Innlent

Veginum fyrir Ólafsfjarðamúla lokað vegna snjóflóðahættu

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá Ólafsfjarðarmúla. Myndin er úr safni.
Frá Ólafsfjarðarmúla. Myndin er úr safni.
Vegagerðin hefur lokað veginum fyrir Ólafsfjarðarmúla vegna hættu sem talin er á snjóflóðum. Til stendur að skoða aðstæður með morgninum.

Vonskuveður hefur verið á norðanverðu landinu frá Vestfjörðum austur á miðja Austfirði í kvöld. Fleiri vegum hefur verið lokað vegna veður, nú síðast þjóðveginum um Vatnsskarð þar sem stór flutningabíll og fleiri bifreiðar lentu utan vegar.

Í frétt á vef Vegagerðarinnar frá því síðdegis kemur fram að Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði séu lokaðar. Klettháls sömuleiði og einnig sé vegur 60 lokaður við Geiradalsá en hjáleið um vetrarveg. Súðavíkurhlíð yrði lokað kl 22.00 vegna snjóflóðahættu.

Holtavörðuheiði er lokuð og verður ekki opnuð í kvöld en hjáleið er um Laxárdalsheiði og Bröttubrekku eða Heydal.

Víkurskarð, Hófaskarð og Mývatns og Möðrudalsöræfi eru einnig lokuð.

Fjarðarheiði er lokuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×