Munu ekki greina frá nöfnum gerendanna Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 24. nóvember 2017 07:00 Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, átti frumkvæði að áskorun fjölda íslenskra stjórnmálakvenna gegn kynbundnu ofbeldi og áreitni í stjórnmálastarfi landsins. Vísir/stefán „Við í hópnum höfum sammælst um að vera hvorki að nefna nöfn manna né flokka, heldur erum við meira að tala um aðstæður og hvernig við upplifum okkur í umhverfi stjórnmálanna,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, aðspurð um ástæður þess að stjórnmálakonur, sem stigið hafa fram og deilt reynslu sinni af kynbundnu ofbeldi og áreitni, segi ekki alla söguna með nöfnum gerenda. Í áskorun sem íslensku stjórnmálakonurnar hafa sent frá sér, er þess krafist að karlar taki ábyrgð og stjórnmálaflokkar taki af festu á kynbundnu ofbeldi og áreitni. Aðspurð segir Heiða konur líka þurfa að taka gagnrýnina til sín. „Mér finnst við í hópnum vera að líta í eigin barm með því að skora á karlana að koma með okkur í að breyta. En við erum auðvitað hluti af kerfinu og samfélaginu sem ól okkur upp við að karlar stjórni ferðinni. Okkur finnst við svolítið búnar að viðurkenna að þetta hefur verið látið viðgangast og er til staðar. Núna erum við að segja að það þurfi að laga þetta og að við eigum að gera það öll saman.“ Heiða Björg segir áskorun kvennanna ólíka þeim byltingum sem brotist hafa út í Hollywood og víðar þar sem áhrifamenn eru gagnrýndir og bornir þungum sökum. „Það er ekki tilgangur okkar að draga fram sökudólgana heldur að biðja um að við horfum öll í eigin barm, gerum betur og lögum þennan inngróna kúltúr sem við höfum allar gengið inn í. Við erum í einlægni að biðja karlana að koma með okkur í þetta,“ segir Heiða og bendir á að það geti líka skemmt fyrir markmiðinu að nafngreina gerendur. „Við erum svo hræddar um að ef við förum að nafngreina einhverja, þá fari öll áherslan á að losna við þá og allt verði gott verði þeir fjarlægðir. Okkar barátta snýst ekki um það. Við viljum breyta kerfinu og erum að einblína á það núna.“ Aðspurð um þöggun innan stjórnmálaflokka, játar Heiða því að hættan á þöggun innan stjórnmálaflokka um þessi mál sé mjög mikil enda eigi flokkarnir allt sitt undir kjósendum. „Til eru dæmi um að kynferðisbrot hafi verið þögguð niður innan flokka og konum sagt að mál myndi skaða flokkinn ef það færi út,“ segir Heiða. Hún segir karlana ekki eina um að þagga niður brot innan flokka heldur hafi konur líka átt þátt í slíkri þöggun, til að vernda flokkshagsmuni. „Hingað til hefur það þótt veikleikamerki bæði fyrir flokka og einstaklinga að segja frá. Við viljum breyta því,“ segir Heiða Björg. Birtist í Fréttablaðinu MeToo Tengdar fréttir Áskorun rúmlega 300 íslenskra stjórnmálakvenna vegna kynferðisofbeldis og áreitni: "Við krefjumst þess að allir karlar taki ábyrgð“ Rúmlega 300 íslenskar stjórnmálakonur hafa sent frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálunum hér á landi. 21. nóvember 2017 19:24 Íslenskar konur í stjórnmálum segja af áreitni og ofbeldi kollega Hundruð hyggjast stíga saman fram, deila reynslu sinni og kalla eftir breytingum. 21. nóvember 2017 14:45 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
„Við í hópnum höfum sammælst um að vera hvorki að nefna nöfn manna né flokka, heldur erum við meira að tala um aðstæður og hvernig við upplifum okkur í umhverfi stjórnmálanna,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, aðspurð um ástæður þess að stjórnmálakonur, sem stigið hafa fram og deilt reynslu sinni af kynbundnu ofbeldi og áreitni, segi ekki alla söguna með nöfnum gerenda. Í áskorun sem íslensku stjórnmálakonurnar hafa sent frá sér, er þess krafist að karlar taki ábyrgð og stjórnmálaflokkar taki af festu á kynbundnu ofbeldi og áreitni. Aðspurð segir Heiða konur líka þurfa að taka gagnrýnina til sín. „Mér finnst við í hópnum vera að líta í eigin barm með því að skora á karlana að koma með okkur í að breyta. En við erum auðvitað hluti af kerfinu og samfélaginu sem ól okkur upp við að karlar stjórni ferðinni. Okkur finnst við svolítið búnar að viðurkenna að þetta hefur verið látið viðgangast og er til staðar. Núna erum við að segja að það þurfi að laga þetta og að við eigum að gera það öll saman.“ Heiða Björg segir áskorun kvennanna ólíka þeim byltingum sem brotist hafa út í Hollywood og víðar þar sem áhrifamenn eru gagnrýndir og bornir þungum sökum. „Það er ekki tilgangur okkar að draga fram sökudólgana heldur að biðja um að við horfum öll í eigin barm, gerum betur og lögum þennan inngróna kúltúr sem við höfum allar gengið inn í. Við erum í einlægni að biðja karlana að koma með okkur í þetta,“ segir Heiða og bendir á að það geti líka skemmt fyrir markmiðinu að nafngreina gerendur. „Við erum svo hræddar um að ef við förum að nafngreina einhverja, þá fari öll áherslan á að losna við þá og allt verði gott verði þeir fjarlægðir. Okkar barátta snýst ekki um það. Við viljum breyta kerfinu og erum að einblína á það núna.“ Aðspurð um þöggun innan stjórnmálaflokka, játar Heiða því að hættan á þöggun innan stjórnmálaflokka um þessi mál sé mjög mikil enda eigi flokkarnir allt sitt undir kjósendum. „Til eru dæmi um að kynferðisbrot hafi verið þögguð niður innan flokka og konum sagt að mál myndi skaða flokkinn ef það færi út,“ segir Heiða. Hún segir karlana ekki eina um að þagga niður brot innan flokka heldur hafi konur líka átt þátt í slíkri þöggun, til að vernda flokkshagsmuni. „Hingað til hefur það þótt veikleikamerki bæði fyrir flokka og einstaklinga að segja frá. Við viljum breyta því,“ segir Heiða Björg.
Birtist í Fréttablaðinu MeToo Tengdar fréttir Áskorun rúmlega 300 íslenskra stjórnmálakvenna vegna kynferðisofbeldis og áreitni: "Við krefjumst þess að allir karlar taki ábyrgð“ Rúmlega 300 íslenskar stjórnmálakonur hafa sent frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálunum hér á landi. 21. nóvember 2017 19:24 Íslenskar konur í stjórnmálum segja af áreitni og ofbeldi kollega Hundruð hyggjast stíga saman fram, deila reynslu sinni og kalla eftir breytingum. 21. nóvember 2017 14:45 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Áskorun rúmlega 300 íslenskra stjórnmálakvenna vegna kynferðisofbeldis og áreitni: "Við krefjumst þess að allir karlar taki ábyrgð“ Rúmlega 300 íslenskar stjórnmálakonur hafa sent frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálunum hér á landi. 21. nóvember 2017 19:24
Íslenskar konur í stjórnmálum segja af áreitni og ofbeldi kollega Hundruð hyggjast stíga saman fram, deila reynslu sinni og kalla eftir breytingum. 21. nóvember 2017 14:45