Trump vill losa sig við Tillerson Daníel Freyr Birkisson skrifar 30. nóvember 2017 15:29 Trump og Tillerson virðast ekki eiga skap saman. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, leggur þessa dagana drög að uppsagnarbréfi utanríkisráðherra síns, Rex Tillerson. Samband þeirra hefur stirðnað á undanförnum mánuðum og er unnið að áætlun að bola honum úr embætti. New York Times greinir frá. Talið er að Mike Pompeo, framkvæmdastjóri CIA, muni taka við embættinu. Í kjölfarið myndi öldungadeildarþingmaðurinn Tom Cotton frá Arkansas taka við sem framkvæmdastjóri CIA af Pompeo en samband hans og Trump er talið afar gott. Ýmsar vísbendingar hafa komið í ljós um að forsetinn og utanríkisráðherrann eigi ekki skap saman og hefur verið litið á það sem tímaspursmál hvenær sá síðarnefndi muni víkja úr embætti. Utanríkisstefna þeirra virðist ekki samræmd. Auk þess komu fram fréttir þess efnis að Tillerson hefði kallað Trump „fábjána“. Tillerson neitaði því ekki, aðspurður hvort það reyndist satt. Orðrómar um að Tillerson myndi segja af sér urðu svo háværir að boðað var til blaðamannafundar í byrjun október þar sem hann sagðist ekki hafa það í hyggju að segja af sér. Talið var að Tillerson myndi allavega sitja sem ráðherra út árið en fjölmiðlar vestanhafs greina nú frá því að Trump gæti látið til skarar skríða hvenær sem er og því tvísýnt hvort utanríkisráðherrann endist út þann tíma. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri eru ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, leggur þessa dagana drög að uppsagnarbréfi utanríkisráðherra síns, Rex Tillerson. Samband þeirra hefur stirðnað á undanförnum mánuðum og er unnið að áætlun að bola honum úr embætti. New York Times greinir frá. Talið er að Mike Pompeo, framkvæmdastjóri CIA, muni taka við embættinu. Í kjölfarið myndi öldungadeildarþingmaðurinn Tom Cotton frá Arkansas taka við sem framkvæmdastjóri CIA af Pompeo en samband hans og Trump er talið afar gott. Ýmsar vísbendingar hafa komið í ljós um að forsetinn og utanríkisráðherrann eigi ekki skap saman og hefur verið litið á það sem tímaspursmál hvenær sá síðarnefndi muni víkja úr embætti. Utanríkisstefna þeirra virðist ekki samræmd. Auk þess komu fram fréttir þess efnis að Tillerson hefði kallað Trump „fábjána“. Tillerson neitaði því ekki, aðspurður hvort það reyndist satt. Orðrómar um að Tillerson myndi segja af sér urðu svo háværir að boðað var til blaðamannafundar í byrjun október þar sem hann sagðist ekki hafa það í hyggju að segja af sér. Talið var að Tillerson myndi allavega sitja sem ráðherra út árið en fjölmiðlar vestanhafs greina nú frá því að Trump gæti látið til skarar skríða hvenær sem er og því tvísýnt hvort utanríkisráðherrann endist út þann tíma.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri eru ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira