Viðskipti innlent

Eyjólfur Örn ráðinn for­stöðu­maður verð­bréfa­miðlunar Ís­lands­banka

Hörður Ægisson skrifar
Eyjólfur hefur verið forstöðumaður afleiðu- og gjaldeyrisborðs Íslandsbanka.
Eyjólfur hefur verið forstöðumaður afleiðu- og gjaldeyrisborðs Íslandsbanka.
Eyjólfur Örn Jónsson hefur verið ráðinn forstöðumaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka. Eyjólfur hefur verið forstöðumaður afleiðu- og gjaldeyrisborðs Íslandsbanka en starfaði áður við markaðsviðskipti og í fjárstýringu bankans.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsbanka. Eyjólfur, sem hefur setið í stjórn ALM Verðbréfa og GAMMA, er menntaður véla- og iðnaðarverkfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur einnig lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Vilhelm Már Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Fyrirtæki og fjárfesta, sem verðbréfamiðlun heyrir undir, segir í tilkynningu: 

„Það er mikill kraftur í nýju sviði sem hefur verið að sækja fram. Eyjólfur tekur við verðbréfamiðlun bankans og við stefnum á enn frekari sókn á þeim markaði. Bankinn hefur verið með sterka hlutdeild á skuldabréfamarkaði og það eru fjölmörg tækifæri framundan á hlutabréfamarkaði. Eyjólfur þekkir bæði bankann og markaðinn vel og það verður spennandi að vinna með honum að komandi verkefnum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×