Erlent

George Bush eldri er langlífasti forseti Bandaríkjanna

Þórdís Valsdóttir skrifar
George H.W. Bush er nú orðinn langlífasti forseti Bandaríkjanna. Hann gegndi embætti forseta Bandaríkjanna frá 1989 til 1993.
George H.W. Bush er nú orðinn langlífasti forseti Bandaríkjanna. Hann gegndi embætti forseta Bandaríkjanna frá 1989 til 1993. Vísir/getty
George H.W. Bush er orðinn langlífasti forsetinn í sögu Bandaríkjanna. Bush varð í gær 93 ára og 166 daga gamall og varð því deginum eldri en fyrrum langlífasti forsetinn, Gerald Ford.

Gerald Ford dó árið 2006 eftir áralanga baráttu við Alzheimer og var þá 93 ára og 165 daga gamall. Á eftir honum kemur Ronald Raegan sem varð 93 ára og 120 daga gamall.

Bush hefur glímt við veikindi að undanförnu og hefur verið lagður inn á spítala tvisvar vegna þrálátrar lungnabólgu og einu sinni vegna berkjubólgu. Á síðustu árum hefur hann notað hjólastól og rafmagnsskutlu vegna veikinda sinna.

Þuklaði á konum „á góðum nótum“

Bush komst í fréttirnar í síðasta mánuði eftir að átta konur stigu fram og sökuðu hann um að hafa snert þær á óviðeigandi hátt.

Í yfirlýsingu frá Bush segir að hann gangist við því að hafa þuklað á afturenda kvenna, en að ásetningur hans hafi verið góður. Hann baðst afsökunar á framferði sínu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×