Hyggjast ákæra Mugabe fyrir að leyfa eiginkonunni „að ræna völdum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. nóvember 2017 23:32 Robert Mugabe er 93 ára gamall. Hann hefur verið valdamesti maður Simbabve í tugi ára. vísir/getty Flokksmenn í Zanu-PF, stjórnmálaflokki Roberts Mugabe, forseta Simbabve, ætla að ákæra hann fyrir afglöp í embætti forseta. Á meðal þess sem þeir saka Mugabe um er að hafa leyfti eiginkonu sinni, Grace Mugabe, að hrifsa til sín völd. Tillaga um að ákæra Mugabe verður að öllum líkindum lögð fyrir þingið í Simbabve á morgun en Paul Mangwana, valdamikill maður í Zanu-PF, segir að ákæruferlið þurfi ekki að taka meira en tvo daga. Mugabe var settur af sem formaður í flokki sínum um helgina og fékk hann frest þar til í dag til að segja af sér sem forseti, en það hefur hann ekki enn gert. Herinn tók völdin í landinu í Simbabve í liðinni viku eftir að Mugabe rak varaforseta sin, Emmerson Mnangagwa úr embætti. Mnangagwa var talinn líklegur arftaki Mugabe en það var Grace Mugabe einnig talinn og sá margir brottrekstur Mnangagwa í því ljósi að Mugabe vildi að kona sín tæki við forsetaembættinu. Stjórnarskrá Simbabve kveður á um að ákæra megi embættismenn fyrir afglöp í starfi meðal annars ef þeir brjóta stjórnarskrána eða ef þeim tekst ekki að fylgja stjórnarskránni eða verja hana. „Aðalhluti ákærunnar snýr að því að hann leyfði eiginkonu sinni að ræna völdum sem kveðið er á um í stjórnarskrá en hún hefur engan rétt til þess að stjórna landinu. Hún móðgar varaforsetann opinberlega og svo sverta þau orðspor hersins,“ er haft eftir Paul Mangwana á vef BBC. Mugabe hefur verið forseti í 30 ár og hefur verið þrýst mjög á hann að segja af sér. Flestir töldu að hann myndi segja af sér sem forseti þegar hann flutti sjónvarpsávarp í gær en það gerði hann ekki. Mugabe er 93 ára gamall. „Hann er orðinn mjög gamall og hefur ekki lengur líkamlega getu til að vera við völd. Hann er þrjóskur maður og hann heyrir rödd þjóðarinnar en hann neitar að hlusta,“ segir Mangwana. Tengdar fréttir Settur af sem formaður en hyggst sitja áfram Forseta Simbabve bíður vantraustsyfirlýsing síðar í dag segi hann ekki af sér af sjálfsdáðum. Skautaði fram hjá aðstæðum í ávarpi í gærkvöldi. Eiginkona hans og samstarfsmenn hennar hafa verið rekin með skömm úr stjórnarflokknum. 20. nóvember 2017 06:00 Frestur Mugabe runninn út Mjög hefur verið þrýst á Mugabe, sem setir hefur á valdastól í hartnær 40 ár, að segja af sér. 20. nóvember 2017 10:14 Mugabe sagði ekki af sér þvert á væntingar Robert Mugabe, forseti Simbabve, sagði ekki af sér embætti er hann ávarpaði þjóð sína í sjónvarpsávarpi fyrir stundu. Fastlega hafði verið gert ráð fyrir að hann myndi nota sjónvarpsávarpið til að láta af embætti forseta. 