Ætlar ekki að segja af sér vegna ásakana um kynferðislega áreitni Birgir Olgeirsson skrifar 26. nóvember 2017 23:34 Al Franken, þingmaður Demókrata. Vísir/Getty Bandaríski þingmaðurinn Al Franken ætlar ekki að segja af sér en sagðist þó skammast sín fyrir hegðun sína en hann hefur verið sakaður um að káfa á konum og snerta þær á óviðeigandi hátt. Franken er Demókrati og hefur verið þingmaður Minnesota-fylkis frá árinu 2009. Hann veitti blaðamönnum viðtal fyrr í dag, það fyrsta frá því ásakanirnar litu dagsins ljós, þar sem hann sagðist hlakka til að snúa aftur til vinnu á mánudag. „Ég skammast mín. Ég hef brugðist mörgum og vonast til að geta bætt það upp og unnið mér traust þeirra aftur,“ sagði Franken við Minneapolis Star Tribune. Franken var ósáttur við að vera borinn saman við Repúblikann Roy Moore sem hefur verið sakaður um ósæmilega hegðun í garð táningsstúlkna fyrir nokkrum áratugum síðan. „Ég mun axla ábyrgð. Ég mun þurfa að svara fyrir siðanefnd,“ sagði Franken en hegðun annars er til rannsóknar hjá siðanefnd bandaríska þingsins. „Vonandi verður mín rödd í þessu máli að gagni. Ég virði konur. Það sem pirrar mig er að þetta gefur fólki ástæðu til að trúa því að ég virði ekki konur.“ Hann sagðist ekki hafa íhugað afsögn og sagðist ætla að vera afar samvinnuþýður þegar kemur að störfum siðanefndarinnar. Útvarpskonan Leann Tweeden var sú fyrsta til að saka Franken um kynferðislega áreitni. Hún sagði FRanken hafa kysst hana gegn hennar vilja árið 2006 og þá náðist ljósmynd af því þegar hann var með hönd sína yfir bringu hennar á meðan hún svaf. Önnur kona, Lindsay Menz, sagði við fréttastofu CNN að Franken hefði snert á henni rassinn þegar þau voru mynduð saman árið 2010. Franken hefur beðið Tweeden afsökunar en segist ekki muna eftir atvikinu með Menz. Huffington Post birti ásakanir tveggja kvenna á hendur Franken sem sögðu hann hafa snert afturenda þeirra í tveimur aðskildum atvikum. Tengdar fréttir Önnur kona sakar þingmann demókrata um áreitni Al Franken er nú sakaður um að hafa gripið í rass konu þegar hann var orðinn þingmaður. Hann hafði áður beðið konu afsökunar á atviki sem átti sér stað áður en stjórnmálaferill hans hófst. 20. nóvember 2017 19:07 Sakaður um að káfa á sofandi konu Útvarpskonan Leeann Tweeden segir öldungadeildarþingmanninn Al Franken hafa káfað á sér þegar hún var sofandi og kysst hana gegn vilja hennar. 16. nóvember 2017 18:15 Konur Saturday Night Live styðja Franken Alls 36 konur sem störfuðu með þingmanninum segja hann hafa komið fram við þær af mikilli virðingu. 21. nóvember 2017 14:54 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Bandaríski þingmaðurinn Al Franken ætlar ekki að segja af sér en sagðist þó skammast sín fyrir hegðun sína en hann hefur verið sakaður um að káfa á konum og snerta þær á óviðeigandi hátt. Franken er Demókrati og hefur verið þingmaður Minnesota-fylkis frá árinu 2009. Hann veitti blaðamönnum viðtal fyrr í dag, það fyrsta frá því ásakanirnar litu dagsins ljós, þar sem hann sagðist hlakka til að snúa aftur til vinnu á mánudag. „Ég skammast mín. Ég hef brugðist mörgum og vonast til að geta bætt það upp og unnið mér traust þeirra aftur,“ sagði Franken við Minneapolis Star Tribune. Franken var ósáttur við að vera borinn saman við Repúblikann Roy Moore sem hefur verið sakaður um ósæmilega hegðun í garð táningsstúlkna fyrir nokkrum áratugum síðan. „Ég mun axla ábyrgð. Ég mun þurfa að svara fyrir siðanefnd,“ sagði Franken en hegðun annars er til rannsóknar hjá siðanefnd bandaríska þingsins. „Vonandi verður mín rödd í þessu máli að gagni. Ég virði konur. Það sem pirrar mig er að þetta gefur fólki ástæðu til að trúa því að ég virði ekki konur.“ Hann sagðist ekki hafa íhugað afsögn og sagðist ætla að vera afar samvinnuþýður þegar kemur að störfum siðanefndarinnar. Útvarpskonan Leann Tweeden var sú fyrsta til að saka Franken um kynferðislega áreitni. Hún sagði FRanken hafa kysst hana gegn hennar vilja árið 2006 og þá náðist ljósmynd af því þegar hann var með hönd sína yfir bringu hennar á meðan hún svaf. Önnur kona, Lindsay Menz, sagði við fréttastofu CNN að Franken hefði snert á henni rassinn þegar þau voru mynduð saman árið 2010. Franken hefur beðið Tweeden afsökunar en segist ekki muna eftir atvikinu með Menz. Huffington Post birti ásakanir tveggja kvenna á hendur Franken sem sögðu hann hafa snert afturenda þeirra í tveimur aðskildum atvikum.
Tengdar fréttir Önnur kona sakar þingmann demókrata um áreitni Al Franken er nú sakaður um að hafa gripið í rass konu þegar hann var orðinn þingmaður. Hann hafði áður beðið konu afsökunar á atviki sem átti sér stað áður en stjórnmálaferill hans hófst. 20. nóvember 2017 19:07 Sakaður um að káfa á sofandi konu Útvarpskonan Leeann Tweeden segir öldungadeildarþingmanninn Al Franken hafa káfað á sér þegar hún var sofandi og kysst hana gegn vilja hennar. 16. nóvember 2017 18:15 Konur Saturday Night Live styðja Franken Alls 36 konur sem störfuðu með þingmanninum segja hann hafa komið fram við þær af mikilli virðingu. 21. nóvember 2017 14:54 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Önnur kona sakar þingmann demókrata um áreitni Al Franken er nú sakaður um að hafa gripið í rass konu þegar hann var orðinn þingmaður. Hann hafði áður beðið konu afsökunar á atviki sem átti sér stað áður en stjórnmálaferill hans hófst. 20. nóvember 2017 19:07
Sakaður um að káfa á sofandi konu Útvarpskonan Leeann Tweeden segir öldungadeildarþingmanninn Al Franken hafa káfað á sér þegar hún var sofandi og kysst hana gegn vilja hennar. 16. nóvember 2017 18:15
Konur Saturday Night Live styðja Franken Alls 36 konur sem störfuðu með þingmanninum segja hann hafa komið fram við þær af mikilli virðingu. 21. nóvember 2017 14:54