Innlent

Sigmundur hálf miður sín

Birgir Olgeirsson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/Anton Brink
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, óskar Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, til hamingju með myndun ríkisstjórnar.

 „Með því vann hún mikið persónulegt afrek eins og ég hef nefnt áður,“ segir Sigmundur Davíð í Facebook-færslu. 

Hann segist hins vegar hálf miður sín yfir því hversu sannspáir menn reyndust um stjórnarsáttmálann. 

„Ekkert verður gert í stóru brýnu málunum. Í stað þess að nýta tækifærin sem nú gefast til að gera hlutina öðruvísi og betur verða mistök fortíðar fest í sessi,“ segir Sigmundur Davíð.

Hann segir fjörutíu ára gömul áform um viðbyggingaspítala á Hringbraut fest í sessi fram eftir öldinni í stað þess að byggja nýjan spítala fyrir nýja öld. Íslendingar höfðu einstakt tækifæri að mati Sigmundur til að koma á heilbrigðu fjármálakerfi hér á landi. Hann segir stefnuna nú að móta mögulega stefnu á næsta ári eftir umræðu um hvítbók. 

„Á meðan fá vogunarsjóðirnir að endurheimta yfirráð yfir Arion banka. Stjórnin ætlar að nýta eigið fé úr Landsbankanum og Íslandsbanka í innviðauppbyggingu en eigiðfé úr Arionbanka nýtist í bónusa hjá sjóðum í New York og London,“ segir Sigmundur. 

Hann segir að stjórnmálamenn muni setjast í starfshópa og samráðsnefndir, skoða málin og meta hitt út kjörtímabilið, meðal annars í sérstakri nefnd um hagræna mælikvarða. 

„Á meðan mun kerfið halda sínu striki og stjórna landinu.“


Tengdar fréttir

„Þurfum að láta stjórnmálin ganga upp núna“

Formenn stjórnarflokkanna þriggja vonast til þess að með stjórnarsamstarfi Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sé pólitískum umbrotatímum í íslenskum stjórnmálum lokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×