19. nóvember 2017 19:32 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Flokksmenn í Zanu-PF, stjórnmálaflokki Roberts Mugabe, forseta Simbabve, ætla að ákæra hann fyrir afglöp í embætti forseta. Á meðal þess sem þeir saka Mugabe um er að hafa leyfti eiginkonu sinni, Grace Mugabe, að hrifsa til sín völd. Tillaga um að ákæra Mugabe verður að öllum líkindum lögð fyrir þingið í Simbabve á morgun en Paul Mangwana, valdamikill maður í Zanu-PF, segir að ákæruferlið þurfi ekki að taka meira en tvo daga. Mugabe var settur af sem formaður í flokki sínum um helgina og fékk hann frest þar til í dag til að segja af sér sem forseti, en það hefur hann ekki enn gert. Herinn tók völdin í landinu í Simbabve í liðinni viku eftir að Mugabe rak varaforseta sin, Emmerson Mnangagwa úr embætti. Mnangagwa var talinn líklegur arftaki Mugabe en það var Grace Mugabe einnig talinn og sá margir brottrekstur Mnangagwa í því ljósi að Mugabe vildi að kona sín tæki við forsetaembættinu. Stjórnarskrá Simbabve kveður á um að ákæra megi embættismenn fyrir afglöp í starfi meðal annars ef þeir brjóta stjórnarskrána eða ef þeim tekst ekki að fylgja stjórnarskránni eða verja hana. „Aðalhluti ákærunnar snýr að því að hann leyfði eiginkonu sinni að ræna völdum sem kveðið er á um í stjórnarskrá en hún hefur engan rétt til þess að stjórna landinu. Hún móðgar varaforsetann opinberlega og svo sverta þau orðspor hersins,“ er haft eftir Paul Mangwana á vef BBC. Mugabe hefur verið forseti í 30 ár og hefur verið þrýst mjög á hann að segja af sér. Flestir töldu að hann myndi segja af sér sem forseti þegar hann flutti sjónvarpsávarp í gær en það gerði hann ekki. Mugabe er 93 ára gamall. „Hann er orðinn mjög gamall og hefur ekki lengur líkamlega getu til að vera við völd. Hann er þrjóskur maður og hann heyrir rödd þjóðarinnar en hann neitar að hlusta,“ segir Mangwana.
Tengdar fréttir Settur af sem formaður en hyggst sitja áfram Forseta Simbabve bíður vantraustsyfirlýsing síðar í dag segi hann ekki af sér af sjálfsdáðum. Skautaði fram hjá aðstæðum í ávarpi í gærkvöldi. Eiginkona hans og samstarfsmenn hennar hafa verið rekin með skömm úr stjórnarflokknum. 20. nóvember 2017 06:00 Frestur Mugabe runninn út Mjög hefur verið þrýst á Mugabe, sem setir hefur á valdastól í hartnær 40 ár, að segja af sér. 20. nóvember 2017 10:14 Mugabe sagði ekki af sér þvert á væntingar Robert Mugabe, forseti Simbabve, sagði ekki af sér embætti er hann ávarpaði þjóð sína í sjónvarpsávarpi fyrir stundu. Fastlega hafði verið gert ráð fyrir að hann myndi nota sjónvarpsávarpið til að láta af embætti forseta. 19. nóvember 2017 19:32 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Settur af sem formaður en hyggst sitja áfram Forseta Simbabve bíður vantraustsyfirlýsing síðar í dag segi hann ekki af sér af sjálfsdáðum. Skautaði fram hjá aðstæðum í ávarpi í gærkvöldi. Eiginkona hans og samstarfsmenn hennar hafa verið rekin með skömm úr stjórnarflokknum. 20. nóvember 2017 06:00
Frestur Mugabe runninn út Mjög hefur verið þrýst á Mugabe, sem setir hefur á valdastól í hartnær 40 ár, að segja af sér. 20. nóvember 2017 10:14
Mugabe sagði ekki af sér þvert á væntingar Robert Mugabe, forseti Simbabve, sagði ekki af sér embætti er hann ávarpaði þjóð sína í sjónvarpsávarpi fyrir stundu. Fastlega hafði verið gert ráð fyrir að hann myndi nota sjónvarpsávarpið til að láta af embætti forseta. 19. nóvember 2017 19:32