„Ríddu mér helvítis hóran þín“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. desember 2017 12:11 265 konur skrifa undir yfirlýsinguna og henni fylgja 54 frásagnir kvenna. Konur í tækni- upplýsinga- og hugbúnaðariðnaði sendu í morgun frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðisofbeldi, áreitni og kynbundinni mismunun í starfi. Þær krefjast þess að allir samverkamenn þeirra taki ábyrgð á að uppræta vandamálið, að yfirvöld stéttarfélög og fyrirtæki taki af festu á málinu og komi sér upp verkferlum og viðbragðsáætlun gegn kynbundinni áreitni. 265 konur skrifa undir yfirlýsinguna og henni fylgja 54 frásagnir kvenna. Ein kona segir frá því að hún hafi sagt starfi sínu lausu eftir að hafa heyrt af því að hennar næsti yfirmaður hafi áreitt tvær konur í fyrirtækinu kynferðislega. „Þær höfðu báðar kvartað undan honum en ekkert var að gert nema segja honum að hætta að drekka með starfsfólkinu. Hann sem sagt hafði í bæði skiptin verið vel í glasi þegar þetta á að hafa komið fyrir. Ég hafði ekki sjálf beinlínis lent í honum en hann horfði venjulega fyrst á brjóstin á manni og svo framan í mann og svo aftur niður á brjóstin meðan maður var að tala við hann. Hann er oft mjög grófur í máli í glasi þannig ég trúi vel að þessar samstarfskonur mínar hafi verið að segja satt en ekki skálda eitthvað út í loftið. Á seinustu árshátíð fyrirtækisins fylgdist ég með honum en hann var greinilega var um sig en var samt sem áður að drekka. Mér skilst að það hafi ekkert verið gert í því og hann drekki iðulega nú með samstarfsmönnum þegar það er gleðskapur hjá fyrirtækinu. Ég sem hafði starfað í 9 ár í fyrirtækinu og alltaf liðið þar vel var farið að líða ansi illa eftir að ég heyrði af þessu [með] áreitnina frá honum. En honum var ekki sagt upp. Hann var talinn of mikilvægur. Mikilvægari en ég og mikilvægari en þessar tvær samstarfskonur mínar.“ Setti vínber milli brjóstanna Önnur kona segir frá atviki sem átti sér stað á Hrafnaþingi Nýherja fyrir um níu árum síðan. Hún var ásamt samstarfskonu í lyftu á leið niður með háttsettum manni í fyrirtækinu. „Maðurinn starir á brjóstinn á mér (í lyftunni eru einnig veitingar á hjólaborði) - og hann var byrjaður að gantast - tók svo skyndilega upp vinberjaklasa (2-3 vínber) setti þau niður á milli brjóstana á mér án þess að snerta mig. Svo gerði hann sig líklegan til að sækja þau; þá hafði ég hraðari hendur tók þau upp og setti þau á borðið. Ég man ekki hvað hann sagði eftir það. Við gengum út úr lyftunni saman; en við samstarfskonurnar stoppuðum fljótlega horfðum á hvor aðra og ræddum þetta eitthvað en ég hugsaði þetta lítið eftir það. Það var eitthvað svo langt frá okkur að gera eitthvað í þessu...“ Ein kona segir frá því að í vinnuferð erlendis hafi fólk farið saman á strippstað eftir kvöldmat og drykki. „Mér hefur sjaldan liðið jafn illa og þegar ég gekki nn og mætti einum stjórnendanna með vændiskonur upp á sitthvorn arminn skælbrosandi á leiðinni út.“ Photoshoppuð á klámleikkonu Enn önnur segir frá því að hún hafi unnið á vefmiðli í kringum aldamótin. Hún lýsir stemningunni sem súrri, hraði, siðleysi og græðgi hafi verið allsráðandi. Hún segir að grafísku hönnuðurnir sem störfuðu á miðlinum hafi allir verið ungir strákar sem hafi fengið lítið aðhald og unnið mikið. „Einu sinni sem oftar heyrast mikil hlátrasköll úr horninu hjá þeim. Ég labba yfir og sé mér til skelfingar á skjánum hjá þeim mynd í photoshop þar sem búið er að skeyta andlitsmynd af mér á klámmynd af annarri konu. Ég var auðvitað ekkert eina konan sem þeir áttu svona mynd af heldur var búið að gera þetta við þær fáu konur sem unnu þarna. Þetta fannst þessum strákum og fleiri körlum á staðnum hrikalega fyndið. Þeir voru í yfirburðastöðu í hlátrasköllunum og samstöðunni. Ég var lengi að grafa þessa sögu upp því hún triggerar mig. Ég man hvað ég fann til mikils vanmáttar á þessu augnabliki – ég varð í alvöru máttlaus af ótta og vissi ekki hvernig ég gæti komist út úr þessu. Mér fannst ég beitt ofbeldi. Þeir höfðu vald til að nota mig og aðrar konur sér til niðurlægingar og skemmtunar svona án þess að þurfa nokkurn tímann að taka raunverulegum afleiðingum af því. Þeir gátu bara gert þetta. Það var svigrúm í menningunni til þess og þeir bara gerðu það þessir strákar. Og karlarnir hlógu.