Gosmökkur rís upp í fjögur þúsund metra hæð Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. nóvember 2017 08:15 Lítill drengur tekur mynd af gosmekkinum. Indónesísk yfirvöld hafa fyrirskipað að fólk haldi sig í tryggilegri fjarlægð frá eldfjallinu Agung. Vísir/afp Gríðarlegan reykjarmökk leggur nú frá eldfjallinu Agung á indónesísku eyjunni Balí en stólparnir hafa náð allt að fjögurra kílómetra hæð. Mikil virkni er í eldfjallinu um þessar mundir. Breska dagblaðið Guardian greinir frá því að fjallið hafi gosið í gærkvöldi og þá mældust þrjú gos snemma á sunnudagsmorgun. Flugfélög hafa þurft að aflýsa flugferðum vegna hættu á gosi og þá hefur svokölluð „rauð viðvörun“ tekið gildi. Viðvörunin gefur til kynna að stórt eldgos sé yfirvofandi og að töluvert öskufall verði vegna þess. Yfirvöld á Balí dreifa nú grímum á svæðum þar sem öskufalls gætir nú þegar, að því er fram kemur í frétt BBC.Mynd, sem tekin var að kvöldi til við eldfjallið Agung á Balí, sýnir rauðan gosmökkinn.Vísir/AFPEkki enn haft teljandi áhrif á ferðamannaparadís Gosmökkinn leggur í austurátt og yfir eyjuna Lombok en alþjóðaflugvellinum eyjunni hefur verið lokað vegna öskunnar. Gosið virðist ekki enn hafa áhrif á helstu ferðamannasvæði á Balí, heimaeyju Agung og vinsælan áfangastað ferðamanna, en svæðin standa enn opin að stærstum hluta. Yfirvöld hafa þó gert öllum í 7,5 kílómetra radíus frá eldfjallinu að yfirgefa svæðið hið snarasta. Um 140 þúsund manns var gert að flýja heimili sín í september síðastliðnum. Þá hafði eldvirkni í Agung aukist til muna en flestir sneru þó aftur til síns heima í lok mánaðarins. Síðan þá hafa einhverjar hreyfingar mælst í fjallinu, þó ekki eins miklar og nú. Eldfjallið Agung gaus síðast árið 1963. Yfir þúsund manns fórust í gosinu.Huge ash cloud over Mt Agung in Bali is stopping flights just as schoolies gets underway pic.twitter.com/UqE5dBUZfN— Michael Bachelard (@mbachelard) November 25, 2017 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Sjá meira
Gríðarlegan reykjarmökk leggur nú frá eldfjallinu Agung á indónesísku eyjunni Balí en stólparnir hafa náð allt að fjögurra kílómetra hæð. Mikil virkni er í eldfjallinu um þessar mundir. Breska dagblaðið Guardian greinir frá því að fjallið hafi gosið í gærkvöldi og þá mældust þrjú gos snemma á sunnudagsmorgun. Flugfélög hafa þurft að aflýsa flugferðum vegna hættu á gosi og þá hefur svokölluð „rauð viðvörun“ tekið gildi. Viðvörunin gefur til kynna að stórt eldgos sé yfirvofandi og að töluvert öskufall verði vegna þess. Yfirvöld á Balí dreifa nú grímum á svæðum þar sem öskufalls gætir nú þegar, að því er fram kemur í frétt BBC.Mynd, sem tekin var að kvöldi til við eldfjallið Agung á Balí, sýnir rauðan gosmökkinn.Vísir/AFPEkki enn haft teljandi áhrif á ferðamannaparadís Gosmökkinn leggur í austurátt og yfir eyjuna Lombok en alþjóðaflugvellinum eyjunni hefur verið lokað vegna öskunnar. Gosið virðist ekki enn hafa áhrif á helstu ferðamannasvæði á Balí, heimaeyju Agung og vinsælan áfangastað ferðamanna, en svæðin standa enn opin að stærstum hluta. Yfirvöld hafa þó gert öllum í 7,5 kílómetra radíus frá eldfjallinu að yfirgefa svæðið hið snarasta. Um 140 þúsund manns var gert að flýja heimili sín í september síðastliðnum. Þá hafði eldvirkni í Agung aukist til muna en flestir sneru þó aftur til síns heima í lok mánaðarins. Síðan þá hafa einhverjar hreyfingar mælst í fjallinu, þó ekki eins miklar og nú. Eldfjallið Agung gaus síðast árið 1963. Yfir þúsund manns fórust í gosinu.Huge ash cloud over Mt Agung in Bali is stopping flights just as schoolies gets underway pic.twitter.com/UqE5dBUZfN— Michael Bachelard (@mbachelard) November 25, 2017
Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Sjá meira