Frestur Mugabe runninn út Samúel Karl Ólason skrifar 20. nóvember 2017 10:14 Robert Mugabe. Vísir/AFP Robert Mugabe, forseti Simbabve, kom á óvart í gær þegar hann sagði ekki af sér embætti í sjónvarpsávarpi. Nú mun forsetinn hafa samið við herinn um friðhelgi og er hann sagður ætla að segja af sér. Eftir ávarpið í gær var honum gefinn frestur til að segja af sér af flokki hans Zanu-PF en hann hafði þá ný verið settur af sem formaður flokksins. Mjög hefur verið þrýst á Mugabe, sem setir hefur á valdastól í hartnær 40 ár, að segja af sér. Í ávarpinu hét hann því að starfa áfram sem forseti. Hafði honum verið gefinn eins dags frestur til að segja af sér. Fresturinn rann út núna klukkan tíu. CNN segir þó að Mugabe og herinn hafi samið um að hann stigi til hliðar og að uppsagnarbréf hans hafi þegar verið skrifað. Umrætt bréf verður að berast til forseta þings Simbabve svo afsögn hans verði gild.Samkvæmt heimildum CNN hefur herinn falist á fjölda skilyrða sem Mugabe krafðist gegn því að stíga til hliðar. Þar á meðal er friðhelgi gegn lögsókn fyrir bæði hann og konu hans Grace Mugabe og mun hann halda öllum eigum sínum.Ræða Mugabe í gær var um tuttugu mínútna löng og sagði hann ekkert um pressuna sem hann er undir, né hershöfðingjana tvo sem stóðu sitt hvoru megin við hann. Án þess að Mugabe segi af sér þarf að leggja fram vantrauststillögu gegn honum á þinginu og þurfa tveir þriðju þingmanna að greiða atkvæði með tillögunni.Samkvæmt frétt BBC hefur stjórnarandstaða landsins nokkrum sinnum lagt fram vantrauststillögu gegn Mugabe og það án árangurs. Nú eru þingmenn Zanu-PF, sem er í miklum meirihluta á báðum deildum þingsins, hins vegar líklegir til að styðja tillöguna. Tengdar fréttir Settur af sem formaður en hyggst sitja áfram Forseta Simbabve bíður vantraustsyfirlýsing síðar í dag segi hann ekki af sér af sjálfsdáðum. Skautaði fram hjá aðstæðum í ávarpi í gærkvöldi. Eiginkona hans og samstarfsmenn hennar hafa verið rekin með skömm úr stjórnarflokknum. 20. nóvember 2017 06:00 Herinn fagnar velgengni í Simbabve Mikill árangur hefur náðst í aðgerðum hersins í Simbabve. Þetta segir í ríkisfjölmiðlinum Herald. Herforingjar fagna því að vel gangi að uppræta glæpamenn sem starfað hafa með forseta landsins. 18. nóvember 2017 07:00 Segja yfirtökuna ekki vera valdarán Her Zimbabve segir að þrátt fyrir að hann hafi tekið yfir ríkisútvarp landsins sé ekki um valdaránstilraun að ræða. 15. nóvember 2017 06:58 Mugabe sagði ekki af sér þvert á væntingar Robert Mugabe, forseti Simbabve, sagði ekki af sér embætti er hann ávarpaði þjóð sína í sjónvarpsávarpi fyrir stundu. Fastlega hafði verið gert ráð fyrir að hann myndi nota sjónvarpsávarpið til að láta af embætti forseta. 19. nóvember 2017 19:32 Þúsundir mótmæla í Simbabve og krefjast afsagnar Mugabe Mótmælendur krefjast afsagnar Mugabe, sem hefur gegnt embætti forseta í 37 ár. 18. nóvember 2017 11:38 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Robert Mugabe, forseti Simbabve, kom á óvart í gær þegar hann sagði ekki af sér embætti í sjónvarpsávarpi. Nú mun forsetinn hafa samið við herinn um friðhelgi og er hann sagður ætla að segja af sér. Eftir ávarpið í gær var honum gefinn frestur til að segja af sér af flokki hans Zanu-PF en hann hafði þá ný verið settur af sem formaður flokksins. Mjög hefur verið þrýst á Mugabe, sem setir hefur á valdastól í hartnær 40 ár, að segja af sér. Í ávarpinu hét hann því að starfa áfram sem forseti. Hafði honum verið gefinn eins dags frestur til að segja af sér. Fresturinn rann út núna klukkan tíu. CNN segir þó að Mugabe og herinn hafi samið um að hann stigi til hliðar og að uppsagnarbréf hans hafi þegar verið skrifað. Umrætt bréf verður að berast til forseta þings Simbabve svo afsögn hans verði gild.Samkvæmt heimildum CNN hefur herinn falist á fjölda skilyrða sem Mugabe krafðist gegn því að stíga til hliðar. Þar á meðal er friðhelgi gegn lögsókn fyrir bæði hann og konu hans Grace Mugabe og mun hann halda öllum eigum sínum.Ræða Mugabe í gær var um tuttugu mínútna löng og sagði hann ekkert um pressuna sem hann er undir, né hershöfðingjana tvo sem stóðu sitt hvoru megin við hann. Án þess að Mugabe segi af sér þarf að leggja fram vantrauststillögu gegn honum á þinginu og þurfa tveir þriðju þingmanna að greiða atkvæði með tillögunni.Samkvæmt frétt BBC hefur stjórnarandstaða landsins nokkrum sinnum lagt fram vantrauststillögu gegn Mugabe og það án árangurs. Nú eru þingmenn Zanu-PF, sem er í miklum meirihluta á báðum deildum þingsins, hins vegar líklegir til að styðja tillöguna.
Tengdar fréttir Settur af sem formaður en hyggst sitja áfram Forseta Simbabve bíður vantraustsyfirlýsing síðar í dag segi hann ekki af sér af sjálfsdáðum. Skautaði fram hjá aðstæðum í ávarpi í gærkvöldi. Eiginkona hans og samstarfsmenn hennar hafa verið rekin með skömm úr stjórnarflokknum. 20. nóvember 2017 06:00 Herinn fagnar velgengni í Simbabve Mikill árangur hefur náðst í aðgerðum hersins í Simbabve. Þetta segir í ríkisfjölmiðlinum Herald. Herforingjar fagna því að vel gangi að uppræta glæpamenn sem starfað hafa með forseta landsins. 18. nóvember 2017 07:00 Segja yfirtökuna ekki vera valdarán Her Zimbabve segir að þrátt fyrir að hann hafi tekið yfir ríkisútvarp landsins sé ekki um valdaránstilraun að ræða. 15. nóvember 2017 06:58 Mugabe sagði ekki af sér þvert á væntingar Robert Mugabe, forseti Simbabve, sagði ekki af sér embætti er hann ávarpaði þjóð sína í sjónvarpsávarpi fyrir stundu. Fastlega hafði verið gert ráð fyrir að hann myndi nota sjónvarpsávarpið til að láta af embætti forseta. 19. nóvember 2017 19:32 Þúsundir mótmæla í Simbabve og krefjast afsagnar Mugabe Mótmælendur krefjast afsagnar Mugabe, sem hefur gegnt embætti forseta í 37 ár. 18. nóvember 2017 11:38 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Settur af sem formaður en hyggst sitja áfram Forseta Simbabve bíður vantraustsyfirlýsing síðar í dag segi hann ekki af sér af sjálfsdáðum. Skautaði fram hjá aðstæðum í ávarpi í gærkvöldi. Eiginkona hans og samstarfsmenn hennar hafa verið rekin með skömm úr stjórnarflokknum. 20. nóvember 2017 06:00
Herinn fagnar velgengni í Simbabve Mikill árangur hefur náðst í aðgerðum hersins í Simbabve. Þetta segir í ríkisfjölmiðlinum Herald. Herforingjar fagna því að vel gangi að uppræta glæpamenn sem starfað hafa með forseta landsins. 18. nóvember 2017 07:00
Segja yfirtökuna ekki vera valdarán Her Zimbabve segir að þrátt fyrir að hann hafi tekið yfir ríkisútvarp landsins sé ekki um valdaránstilraun að ræða. 15. nóvember 2017 06:58
Mugabe sagði ekki af sér þvert á væntingar Robert Mugabe, forseti Simbabve, sagði ekki af sér embætti er hann ávarpaði þjóð sína í sjónvarpsávarpi fyrir stundu. Fastlega hafði verið gert ráð fyrir að hann myndi nota sjónvarpsávarpið til að láta af embætti forseta. 19. nóvember 2017 19:32
Þúsundir mótmæla í Simbabve og krefjast afsagnar Mugabe Mótmælendur krefjast afsagnar Mugabe, sem hefur gegnt embætti forseta í 37 ár. 18. nóvember 2017 11:38