“ Önnur kona segir frá því að hún hafi verið búin að vinna á nýjum stað í hálft ár og gengið svo vel að teymið hennar hafi unnið verðlaun fyrir verkefni. Því hafi verið fagnað. „Þegar leið á fagnaðarkvöldið sneri samstarfmaður minn sér að sér og tjáði mér það að hann langaði svo að ríða mér. Ég reyndi að hlæja það burt - þúst, gott grín, en hann hélt áfram að segja þetta. „Mig langar til að ríða þér. Mig langar til að ríða þér.“ Ég man ekki alveg hvernig ég brást við á endanum en þetta eyðilagði mig gjörsamlega. Ég hafði hreinlega aldrei náð svona góðu vinnusambandi við manneskju áður og við gerðum flotta hluti saman, og svo fyrsta skipti sem ég fer út í einhver 3-4 ár gerist þetta. Ég fór heim í rúst. Fékk SMS frá honum næsta morgun þar sem hann baðst afsökunar - en ég sökk í þunglyndi eftir þetta. Gat aldrei unnið vel með honum aftur og svo næsta ár þegar hann danglaði í rassinn á mér í öðru staffa djammi þá kvartaði ég undan honum. Það skilaði því miður engu.“ „Þykistu vera of góð fyrir mig?“ Ein kona segir frá vinnudjammi þegar hún var frekar ung og að stíga sín fyrstu skref í tæknibransanum. Hún hafi farið á vinnuskemmtun þar sem einungis tvær konur voru og margir karlar. „Það kvöld endaði á því að nokkrir karlkyns vinnufélagar mínir þurftu að fylkja sér utan um mig til að verja mig fyrir dauðadrukknum karlkyns vinnufélaga sem stóð og öskraði á mig eftir að ég hafði afþakkað einhver tilboð frá honum: „Ríddu mér helvítis hóran þín“ og „þykistu vera of góð fyrir mig, druslan þín“ og fleira álíka huggulegt. Það þurfti að halda honum á meðan ég forðaði mér heim, algjörlega skelfingu lostin,því mér fannst eins og maðurinn væri algjörlega stjórnlaus og ég var hreinlega hrædd um að hann myndi ráðast á mig. Það var svo tekið á því þannig á vinnustaðnum að hann var látinn biðja mig afsökunar og mér sagt að ef ég sætti mig ekki við afsökunarbeiðnina eða treysti mér ekki til að taka á móti henni, þá yrði hann látinn fara. Þetta var víst ekki í fyrsta skipti sem viðkomandi áreitti konur á vinnudjammi en líklega öfgakenndasta atvikið. Mér fannst óþarfi að vera látin bera ábyrgð á því hvort,maðurinn héldi vinnunni sinni eða ekki. Til að því sé samt haldið til haga að þá stóðu hinir strákarnir á vinnustaðnum ótrúlega vel með mér og voru virkilega ósáttir við þessa framkomu og vildu að það yrði tekið almennilega á þessu.“ Enn önnur segir frá því að þegar hún hafi byrjað að skrifa í eina fagtímarit landsins um tölvumál hafi henni farið að berast skilaboð frá karlmönnum á netinu. Skilaboðin voru allt frá furðuleg og sum ógnandi. „Allt frá spurningum um kynferði mitt og meint hatur á karlmönnum yfir í það persónulegasta, nokkrum sinnum bárust mér ofbeldisfullar hard core klámmyndir þar sem var búið að klippa hausinn á mér inná myndirnar, skilaboð frá ókunnugum mönnum sem sögðust vita hvar ég ætti heima(!?!) og í eitt skiptið var mér sent barnaklám af manni sem fannst í lagi að taka þátt í misnotkun barna til að beita mig andlegu ofbeldi.“ Svekktust að hafa kóað með áreitni Ein kona segir frá vinnuferð erlendis. Eitt kvöldið hafi hún setið ásamt kollega og viðskiptavini á hótelbar að spjalla. Hún hafi sagt mönnunum tveimur frá því að hún ætti tvo drengi með sérþarfir og að hún ynni í þágu þess málefnis utan vinnu. „Viðskiptavininum þótti greinilega mikið til þessa koma og var óspar á hrósið hvað ég væri öflug og flott kona. Allt í góðu og innan eðlilegra marka. Fljótlega fór hann þó að koma með óþægilegar athugasemdir á borð við “þú ert svo kynþokkafull” og “kona eins og þú ert örugglega frábær í rúminu”. Kollega mínum blöskraði þetta og þegar ég brá mér á salernið ákvað hann að segja við