Sport

Snorri náði sögulegum árangri í Finnlandi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Snorri Einarsson
Snorri Einarsson
Snorri Einarsson skráði sig í sögubækurnar í dag þegar hann hafnaði í 22.sæti á heimsbikarmóti í 15 kílómetra skíðagöngu í Ruka í Finnlandi.

Keppnin kláraðist nú rétt í þessu en um er að ræða sögulegan árangur.

Heimsbikarmótaröðin er sú sterkasta í heimi og er þetta besti árangur Íslendings á mótaröðinni frá því Kristinn Björnsson var uppá sitt besta.

Norðmaðurinn Johannes Hoesflot Klaebo bar sigur úr býtum en Snorri var rúmri mínútu á eftir honum.

Snorri var einnig á fleygiferð í gær er hann endaði í 114.sæti í sprettgöngu. Á morgun keppir Snorri í 15 kílómetra eltigöngu með frjálsri aðferð.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×