Innlent

Tveir fluttir á sjúkrahús eftir alvarlegt umferðarslys á Miklubraut

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Lögregla stóð vaktina á brúnni yfir Miklubraut við slysstað.
Lögregla stóð vaktina á brúnni yfir Miklubraut við slysstað. Vísir
Tveir voru fluttir á sjúkrahús eftir alvarlegan árekstur á Miklubraut við Réttarholtsveg á níunda tímanum í morgun. Ekki fást frekari upplýsingar um líðan mannanna að svo stöddu en rannsókn á slysinu stendur nú yfir.

Sjá einnig: Alvarlegt umferðarslys á Miklubraut við Réttarholtsveg

Ökumaður bifreiðarinnar virðist hafa misst stjórn á bíl sínum, lent utan í vegriði og kastast út úr bifreiðinni. Þetta staðfesti Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi í morgun. Um mjög alvarlegt slys er að ræða en mikill viðbúnaður var á vettvangi.

Samkæmt upplýsingum frá lögreglu voru tveir í bílnum þegar áreksturinn varð. Mennirnir, sem báðir eru af erlendu bergi brotnir, voru fluttir á sjúkrahús.

Lokað var fyrir umferð um Miklubraut í nær tvær klukkustundir vegna slyssins. Búið er að opna fyrir alla umferð að nýju og greiðfært er í báðar áttir.

Frá vettvangi í morgun.Vísir

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×