manninn að þetta væri nú orðið frekar óviðeigandi. Það dugði þó ekki til og þessar athugasemdir héldu áfram að dúkka upp inn á milli annars mjög saklausrar umræðu. Að endingu spurði maðurinn - svona hálfpartinn í gríni og hálfpartinn af alvöru - hvort ég vildi ekki bara koma með honum upp á hótelherbergi. Skömmu síðar yfirgáfum við kollegi minn svæðið undir því yfirskyni að það væri langur dagur framundan. Mér var eðlilega nokkuð misboðið en brást samt við þessu öllu með því að hlægja bara og gera lítið úr þessu en hefur æ síðan þótt óþægilegt að hitta þennan mann. Ég var hvað svekktust að hafa bara kóað með þessu í stað þess að segja honum til syndanna.“ Ein kona segir frá hvernig hún hafi tekið á kynferðislegri áreitni sem yfirmaður í starfi. „Ég hef lent í því að vera stjórnandi í fyrirtæki og fengið kvörtun frá starfsmanni um kynferðislega áreitni frá öðrum starfsmanni á [starfsmanna]djammi en fengið þær leiðbeiningar úr stéttarfélagi að ef atvikið gerðist utan vinnutíma ætti vinnustaðurinn ekki að skipta sér að því. Ég brást kolrangt við og sé mjög mikið eftir því. Var sjálf skíthrædd við að tækla þetta mál. Í einu fyrirtæki sem ég vann hjá var kvartað ítrekað yfir tveimur starfsmönnum sem báðir sátu þá í framkvæmdastjórn og ekkert var að gert, þeir sátu sem fastast. Ég vona að þessi bylting gefi okkur amk það að til verði ferli fyrir svona mál í öllum fyrirtækjum sem stjórnendur geta stutt sig við. En meðvirkni er út um allt vegna þessarra mála og fólk tilbúið að setja hluti ofan í skúffu af því að þeir óþægilegir.“ „Þarft þú ekki bara að fara að fá það almennilega“ Önnur kona segir frá því að þegar hún hafi verið nýbyrjuð að vinna í tæknigeiranum var hún að koma nýjum vef í loftið og þurfti því mikið að eiga samskipti við rekstraraðila. „Það var mikil pressa á að koma vefnum í loftið og ég fer og spyr rekstrarmanninn um hvernig staðan sé á verkinu og hann svarar með einhverjum stælum. Ég endurtek spurninguna og segi að það liggi á þessu og því þurfi ég svör. Þá hallar hann sér glottandi aftur á bak í stólnum og segir hátt og snjallt - ,,er mín bara með sand í dag" Ég hafði aldrei heyrt þetta orðatiltæki og sýndi engin viðbrögð en allir strákarnir í kringum hann skellihlógu. Honum fannst ennþá fyndnara að ég skildi ekki fatta þetta, sá það greinilega á andlitinu á mér hélt svo bara áfram. ,,Þarft þú ekki bara að fara að fá það almennilega!" Mér leið eins og algjörum skít þarna á gólfinu, roðnaði og blánaði, og augun fylltust af tárum og ég flúði inn á klósett. Mér leið illa yfir þessu lengi á eftir og reyndi að ræða þetta á vinnustaðnum en þá var alltaf sama svarið; Þetta er bara hans húmor. Þú verður að geta tekið gríni ef þú ætlar að vinna í þessum bransa. Þetta var ákveðin eldskírn og þótt ég hafi heyrt ýmislegt síðan þessi orð féllu fyrir 13 árum þá eru þessi orð sem hafa sært mest og látið mig upplifa mig mest niðurlægða sem konu í þessum tæknibransa.“ Ein kona segir frá því að hún hafi verið kölluð speni, vegna þess að hún var með svo stór brjóst. Nokkrar segja þær sögu að samstarfsmenn hafi gripið í rassinn á þeim eða sagt óviðeigandi hluti við þær. Ein kona segist hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á hverjum einasta vinnustað sem hún hefur unnið á frá sextán ára aldri. „Endalausar athugasemdir um útlit mitt, óvelkomnar snertingar, óviðeigandi einkaskilaboð, sagt að brosa meira og oftar, ógeðfelld regluleg nafnlaus sms (komst síðar að þau voru frá samstarfsfélaga), kölluð öfgafeminísti þegar ég geri kröfur um sömu virðingu og framkomu og karlmenn fá, kann ekki að taka djóki, gerð krafa um að ég svari fyrir alla feminíska umræðu í fjölmiðlum, gerð að ritara á fundum, mikil umræða ef ég mæti á sléttbotna skóm, „vertu harðari“ „taktu meira pláss“, gerðu meira svona eða hinsegin (lesist: vertu meira eins og karlmaður), kynferðislegt tal í kringum mig og sérstaklega um typpi „ég er svo spenntur fyrir þessu verkefni að ég er með hann beinstífan“ osfrv.