Lífið

Jay-Z viðurkennir að hafa haldið framhjá Beyonce

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hjónin á góðri stundu.
Hjónin á góðri stundu. Vísir/getty
Rapparinn Jay-Z hefur nú viðurkennt að hafa haldið framhjá eiginkonu sinni Beyonce en hann tjáir sig um málið í viðtalið við New York Times Style.

„Það erfiðasta sem ég hef upplifað er að sjá sársaukan í andlitinu á þeim sem maður elskar og sá sársauki er þér að kenna. Maður þarf síðan að takast á við sjálft sig.“

Hjónin hafa gefið það í skyn undanfarin misseri að þau hafi gengið í gegnum erfiða tíma. Beyonce talar um það á plötu sinni Lemonade og Jay-Z núna á plötunni 4:44.

Rapparinn segir að skilnaður hafi verið uppi á borðinu, en hann leitaði sér aðstoðar hjá fagfólki til að takast á við fortíð sína, en hún hefur mótað Jay-Z. Rapparinn talar um það í viðtalinu að hann hafi algjörlega lokast tilfinningalega eftir erfiða æsku og hafa verið að vinna hörðum höndum í sínum málum.

„Flest allir taka auðveldum leiðina og ákveða að skilja. Ég held að fimmtíu prósent af öllum hjónaböndum endi í skilnaði, en ég held það sé útaf því að fólk er ekki tilbúið að horfast í augu við sjálfan sig.“

Árið 2013 byrjuðu orðrómar um framhjáhald Jay-Z og þá sérstaklega eftir frægt atvik sem átti sér stað inni lyftu, en þá réðist Solange Knowles á rapparann og náðist það á öryggismyndavél.

Hér að neðan má sjá umrætt lyftumyndband.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.