Gunnar stendur í horni Bjarkanna: "Alltaf séð fyrir mér að Bjarki Ómars nái langt“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. desember 2017 19:30 Gunnar Nelson, besti og fremsti bardagaíþróttamaður þjóðarinnar, er á leiðinni til Lundúna á stórt bardagakvöld um helgina en að þessu sinni stendur hann fyrir utan búrið. Gunnar verður þeim Bjarka Þór Pálssyni og Bjarka Ómarssyni til halds og trausts á FightStar 13-bardagakvöldinu í Lundúnum og mun standa í horninu þeirra á meðan bardaganum stendur. Bjarki Þór er að verja léttvigtarbeltið sitt sem hann vann í október en Bjarki Ómarsson er að berjast í fyrsta sinn sem atvinnumaður. „Ég er búinn að æfa með þessum strákum lengi og það er mjög gaman að fara með þeim út, aðstoða þá og vera í horninu hjá þeim. Það er bara vonandi að maður geti hjálpað þeim eitthvað í horninu á meðan bardaganum stendur. Ég held að þeir eigi eftir að standa sig með prýði. Þeir eru fjórir að fara að keppa og ég spái þeim öllum sigri,“ segir Gunnar. Bjarki Þór verður 5-0 á atvinnumannaferlinum, búinn að vinna belti og verja það ef hann sigrar í Lundúnum á morgun. Ætti það ekki að færa hann ofar í sportinu? „Mér finnst það mjög líklegt. Þetta er mjög stór bardagi fyrir Bjarka. Ég hugsa að eftir þennan bardaga þá fari hann að leitast eftir aðeins stærra sviði og að sama skapi fara aðeins stærri sambönd að sækjast eftir kröftum hans,“ segir Gunnar. Bjarki Ómarsson, oftast kallaður The Kid, er einn af efnilegustu bardagamönnum heims. Beðið hefur verið eftir fyrsta atvinnumannabardaganum hans með mikilli eftirvæntingu. Bjarki á sérstakan stað í hjarta Gunnars. „Hann er búinn að vera hjá okkur síðan að hann var krakki og alltaf verið hrikalega efnilegur. Ég hef alltaf hlakkað til að sjá hann keppa. Ég hef alltaf séð fyrir mér að hann myndi ná langt, alveg frá því að hann var krakki,“ segir GunnaR Nelson. Auk Bjarkanna munu þeir Ingþór Örn Valdimarsson, Bjartur Guðlaugsson og Jeremy Aclipen keppa sem áhugamenn á bardagakvöldinu. Alla fréttina úr kvöldféttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. MMA Tengdar fréttir Bjarki mætir fyrrum andstæðingi Conor Fimm Íslendingar verða í eldlínunni á FightStar Championship 13 bardagakvöldinu í London annað kvöld. 8. desember 2017 15:45 Brattir Bjarkar ætla að klára andstæðinga sína í annarri lotu Fimm íslenskir bardagakappar munu berjast á bardagakvöldi í London um næstu helgi hjá Fightstar-bardagasambandinu. Þar á meðal mun Bjarki Þór Pálsson verja Evrópumeistaratitil sinn hjá sambandinu. 5. desember 2017 19:45 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Gunnar Nelson, besti og fremsti bardagaíþróttamaður þjóðarinnar, er á leiðinni til Lundúna á stórt bardagakvöld um helgina en að þessu sinni stendur hann fyrir utan búrið. Gunnar verður þeim Bjarka Þór Pálssyni og Bjarka Ómarssyni til halds og trausts á FightStar 13-bardagakvöldinu í Lundúnum og mun standa í horninu þeirra á meðan bardaganum stendur. Bjarki Þór er að verja léttvigtarbeltið sitt sem hann vann í október en Bjarki Ómarsson er að berjast í fyrsta sinn sem atvinnumaður. „Ég er búinn að æfa með þessum strákum lengi og það er mjög gaman að fara með þeim út, aðstoða þá og vera í horninu hjá þeim. Það er bara vonandi að maður geti hjálpað þeim eitthvað í horninu á meðan bardaganum stendur. Ég held að þeir eigi eftir að standa sig með prýði. Þeir eru fjórir að fara að keppa og ég spái þeim öllum sigri,“ segir Gunnar. Bjarki Þór verður 5-0 á atvinnumannaferlinum, búinn að vinna belti og verja það ef hann sigrar í Lundúnum á morgun. Ætti það ekki að færa hann ofar í sportinu? „Mér finnst það mjög líklegt. Þetta er mjög stór bardagi fyrir Bjarka. Ég hugsa að eftir þennan bardaga þá fari hann að leitast eftir aðeins stærra sviði og að sama skapi fara aðeins stærri sambönd að sækjast eftir kröftum hans,“ segir Gunnar. Bjarki Ómarsson, oftast kallaður The Kid, er einn af efnilegustu bardagamönnum heims. Beðið hefur verið eftir fyrsta atvinnumannabardaganum hans með mikilli eftirvæntingu. Bjarki á sérstakan stað í hjarta Gunnars. „Hann er búinn að vera hjá okkur síðan að hann var krakki og alltaf verið hrikalega efnilegur. Ég hef alltaf hlakkað til að sjá hann keppa. Ég hef alltaf séð fyrir mér að hann myndi ná langt, alveg frá því að hann var krakki,“ segir GunnaR Nelson. Auk Bjarkanna munu þeir Ingþór Örn Valdimarsson, Bjartur Guðlaugsson og Jeremy Aclipen keppa sem áhugamenn á bardagakvöldinu. Alla fréttina úr kvöldféttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
MMA Tengdar fréttir Bjarki mætir fyrrum andstæðingi Conor Fimm Íslendingar verða í eldlínunni á FightStar Championship 13 bardagakvöldinu í London annað kvöld. 8. desember 2017 15:45 Brattir Bjarkar ætla að klára andstæðinga sína í annarri lotu Fimm íslenskir bardagakappar munu berjast á bardagakvöldi í London um næstu helgi hjá Fightstar-bardagasambandinu. Þar á meðal mun Bjarki Þór Pálsson verja Evrópumeistaratitil sinn hjá sambandinu. 5. desember 2017 19:45 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Bjarki mætir fyrrum andstæðingi Conor Fimm Íslendingar verða í eldlínunni á FightStar Championship 13 bardagakvöldinu í London annað kvöld. 8. desember 2017 15:45
Brattir Bjarkar ætla að klára andstæðinga sína í annarri lotu Fimm íslenskir bardagakappar munu berjast á bardagakvöldi í London um næstu helgi hjá Fightstar-bardagasambandinu. Þar á meðal mun Bjarki Þór Pálsson verja Evrópumeistaratitil sinn hjá sambandinu. 5. desember 2017 19:45