“ „Á fyrsta degi á einum vinnustað spurði yfirmaður minn samstarfsfélaga minn hvort ég væri komin í runkminnið hjá honum, sami yfirmaður bar samstarfsfélaga mína um að senda ekki innanhúsbrandara á mig því ég gæti ekki tekið þeim. Keyrði yfirmann milli fundarstaða og benti honum á að hann gæti fært bílsætið aftar (var framalega útaf barnabílstól), hann spurði hvort hann væri svona feitur, ég sagði nei og þá spurði hann hvort ég væri að meina að hann væri með svona stórt typpi? Eðlilegt?“ spyr önnur. Allar frásagnirnar má lesa hér fyrir neðan. 1. Ég sagði starfi mínu lausu hjá síðasta fyrirtæki sem ég vann hjá eftir að hafa heyrt af því að minn næsti yfirmaður á að hafa áreitt tvær konur í fyrirtækinu kynferðislega. Þær höfðu báðar kvartað undan honum en ekkert var að gert nema segja honum að hætta að drekka með starfsfólkinu. Hann sem sagt hafði í bæði skiptin verið vel í glasi þegar þetta á að hafa komið fyrir. Ég hafði ekki sjálf beinlínis lent í honum en hann horfði venjulega fyrst á brjóstin á manni og svo framan í mann og svo aftur niður á brjóstin meðan maður var að tala við hann. Hann er oft mjög grófur í máli í glasi þannig ég trúi vel að þessar samstarfskonur mínar hafi verið að segja satt en ekki skálda eitthvað út í loftið. Á seinustu árshátíð fyrirtækisins fylgdist ég með honum en hann var greinilega var um sig en var samt sem áður að drekka. Mér skilst að það hafi ekkert verið gert í því og hann drekki iðulega nú með samstarfsmönnum þegar það er gleðskapur hjá fyrirtækinu. Ég sem hafði starfað í 9 ár í fyrirtækinu og alltaf liðið þar vel var farið að líða ansi illa eftir að ég heyrði af þessu [með] áreitnina frá honum. En honum var ekki sagt upp. Hann var talinn of mikilvægur. Mikilvægari en ég og mikilvægari en þessar tvær samstarfskonur mínar. 2. Ég starfaði hjá hressu fyrirtæki og þurfti heilmikið að eiga við ákveðinn markalausan einstakling sem - þrátt fyrir að vera vænsta skinn að mörgu leiti - vissi alveg hvað hann var að gera með því að beita valdi sínu sem yfirmaður, bæði sem slíkur og líka fjárhagslega. Fjárhagslegt ofbeldi er mun algengara en marga grunar nefnilega. Og þessi maður beitti því mjög mikið. Þegar ég hafði starfað hjá fyrirtækinu í ca. 2 mánuði fann ég að ég var farin að óttast hvað hann myndi ganga langt. Það var starfsmannapartý framundan sem var haldið út á landi og þegar ég hugleiddi að hætta við að fara af ótta við hann - þá ákvað ég að tala við starfsfólk mannauðsdeildarinnar og formlega tilkynna þessa ótæku hegðun. Viðbrögðin sem ég fékk var að hann væri tiltölulega nýskilinn og ætti soldið erfitt með sig og sína drykkju þess vegna. Það væri gott ef ég gæti sýnt því skilning bara… Ég hélt nú síður! Ég pantaði fund með viðkomandi og lét þessa tvo "mannauðsstjóra" vera viðstödd þegar ég lét hann lofa því að hætta að haga sér svona. Og biðja mig afsökunar. Það dugði þó ekki til - og þurfti ég (og margar aðrar konur hjá fyrirtækinu) að eiga við hann í nokkur ár til viðbótar. Og það gekk svo sannarlega á ýmsu. Ég er með langan lista af allskyns sjúkri hegðun af hans hálfu. Þetta var að ganga fram af mér á tímabili. Þegar fyrirtækið réði svo loksins almennilegan mannauðstjóra sem var með viðbrögð og verkferli í svona aðstæðum á hreinu var hann látinn fara. Fyrst í veikindaleyfi og markvisst látinn vinna í sínum málum og taka ábyrgð á gjörðum sínum. Og svo var hann látinn fara alveg. Þetta sýnir mér og gefur mér trú á því hvað góðir ferlar og verkfæri til að díla við svona (allt of algeng) vandamál inn á vinnustöðum. Ég vona að þessi bylting eigi eftir að skila því af sér inn á vinnustaði. Ég veit að hún á eftir að gera það. Og margt margt annað. 3. Við vorum tvær samstarfskonur á Hrafnaþingi Nýherja fyrir um 8-9 àrum. Vorum í lyftunni á leið niður með háttsettum manni í fyrirtækinu. Maðurinn starir á brjóstinn á mér (í lyftunni eru einnig veitingar á hjólaborði) - og hann var byrjaður að gantast - tók svo skyndilega upp vinberjaklasa (2-3 vínber) setti þau niður á milli brjóstana á mér án þess að snerta mig. Svo gerði hann sig líklegan til að sækja þau; þá hafði ég hraðari hendur tók þau upp og setti þau á borðið. Ég man ekki hvað hann sagði eftir það. Við gengum út úr lyftunni saman; en við samstarfskonurnar stoppuðum fljótlega horfðum á hvor aðra og ræddum þetta eitthvað en ég hugsaði þetta lítið eftir það. Það var eitthvað svo langt frá okkur að gera eitthvað í þessu... ég trúi því að í dag myndi ég ekki lata þetta viðgangast! 4. Rétt fyrir aldamótin fór hresst og ofursvalt hugbúnaðarfyrirtæki á árshátíð til stórborgar og skemmti fólk sér þar konunglega við mat og drykk. Svo fóru allir saman á strippstað því það er greinilega það sem menn gera í fyrirtækjaferðum í útlöndum. Mér hefur sjaldan liðið jafn illa og þegar ég gékk inn og mætti einum stjórnendanna með vændiskonUR upp á sitthvorn arminn skælbrosandi á leiðinni út. 5. Ég var að vinna sem aðstoðarritstjóri á vefmiðli um aldamótin. Stemmningin var frekar súr á þessum tíma og var kannski undanfari menningarinnar sem síðan var stór þáttur í Hruninu; hraðinn, siðleysið og græðgin voru allsráðandi. Grafísku hönnuðurnir voru allir ungir strákar sem fengu lítið aðhald og unnu mikið. Einu sinni sem oftar heyrast mikil hlátrasköll úr horninu hjá þeim. Ég labba yfir og sé mér til skelfingar á skjánum hjá þeim mynd í photoshop þar sem búið er að skeyta andlitsmynd af mér á klámmynd af annarri konu. Ég var auðvitað ekkert eina konan sem þeir áttu svona mynd af heldur var búið að gera þetta við þær fáu konur sem unnu þarna. Þetta fannst þessum strákum og fleiri körlum á staðnum hrikalega fyndið. Þeir voru í yfirburðastöðu í hlátrasköllunum og samstöðunni. Ég var lengi að grafa þessa sögu upp því hún triggerar mig. Ég man hvað ég fann til mikils vanmáttar á þessu augnabliki – ég varð í alvöru máttlaus af ótta og vissi ekki hvernig ég gæti komist út úr þessu. Mér fannst ég beitt ofbeldi. Þeir höfðu vald til að nota mig og aðrar konur sér til niðurlægingar og skemmtunar svona án þess að þurfa nokkurn tímann að taka raunverulegum afleiðingum af því. Þeir gátu bara gert þetta. Það var svigrúm í menningunni til þess og þeir bara gerðu það þessir strákar. Og karlarnir hlógu. 6. Hjá einu fyrirtæki sem ég vann hjá snéri maður við á leið út um dyrnar og gékk á eftir mér "vildi bara tékka hver væri með þennan rass". Ég sagðist vera búin að sitja á þessu allan tímann. Hvað er annað hægt að segja? Stjórnarmaður sama fyrirtækis rakst á mig úti í smók á árshátíðinni og bað mig um eld. Innan við 2 mínútum var hann búinn að bjóða mér með upp á hótel í tveggja manna partý. Á milli rétta á árshátíðinni. Ég náði að snúa mig út úr þessu, eitthvað með að taka djobbið mitt og að búa til pening alvarlega en fokk hvað mér leið illa á leiðinni til baka. Ef hann myndi nú nafnið mitt og þetta hefði afleiðingar. 7. Fyrst þegar ég byrjaði í bransanum brynjaði ég mig, ignoraði og var oft í afneitun fyrir t.d niðurlægjandi orðum, klipi í rassinn eða að vera gripin á loft...og [fékk] óviðeigandi tilboð og óumbeðin ráð t.d af hverju og hvernig ég ætti að nýta mér kvenleika minn eða haga mér meira eins og karl til að ná meiri árangri í starfi. Ég hef verið útilokuð og lent á gler veggnum og skírskotun í kyn þegar ég hafði náð frábærum árangri í starfi, að velvild yfirmanns hefði eitthvað að gera með útlit mitt. Ég hef líka átt samtöl þar sem ég hef verið beðin einlægt fyrirgefningar á óviðeigandi hegðun. 8. Ég átti tvö börn á tveimur árum (lesist fór ekki mikið út með fólki eldra en 3 ára í dágóðan tíma) og var búin að vinna á nýjum stað í hálft ár. Gekk svona glimrandi vel að teymið mitt vann verðlaun fyrir verkefni. Þegar leið á fagnaðarkvöldið sneri samstarfmaður minn sér að sér og tjáði mér það að hann langaði svo að ríða mér. Ég reyndi að hlæja það burt - þúst, gott grín, en hann hélt áfram að segja þetta. „Mig langar til að ríða þér. Mig langar til að ríða þér.