Björgunarsveitir koma fólki til bjargar á Holtavörðuheiði Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. nóvember 2017 07:14 Frá kafaldsbyl á Holtavörðuheiði. STEINGRÍMUR ÞÓRÐARSON Björgunarsveitir af Norðurlandi og af Vesturlandi eru nú að aðstoða fólk í þónokkkrum föstum bílum á Holtavörðuheiði, í slæmu veðri og þar er allt kolófært. Norðansveitirnar voru kallaðar út upp úr miðnætti og hinar sveitirnar undir morgun. Fréttastofu er ekki kunnugt um slys í þessum tilvikum og ekki er nánar vitað um líðan fólksins í bílunum. Fólk sem ætlar að vera á faraldsfæti í dag er beðið að athuga veðurspá og færð á vegum áður en það heldur af stað.Á vef Vegagerðinnar segir:Hálka er á Höfuðborgarsvæðinu og hálka og skafrenningur á Sandskeiði, Hellisheiði og Lyngdalsheiði og þæfingsfærð á Mosfellsheiði. Hálka er mjög víða á Suðurlandi. Á Vesturlandi er hálka eða snjóþekja á vegum og ófært á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði. Mjög hvasst er á sunnanverðu Snæfellsnesi. Það er snjóþekja eða hálka á sunnanverðum Vestfjörðum og skafrenningur á fjallvegum. Ófært er á Klettshálsi og Hjallahálsi. Einnig er ófært á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum og slæmt veður. Þungfært er í Ísafjarðardjúpi á Drangsnesvegi og á Innstrandavegi. Á Norðurlandi vestra er snjóþekja eða hálka á vegum og lokað yfir Þverárfjall. Þæfingsfærð er í Skagafirði og á Siglufjarðarvegi að Ketilási. Verið er að kanna ástand á Siglufjarðarvegi og Ólafsfjarðarvegi m.t.t. snjóflóðahættu. Norðaustanlands er hálka eða snjóþekja og töluverð snjókoma á Melrakkssléttu og Langanesi. Þungfært er í Hófaskarði. Hálka eða snjóþekja er á vegum á Austurlandi og hálka eða hálkublettir með Suðausturströndinni frá Höfn og áfram suður. 500 tonn af snjóÞá er Siglufjarðarvegur enn ófær eftir að stórt snjóflóð féll á hann udir kvöld í gær, skammt vestan við Strákagöng. Í gærkvöldi féll svo stórt flóð á veginn um Ólafsfjarðarmúla og lokaði honum og Súðavíkurhlíð var svo lokað á miðnætti vegna snjóflóðahættu og féll þar flóð í nótt. Flóðin á Siglufjarðarvegi og í Ólafsfjarðarmúla mælast 2,5 stig, sem þýðir að 100 til 500 tonn af snjó hafi fallið fram. Slík flóð geta hæglega kaffært heilu bílana og valdið tjóni á mannvirkjum en engin mun hafa verið á ferð á þessum slóðum þegar flóðin féllu. Aðstæður til að opna vegina á ný verða kannaðar í birtingu. Veðurstofan segir að töluverð snjóflóðahætta sé á utanverðum Tröllaskaga, norðanverðum Vestfjörðum og nokkur hætta á Austfjörðum, en áfram er spáð snjókomu og skafrenningi á þessum slóðum næstu daga.Gul viðvörun er í gildi fyrir allt landið.VeðurstofanAllt landið gult Veðurstofan spáir hvassviðri eðs stormi um allt land í dag og víða snjókomu og skafrenningi. Gul viðvörun er í gildi fyrir allt landið og segir Veðurstofan útlit sé fyrir slæmt ferðaveður, annað hvort í stífum vindi með ofankomu eða vegna varasamra vindstrengja. Fólk er því hvatt til að kynna sér aðstæður vel áður en lagt er í ferðir um þjóðvegina. Á þetta við bæði um fjallvegi og á láglendi. Þegar líður á daginn má búast við að vindhviður geti farið upp í allt á 40 metra á sekúndu suðaustanlands, einkum í Öræfum. Spáin er áfram slæm næstu daga þannig að búast má við að færð spillist víða. Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Björgunarsveitir af Norðurlandi og af Vesturlandi eru nú að aðstoða fólk í þónokkkrum föstum bílum á Holtavörðuheiði, í slæmu veðri og þar er allt kolófært. Norðansveitirnar voru kallaðar út upp úr miðnætti og hinar sveitirnar undir morgun. Fréttastofu er ekki kunnugt um slys í þessum tilvikum og ekki er nánar vitað um líðan fólksins í bílunum. Fólk sem ætlar að vera á faraldsfæti í dag er beðið að athuga veðurspá og færð á vegum áður en það heldur af stað.Á vef Vegagerðinnar segir:Hálka er á Höfuðborgarsvæðinu og hálka og skafrenningur á Sandskeiði, Hellisheiði og Lyngdalsheiði og þæfingsfærð á Mosfellsheiði. Hálka er mjög víða á Suðurlandi. Á Vesturlandi er hálka eða snjóþekja á vegum og ófært á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði. Mjög hvasst er á sunnanverðu Snæfellsnesi. Það er snjóþekja eða hálka á sunnanverðum Vestfjörðum og skafrenningur á fjallvegum. Ófært er á Klettshálsi og Hjallahálsi. Einnig er ófært á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum og slæmt veður. Þungfært er í Ísafjarðardjúpi á Drangsnesvegi og á Innstrandavegi. Á Norðurlandi vestra er snjóþekja eða hálka á vegum og lokað yfir Þverárfjall. Þæfingsfærð er í Skagafirði og á Siglufjarðarvegi að Ketilási. Verið er að kanna ástand á Siglufjarðarvegi og Ólafsfjarðarvegi m.t.t. snjóflóðahættu. Norðaustanlands er hálka eða snjóþekja og töluverð snjókoma á Melrakkssléttu og Langanesi. Þungfært er í Hófaskarði. Hálka eða snjóþekja er á vegum á Austurlandi og hálka eða hálkublettir með Suðausturströndinni frá Höfn og áfram suður. 500 tonn af snjóÞá er Siglufjarðarvegur enn ófær eftir að stórt snjóflóð féll á hann udir kvöld í gær, skammt vestan við Strákagöng. Í gærkvöldi féll svo stórt flóð á veginn um Ólafsfjarðarmúla og lokaði honum og Súðavíkurhlíð var svo lokað á miðnætti vegna snjóflóðahættu og féll þar flóð í nótt. Flóðin á Siglufjarðarvegi og í Ólafsfjarðarmúla mælast 2,5 stig, sem þýðir að 100 til 500 tonn af snjó hafi fallið fram. Slík flóð geta hæglega kaffært heilu bílana og valdið tjóni á mannvirkjum en engin mun hafa verið á ferð á þessum slóðum þegar flóðin féllu. Aðstæður til að opna vegina á ný verða kannaðar í birtingu. Veðurstofan segir að töluverð snjóflóðahætta sé á utanverðum Tröllaskaga, norðanverðum Vestfjörðum og nokkur hætta á Austfjörðum, en áfram er spáð snjókomu og skafrenningi á þessum slóðum næstu daga.Gul viðvörun er í gildi fyrir allt landið.VeðurstofanAllt landið gult Veðurstofan spáir hvassviðri eðs stormi um allt land í dag og víða snjókomu og skafrenningi. Gul viðvörun er í gildi fyrir allt landið og segir Veðurstofan útlit sé fyrir slæmt ferðaveður, annað hvort í stífum vindi með ofankomu eða vegna varasamra vindstrengja. Fólk er því hvatt til að kynna sér aðstæður vel áður en lagt er í ferðir um þjóðvegina. Á þetta við bæði um fjallvegi og á láglendi. Þegar líður á daginn má búast við að vindhviður geti farið upp í allt á 40 metra á sekúndu suðaustanlands, einkum í Öræfum. Spáin er áfram slæm næstu daga þannig að búast má við að færð spillist víða.
Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira