Menntun fyrir vinnufúsar hendur Sigurður Páll Jónsson skrifar 21. nóvember 2017 16:34 Mikilvægt áhersluatriði í stefnuskrá Miðflokksins er að stórefla iðn og tækninám. Þar er á ferðinni mál sem flestir eru sammála um en hefur einhverja hluta vegna orðið útundan um alltof langan tíma. Viðhorfsbreytingar þurfa að eiga sér stað segja sumir, allt frá löggjafanum og til þeirra sem standa frammi fyrir því að velja sér námsleið til framtíðar. Þegar ungt fólk, oftast í samráði við foreldra eða foráðamenn sína, spekúlerar í námsleiðum, er bóknámið oftar en ekki valið, sennilega ekki síst vegna þess að því er gert hærra undir höfði af yfirvöldum. Nýlegt dæmi um slíkt viðhorf eða skilningsleysi sem er framþróun á iðnnámi til trafala er að erlendir iðnnemar fá ekki lengur dvalarleyfi til náms á Íslandi eftir breytingu á útlendingalögum. Nám í skilningi lagana er eingöngu nám á háskólastigi. Það er ánægulegt að dómsmálaráðherra hefur nú líst yfir að unnið sé að lagfæringu á þessari mismunun lagana og ljóst að Alþingi þarf að taka til meðferðar um leið og þingið kemur saman og afgreiða hratt og vel til að jafnræði verði tryggt. Skortur er á iðnmenntuðu starfsfólki á vinnumarkaði út um allt land og því er mikilvægt að hvetja ungmenni til að sækja sér dýrmæta þekkingu í fjölbreyttu iðnnámi. Unnið hefur verið að því að að brúa bilið á milli iðnnáms og háskólanáms sem eykur möguleika á frekari menntun síðar meir, og er það vel. Til þess að auka áhuga ungmenna á iðn og tækninámi þarf í fyrsta lagi aukið fjármagn til námsbrautanna, fjármagn sem er sérstaklega eyrnamerkt iðn og tækninámi en lendir ekki í einhverjum heildar potti sem virðist hafa verið raunin á undanförnum árum. Samhliða þarf að styrkja tengsl atvinnulífs og iðnnáms að starfnámshlið iðnnámsins skapi ekki flöskuháls. Í heimi hraðra breytinga er ljóst að lítið samfélag mun þurfa mjög á iðn- og tæknimenntuðu fólki að halda í framtíðinni. Besta leiðin til að búa samfélagið undir örar breytingar næstu áratuga er að styrkja slíkt nám og gera það aðlaðandi fyrir ungt fólk dagsins í dag. Markvisst átak til styrkingar iðn- og tæknináms mun skila sér margfalt aftur til samfélagsins. Það er því ekki eftir neinu að bíða.Höfundur er þingmaður Miðflokksins fyrir Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Mikilvægt áhersluatriði í stefnuskrá Miðflokksins er að stórefla iðn og tækninám. Þar er á ferðinni mál sem flestir eru sammála um en hefur einhverja hluta vegna orðið útundan um alltof langan tíma. Viðhorfsbreytingar þurfa að eiga sér stað segja sumir, allt frá löggjafanum og til þeirra sem standa frammi fyrir því að velja sér námsleið til framtíðar. Þegar ungt fólk, oftast í samráði við foreldra eða foráðamenn sína, spekúlerar í námsleiðum, er bóknámið oftar en ekki valið, sennilega ekki síst vegna þess að því er gert hærra undir höfði af yfirvöldum. Nýlegt dæmi um slíkt viðhorf eða skilningsleysi sem er framþróun á iðnnámi til trafala er að erlendir iðnnemar fá ekki lengur dvalarleyfi til náms á Íslandi eftir breytingu á útlendingalögum. Nám í skilningi lagana er eingöngu nám á háskólastigi. Það er ánægulegt að dómsmálaráðherra hefur nú líst yfir að unnið sé að lagfæringu á þessari mismunun lagana og ljóst að Alþingi þarf að taka til meðferðar um leið og þingið kemur saman og afgreiða hratt og vel til að jafnræði verði tryggt. Skortur er á iðnmenntuðu starfsfólki á vinnumarkaði út um allt land og því er mikilvægt að hvetja ungmenni til að sækja sér dýrmæta þekkingu í fjölbreyttu iðnnámi. Unnið hefur verið að því að að brúa bilið á milli iðnnáms og háskólanáms sem eykur möguleika á frekari menntun síðar meir, og er það vel. Til þess að auka áhuga ungmenna á iðn og tækninámi þarf í fyrsta lagi aukið fjármagn til námsbrautanna, fjármagn sem er sérstaklega eyrnamerkt iðn og tækninámi en lendir ekki í einhverjum heildar potti sem virðist hafa verið raunin á undanförnum árum. Samhliða þarf að styrkja tengsl atvinnulífs og iðnnáms að starfnámshlið iðnnámsins skapi ekki flöskuháls. Í heimi hraðra breytinga er ljóst að lítið samfélag mun þurfa mjög á iðn- og tæknimenntuðu fólki að halda í framtíðinni. Besta leiðin til að búa samfélagið undir örar breytingar næstu áratuga er að styrkja slíkt nám og gera það aðlaðandi fyrir ungt fólk dagsins í dag. Markvisst átak til styrkingar iðn- og tæknináms mun skila sér margfalt aftur til samfélagsins. Það er því ekki eftir neinu að bíða.Höfundur er þingmaður Miðflokksins fyrir Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar