Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Yucaipa hefur ákveðið að kanna mögulega sölu á á allt að fjórðungshlut sínum í Eimskip.
Þetta kemur fram í tilkynningu sjóðsins til Kauphallarinnar fyrr í kvöld. Þar segir að Yucaipa hafi ákveðið að leggja mat á stöðu sína sem hluthafi í Eimskip, með tilliti til áframhaldandi eignarhalds eða mögulegrar sölu á hlut sínum í heild eða hluta.
Hefur Yucaipa ráðið til sín Deutsche Bank og verðbréfafyrirtækið Fossa markaða sem ráðgjafa.
Miðað við núverandi markaðsvirði Eimskip er 25,3 prósenta hlutur Yucaipa metinn á um tæplega 14 milljarða króna.
Í tilkynningu fjárfestingasjóðsins er rifjað upp að Yucaipa hafi tekið þátt í fjárhagslegri endurskipulagningu Eimskips og aðstoðað félagið við skráningu þess á hlutabréfamarkað árið 20102.
Ákvörðun um framhaldið kann að fela í sér sölu alls hlutafjár Yucaipa í Eimskip eða hluta, annaðhvort í útboði eða með beinum viðskiptum. „Allar ákvarðanir Yucaipa um sölu verða háðar aðstæðum á fjármálamörkuðum og í efnahagsumhverfinu almennt,“ að því er fram kemur í tilkynningu.
Viðskipti innlent