Erlent

Rétt náði að bjarga kanínu frá skógareldunum í Kaliforníu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Litlu mátti muna að kanínan yrði eldunum að bráð.
Litlu mátti muna að kanínan yrði eldunum að bráð.
Gríðarlegir skógareldar fara nú um Kaliforníu í Bandaríkjunum og hafa meira en 200 þúsund manns þurft að yfirgefa heimili sín.

Að minnsta kosti einn hefur farist í eldunum en lík konu fannst brunnið á svæði í Ventura-sýslu fyrr í vikunni. Þá berjast um 5000 slökkviliðsmenn við eldana.

En það er ekki bara mannfólkinu, og gróðrinum, sem stafar ógn af skógareldunum heldur eru dýrin á svæðinu þar sem eldarnir geisa einnig í hættu.

Það sést greinilega á myndbandinu hér fyrir neðan þar sem maður rétt náði að bjarga kanínu sem var á leið inn í eldana.

 

Atvikið varð á vegi 101 í Conchita og stöðvaði maður bíl sinn og stökk út til að bjarga kanínunni þegar hann sá að hún var í hættu. Eins og sést eru eldarnir nálægt veginum og mátti litlu muna að kanínan færi beint í eldana en sem betur fer tókst manninum að bjarga henni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×