Syngja inn jólin á keltnesku Elín Albertsdóttir skrifar 8. desember 2017 10:00 Birna Bragadóttir er í kór Söngfjelagsins og hlakkar mikið til að vinna með keltneskum listamönnum á tónleikunum á sunnudag í Langholtskirkju. MYND/ERNIR Birna Bragadóttir, garðyrkjumaður og söngkona með Söngfjelaginu, hlakkar mikið til jólatónleika kórsins, enda segir hún keltnesku lögin sem flutt verða ótrúlega falleg. Kórinn hefur undirbúið sig undanfarnar vikur en stóra stundin verður í Langholtskirkju á sunnudaginn. „Ég ætla að syngja inn jólin,“ sagði Birna þegar við slógum á þráðinn til hennar. „Við byrjuðum að æfa í september. Ég sé um nótur fyrir kórinn og það er algjörlega heilög stund þegar ég tek upp möppuna sem geymir þær,“ segir hún en Birna hefur sungið með kórum frá því á unglingsaldri. „Ég byrjaði að syngja í kór Menntaskólans við Hamrahlíð, hélt síðan áfram í Hamrahlíðarkórnum en það mótaði mig mikið að taka þátt í kórstarfinu. Það var mikill agi í kórnum, skemmtileg hópvinna og maður lærði tjáningu.“ Góður stjórnandi Eftir að hafa verið frá kórstarfi í nokkur ár fór hugurinn aftur á stjá og löngunin til að syngja áfram tók yfirhöndina. „Ég hitti Hilmar Örn Agnarsson, stjórnanda Söngfjelagsins, úti í búð. Sameiginleg vinkona kynnti okkur og mér leist svo vel á manninn að ég ákvað að ganga til liðs við kórinn. Hilmar segir hluti á svo fallegan hátt, skammar ekki en nær fram ótrúlegum árangri með húmor og mýkt. Það er virkilega gaman að vinna með honum og maður leggur sig allan fram í söngnum. Hilmar nær því besta fram í fólki og allir treysta á hans listræna innsæi,“ segir Birna. Miklar kanónur í heimsókn Jólatónleikar Söngfjelagsins eru sérstakir að mörgu leyti. Sótt er í írska og keltneska jólatónlist sem er framandi fyrir marga. „Við sækjum arfinn til Skotlands, Írlands og Wales. Með okkur verða listamenn frá þessum slóðum sem gefa tónleikunum nýjan blæ fyrir okkur Íslendinga. Tónlistin er útsett af Íra sem er stjórnandi kammerkórs í Dublin og hefur vakið mikla athygli fyrir mýkt í söng. Það eru miklar kanónur sem koma fram á tónleikunum sem eru þekktar í heimalöndum sínum. Við erum að fara langt út fyrir okkar þægindaramma með því að fá svona flott fólk til okkar. Ég get nefnt söngkonuna Lisu Knapp sem syngur einsöng og leikur á keltneska fiðlu. Hún hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir tónlist, meðal annars frá dagblaðinu The Guardian. Gerry Diver er konsertmeistari, fiðluleikari og sérfræðingur í írskri og keltneskri tónlist. Hann var í hljómsveitinni The Popes en hefur síðustu ár starfað við upptökur og útsetningar. Sjálf ætla ég að taka á móti sekkjapípuleikara, Colman Connolly, sem er einn fremsti keltneski sekkjapípuleikari Bretlands. Hann mun búa heima hjá mér á meðan á heimsókninni stendur og ég hlakka mikið til að kynnast honum,“ segir Birna og bætir við að það sé svo ótrúlega skemmtilegt að fá allt þetta fólk með kórnum. Söngfjelagið er sex ára gamall kór sem hefur vakið mikla athygli. Um sjötíu manns eru skráð í kórinn. „Það er ótrúleg vinátta í þessum kór,“ segir hún. Sækir jólatréð út í skóg Þar sem Birna starfar við garðyrkju hjá Reykjavíkurborg hlakkar hún til að finna sitt eigið jólatré úti í náttúrunni eftir tónleikana. „Jólin koma til mín með trénu. Ég set það upp á Þorláksmessu en áður er ég búin að baða það og gera það klárt fyrir inniveruna. Í mínum huga er tréð táknrænt fyrir jólin, þá tekur maður jörðina inn á heimilið. Ég gef trénu gott pláss á miðju stofugólfinu og skreyti það mikið. Mér finnst hápunktur jólanna þegar jólatréð er skreytt. Svo bakar maður auðvitað laufabrauð. Það er skemmtilegur siður en núna hlakka ég mest til tónleikanna á sunnudag. Þeir verða hátíðlegir og sérstakir. Síðan mega jólin koma,“ segir Birna. Jól Jólalög Mest lesið Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Jólamolar: Er ein af þeim fáu sem sendir ennþá jólakort Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Börnin elska jólaþorpið hans afa Jól Perlan sem eldist eins og gott vín Jól Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Birna Bragadóttir, garðyrkjumaður og söngkona með Söngfjelaginu, hlakkar mikið til jólatónleika kórsins, enda segir hún keltnesku lögin sem flutt verða ótrúlega falleg. Kórinn hefur undirbúið sig undanfarnar vikur en stóra stundin verður í Langholtskirkju á sunnudaginn. „Ég ætla að syngja inn jólin,“ sagði Birna þegar við slógum á þráðinn til hennar. „Við byrjuðum að æfa í september. Ég sé um nótur fyrir kórinn og það er algjörlega heilög stund þegar ég tek upp möppuna sem geymir þær,“ segir hún en Birna hefur sungið með kórum frá því á unglingsaldri. „Ég byrjaði að syngja í kór Menntaskólans við Hamrahlíð, hélt síðan áfram í Hamrahlíðarkórnum en það mótaði mig mikið að taka þátt í kórstarfinu. Það var mikill agi í kórnum, skemmtileg hópvinna og maður lærði tjáningu.“ Góður stjórnandi Eftir að hafa verið frá kórstarfi í nokkur ár fór hugurinn aftur á stjá og löngunin til að syngja áfram tók yfirhöndina. „Ég hitti Hilmar Örn Agnarsson, stjórnanda Söngfjelagsins, úti í búð. Sameiginleg vinkona kynnti okkur og mér leist svo vel á manninn að ég ákvað að ganga til liðs við kórinn. Hilmar segir hluti á svo fallegan hátt, skammar ekki en nær fram ótrúlegum árangri með húmor og mýkt. Það er virkilega gaman að vinna með honum og maður leggur sig allan fram í söngnum. Hilmar nær því besta fram í fólki og allir treysta á hans listræna innsæi,“ segir Birna. Miklar kanónur í heimsókn Jólatónleikar Söngfjelagsins eru sérstakir að mörgu leyti. Sótt er í írska og keltneska jólatónlist sem er framandi fyrir marga. „Við sækjum arfinn til Skotlands, Írlands og Wales. Með okkur verða listamenn frá þessum slóðum sem gefa tónleikunum nýjan blæ fyrir okkur Íslendinga. Tónlistin er útsett af Íra sem er stjórnandi kammerkórs í Dublin og hefur vakið mikla athygli fyrir mýkt í söng. Það eru miklar kanónur sem koma fram á tónleikunum sem eru þekktar í heimalöndum sínum. Við erum að fara langt út fyrir okkar þægindaramma með því að fá svona flott fólk til okkar. Ég get nefnt söngkonuna Lisu Knapp sem syngur einsöng og leikur á keltneska fiðlu. Hún hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir tónlist, meðal annars frá dagblaðinu The Guardian. Gerry Diver er konsertmeistari, fiðluleikari og sérfræðingur í írskri og keltneskri tónlist. Hann var í hljómsveitinni The Popes en hefur síðustu ár starfað við upptökur og útsetningar. Sjálf ætla ég að taka á móti sekkjapípuleikara, Colman Connolly, sem er einn fremsti keltneski sekkjapípuleikari Bretlands. Hann mun búa heima hjá mér á meðan á heimsókninni stendur og ég hlakka mikið til að kynnast honum,“ segir Birna og bætir við að það sé svo ótrúlega skemmtilegt að fá allt þetta fólk með kórnum. Söngfjelagið er sex ára gamall kór sem hefur vakið mikla athygli. Um sjötíu manns eru skráð í kórinn. „Það er ótrúleg vinátta í þessum kór,“ segir hún. Sækir jólatréð út í skóg Þar sem Birna starfar við garðyrkju hjá Reykjavíkurborg hlakkar hún til að finna sitt eigið jólatré úti í náttúrunni eftir tónleikana. „Jólin koma til mín með trénu. Ég set það upp á Þorláksmessu en áður er ég búin að baða það og gera það klárt fyrir inniveruna. Í mínum huga er tréð táknrænt fyrir jólin, þá tekur maður jörðina inn á heimilið. Ég gef trénu gott pláss á miðju stofugólfinu og skreyti það mikið. Mér finnst hápunktur jólanna þegar jólatréð er skreytt. Svo bakar maður auðvitað laufabrauð. Það er skemmtilegur siður en núna hlakka ég mest til tónleikanna á sunnudag. Þeir verða hátíðlegir og sérstakir. Síðan mega jólin koma,“ segir Birna.
Jól Jólalög Mest lesið Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Jólamolar: Er ein af þeim fáu sem sendir ennþá jólakort Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Börnin elska jólaþorpið hans afa Jól Perlan sem eldist eins og gott vín Jól Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira