Áhrifavaldar er ekki tískuorð Guðmundur Tómas Axelsson skrifar 22. nóvember 2017 07:00 Markaðssetning með áhrifavöldum (e. influencer marketing) er búin að vera gífurlega mikið í umræðunni meðal markaðsfólks sem og annarra. Líklega má segja að þetta sé eitt heitasta umræðuefnið í markaðsmálum dagsins í dag. Sumir ganga jafnvel svo langt að segja að það sé eina aðferðin sem fyrirtæki þurfa í markaðssetningu sinni. Í sinni einföldustu mynd má segja að markaðssetning með áhrifavöldum sé markaðssetning þar sem fólk sem talið er hafa jákvæð áhrif á sölu eða ímynd vörumerkja er fengið til að kynna vörumerki á einn eða annan hátt.Enn eitt tískuorðið? Reglulega spretta upp ýmis tískuorð sem oft á tíðum er einungis ný framsetning á gömlum hugtökum eða aðferðafræði. En er hugtakið áhrifavaldar enn eitt tískuorðið í markaðsfræðunum? Áhrifavaldar hafa í raun verið til síðan markaðsfræðin var fundin upp, ef ekki lengur. James Dean í Rebel Without a Cause lagði línurnar að tísku ungmenna um ókomin ár í Lee gallabxum og hvítum stuttermabol. Michael J. Fox magnaði upp körfuboltatísku á sínum tíma í reimalausu uppháu framtíðar Nike-íþróttaskónum í Back to the Future 2. Munurinn er að á þessum tíma fór markaðssetning með áhrifavöldum meira og minna fram í gegnum vörustaðsetningu í bíómyndum. Í dag fer hún að stórum hluta fram í gegnum samfélagsmiðla. Hugmyndin er í raun sú sama en miðlarnir ekki endilega þeir sömu. Í dag sjáum við áhrifavalda af öllum stærðum og gerðum, stjörnur sem flestir þekkja sem og óþekkta aðila sem ná til afmarkaðra hópa með því til dæmis að nota Instagram Story eða snappa um alls konar lífsstílstengda hluti, tísku, veiði, íþróttir, pólitík og fleira. Orðið áhrifavaldar er ekki tískuorð. Þetta getur verið ótrúlega áhrifarík leið til þess að markaðssetja vörumerki. Til þess eru ýmsar leiðir. Ein leið er að handvelja áhrifavalda og semja við þá nákvæmlega um það hvernig meðhöndla eigi vörumerkið og jafnvel gera kröfu um að sjá færslur fyrirfram til samþykktar. Önnur leið er að nota kerfi sem velur fyrir þig áhrifavalda út frá ákveðnum forsendum sem þú setur inn í kerfið sem og árangri þeirra á samfélagsmiðlum. Þarna færðu ekki bara stjörnurnar heldur líka svokallaða staðbundna áhrifavalda (e. hyperlocal influencers) sem eru minni hvað varðar fylgjendur en sérhæfa sig oft í afmörkuðu efni. Staðbundnir áhrifavaldar eru oft á tíðum tilbúnir að leggja ansi mikið á sig til að koma skilaboðum vörumerkja vel til skila enda ekki vanir að fá borgað fyrir eitthvað sem þeir hafa vanalega gert sér til skemmtunar.Hvað er framundan? Eins og markaðssetning með áhrifavalda er að þróast þá verður líklega erfiðara og erfiðara fyrir fyrirtæki að hafa fullkomna stjórn á því hvernig áhrifavaldar meðhöndla vörumerki. Fyrir utan flækjustigið við það þá verður það letjandi til lengdar fyrir áhrifavalda að vera alltaf rammaðir inn í ákveðnar formúlur. Áhrifavaldar vilja gjarnan taka þátt í verkefnum sem þeir hafa trú á og hentar þeirra karakter. Líklega verður áhættan við þessa óvissu alltaf hluti af nútíma markaðssetningu með áhrifavöldum og örugglega það sem gerir hana svona skemmtilega og spennandi. Ef þú vilt fulla stjórn, birtu þá auglýsingu í blaði, útvarpi eða sjónvarpi. Höfundur er framkvæmdastjóri WebMo Design.