Hæstiréttur og héraðsdómur ósammála um nálgunarbann ofbeldismanns Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. nóvember 2017 12:07 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór í annað sinn fram á nálgunarbann yfir manninum sem grunaður er um að beita konu endurtekið ofbeldi. Vísir/gva Karlmaður, sem sakaður er um ítrekað ofbeldi í garð fyrrverandi kærustu sinnar, skal sæta brottvísun af heimili hennar og hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna nálgunarbann í Hæstarétti. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður hafnað kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir hafði manninum verið vísað af heimili og úrskurðaður í nálgunarbann þann 18. október. Um er að ræða framlengingu á þeirri kröfu. Lögregla vísaði til fjölmargra tilkynninga í gegnum árin um ofbeldi á heimilinu. Töldu þeir manninn undir grun um að hafa gerst brotlegur við lög og væri hættulegur konunni. Verjandi mannsins benti á að konan hefði verið í sambandi við manninn að eigin frumkvæði í síðasta nálgunarbanni. Héraðsdómur taldi lögreglu ekki hafa rannsakað nægjanlega ásakanirnar um ofbeldi og hafnaði kröfunni. Hæstiréttur var því ósammála.Eins árs dómur fyrir ofbeldi Konan lýsir langvarandi ofbeldi af hálfu mannsins sem hlaut eins árs dóm fyrir ofbeldi gagnvart henni auk annarra brota árið 2014. Þau kynntust árið 2007 og áttu í ástarsambandi sem upp úr slitnaði. Þau hafi tekið aftur saman árið 2011 og segir hún ofbeldið í kjölfarið hafa hafist. Í greinargerð lögreglu er vísað til fimm tilkynninga um ofbeldi árið 2012 og tveggja til viðbóta árið 2017. Er greint frá líflátshótunum, að hann hafi kýlt hana með gosdós í andlitið og neitaði að yfirgefa heimilið. Hann væri ekki með skráð lögheimili þar. Í skýrslutöku hjá lögreglu þann 10. nóvember segir konan manninn hafa haldið áfram að áreita hana eftir 18. október, þegar hann var úrskurðaður í nálgunarbann.Neydd til að drekka áfengi „Hann hafi stjórnað henni á ýmsan hátt og m.a. neytt hana til að skila neyðarhnappi sem henni hafi verið úthlutaður. Hún hafi lýst því að hann hafi sagt henni að mæta í framangreinda skýrslutöku og afturkalla kæru á hendur honum. Þá hafi hann komið með áfengi til hennar og fengið hana til að drekka það,“ segir í greinargerð lögreglu. Hann hafi einnig beitt hana andlegu og kynferðislegu ofbeldi frá því hann hafi verið úrskurðaður í nálgunarbann og brottvísun af heimili. Hafi hann m.a. kallað hana aula og ef hún setti á sig varalit þá hafi hann sagt henni að hún væri hóra. Þá hafi hann hafið samræði við hana í tvígang er hún svaf og sagst þá hafa tilkall til hennar líkama og hafi hún lýst því að í þessi tvö skipti hafi hún læst sig inn á baðherbergi þar sem hún hafi óttast að hann gerði henni eitthvað meira. Þá hafi hann nuddað hana í þrígang með olíu sem hafi endað með því að hann fór með fingurna í leggöng hennar. Hún hafi reynt að vera máttlaus á meðan á því hafi staðið, en þegar hún hafi beðið hann um að hætta þá hafi hann lagst við hliðina á henni og sagt ljóta hluti við hana. Hafi hún lýst því að henni liði illa yfir því hvernig hann hafi náð heljargreipum á henni og að hún óttaðist hann.Heimsótti manninn á meðan nálgunarbanni stóð Verjandi mannsins upplýsti að þann 20. október, tveimur dögum eftir að maðurinn var úrskurðaður í nálgunarbann, hafi konan haft samband við geðdeild þar sem maðurinn var vistaður. Daginn eftir hafi hún heimsótt hann þangað og tveimur dögum síðar mætt til verjandans í fylgd mannsins. Þá eigi maðurinn ekki í nein hús að vernda í Reykjavík þar sem baklandið hans sé í öðrum landshluta. Héraðsdómur hafnaði kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á þeim grundvelli að ekki hefði farið fram nein rannsókn hjá lögreglu sem benti til þess að hann hefði brotið gegn almennum hegningarlögum, nánar tiltekið grein 217 sem snýr að líkamsárás sem varðar sex til tólf mánaða fangelsisdóms. Lögreglan kærði niðurstöðuna til Hæstaréttar sem féllst á kröfu lögreglu um brottvísun af heimili og nálgunarbann er varðar fimmtíu metra frá heimili konunnar auk alls banns við að nálgast hana símleiðis eða gegnum samfélagsmiðla.Dóm Hæstaréttar í heild má lesa hér. Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Karlmaður, sem sakaður er um ítrekað ofbeldi í garð fyrrverandi kærustu sinnar, skal sæta brottvísun af heimili hennar og hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna nálgunarbann í Hæstarétti. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður hafnað kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir hafði manninum verið vísað af heimili og úrskurðaður í nálgunarbann þann 18. október. Um er að ræða framlengingu á þeirri kröfu. Lögregla vísaði til fjölmargra tilkynninga í gegnum árin um ofbeldi á heimilinu. Töldu þeir manninn undir grun um að hafa gerst brotlegur við lög og væri hættulegur konunni. Verjandi mannsins benti á að konan hefði verið í sambandi við manninn að eigin frumkvæði í síðasta nálgunarbanni. Héraðsdómur taldi lögreglu ekki hafa rannsakað nægjanlega ásakanirnar um ofbeldi og hafnaði kröfunni. Hæstiréttur var því ósammála.Eins árs dómur fyrir ofbeldi Konan lýsir langvarandi ofbeldi af hálfu mannsins sem hlaut eins árs dóm fyrir ofbeldi gagnvart henni auk annarra brota árið 2014. Þau kynntust árið 2007 og áttu í ástarsambandi sem upp úr slitnaði. Þau hafi tekið aftur saman árið 2011 og segir hún ofbeldið í kjölfarið hafa hafist. Í greinargerð lögreglu er vísað til fimm tilkynninga um ofbeldi árið 2012 og tveggja til viðbóta árið 2017. Er greint frá líflátshótunum, að hann hafi kýlt hana með gosdós í andlitið og neitaði að yfirgefa heimilið. Hann væri ekki með skráð lögheimili þar. Í skýrslutöku hjá lögreglu þann 10. nóvember segir konan manninn hafa haldið áfram að áreita hana eftir 18. október, þegar hann var úrskurðaður í nálgunarbann.Neydd til að drekka áfengi „Hann hafi stjórnað henni á ýmsan hátt og m.a. neytt hana til að skila neyðarhnappi sem henni hafi verið úthlutaður. Hún hafi lýst því að hann hafi sagt henni að mæta í framangreinda skýrslutöku og afturkalla kæru á hendur honum. Þá hafi hann komið með áfengi til hennar og fengið hana til að drekka það,“ segir í greinargerð lögreglu. Hann hafi einnig beitt hana andlegu og kynferðislegu ofbeldi frá því hann hafi verið úrskurðaður í nálgunarbann og brottvísun af heimili. Hafi hann m.a. kallað hana aula og ef hún setti á sig varalit þá hafi hann sagt henni að hún væri hóra. Þá hafi hann hafið samræði við hana í tvígang er hún svaf og sagst þá hafa tilkall til hennar líkama og hafi hún lýst því að í þessi tvö skipti hafi hún læst sig inn á baðherbergi þar sem hún hafi óttast að hann gerði henni eitthvað meira. Þá hafi hann nuddað hana í þrígang með olíu sem hafi endað með því að hann fór með fingurna í leggöng hennar. Hún hafi reynt að vera máttlaus á meðan á því hafi staðið, en þegar hún hafi beðið hann um að hætta þá hafi hann lagst við hliðina á henni og sagt ljóta hluti við hana. Hafi hún lýst því að henni liði illa yfir því hvernig hann hafi náð heljargreipum á henni og að hún óttaðist hann.Heimsótti manninn á meðan nálgunarbanni stóð Verjandi mannsins upplýsti að þann 20. október, tveimur dögum eftir að maðurinn var úrskurðaður í nálgunarbann, hafi konan haft samband við geðdeild þar sem maðurinn var vistaður. Daginn eftir hafi hún heimsótt hann þangað og tveimur dögum síðar mætt til verjandans í fylgd mannsins. Þá eigi maðurinn ekki í nein hús að vernda í Reykjavík þar sem baklandið hans sé í öðrum landshluta. Héraðsdómur hafnaði kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á þeim grundvelli að ekki hefði farið fram nein rannsókn hjá lögreglu sem benti til þess að hann hefði brotið gegn almennum hegningarlögum, nánar tiltekið grein 217 sem snýr að líkamsárás sem varðar sex til tólf mánaða fangelsisdóms. Lögreglan kærði niðurstöðuna til Hæstaréttar sem féllst á kröfu lögreglu um brottvísun af heimili og nálgunarbann er varðar fimmtíu metra frá heimili konunnar auk alls banns við að nálgast hana símleiðis eða gegnum samfélagsmiðla.Dóm Hæstaréttar í heild má lesa hér.
Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira