Mikilvægi menntunar í verðmætasköpun við framleiðslu matvæla Jón Atli Benediktsson og Sveinn Margeirsson skrifar 30. nóvember 2017 07:00 Á milli Matís og Háskóla Íslands ríkir gott og farsælt samstarf. Samningur er í gildi um kennslu og rannsóknir og gengur hann m.a. út á samnýtingu aðfanga og innviða, samstarf um rannsóknir og uppbyggingu mannauðs með það að markmiði að vera í fararbroddi á lykilfræðasviðum fyrir íslenskt samfélag. Hagsæld og velferð á Íslandi byggist að miklu leyti á sjálfbærri auðlindanýtingu til lands og sjávar og er í því sambandi mikilvægt að mennta og þjálfa hæfileikaríkt fólk á sviði matvælafræði, verkfræði, lífefnafræði og fleiri greina til að byggja undir verðmætasköpun til framtíðar. Samningurinn á milli Háskóla Íslands og Matís lagði grunninn að eflingu fræðilegrar og verklegrar menntunar á sviði matvælarannsókna og matvælaöryggis auk samstarfs á öðrum sviðum kennslu og rannsókna. Alls hafa 64 meistaraverkefni og 23 doktorsverkefni verið unnin á vettvangi Matís frá 2007, langflest með Háskóla Íslands.Aukin fjölbreytni Sem dæmi um verðmæti sem skapast hafa í tengslum við samstarfið má nefna margt í starfi Matvæla- og næringarfræðideildar Háskóla Íslands. Fólk sem starfar bæði hjá Matís og Háskólanum, og sinnir sameiginlegum verkefnum beggja stofnana og samnýtir tæki og aðstöðu, hefur lagt grunninn að margvíslegri nýsköpun í íslenskum matvælaiðnaði. Alls hafa níu doktorsverkefni og 30 meistaraverkefni í matvæla- og næringarfræði við Háskóla Íslands verið unnin hjá Matís frá árinu 2007. Þessi verkefni leiða til öflugri mannauðs í íslenskum matvælaiðnaði, nýrra ferla, vöruþróunar og aukinnar fjölbreytni fyrir íslenska neytendur. Samstarf um kennslu og rannsóknir í matvælafræði á sér langa sögu sem er samofin framfarasögu íslensks matvælaiðnaðar frá stofnun matvælafræðiskorar Háskóla Íslands árið 1978. Í kjölfar endurskipulagningar námsins árið 2011 hefur nemendum fjölgað verulega og eru þeir um 70 talsins í dag. Lögð er áhersla á hagnýtt nám sem er í góðum tengslum við atvinnulífið. Rannsóknaverkefni miðast að þörfum fyrirtækja og er lögð áhersla á miðlun niðurstaðna í formi nýrrar þekkingar eða þróunar á vörum og ferlum. Atvinnulíf og samfélag hafa mikla þörf fyrir fólk með góða menntun. Skýr vitnisburður um það er að útskrifaðir nemendur úr matvælafræði fá nær undantekningarlaust vinnu að loknu námi sem tengist lífhagkerfinu, hjá matvælafyrirtækjum eða við rannsóknir og eftirlit. Í sumum tilfellum hafa nemendur stofnað sín eigin fyrirtæki enda er hvatt til þess í náminu með þjálfun í nýsköpun, gerð viðskiptaáætlana og þátttöku í nýsköpunarkeppninni Ecotrophelia Europe, m.a. í samstarfi við Samtök iðnaðarins.Sjálfbær nýting lífauðlinda Sjálfbær matvælaframleiðsla er lykill að því að uppfylla heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Inn í samstarf Matís og Háskóla Íslands fléttast einnig samstarf við Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna sem starfræktur er hér á landi og hefur m.a. stutt fimm doktorsnema til að ljúka námi við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands í samstarfi við Matís. Ísland er meðal fremstu sjávarútvegsþjóða í heimi og hefur svo sannarlega margt fram að færa til aukins fæðuöryggis og velferðar í þróunarlöndum. Með dýrmæta reynslu í farteskinu og óbilandi trú á gildi vísinda til framþróunar stefna Matís og Háskóli Íslands á áframhaldandi öflugt samstarf á næstu árum. Meðal áhersluatriða þess samstarfs verður nauðsynleg innviðauppbygging á sviði matvæla og rannsóknir sem miða að sjálfbærri nýtingu lífauðlinda til lands og sjávar. Jón Atli Benediktsson er rektor Háskóla Íslands.Sveinn Margeirsson er forstjóri Matís. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Atli Benediktsson Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Á milli Matís og Háskóla Íslands ríkir gott og farsælt samstarf. Samningur er í gildi um kennslu og rannsóknir og gengur hann m.a. út á samnýtingu aðfanga og innviða, samstarf um rannsóknir og uppbyggingu mannauðs með það að markmiði að vera í fararbroddi á lykilfræðasviðum fyrir íslenskt samfélag. Hagsæld og velferð á Íslandi byggist að miklu leyti á sjálfbærri auðlindanýtingu til lands og sjávar og er í því sambandi mikilvægt að mennta og þjálfa hæfileikaríkt fólk á sviði matvælafræði, verkfræði, lífefnafræði og fleiri greina til að byggja undir verðmætasköpun til framtíðar. Samningurinn á milli Háskóla Íslands og Matís lagði grunninn að eflingu fræðilegrar og verklegrar menntunar á sviði matvælarannsókna og matvælaöryggis auk samstarfs á öðrum sviðum kennslu og rannsókna. Alls hafa 64 meistaraverkefni og 23 doktorsverkefni verið unnin á vettvangi Matís frá 2007, langflest með Háskóla Íslands.Aukin fjölbreytni Sem dæmi um verðmæti sem skapast hafa í tengslum við samstarfið má nefna margt í starfi Matvæla- og næringarfræðideildar Háskóla Íslands. Fólk sem starfar bæði hjá Matís og Háskólanum, og sinnir sameiginlegum verkefnum beggja stofnana og samnýtir tæki og aðstöðu, hefur lagt grunninn að margvíslegri nýsköpun í íslenskum matvælaiðnaði. Alls hafa níu doktorsverkefni og 30 meistaraverkefni í matvæla- og næringarfræði við Háskóla Íslands verið unnin hjá Matís frá árinu 2007. Þessi verkefni leiða til öflugri mannauðs í íslenskum matvælaiðnaði, nýrra ferla, vöruþróunar og aukinnar fjölbreytni fyrir íslenska neytendur. Samstarf um kennslu og rannsóknir í matvælafræði á sér langa sögu sem er samofin framfarasögu íslensks matvælaiðnaðar frá stofnun matvælafræðiskorar Háskóla Íslands árið 1978. Í kjölfar endurskipulagningar námsins árið 2011 hefur nemendum fjölgað verulega og eru þeir um 70 talsins í dag. Lögð er áhersla á hagnýtt nám sem er í góðum tengslum við atvinnulífið. Rannsóknaverkefni miðast að þörfum fyrirtækja og er lögð áhersla á miðlun niðurstaðna í formi nýrrar þekkingar eða þróunar á vörum og ferlum. Atvinnulíf og samfélag hafa mikla þörf fyrir fólk með góða menntun. Skýr vitnisburður um það er að útskrifaðir nemendur úr matvælafræði fá nær undantekningarlaust vinnu að loknu námi sem tengist lífhagkerfinu, hjá matvælafyrirtækjum eða við rannsóknir og eftirlit. Í sumum tilfellum hafa nemendur stofnað sín eigin fyrirtæki enda er hvatt til þess í náminu með þjálfun í nýsköpun, gerð viðskiptaáætlana og þátttöku í nýsköpunarkeppninni Ecotrophelia Europe, m.a. í samstarfi við Samtök iðnaðarins.Sjálfbær nýting lífauðlinda Sjálfbær matvælaframleiðsla er lykill að því að uppfylla heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Inn í samstarf Matís og Háskóla Íslands fléttast einnig samstarf við Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna sem starfræktur er hér á landi og hefur m.a. stutt fimm doktorsnema til að ljúka námi við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands í samstarfi við Matís. Ísland er meðal fremstu sjávarútvegsþjóða í heimi og hefur svo sannarlega margt fram að færa til aukins fæðuöryggis og velferðar í þróunarlöndum. Með dýrmæta reynslu í farteskinu og óbilandi trú á gildi vísinda til framþróunar stefna Matís og Háskóli Íslands á áframhaldandi öflugt samstarf á næstu árum. Meðal áhersluatriða þess samstarfs verður nauðsynleg innviðauppbygging á sviði matvæla og rannsóknir sem miða að sjálfbærri nýtingu lífauðlinda til lands og sjávar. Jón Atli Benediktsson er rektor Háskóla Íslands.Sveinn Margeirsson er forstjóri Matís.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun