Miklar náttúruminjar
Miðhálendið á sér nokkra sérstöðu. Bæði er um að ræða stærstu eyðimörk í Evrópu en jafnframt er þetta eitt stærsta samfellda landsvæðið í álfunni þar sem ekki er föst búseta allt árið um kring. Mannvirki á þessu svæði eru fá og afar dreifð yfir svæðið. Náttúruminjar svæðisins eru hins vegar ófáar og einstæðar í heiminum. Settar voru upp fjórar sviðsmyndir um stjórn svæðisins sem hægt yrði að vinna með áfram.

Til að átta sig á stærð mögulegs þjóðgarðs á 21 sveitarfélag aðalskipulagsáætlun sem nær inn á miðhálendi Íslands, allt frá Borgarbyggð í vestri til Djúpavogshrepps í austri.
Stjórnsýslan á leik
„Byggja þarf upp kjarnastarfsemi sem fylgt getur eftir aukinni áherslu á vernd hálendisins samhliða sjálfbærri nýtingu sem rúmast innan verndarsvæða,“ segir í áfangaskýrslu nefndarinnar. Nefndin var skipuð 14. júlí, 2016 og var falið að kortleggja svæðið innan miðhálendislínu með tilliti til stofnunar þjóðgarðs, annaðhvort með stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs eða með öðrum hætti.
„Ég lagði mikla áherslu á þetta í mínu starfi sem umhverfisráðherra og nú er kominn fyrsti áfanginn í ljós. Unnið verði áfram úr þessu,“ segir Björt Ólafsdóttir. „Í stjórnarsáttmála síðustu ríkisstjórnar var ákvæði um að unnin yrði sérstök áætlun um vernd miðhálendisins. Mikil vinna er nú fram undan til að svo megi verða að við sjáum þennan þjóðgarð verða að veruleika.“
Leggjast gegn áherslu sveitarfélaga

Einnig er talað um að tryggja skuli óbeinan eignarrétt sem felst í veiði og beit búfjár innan þjóðgarðsins. Veiði á miðhálendinu hefur tíðkast um langt skeið sem og að bændur hafa sett á fjall sauðfé í miklum mæli síðustu árhundruð. Að mati Landverndar er það æskilegt með þeim fyrirvörum að það komi ekki niður á sjálfbærni svæðisins. „Hefðbundin landnýting er eðlileg. Hins vegar þarf að gæta að verndargildi svæða og að nýting sé sjálfbær. Þetta fyrirkomulag hefur að mestu gengið ágætlega innan Vatnajökulsþjóðgarðs og því ætti sama fyrirkomulag að geta gengið á þessu svæði. Ofbeit er hins vegar aldrei ásættanleg, hvorki á láglendi né hálendi.“

1. Miðhálendisþjóðgarður sem felur í sér að stofnaður verði þjóðgarður sem tekur til þjóðlendna og friðlýstra svæða innan miðhálendisins. Þjóðgarðurinn yrði valddreifður en með samræmda stefnu, skipulag, leyfisveitingar og stjórnsýslu
2. Jöklagarðar, en sú sviðsmynd felur í sér að þjóðgarðar verði stofnaðir um friðlýst svæði og jökla með möguleikum á stækkun í samræmi við opinbera stefnumótun um verndun og nýtingu lands.
3. Þjóðgarðar á miðhálendinu á núverandi friðlýstum svæðum. Byggir þessi sviðsmynd á því að slíkir þjóðgarðar hefðu hver eigið svæðisráð. Hver garður tæki jafnframt breytingum í samræmi við náttúruminjaskrá, rammaáætlun og aðra opinbera stefnumótun.
4. Óbreytt fyrirkomulag.