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Markaðssetning með áhrifavöldum (e. influencer marketing) er búin að vera gífurlega mikið í umræðunni meðal markaðsfólks sem og annarra. Líklega má segja að þetta sé eitt heitasta umræðuefnið í markaðsmálum dagsins í dag. Sumir ganga jafnvel svo langt að segja að það sé eina aðferðin sem fyrirtæki þurfa í markaðssetningu sinni. Í sinni einföldustu mynd má segja að markaðssetning með áhrifavöldum sé markaðssetning þar sem fólk sem talið er hafa jákvæð áhrif á sölu eða ímynd vörumerkja er fengið til að kynna vörumerki á einn eða annan hátt.Enn eitt tískuorðið? Reglulega spretta upp ýmis tískuorð sem oft á tíðum er einungis ný framsetning á gömlum hugtökum eða aðferðafræði. En er hugtakið áhrifavaldar enn eitt tískuorðið í markaðsfræðunum? Áhrifavaldar hafa í raun verið til síðan markaðsfræðin var fundin upp, ef ekki lengur. James Dean í Rebel Without a Cause lagði línurnar að tísku ungmenna um ókomin ár í Lee gallabxum og hvítum stuttermabol. Michael J. Fox magnaði upp körfuboltatísku á sínum tíma í reimalausu uppháu framtíðar Nike-íþróttaskónum í Back to the Future 2. Munurinn er að á þessum tíma fór markaðssetning með áhrifavöldum meira og minna fram í gegnum vörustaðsetningu í bíómyndum. Í dag fer hún að stórum hluta fram í gegnum samfélagsmiðla. Hugmyndin er í raun sú sama en miðlarnir ekki endilega þeir sömu. Í dag sjáum við áhrifavalda af öllum stærðum og gerðum, stjörnur sem flestir þekkja sem og óþekkta aðila sem ná til afmarkaðra hópa með því til dæmis að nota Instagram Story eða snappa um alls konar lífsstílstengda hluti, tísku, veiði, íþróttir, pólitík og fleira. Orðið áhrifavaldar er ekki tískuorð. Þetta getur verið ótrúlega áhrifarík leið til þess að markaðssetja vörumerki. Til þess eru ýmsar leiðir. Ein leið er að handvelja áhrifavalda og semja við þá nákvæmlega um það hvernig meðhöndla eigi vörumerkið og jafnvel gera kröfu um að sjá færslur fyrirfram til samþykktar. Önnur leið er að nota kerfi sem velur fyrir þig áhrifavalda út frá ákveðnum forsendum sem þú setur inn í kerfið sem og árangri þeirra á samfélagsmiðlum. Þarna færðu ekki bara stjörnurnar heldur líka svokallaða staðbundna áhrifavalda (e. hyperlocal influencers) sem eru minni hvað varðar fylgjendur en sérhæfa sig oft í afmörkuðu efni. Staðbundnir áhrifavaldar eru oft á tíðum tilbúnir að leggja ansi mikið á sig til að koma skilaboðum vörumerkja vel til skila enda ekki vanir að fá borgað fyrir eitthvað sem þeir hafa vanalega gert sér til skemmtunar.Hvað er framundan? Eins og markaðssetning með áhrifavalda er að þróast þá verður líklega erfiðara og erfiðara fyrir fyrirtæki að hafa fullkomna stjórn á því hvernig áhrifavaldar meðhöndla vörumerki. Fyrir utan flækjustigið við það þá verður það letjandi til lengdar fyrir áhrifavalda að vera alltaf rammaðir inn í ákveðnar formúlur. Áhrifavaldar vilja gjarnan taka þátt í verkefnum sem þeir hafa trú á og hentar þeirra karakter. Líklega verður áhættan við þessa óvissu alltaf hluti af nútíma markaðssetningu með áhrifavöldum og örugglega það sem gerir hana svona skemmtilega og spennandi. Ef þú vilt fulla stjórn, birtu þá auglýsingu í blaði, útvarpi eða sjónvarpi. Höfundur er framkvæmdastjóri WebMo Design.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun