Lifandi hasarblað af færibandi Tómas Valgeirsson skrifar 23. nóvember 2017 10:15 Bráðskemmtilegur hópur sem hefði mátt fá meiri tíma til að þróast. Kvikmyndir Justice League Leikstjóri: Zack Snyder Framleiðendur: Geoff Johns, Deborah Snyder, Charles Roven Handrit: Chis Terrio, Joss Whedon Tónlist: Danny Elfman Aðalhlutverk: Ben Affleck, Gal Gadot, Ezra Miller, Jason Momoa Leiðin að Justice League hefur verið erfið. Nýi DC-heimurinn fór ekki sérlega vel af stað eftir að áhorfendur tóku vægast sagt misvel í Man of Steel, Batman v Superman og Suicide Squad. Þessar tvær seinni voru sérstaklega slakar og leit út fyrir að kraftaverk þyrfti til þess að bjarga þessari seríu af haugunum. Útlitið varð aðeins bjartara þegar Wonder Woman sló í gegn og féll í kramið hjá flestum aðdáendum. Framleiðendur Justice League áttu þó varla séns frá upphafi. Það sást að þeir reyndu að læra af mistökum sínum (og gólandi kvörtunum aðdáenda) en skipulagið var ekki alveg til staðar. Ljóst var að besta lausnin fyrir þá væri sú að herma meira eftir fjölskylduvænni Marvel-myndunum og leggja meiri áherslu á húmor. Frá byrjun var framleiðslan sögð vera í tómu tjóni, en að tökum loknum þurfti Zack Snyder að stíga til hliðar eftir fjölskylduharmleik. Þá var Joss Whedon ráðinn til að sjá um eftirvinnslu og aukatökur, og í kjölfarið stokkaðist verulega upp í framvindunni. Því má kalla það ákveðið afrek út af fyrir sig að lokaútkoman skuli ekki vera verri en hún er. Myndin er alls ekki góð, en nógu hress, hröð og stöku sinnum svöl til þess að verða seint talin leiðinleg. Stóri vandinn er hins vegar sá hvað hún er næfurþunn, götótt, formúlubundin og stútfull af ljótum tölvubrellum. Í heildina kemur út eins og heilan hálftíma vanti í frásögnina og verða senuskiptingar á tíðum klaufalegar. Miðað við allt kynningarefnið er þó ljóst að mikil breyting hefur átt sér stað eftir að Whedon tók við, sérstaklega hvað Superman varðar. Hópurinn eins og hann leggur sig er reyndar bráðskemmtilegur og hefði mátt fá töluvert meiri tíma til að þróast, saman eða hver í sínu lagi. Upp úr standa Ray Fisher og Ezra Miller sem Cyborg og The Flash. Sjarmi Gal Gadot virðist aukast með hverri mynd og lætur hún betur um sig fara í hlutverki Wonder Woman heldur en áður. Jason Momoa er fínn sem Sjávarmennið sem heldur sig á Íslandi í upphafi sögunnar. Þeir Ben Affleck deila þar saman skondinni senu í Djúpavík þar sem Mamoa gerir það slæma tilraun til þess að tala okkar tungu að Íslendingarnir í rammanum (og salnum) standast ekki mátið að hlæja líka. Justice League býr yfir ákveðinni bjartsýni sem var skammarlega fjarverandi í fyrri DC-myndunum. Þau atriði sem svínvirka eru þau sem leyfa kröftum, persónuleika og samspili hetjanna að njóta sín. Því miður hrynur þetta allt í sundur áður en líður að seinni helmingnum og til að bæta gráu ofan á svart er illmennið algjör hryllingur; flatt, óspennandi og álíka ógnandi og fullur poki af kettlingum. Ef fólk er byrjað að fá leiða á ofurhetjumyndum er ástæðan ekki endilega sú að framboðið á þeim sé of mikið, heldur vegna þess að meirihluti þeirra dettur í einsleita rútínu. Justice League er ein þeirra sem koma nánast beint af færibandinu, kraftlaus og þunn, sem er leitt, því á blaði hefur Superman sjálfur ekki verið svona vel heppnaður í bíómynd í áratugi.Niðurstaða: Myndin er ekki laus við litla hápunkta en er almennt flöt og illa unnin. Kjarnahópnum tekst þó að bjarga draslinu með