Erlent

Þjóðarleiðtogar reyna að telja Bandaríkjaforseta hughvarf

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Emmanuel Macron, forseti Frakklands og Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, ætla að taka höndum saman gegn ákvörðun Bandaríkjaforseta.
Emmanuel Macron, forseti Frakklands og Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, ætla að taka höndum saman gegn ákvörðun Bandaríkjaforseta. Vísir.is/afp
Emmanuel Macron, forseti Frakklands og Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, ákváðu að taka höndum saman og vinna markvisst að því að hnekkja ákvörðun Bandaríkjaforseta sem lýtur að því að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels.

Leiðtogarnir sammæltust um að ákvörðun Donalds Trump sé mikið áhyggjuefni fyrir heimshlutann. Aukin viðleitni til að telja Trump hughvarf var á meðal þess fór fram á milli leiðtoganna tveggja í símtali í dag að því er fram kemur í frétt Reuters.

Erdogan á auk þess að hafa hringt í forseta Kasakstan, Líbanon og Aserbaídsjan með sama erindi og hann bar upp til Frakklandsforseta.

Á dögunum viðurkenndi Trump fyrir hönd Bandaríkjanna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Í ræðu sem hann hélt þar sem hann tilkynnti ákvörðunina sagði hann að það væri löngu kominn tími til að stíga þetta skref í friðarferlinu í Mið-Austurlöndum.

Sjá frétt Vísis um stöðu Jerúsalem hér.


Tengdar fréttir

Staða Jerúsalem: Um hvað snýst málið?

Staða borgarinnar Jerúsalem hefur lengi verið umdeild og ekki er líklegt að það breytist með ákvörðun Donald Trump að viðurkenna borgina sem höfuðborg Ísraels.

Hamas kalla eftir árásum á Ísrael

„Við höfum gefið öllum meðlimum Hamas skipanir um að undirbúa sig og vera tilbúnir til að taka á þessari ógn gegn Jerúsalem og Palestínu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×