Frestur Mugabe runninn út Samúel Karl Ólason skrifar 20. nóvember 2017 10:14 Robert Mugabe. Vísir/AFP Robert Mugabe, forseti Simbabve, kom á óvart í gær þegar hann sagði ekki af sér embætti í sjónvarpsávarpi. Nú mun forsetinn hafa samið við herinn um friðhelgi og er hann sagður ætla að segja af sér. Eftir ávarpið í gær var honum gefinn frestur til að segja af sér af flokki hans Zanu-PF en hann hafði þá ný verið settur af sem formaður flokksins. Mjög hefur verið þrýst á Mugabe, sem setir hefur á valdastól í hartnær 40 ár, að segja af sér. Í ávarpinu hét hann því að starfa áfram sem forseti. Hafði honum verið gefinn eins dags frestur til að segja af sér. Fresturinn rann út núna klukkan tíu. CNN segir þó að Mugabe og herinn hafi samið um að hann stigi til hliðar og að uppsagnarbréf hans hafi þegar verið skrifað. Umrætt bréf verður að berast til forseta þings Simbabve svo afsögn hans verði gild.Samkvæmt heimildum CNN hefur herinn falist á fjölda skilyrða sem Mugabe krafðist gegn því að stíga til hliðar. Þar á meðal er friðhelgi gegn lögsókn fyrir bæði hann og konu hans Grace Mugabe og mun hann halda öllum eigum sínum.Ræða Mugabe í gær var um tuttugu mínútna löng og sagði hann ekkert um pressuna sem hann er undir, né hershöfðingjana tvo sem stóðu sitt hvoru megin við hann. Án þess að Mugabe segi af sér þarf að leggja fram vantrauststillögu gegn honum á þinginu og þurfa tveir þriðju þingmanna að greiða atkvæði með tillögunni.Samkvæmt frétt BBC hefur stjórnarandstaða landsins nokkrum sinnum lagt fram vantrauststillögu gegn Mugabe og það án árangurs. Nú eru þingmenn Zanu-PF, sem er í miklum meirihluta á báðum deildum þingsins, hins vegar líklegir til að styðja tillöguna. Tengdar fréttir Settur af sem formaður en hyggst sitja áfram Forseta Simbabve bíður vantraustsyfirlýsing síðar í dag segi hann ekki af sér af sjálfsdáðum. Skautaði fram hjá aðstæðum í ávarpi í gærkvöldi. Eiginkona hans og samstarfsmenn hennar hafa verið rekin með skömm úr stjórnarflokknum. 20. nóvember 2017 06:00 Herinn fagnar velgengni í Simbabve Mikill árangur hefur náðst í aðgerðum hersins í Simbabve. Þetta segir í ríkisfjölmiðlinum Herald. Herforingjar fagna því að vel gangi að uppræta glæpamenn sem starfað hafa með forseta landsins. 18. nóvember 2017 07:00 Segja yfirtökuna ekki vera valdarán Her Zimbabve segir að þrátt fyrir að hann hafi tekið yfir ríkisútvarp landsins sé ekki um valdaránstilraun að ræða. 15. nóvember 2017 06:58 Mugabe sagði ekki af sér þvert á væntingar Robert Mugabe, forseti Simbabve, sagði ekki af sér embætti er hann ávarpaði þjóð sína í sjónvarpsávarpi fyrir stundu. Fastlega hafði verið gert ráð fyrir að hann myndi nota sjónvarpsávarpið til að láta af embætti forseta. 19. nóvember 2017 19:32 Þúsundir mótmæla í Simbabve og krefjast afsagnar Mugabe Mótmælendur krefjast afsagnar Mugabe, sem hefur gegnt embætti forseta í 37 ár. 18. nóvember 2017 11:38 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Robert Mugabe, forseti Simbabve, kom á óvart í gær þegar hann sagði ekki af sér embætti í sjónvarpsávarpi. Nú mun forsetinn hafa samið við herinn um friðhelgi og er hann sagður ætla að segja af sér. Eftir ávarpið í gær var honum gefinn frestur til að segja af sér af flokki hans Zanu-PF en hann hafði þá ný verið settur af sem formaður flokksins. Mjög hefur verið þrýst á Mugabe, sem setir hefur á valdastól í hartnær 40 ár, að segja af sér. Í ávarpinu hét hann því að starfa áfram sem forseti. Hafði honum verið gefinn eins dags frestur til að segja af sér. Fresturinn rann út núna klukkan tíu. CNN segir þó að Mugabe og herinn hafi samið um að hann stigi til hliðar og að uppsagnarbréf hans hafi þegar verið skrifað. Umrætt bréf verður að berast til forseta þings Simbabve svo afsögn hans verði gild.Samkvæmt heimildum CNN hefur herinn falist á fjölda skilyrða sem Mugabe krafðist gegn því að stíga til hliðar. Þar á meðal er friðhelgi gegn lögsókn fyrir bæði hann og konu hans Grace Mugabe og mun hann halda öllum eigum sínum.Ræða Mugabe í gær var um tuttugu mínútna löng og sagði hann ekkert um pressuna sem hann er undir, né hershöfðingjana tvo sem stóðu sitt hvoru megin við hann. Án þess að Mugabe segi af sér þarf að leggja fram vantrauststillögu gegn honum á þinginu og þurfa tveir þriðju þingmanna að greiða atkvæði með tillögunni.Samkvæmt frétt BBC hefur stjórnarandstaða landsins nokkrum sinnum lagt fram vantrauststillögu gegn Mugabe og það án árangurs. Nú eru þingmenn Zanu-PF, sem er í miklum meirihluta á báðum deildum þingsins, hins vegar líklegir til að styðja tillöguna.
Tengdar fréttir Settur af sem formaður en hyggst sitja áfram Forseta Simbabve bíður vantraustsyfirlýsing síðar í dag segi hann ekki af sér af sjálfsdáðum. Skautaði fram hjá aðstæðum í ávarpi í gærkvöldi. Eiginkona hans og samstarfsmenn hennar hafa verið rekin með skömm úr stjórnarflokknum. 20. nóvember 2017 06:00 Herinn fagnar velgengni í Simbabve Mikill árangur hefur náðst í aðgerðum hersins í Simbabve. Þetta segir í ríkisfjölmiðlinum Herald. Herforingjar fagna því að vel gangi að uppræta glæpamenn sem starfað hafa með forseta landsins. 18. nóvember 2017 07:00 Segja yfirtökuna ekki vera valdarán Her Zimbabve segir að þrátt fyrir að hann hafi tekið yfir ríkisútvarp landsins sé ekki um valdaránstilraun að ræða. 15. nóvember 2017 06:58 Mugabe sagði ekki af sér þvert á væntingar Robert Mugabe, forseti Simbabve, sagði ekki af sér embætti er hann ávarpaði þjóð sína í sjónvarpsávarpi fyrir stundu. Fastlega hafði verið gert ráð fyrir að hann myndi nota sjónvarpsávarpið til að láta af embætti forseta. 19. nóvember 2017 19:32 Þúsundir mótmæla í Simbabve og krefjast afsagnar Mugabe Mótmælendur krefjast afsagnar Mugabe, sem hefur gegnt embætti forseta í 37 ár. 18. nóvember 2017 11:38 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Settur af sem formaður en hyggst sitja áfram Forseta Simbabve bíður vantraustsyfirlýsing síðar í dag segi hann ekki af sér af sjálfsdáðum. Skautaði fram hjá aðstæðum í ávarpi í gærkvöldi. Eiginkona hans og samstarfsmenn hennar hafa verið rekin með skömm úr stjórnarflokknum. 20. nóvember 2017 06:00
Herinn fagnar velgengni í Simbabve Mikill árangur hefur náðst í aðgerðum hersins í Simbabve. Þetta segir í ríkisfjölmiðlinum Herald. Herforingjar fagna því að vel gangi að uppræta glæpamenn sem starfað hafa með forseta landsins. 18. nóvember 2017 07:00
Segja yfirtökuna ekki vera valdarán Her Zimbabve segir að þrátt fyrir að hann hafi tekið yfir ríkisútvarp landsins sé ekki um valdaránstilraun að ræða. 15. nóvember 2017 06:58
Mugabe sagði ekki af sér þvert á væntingar Robert Mugabe, forseti Simbabve, sagði ekki af sér embætti er hann ávarpaði þjóð sína í sjónvarpsávarpi fyrir stundu. Fastlega hafði verið gert ráð fyrir að hann myndi nota sjónvarpsávarpið til að láta af embætti forseta. 19. nóvember 2017 19:32
Þúsundir mótmæla í Simbabve og krefjast afsagnar Mugabe Mótmælendur krefjast afsagnar Mugabe, sem hefur gegnt embætti forseta í 37 ár. 18. nóvember 2017 11:38