naumindum. Bíó og sjónvarp Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Kvikmyndir Justice League Leikstjóri: Zack Snyder Framleiðendur: Geoff Johns, Deborah Snyder, Charles Roven Handrit: Chis Terrio, Joss Whedon Tónlist: Danny Elfman Aðalhlutverk: Ben Affleck, Gal Gadot, Ezra Miller, Jason Momoa Leiðin að Justice League hefur verið erfið. Nýi DC-heimurinn fór ekki sérlega vel af stað eftir að áhorfendur tóku vægast sagt misvel í Man of Steel, Batman v Superman og Suicide Squad. Þessar tvær seinni voru sérstaklega slakar og leit út fyrir að kraftaverk þyrfti til þess að bjarga þessari seríu af haugunum. Útlitið varð aðeins bjartara þegar Wonder Woman sló í gegn og féll í kramið hjá flestum aðdáendum. Framleiðendur Justice League áttu þó varla séns frá upphafi. Það sást að þeir reyndu að læra af mistökum sínum (og gólandi kvörtunum aðdáenda) en skipulagið var ekki alveg til staðar. Ljóst var að besta lausnin fyrir þá væri sú að herma meira eftir fjölskylduvænni Marvel-myndunum og leggja meiri áherslu á húmor. Frá byrjun var framleiðslan sögð vera í tómu tjóni, en að tökum loknum þurfti Zack Snyder að stíga til hliðar eftir fjölskylduharmleik. Þá var Joss Whedon ráðinn til að sjá um eftirvinnslu og aukatökur, og í kjölfarið stokkaðist verulega upp í framvindunni. Því má kalla það ákveðið afrek út af fyrir sig að lokaútkoman skuli ekki vera verri en hún er. Myndin er alls ekki góð, en nógu hress, hröð og stöku sinnum svöl til þess að verða seint talin leiðinleg. Stóri vandinn er hins vegar sá hvað hún er næfurþunn, götótt, formúlubundin og stútfull af ljótum tölvubrellum. Í heildina kemur út eins og heilan hálftíma vanti í frásögnina og verða senuskiptingar á tíðum klaufalegar. Miðað við allt kynningarefnið er þó ljóst að mikil breyting hefur átt sér stað eftir að Whedon tók við, sérstaklega hvað Superman varðar. Hópurinn eins og hann leggur sig er reyndar bráðskemmtilegur og hefði mátt fá töluvert meiri tíma til að þróast, saman eða hver í sínu lagi. Upp úr standa Ray Fisher og Ezra Miller sem Cyborg og The Flash. Sjarmi Gal Gadot virðist aukast með hverri mynd og lætur hún betur um sig fara í hlutverki Wonder Woman heldur en áður. Jason Momoa er fínn sem Sjávarmennið sem heldur sig á Íslandi í upphafi sögunnar. Þeir Ben Affleck deila þar saman skondinni senu í Djúpavík þar sem Mamoa gerir það slæma tilraun til þess að tala okkar tungu að Íslendingarnir í rammanum (og salnum) standast ekki mátið að hlæja líka. Justice League býr yfir ákveðinni bjartsýni sem var skammarlega fjarverandi í fyrri DC-myndunum. Þau atriði sem svínvirka eru þau sem leyfa kröftum, persónuleika og samspili hetjanna að njóta sín. Því miður hrynur þetta allt í sundur áður en líður að seinni helmingnum og til að bæta gráu ofan á svart er illmennið algjör hryllingur; flatt, óspennandi og álíka ógnandi og fullur poki af kettlingum. Ef fólk er byrjað að fá leiða á ofurhetjumyndum er ástæðan ekki endilega sú að framboðið á þeim sé of mikið, heldur vegna þess að meirihluti þeirra dettur í einsleita rútínu. Justice League er ein þeirra sem koma nánast beint af færibandinu, kraftlaus og þunn, sem er leitt, því á blaði hefur Superman sjálfur ekki verið svona vel heppnaður í bíómynd í áratugi.Niðurstaða: Myndin er ekki laus við litla hápunkta en er almennt flöt og illa unnin. Kjarnahópnum tekst þó að bjarga draslinu með naumindum.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira