Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Valur 18-32 | Botnliðið engin fyrirstaða fyrir Val Anton Ingi Leifsson skrifar 10. desember 2017 19:45 Vísir/Vilhelm Topplið Vals lenti í engum vandræðum með botnlið Gróttu þegar liðin léku á Seltjarnanesi í kvöld. Lokatölur urðu 32-18 eftir að Hlíðarendaliðið hafði leitt, 17-9, í hálfleik. Valur er með þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar, en liðið hefur ekki tapað leik í vetur. Grótta er á botninum með tvö stig í miklum vandræðum. Það voru ekki liðnar nema tíu mínútur af leiknum þegar Valsstúlkur voru bunar að ná fimm marka forskoti, 7-2. Alfreð, þjálfari Gróttu, var þá búinn að sjá nóg og tók leikhlé. Eftir það skánaði leikur Gróttu ekki mikið, en liðið náði lítið að komast framhjá ógnarsterkri vörn Vals. Valur leiddi með sjö mörkum þegar stundarfjórðungur var liðinn af leiknum og það var ljóst í hvað stefndi. Chantal Pagel var einnig í stuðði bakvið þétta vörn Vals og leikmenn Gróttu virkuðu einfaldlega hræddar þegar þær komust í færi gegn markverðinum ógurlega. Staðan 17-9 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var formsatriði fyrir gestana af Hlíðarenda. Þær áttu í engum vandræðum með lið Grottu, en Lovísa Thompson, sem var að draga Gróttu-vagninn eins og oft áður fór útaf meidd í upphafi síðari hálfleiks. Það munaði um minna. Valsliðið lenti í engum vandræðum í síðari hálfleik og steig bara ennfremur á bensíngjöfina ef eitthvað var. Morgan Marie var að spila vel og að skila inn góðum mörkum eins og margir aðrir leikmenn Vals. Chantel hélt svo áfram að verja vel í markinu enda mörg skotin illa ígrunduð og sum þeirra neyðarskot. Lokatölur urðu svo að Valur vann með fjórtán mörkum, 32-18. Það var ljóst frá upphafi í hvað stefndi og því fór sem fór. Afhverju vann Valur? Valur byrjaði af krafti og ljóst að Ágúst Jóhannsson hafði messað vel yfir sínum stúlkum að fara með ekkert vanmat inn í þennan leik. Valur byrjaði af krafti og lagði grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik. Valsliðið var einfaldlega bara betra á öllum vígstöðvum handboltans; markvörslu, vörn og sókn. Taflan sýnir að þær eru bara mikið betri handboltalið en Grótta í dag.Þessar stóðu upp úr Það voru margar að eiga góðan leik hjá Val og margar að leggja hönd á plóg. Átta leikmenn höfðu skorað strax í hálfleik og að endingu komust tíu leikmenn á blað hjá Val. Diana Satkauskaité var markahæst með sex mörk. Hjá Gróttu átti Elva Björg Arnarsdóttir fínan leik, en hún var markahæst með fimm mörk.Hvað gekk illa? Það er eins og lið Gróttu hafi ekki haft mikla trú á verkefninu í dag. Liðið tapaði aragrúa af boltum snemma í leiknum og Valsliðið náði nokkrum hraðaupphlaupum. Staðan var orðin 17-9 í hálfleik. Leik lokið. Einnig voru fáar að leggja í púkkinn hjá Gróttu, enda liðið ekki með nærri því jafn mikla breidd og Valur. Því fór sem fór.Hvað gerist næst? Valsliðið er enn taplaust á toppi deildarinnar með þriggja stiga forskot á Hauka sem er í öðru sætinu. Valur fær Stjörnuna næst í heimsókn á miðvikudaginn. Grótta er hins vegar í bölvuðu basli á botni deildarinnar og fær ÍBV í heimsókn á fimmtudaginn.Grótta: Elva Björg Arnarsdóttir 5, Emma Havin Sardarsdóttir 3, Savica Mrjkikj 3, Kristjana Björk Steinarsdóttir 3, Lovísa Thompson 2, Þóra Guðný Arnarsdóttir 1, Katrín Viðarsdóttir 1.Valur: Diana Satkauskaite 7, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 5, Morgan Marie Þorkelsdóttir 4, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 3, Kristín Arndís Ólafsdóttir 3, Kristín Guðmundsdóttir 3, Auður Ester Gestsdóttir 3, Gerður Arinbjarnar 2, Vigdís Birna Þorsteinsdóttir 1, Birta Sveinsdóttir 1.Alfreð Örn Finnsson.Vísir/EyþórAlfreð: Vorum allt of gestristnar. „Mér fannst við hálfpartinn færa þeim þetta á silfurfati í upphafi leiks,“ sagði Alfreð Örn Finnsson, þjálfari Gróttu, eftir leikinn. „Við vorum ekki að berjast nógu mikið og þær keyrðu okkur í kaf.“ Alfreð sagði hafa vottað fyrir einhverri hræðslu í liðinu að mæta toppliði Vals sem var, og er, taplaust. „Kannski ekkert óeðlilegt, botnliðið og toppliðið, en mér fannst við heldur of gestristnar í dag.“ Aðspurður hvað hafi farið úrskeiðis hjá hans liði í dag svaraði Alfreð: „Hvað hefur þú langan tíma?“ „Það var engin barátta í vörninni og þá kemur engin markvarsla. Vorum óagaðar í sókn í upphafi, Valsliðinu óx ásmegin og keyrðu okkur í kaf,“ sagði Alfreð Örn Finnsson.Kristín Guðmundsdóttirvísir/antonKristín: Þægilegur leikur af okkar hálfu Valskonan Kristín Guðmundsdóttir gat tekið undir það að leikurinn í dag hafi verið full auðveldur fyrir Valsliðið. „Við bjuggumst við þeim sterkari. Þær eru nýbúnar að spila á móti Haukum þar sem þær stóðu í þeim og voru yfir nánast allan tímann þannig að við bjuggumst við miklu meiru. Sem er fínt því þá mætir maður einfaldari til leiks.“ „Held það hafi allt gengið í dag, það voru allir on og það var engin sem var ekki með, allir að fara inn á og skoruðu allir. Bara þægilegur leikur af okkar hálfu í dag,“ sagði Kristín. Hún sagði Valsliðið ekki hafa vanmetið andstæðinginn, þrátt fyrir að mæta botnliði deildarinnar. „Mér fannst gott að sjá leikinn í vikunni á móti Haukunum, þá sá maður að þær voru alveg tilbúnar og ætluðu sér greinilega meira núna í seinni umferðinni. En mér fannst við vera tilbúnar og ekkert vanmat í gangi,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir. Olís-deild kvenna
Topplið Vals lenti í engum vandræðum með botnlið Gróttu þegar liðin léku á Seltjarnanesi í kvöld. Lokatölur urðu 32-18 eftir að Hlíðarendaliðið hafði leitt, 17-9, í hálfleik. Valur er með þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar, en liðið hefur ekki tapað leik í vetur. Grótta er á botninum með tvö stig í miklum vandræðum. Það voru ekki liðnar nema tíu mínútur af leiknum þegar Valsstúlkur voru bunar að ná fimm marka forskoti, 7-2. Alfreð, þjálfari Gróttu, var þá búinn að sjá nóg og tók leikhlé. Eftir það skánaði leikur Gróttu ekki mikið, en liðið náði lítið að komast framhjá ógnarsterkri vörn Vals. Valur leiddi með sjö mörkum þegar stundarfjórðungur var liðinn af leiknum og það var ljóst í hvað stefndi. Chantal Pagel var einnig í stuðði bakvið þétta vörn Vals og leikmenn Gróttu virkuðu einfaldlega hræddar þegar þær komust í færi gegn markverðinum ógurlega. Staðan 17-9 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var formsatriði fyrir gestana af Hlíðarenda. Þær áttu í engum vandræðum með lið Grottu, en Lovísa Thompson, sem var að draga Gróttu-vagninn eins og oft áður fór útaf meidd í upphafi síðari hálfleiks. Það munaði um minna. Valsliðið lenti í engum vandræðum í síðari hálfleik og steig bara ennfremur á bensíngjöfina ef eitthvað var. Morgan Marie var að spila vel og að skila inn góðum mörkum eins og margir aðrir leikmenn Vals. Chantel hélt svo áfram að verja vel í markinu enda mörg skotin illa ígrunduð og sum þeirra neyðarskot. Lokatölur urðu svo að Valur vann með fjórtán mörkum, 32-18. Það var ljóst frá upphafi í hvað stefndi og því fór sem fór. Afhverju vann Valur? Valur byrjaði af krafti og ljóst að Ágúst Jóhannsson hafði messað vel yfir sínum stúlkum að fara með ekkert vanmat inn í þennan leik. Valur byrjaði af krafti og lagði grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik. Valsliðið var einfaldlega bara betra á öllum vígstöðvum handboltans; markvörslu, vörn og sókn. Taflan sýnir að þær eru bara mikið betri handboltalið en Grótta í dag.