Tækifæri felist í styttingu grunnskólanáms Daníel Freyr Birkisson skrifar 20. nóvember 2017 13:32 Samtök atvinnulífsins telja að verðmæti geti falist í því að stytta grunnskólanám Vísir/Vilhelm Samtök atvinnulífsins segja að það kunni að felast ákveðin tækifæri í því að stytta grunnskólanám um eitt ár. SA bendir á að gæðum hafi hrakað í skólastarfi. Það megi sjá á árangri íslenskra nemenda í PISA prófunum, en árangur hefur versnað í þeim undanfarin ár, einkum í stærðfræði og lestri. Til viðbótar standa íslenskir grunnskólar frammi fyrir fyrirsjáanlegum skorti á kennurum, auk þess sem töluvert ójafnvægi er á milli kyns og fræðilegs bakgrunns þeirra sem nýlega eru útskrifaðir. Íslenskir nemendur fá að jafnaði færri skóladaga á ársgrundvelli heldur en nágrannaþjóðir okkar á Norðurlöndunum. Í heildina litið jafnast þetta út og dagarnir eru um það bil jafn margir undir lok náms, þar sem að náminu hér á landi er lokið á lengri tíma. Efnahags- og framfarastofnunin OECD bendir á að misjafnt sé hversu margar klukkustundur fari í grunnskólanám hjá ríkjum en segir um leið að fjöldi kennslustunda skipti ekki höfuðmáli. Gæði náms og nýting á tíma séu það sem líta þurfi til. Það er mat SA að tími sé kominn á að skoða styttingu grunnskólanáms af alvöru, en samtökin lögðu þessa hugmynd einnig til árið 2002, samhliða tillögu um styttingu framhaldsskóla sem nú er komin í gegn.Fræjum styttingar sáð Með því að færa rafræn könnunarpróf úr 10. bekk niður í 9. bekk segir SA að búið sé að sá fræjum styttingar. Þessi breyting var gerð á kjörtímabilinu 2013-2016 með breytingu á aðalnámskrá grunnskólanna. Þar segir að ekkert sé því til fyrirstöðu að nemandi í 9. bekk geti innritast í framhaldsskóla sé hann búinn að ná góðum tökum á efni 10. bekkjar. Aukning hefur orðið á milli ára í þessum efnum, þar sem nemendur úr 9. bekk sleppa 10. bekk og innrita sig beint í framhaldsskóla í meira mæli. Stytting myndi milda áhrif kennaraskorts, enda kalla færri nemendur á færri kennara. Auk þess mætti gera ráð fyrir auknu fjármagni, að því gefnu að fjárframlög til grunnskóla yrðu ekki lækkuð. Hækkunin, samkvæmt SA, myndi nema tæplega 184 þúsund krónum á hvern nemanda og væri auðvelt að nýta slíkt til þess að bæta gæði náms og skólastarfs. Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Samtök atvinnulífsins segja að það kunni að felast ákveðin tækifæri í því að stytta grunnskólanám um eitt ár. SA bendir á að gæðum hafi hrakað í skólastarfi. Það megi sjá á árangri íslenskra nemenda í PISA prófunum, en árangur hefur versnað í þeim undanfarin ár, einkum í stærðfræði og lestri. Til viðbótar standa íslenskir grunnskólar frammi fyrir fyrirsjáanlegum skorti á kennurum, auk þess sem töluvert ójafnvægi er á milli kyns og fræðilegs bakgrunns þeirra sem nýlega eru útskrifaðir. Íslenskir nemendur fá að jafnaði færri skóladaga á ársgrundvelli heldur en nágrannaþjóðir okkar á Norðurlöndunum. Í heildina litið jafnast þetta út og dagarnir eru um það bil jafn margir undir lok náms, þar sem að náminu hér á landi er lokið á lengri tíma. Efnahags- og framfarastofnunin OECD bendir á að misjafnt sé hversu margar klukkustundur fari í grunnskólanám hjá ríkjum en segir um leið að fjöldi kennslustunda skipti ekki höfuðmáli. Gæði náms og nýting á tíma séu það sem líta þurfi til. Það er mat SA að tími sé kominn á að skoða styttingu grunnskólanáms af alvöru, en samtökin lögðu þessa hugmynd einnig til árið 2002, samhliða tillögu um styttingu framhaldsskóla sem nú er komin í gegn.Fræjum styttingar sáð Með því að færa rafræn könnunarpróf úr 10. bekk niður í 9. bekk segir SA að búið sé að sá fræjum styttingar. Þessi breyting var gerð á kjörtímabilinu 2013-2016 með breytingu á aðalnámskrá grunnskólanna. Þar segir að ekkert sé því til fyrirstöðu að nemandi í 9. bekk geti innritast í framhaldsskóla sé hann búinn að ná góðum tökum á efni 10. bekkjar. Aukning hefur orðið á milli ára í þessum efnum, þar sem nemendur úr 9. bekk sleppa 10. bekk og innrita sig beint í framhaldsskóla í meira mæli. Stytting myndi milda áhrif kennaraskorts, enda kalla færri nemendur á færri kennara. Auk þess mætti gera ráð fyrir auknu fjármagni, að því gefnu að fjárframlög til grunnskóla yrðu ekki lækkuð. Hækkunin, samkvæmt SA, myndi nema tæplega 184 þúsund krónum á hvern nemanda og væri auðvelt að nýta slíkt til þess að bæta gæði náms og skólastarfs.
Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira