Innlent

Formennirnir þrír mæta í Ísland í dag

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Handaband formannanna í Listasafni Íslands í morgun vakti athygli.
Handaband formannanna í Listasafni Íslands í morgun vakti athygli. Vísir
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn flokkanna þriggja sem mynduðu nýja ríkisstjórn í dag, mæta í Ísland í dag á Stöð 2 klukkan 18:55.

Þar munu ráðherrarnir þrír svara spurningum Heimis Más Péturssonar fréttamanns á Stöð 2. Ráðherrarnir ellefu komu saman á Bessastöðum síðdegis og sátu ríkisráðsfund með forseta Íslands. Eftir myndatöku á tröppum Bessastaða þáðu þeir kaffi hjá forseta.

Pólitíkin verður umfangsmikil í kvöldfréttunum klukkan 18:30 og svo formennirnir í beinni klukkan 18:55. Allt í opinni dagskrá og sömuleiðis hér á Vísi.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×