Þessar stóðu upp úr Það voru margar að eiga góðan leik hjá Val og margar að leggja hönd á plóg. Átta leikmenn höfðu skorað strax í hálfleik og að endingu komust tíu leikmenn á blað hjá Val. Diana Satkauskaité var markahæst með sex mörk. Hjá Gróttu átti Elva Björg Arnarsdóttir fínan leik, en hún var markahæst með fimm mörk.Hvað gekk illa? Það er eins og lið Gróttu hafi ekki haft mikla trú á verkefninu í dag. Liðið tapaði aragrúa af boltum snemma í leiknum og Valsliðið náði nokkrum hraðaupphlaupum. Staðan var orðin 17-9 í hálfleik. Leik lokið. Einnig voru fáar að leggja í púkkinn hjá Gróttu, enda liðið ekki með nærri því jafn mikla breidd og Valur. Því fór sem fór.Hvað gerist næst? Valsliðið er enn taplaust á toppi deildarinnar með þriggja stiga forskot á Hauka sem er í öðru sætinu. Valur fær Stjörnuna næst í heimsókn á miðvikudaginn. Grótta er hins vegar í bölvuðu basli á botni deildarinnar og fær ÍBV í heimsókn á fimmtudaginn.Grótta: Elva Björg Arnarsdóttir 5, Emma Havin Sardarsdóttir 3, Savica Mrjkikj 3, Kristjana Björk Steinarsdóttir 3, Lovísa Thompson 2, Þóra Guðný Arnarsdóttir 1, Katrín Viðarsdóttir 1.Valur: Diana Satkauskaite 7, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 5, Morgan Marie Þorkelsdóttir 4, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 3, Kristín Arndís Ólafsdóttir 3, Kristín Guðmundsdóttir 3, Auður Ester Gestsdóttir 3, Gerður Arinbjarnar 2, Vigdís Birna Þorsteinsdóttir 1, Birta Sveinsdóttir 1.Alfreð Örn Finnsson.Vísir/EyþórAlfreð: Vorum allt of gestristnar. „Mér fannst við hálfpartinn færa þeim þetta á silfurfati í upphafi leiks,“ sagði Alfreð Örn Finnsson, þjálfari Gróttu, eftir leikinn. „Við vorum ekki að berjast nógu mikið og þær keyrðu okkur í kaf.“ Alfreð sagði hafa vottað fyrir einhverri hræðslu í liðinu að mæta toppliði Vals sem var, og er, taplaust. „Kannski ekkert óeðlilegt, botnliðið og toppliðið, en mér fannst við heldur of gestristnar í dag.“ Aðspurður hvað hafi farið úrskeiðis hjá hans liði í dag svaraði Alfreð: „Hvað hefur þú langan tíma?“ „Það var engin barátta í vörninni og þá kemur engin markvarsla. Vorum óagaðar í sókn í upphafi, Valsliðinu óx ásmegin og keyrðu okkur í kaf,“ sagði Alfreð Örn Finnsson.Kristín Guðmundsdóttirvísir/antonKristín: Þægilegur leikur af okkar hálfu Valskonan Kristín Guðmundsdóttir gat tekið undir það að leikurinn í dag hafi verið full auðveldur fyrir Valsliðið. „Við bjuggumst við þeim sterkari. Þær eru nýbúnar að spila á móti Haukum þar sem þær stóðu í þeim og voru yfir nánast allan tímann þannig að við bjuggumst við miklu meiru. Sem er fínt því þá mætir maður einfaldari til leiks.“ „Held það hafi allt gengið í dag, það voru allir on og það var engin sem var ekki með, allir að fara inn á og skoruðu allir. Bara þægilegur leikur af okkar hálfu í dag,“ sagði Kristín. Hún sagði Valsliðið ekki hafa vanmetið andstæðinginn, þrátt fyrir að mæta botnliði deildarinnar. „Mér fannst gott að sjá leikinn í vikunni á móti Haukunum, þá sá maður að þær voru alveg tilbúnar og ætluðu sér greinilega meira núna í seinni umferðinni. En mér fannst við vera tilbúnar og ekkert vanmat í gangi,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti