Andstæðingar byggingar hótels við Fógetagarðinn undirbúa málsókn gegn borginni Heimir Már Pétursson skrifar 22. nóvember 2017 19:45 Hópur sem leggst gegn því að hótelbygging rísi þar sem gamla Landsímahúsið stendur við Austurvöll, íhugar málaferli á hendur borginni. Skipulagsyfirvöld hafa samþykkt bygginguna og kemur sú samþykkt til staðfestingar í borgarráði á morgun. Í Fógetagarðinum er elsti kirkjugarður Reykvíkinga. Allt frá upphafi kristni voru Reykvíkingar jarðsettir þar til ársins 1838, þótt einhverjar jarðarfarir hafi átt sér stað eftir það. Ekki eru allir á eitt sáttir við hvað á að byggja í garðinum. Í gær komu um sextíu manns til fundar í Neskirkju þar sem áformum um byggingu hótels þar sem gömlu Landsímahúsin standa við Austurvöll var mótmælt. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins var meðal þeirra sem sóttu fundinn. Sérstaklega setur hópurinn sig upp á móti því að byggt verði á fyrrverandi bílastæðum fyrir framan húsið við Kirkjustræti, enda liggi kirkjugarðurinn þar undir og því ekki heimilt á byggja þar samkvæmt lögum um kirkjugarða. Helgi Þorláksson fyrrverandi prófessor í sagnfræði segir hópinn m.a. vísa til ýmissra gagna og samninga máli sínu til stuðnings. Umhverfis- og skipulagsráð borgarinnar hefur hins vegar samþykkt byggingu hótelsins. „Gamli kirkjugarðurinn náði miklu austar en nemur þessum Fógetagarði sem núna er kallaður Víkurgarður. Við viljum draga það fram og sýna það hér á þessum fundi að hann náði miklu austar. Það liggur fyrir því það hafa komið í ljós beinagrindur, kistur og annað til dæmis á útmánuðum 2016 komu 32 grafir fram þar á því svæði,“ segir Helgi. Hópurinn segir að samkæmt kirkjugarðalögum megi ekki byggja á gömlum kirkjugörðum. Hægt sé að afhenda sveitarfélögum gamla garða og þeim megi breyta í almenningsgarða. Borgin taki deiliskipulag frá 1986 of hátíðlega. „Það eru þó undanþágur frá þessu. Ef kirkjugarðaráð samþykkir má reisa byggingu í þessum gamla kirkjugarði. En þá þarf líka samþykki ráðherra til. Þessi leið hefur aldrei verið farin,“ segir Helgi. Þegar byggt hafi verið við Landsímahúsið 1967 hafi jarðhæð verið inndregin og ekki heimilað að hafa kjallara undir henni. „Nú kemur að borgarráði að fjalla um málið á fimmtudaginn. Ef það samþykkir þessar fyrirætlanir og þarna rís hótel í þessum gamla kirkjugarði, 160 herbergja hótel í heild, þá eigum við möguleika á að fara í einhvers konar málssókn.“ Við borgina? „Já.“Og eruð þið tilbúin til þess? „Já, já við erum að athuga það í alvöru,“ segir Helgi Þorvaldsson. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Hópur sem leggst gegn því að hótelbygging rísi þar sem gamla Landsímahúsið stendur við Austurvöll, íhugar málaferli á hendur borginni. Skipulagsyfirvöld hafa samþykkt bygginguna og kemur sú samþykkt til staðfestingar í borgarráði á morgun. Í Fógetagarðinum er elsti kirkjugarður Reykvíkinga. Allt frá upphafi kristni voru Reykvíkingar jarðsettir þar til ársins 1838, þótt einhverjar jarðarfarir hafi átt sér stað eftir það. Ekki eru allir á eitt sáttir við hvað á að byggja í garðinum. Í gær komu um sextíu manns til fundar í Neskirkju þar sem áformum um byggingu hótels þar sem gömlu Landsímahúsin standa við Austurvöll var mótmælt. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins var meðal þeirra sem sóttu fundinn. Sérstaklega setur hópurinn sig upp á móti því að byggt verði á fyrrverandi bílastæðum fyrir framan húsið við Kirkjustræti, enda liggi kirkjugarðurinn þar undir og því ekki heimilt á byggja þar samkvæmt lögum um kirkjugarða. Helgi Þorláksson fyrrverandi prófessor í sagnfræði segir hópinn m.a. vísa til ýmissra gagna og samninga máli sínu til stuðnings. Umhverfis- og skipulagsráð borgarinnar hefur hins vegar samþykkt byggingu hótelsins. „Gamli kirkjugarðurinn náði miklu austar en nemur þessum Fógetagarði sem núna er kallaður Víkurgarður. Við viljum draga það fram og sýna það hér á þessum fundi að hann náði miklu austar. Það liggur fyrir því það hafa komið í ljós beinagrindur, kistur og annað til dæmis á útmánuðum 2016 komu 32 grafir fram þar á því svæði,“ segir Helgi. Hópurinn segir að samkæmt kirkjugarðalögum megi ekki byggja á gömlum kirkjugörðum. Hægt sé að afhenda sveitarfélögum gamla garða og þeim megi breyta í almenningsgarða. Borgin taki deiliskipulag frá 1986 of hátíðlega. „Það eru þó undanþágur frá þessu. Ef kirkjugarðaráð samþykkir má reisa byggingu í þessum gamla kirkjugarði. En þá þarf líka samþykki ráðherra til. Þessi leið hefur aldrei verið farin,“ segir Helgi. Þegar byggt hafi verið við Landsímahúsið 1967 hafi jarðhæð verið inndregin og ekki heimilað að hafa kjallara undir henni. „Nú kemur að borgarráði að fjalla um málið á fimmtudaginn. Ef það samþykkir þessar fyrirætlanir og þarna rís hótel í þessum gamla kirkjugarði, 160 herbergja hótel í heild, þá eigum við möguleika á að fara í einhvers konar málssókn.“ Við borgina? „Já.“Og eruð þið tilbúin til þess? „Já, já við erum að athuga það í alvöru,“ segir Helgi Þorvaldsson.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira