráttusamtök gagnrýna samkomulagið harðlega. 24. nóvember 2017 07:00
Her Búrma segist saklaus Herinn, sem hefur verið sakaður um umfangsmikil ódæði og þjóðernishreinsanir, segir að „hryðjuverkamenn“ meðal rohingjafólksins hafi brennt heilu þorpin og skipað þjóðflokknum að yfirgefa heimili sín og flýja til annars lands. 13. nóvember 2017 23:25
Segir framgönguna skólabókardæmi um þjóðernishreinsun Yfirmaður hjá Sameinuðu þjóðunum segir aðgerðir stjórnvalda í Mjanmar gegn Rohingya-múslimum "skólabókardæmi um þjóðernishreinsun.“ 11. september 2017 08:38
Ætla að senda rohingjafólkið til baka Bangladess og Búrma hafa komist að samkomulagi sem hjálparstofnanir eru uggandi yfir. 23. nóvember 2017 10:17