„Langt í að kynferðislegri áreitni og ofbeldi verði útrýmt á vinnumarkaði“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. nóvember 2017 10:37 Kallað er eftir því að atvinnurekendur og stjórnvöld axli ábyrgð og stórefli aðgerðir til að útrýma kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Vísir/Getty Alþýðusamband Íslands, Bandalag Háskólamanna, BSRB og Kennarasamband Íslands kalla eftir því að atvinnurekendur og stjórnvöld axli ábyrgð og stórefli aðgerðir til að útrýma kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Kemur fram í fréttatilkynningu að samtökin séu reiðubúin til að taka þátt í slíkum aðgerðum. „Þúsundir hugrakkra kvenna hafa að undanförnu stigið fram og sagt frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir á vinnustöðum með notkun myllumerkisins #metoo (#églíka) á samfélagsmiðlum.“ Félögin, sem eru samtök launafólks á Íslandi, segja að það sé á ábyrgð atvinnurekenda að fyrirbyggja og stöðva slíka hegðun og ætla þau að taka þátt í aðgerðum atvinnurekenda og stjórnvalda.Sjaldgæft að þolendur leiti til stéttarfélags „Samtök launafólks standa þétt að baki þolendum. Við hvetjum hverja þá og hvern þann sem þolað hefur ofbeldi og áreitni á vinnustað að leita til stéttarfélags síns eftir aðstoð.“ Er þeirra mat að það sé langt í að kynferðislegri áreitni og ofbeldi verði útrýmt á vinnumarkaði. Því miður er sjaldgæft að þolendur kynferðislegrar áreitni eða ofbeldis á vinnustöðum leiti til stéttarfélaga sinna, eftirlitsaðila, úrskurðarnefnda eða dómstóla eftir úrlausn mála. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið benda til að kynferðisleg áreitni sé landlæg og alvarleg á íslenskum vinnumarkaði.“ Að þeirra mati er brýn þörf á vitundarvakningu og benda á að reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum frá 2015 leggi ríkar skyldur á herðar atvinnurekenda. „Samkvæmt henni skulu atvinnurekendur gera skriflegt mat á áhættuþáttum kynferðislegrar áreitni og ofbeldi á vinnustaðnum, áætlun um forvarnir og aðgerðir til að koma í veg fyrir slíka hegðun og loks þær aðgerðir sem grípa skuli til ef talið er eða vitað að slík hegðun eigi sér stað eða hafi átt sér stað.“Á ekki að sópa undir teppið Konur ættu ekki að þurfa að berjast fyrir réttindum sínum heldur sé það í höndum atvinnurekenda og stjórnvalda að tryggja öruggt vinnuumhverfi á vinnustað. „Það á ekki að sópa kynferðislegri áreitni og ofbeldi undir teppið. Það þarf að útrýma því! Afleiðingar kynbundinnar og kynferðislegrar áreitni geta verið margvíslegar. Dæmi þar um er að þeir sem verða fyrir slíkri áreitni verði þunglyndir og kvíðnir. Alvarlegustu afleiðingar slíkrar áreitni valda fjarvistum vegna veikinda, óvissu um starfsöryggi og jafnvel starfsmissi. Þetta er sameiginlegur vandi okkar allra því afleiðingarnar hafa ekki bara áhrif á einstaklinginn, heldur einnig á fjölskyldu hans, vinnustaðinn og samfélagið.“ Því þurfi að efla forvarnir, stuðla að vitundarvakningu og tryggja að hlustað sé á þolendur. „Atvinnurekendur eiga að bregðast rétt við og sýna þolendum stuðning. Samtök launafólks skorast ekki undan því að taka þátt í þeim aðgerðum.“ Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Sjá meira
Alþýðusamband Íslands, Bandalag Háskólamanna, BSRB og Kennarasamband Íslands kalla eftir því að atvinnurekendur og stjórnvöld axli ábyrgð og stórefli aðgerðir til að útrýma kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Kemur fram í fréttatilkynningu að samtökin séu reiðubúin til að taka þátt í slíkum aðgerðum. „Þúsundir hugrakkra kvenna hafa að undanförnu stigið fram og sagt frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir á vinnustöðum með notkun myllumerkisins #metoo (#églíka) á samfélagsmiðlum.“ Félögin, sem eru samtök launafólks á Íslandi, segja að það sé á ábyrgð atvinnurekenda að fyrirbyggja og stöðva slíka hegðun og ætla þau að taka þátt í aðgerðum atvinnurekenda og stjórnvalda.Sjaldgæft að þolendur leiti til stéttarfélags „Samtök launafólks standa þétt að baki þolendum. Við hvetjum hverja þá og hvern þann sem þolað hefur ofbeldi og áreitni á vinnustað að leita til stéttarfélags síns eftir aðstoð.“ Er þeirra mat að það sé langt í að kynferðislegri áreitni og ofbeldi verði útrýmt á vinnumarkaði. Því miður er sjaldgæft að þolendur kynferðislegrar áreitni eða ofbeldis á vinnustöðum leiti til stéttarfélaga sinna, eftirlitsaðila, úrskurðarnefnda eða dómstóla eftir úrlausn mála. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið benda til að kynferðisleg áreitni sé landlæg og alvarleg á íslenskum vinnumarkaði.“ Að þeirra mati er brýn þörf á vitundarvakningu og benda á að reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum frá 2015 leggi ríkar skyldur á herðar atvinnurekenda. „Samkvæmt henni skulu atvinnurekendur gera skriflegt mat á áhættuþáttum kynferðislegrar áreitni og ofbeldi á vinnustaðnum, áætlun um forvarnir og aðgerðir til að koma í veg fyrir slíka hegðun og loks þær aðgerðir sem grípa skuli til ef talið er eða vitað að slík hegðun eigi sér stað eða hafi átt sér stað.“Á ekki að sópa undir teppið Konur ættu ekki að þurfa að berjast fyrir réttindum sínum heldur sé það í höndum atvinnurekenda og stjórnvalda að tryggja öruggt vinnuumhverfi á vinnustað. „Það á ekki að sópa kynferðislegri áreitni og ofbeldi undir teppið. Það þarf að útrýma því! Afleiðingar kynbundinnar og kynferðislegrar áreitni geta verið margvíslegar. Dæmi þar um er að þeir sem verða fyrir slíkri áreitni verði þunglyndir og kvíðnir. Alvarlegustu afleiðingar slíkrar áreitni valda fjarvistum vegna veikinda, óvissu um starfsöryggi og jafnvel starfsmissi. Þetta er sameiginlegur vandi okkar allra því afleiðingarnar hafa ekki bara áhrif á einstaklinginn, heldur einnig á fjölskyldu hans, vinnustaðinn og samfélagið.“ Því þurfi að efla forvarnir, stuðla að vitundarvakningu og tryggja að hlustað sé á þolendur. „Atvinnurekendur eiga að bregðast rétt við og sýna þolendum stuðning. Samtök launafólks skorast ekki undan því að taka þátt í þeim aðgerðum.“
Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Sjá meira