Innlent

Einungis einn ráðherra úr fjölmennasta kjördæmi landsins

Atli Ísleifsson skrifar
Bjarni Benediktsson, verðandi fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson, verðandi fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Ernir
Bjarni Benediktsson, verðandi fjármála- og efnahagsráðherra, verður eini ráðherrann í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem kemur úr Suðvesturkjördæmi, fjölmennasta kjördæmi landsins.

Flestir ráðherrar koma úr Reykjavíkurkjördæmi suður, eða þrír.

Að neðan má sjá skiptingu ráðherra eftir kjördæmum:

  • Reykjavík norður: Katrín Jakobsdóttir (V), Guðlaugur Þór Þórðarson (D).
  • Reykjavík suður: Svandís Svavarsdóttir (V), Sigríður Á. Andersen (D), Lilja Dögg Alfreðsdóttir (B).
  • Suðvesturkjördæmi: Bjarni Benediktsson (D).
  • Suðurkjördæmi: Sigurður Ingi Jóhannsson (B).
  • Norðvesturkjördæmi: Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (D), Ásmundur Einar Daðason (B).
  • Norðausturkjördæmi: Kristján Þór Júlíusson (D).
Guðmundur Ingi Guðbrandsson (V), verðandi umhverfisráðherra er ættaður úr Borgarnesi en býr í Reykjavík.

Steingrímur J. Sigfússon (V), verðandi forseti Alþingis, er þingmaður Norðausturkjördæmis.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×