“ Ég man ekki alveg hvernig ég brást við á endanum en þetta eyðilagði mig gjörsamlega. Ég hafði hreinlega aldrei náð svona góðu vinnusambandi við manneskju áður og við gerðum flotta hluti saman, og svo fyrsta skipti sem ég fer út í einhver 3-4 ár gerist þetta. Ég fór heim í rúst. Fékk SMS frá honum næsta morgun þar sem hann baðst afsökunar - en ég sökk í þunglyndi eftir þetta. Gat aldrei unnið vel með honum aftur og svo næsta ár þegar hann danglaði í rassinn á mér í öðru staffa djammi þá kvartaði ég undan honum. Það skilaði því miður engu. 9. Ég á þó nokkuð margar sögur síðan ég hóf nám í mínum bransa. Ég vann með skólanum á vinnustað þar sem voru nær eingöngu menn. Ég var þá grænmetisæta. Ekki að það hafi verið merkilegt nema að kollegi minn fann sig knúinn til þess að segja að "allar konur sem eru straight og grænmetisætur taka sér einhverntíman kjöt til munns"....Hvernig á maður eiginlega að bregðast við svona? Í skólanum var ég í grúppu þar sem ég var eina konan. Ég var ekki bara eina konan heldur var ég líka elst og átti tvö börn. Ég var lögð í einelti af grúppunni minni. Þeir töluðu ekki við mig alla önnina og hunsuðu mig algjörlega en þeir leyfðu sér að tala um hvað allar stelpurnar í bekknum væri ljótar nema ein. Félagi þeirra kom eitt sinn inní herbergið og talaði um mig (og ekki við mig) á meðan ég var í herberginu og kallaði mig MILF....Ég tók hann síðar á eintal og gerði honum grein fyrir að þetta væri ekki í lagi og að þetta væri ekki hrós (eins og hann hélt að þetta væri). 10. Þegar ég kom út á vinnumarkaðinn í mitt fyrsta starf eftir útskrift sem tæknifræðingur var ég 29 ára. Það skiftir máli vegna sögunnar að ég er ljóshærð. Nýji kollegi minn sem var rúmum tuttugu árum eldri en ég var einstæður faðir og hafði verið það í 8 ár og ekki verið við kvenmann kenndur allan þann tíma. Hann talaði í sífellu um 29 ára ljósku með stór brjóst. Ég reyndi að taka þetta ekki til mín en gekk misvel. Hans hegðun gagnvart konum var mjög niðrandi svona almennt. Þegar við höfðum unnið saman í 2-3 ár átti ég enn eitt samtalið við hann. Samtalið snérist að faginu sem við störfum í en í einni setningu tókst honum að tala um þetta tiltekna dílemma í vinnunni og hvernig ætti að leysa það faglega en einhvernveginn tókst honum að nefna háralitinn á mér 3svar og klæðnaðinn minn líka. Þarna fékk ég alveg nóg af ruglinu í honum og klagaði hann fyrir áreiti til yfirmanns. Mér hafði áður verið vísað frá hjá yfirmanni þar sem hann sagði að hann meinti ekkert illt með þessu og að hann væri bara svona sérstakur. Í þetta sinn þýddu engar svona skýringar, ég neitaði að vinna með honum framar þar sem hann væri sífellt að tala um útlit mitt. Í stað þess að fara í hefðbundið ferli í vinnunni þá tók yfirmaður okkar okkur á sáttafund. Í dag skil ég að það er vegna þess að hann þorði ekki takast á við þetta á réttmætan hátt. 11. Eitt svæsnasta vinnudjamms-atvikið sem ég man eftir var þegar ég var frekar ung, að stíga mín fyrstu skref í tæknibransanum, fór á eftir-vinnu-djamm þar sem við vorum bara tvær konur sem mættum og svo fullt af körlum, og það kvöld endaði á því að nokkrir karlkyns vinnufélagar mínir þurftu að fylkja sér utan um mig til að verja mig fyrir dauðadrukknum karlkyns vinnufélaga sem stóð og öskraði á mig eftir að ég hafði afþakkað einhver tilboð frá honum: "Ríddu mér helvítis hóran þín" og "þykistu vera of góð fyrir mig, druslan þín" og fleira álíka huggulegt. Það þurfti að halda honum á meðan ég forðaði mér heim, algjörlega skelfingu lostin,því mér fannst eins og maðurinn væri algjörlega stjórnlaus og ég var hreinlega hrædd um að hann myndi ráðast á mig. Það var svo tekið á því þannig á vinnustaðnum að hann var látinn biðja mig afsökunar og mér sagt að ef ég sætti mig ekki við afsökunarbeiðnina eða treysti mér ekki til að taka á móti henni, þá yrði hann látinn fara. Þetta var víst ekki í fyrsta skipti sem viðkomandi áreitti konur á vinnudjammi en líklega öfgakenndasta atvikið. Mér fannst óþarfi að vera látin bera ábyrgð á því hvort,maðurinn héldi vinnunni sinni eða ekki. Til að því sé samt haldið til haga að þá stóðu hinir strákarnir á vinnustaðnum ótrúlega vel með mér og voru virkilega ósáttir við þessa framkomu og vildu að það yrði tekið almennilega á þessu. 12. Þegar ég byrjaði að skrifa í eina fagtímarit landsins um tölvumál fóru mér að berast allt frá furðulegum upp í ógnandi skilaboðum frá karlmönnum í gegnum netið. Allt frá spurningum um kynferði mitt og meint hatur á karlmönnum yfir í það persónulegasta, nokkrum sinnum bárust mér ofbeldisfullar hard core klámmyndir þar sem var búið að klippa hausinn á mér inná myndirnar, skilaboð frá ókunnugum mönnum sem sögðust vita hvar ég ætti heima(!?!) og í eitt skiptið var mér sent barnaklám af manni sem fannst í lagi að taka þátt í misnotkun barna til að beita mig andlegu ofbeldi. 13. Mitt er ekkert stórmál en á kaffistofunni þótti einum við hæfi (við vorum bara tvö, ætli hann hefði leyft sér þetta annars?) að toga í tígóið mitt, ég man ekki hvað hann sagði ég man bara að ég lýsti því yfir að þetta væri ekki í lagi og ræddi þetta við yfirmann minn (fyrir framan aðra) og hann var alveg sammála mér en einn gaur tók ekki undir og fór að tala um að ekkert megi og hvernig á eiginlega að kynnast konum?! ...Sá sami talaði um [síðar] að það væri ekki á hans ábyrgð að ganga úr skugga um að stelpan sem hann væri að sofa hjá vildi það. 14. Sælar, ég hef eins og margar lent í ýmsu misjöfnu en ætla að deila með ykkur því sem mér þótti hvað svæsnast: Ég var í vinnuferð erlendis ásamt fjölda samstarfsaðila og viðskiptavina og eitt kvöldið sátum við kollegi minn ásamt fulltrúa eins viðskiptavinarins (báðir karlmenn) á hótelbar, sötruðum drykki og spjölluðum eftir kvöldverð. Spjallið færðist út í umræðu um persónuhagi eins og gengur og ég deildi því m.a. að ég ætti tvo drengi með sérþarfir og sagði frá því starfi sem ég væri að vinna í þágu þess málefnis utan vinnu. Viðskiptavininum þótti greinilega mikið til þessa koma og var óspar á hrósið hvað ég væri öflug og flott kona. Allt í góðu og innan eðlilegra marka. Fljótlega fór hann þó að koma með óþægilegar athugasemdir á borð við “þú ert svo kynþokkafull” og “kona eins og þú ert örugglega frábær í rúminu”. Kollega mínum blöskraði þetta og þegar ég brá mér á salernið ákvað hann að segja við manninn að þetta væri nú orðið frekar óviðeigandi. Það dugði þó ekki til og þessar athugasemdir héldu áfram að dúkka upp inn á milli annars mjög saklausrar umræðu. Að endingu spurði maðurinn - svona hálfpartinn í gríni og hálfpartinn af alvöru - hvort ég vildi ekki bara koma með honum upp á hótelherbergi. Skömmu síðar yfirgáfum við kollegi minn svæðið undir því yfirskyni að það væri langur dagur framundan. Mér var eðlilega nokkuð misboðið en brást samt við þessu öllu með því að hlægja bara og gera lítið úr þessu en hefur æ síðan þótt óþægilegt að hitta þennan mann. Ég var hvað svekktust að hafa bara kóað með þessu í stað þess að segja honum til syndanna. 15. Ég hélt einu sinni að ég hefði ekki lent í neinni kynbundinni mismunun, né áreiti, en kemur í ljós þegar ég fer að skoða þetta að þetta er útum allt og ég var bara mjög dugleg í að bægja hugsuninni frá. Þegar ég var yngri og var með einhverjar skoðanir: "hvað er stelpan að rífa sig?" Svo breyttist þetta í "hvað er kerlingin að rífa sig?". Svo gleymist fáránlega oft að tæknihópar séu af báðum kynjum og talað á fundum og póstum í karlkyni, veit að í mörgum tilvikum er það algjörlega óvart, en í sumum tilvikum er það bara alls ekki óvart. Hef líka lent í kynferðislegri áreitni og brást mjög illa við því og sagði manninum til syndanna en dreif mig svo bara heim af því að mér fannst þetta svo ömurlegt og hef farið í gegnum þetta atvik margsinnis í huganum. Ég hef eiginlega alla tíð verið vör um mig og gert í því að tala um manninn minn í svona social samhengi sem einhvers konar varnarviðbrögð. Við konur erum duglegar í því að vara hvor aðra við "dónakarlinum" í fyrirtækinu og það er því miður yfirleitt einn eða tveir í flestum fyrirtækjum sem ég hef kynnst. 16. Ég hef lent í því að vera stjórnandi í fyrirtæki og fengið kvörtun frá starfsmanni um kynferðislega áreitni frá öðrum starfsmanni á [starfsmanna]djammi en fengið þær leiðbeiningar úr stéttarfélagi að ef atvikið gerðist utan vinnutíma ætti vinnustaðurinn ekki að skipta sér að því. Ég brást kolrangt við og sé mjög mikið eftir því. Var sjálf skíthrædd við að tækla þetta mál. Í einu fyrirtæki sem ég vann hjá var kvartað ítrekað yfir tveimur starfsmönnum sem báðir sátu þá í framkvæmdastjórn og ekkert var að gert, þeir sátu sem fastast. Ég vona að þessi bylting gefi okkur amk það að til verði ferli fyrir svona mál í öllum fyrirtækjum sem stjórnendur geta stutt sig við. En meðvirkni er út um allt vegna þessarra mála og fólk tilbúið að setja hluti ofan í skúffu af því að þeir óþægilegir. 17. Ætla nú að byrja á að lýsa yfir ánægju minni með þennan hóp því ég hef hugsað mikið um stöðuna á þessum málum í okkar bransa sl. vikur. Held að það séu svo ótal mörg dæmi sem við erum að burðast með hver í sínu horni. Lang flestir forritarar og karlmenn sem ég hef unnið mig sl. 13 ára hafa verið frábærir en því miður eru nokkur skemmd epli þarna inn á milli sem hafa gert suma daga erfiðari. Þegar ég var nýbyrjuð að vinna í þessum tæknigeira og var að koma nýjum vef í loftið og þurfti því mikið að leita til rekstrarmanna. Það var mikil pressa á að koma vefnum í loftið og ég fer og spyr rekstrarmanninn um hvernig staðan sé á verkinu og hann svarar með einhverjum stælum. Ég endurtek spurninguna og segi að það liggi á þessu og því þurfi ég svör. Þá hallar hann sér glottandi aftur á bak í stólnum og segir hátt og snjallt - ,,er mín bara með sand í dag" Ég hafði aldrei heyrt þetta orðatiltæki og sýndi engin viðbrögð en allir strákarnir í kringum hann skellihlógu. Honum fannst ennþá fyndnara að ég skildi ekki fatta þetta, sá það greinilega á andlitinu á mér hélt svo bara áfram. ,,Þarft þú ekki bara að fara að fá það almennilega!" Mér leið eins og algjörum skít þarna á gólfinu, roðnaði og blánaði, og augun fylltust af tárum og ég flúði inn á klósett. Mér leið illa yfir þessu lengi á eftir og reyndi að ræða þetta á vinnustaðnum en þá var alltaf sama svarið; Þetta er bara hans húmor. Þú verður að geta tekið gríni ef þú ætlar að vinna í þessum bransa. Þetta var ákveðin eldskírn og þótt ég hafi heyrt ýmislegt síðan þessi orð féllu fyrir 13 árum þá eru þessi orð sem hafa sært mest og látið mig upplifa mig mest niðurlægða sem konu í þessum tæknibransa. 18. Ég starfaði í hressu og skemmtilegu tæknifyrirtæki þar sem starfsmenn brugðu sér gjarnan saman á barinn. Yfirmaður minn var gjarnan með og fór fljótlega að sýna mér óeðlilega athygli, hringja í mig seint að kvöldi og senda mér skilaboð. Þessa hegðun sýndi hann mér og mörgum öðrum konum sem þarna unnu. Þetta var alkunna án þess að stjórnendum þætti tilefni til að grípa inn í. Sjálfri datt mér ekki í hug að gera athugasemdir enda var svo “frábær mórall” þarna. Þetta rifjast upp fyrir mér núna í #metoo bylgjunni og ég fatta hvað þessi menning er óeðlileg. 19. Einn undirmanna minna kallaði mig Spena...því ég er víst með svo stór brjóst. Ég hló bara af því svona til að vera ekki með vesen… Svo áttu margir menn í erfiðleikum með að tala við kvenmann um svona tæknimál, hvað þá að ég væri yfirmaðurinn. Vann sem hópstjóri hjá netþjónustufyrirtæki í kring um árið 2000. 20. Ég var að vona að þessi geiri væri skárri en þeir sem hefur verið fjallað um. Ég hef nefnilega alveg sloppið við áreiti, mismunun og niðurlægingu í öllum þeim fyrirtækjum sem ég hef starfað hjá sem forritari með námi eða sem verkfræðingur og þótt ég metin að verðleikum. Þetta eru 13 ár á Íslandi og í Danmörku, 4-5 fyrirtæki. Svo hef ég verið minn eigin herra í 7 ár. Og nú er ég að sjálfsögðu bara að tala um mjög þrönga skilgreiningu ,,í tæknistarfi" en hef lent í áreiti annarsstaðar. 21. Ég hef lent í kynferðislegri áreitni á hverjum einasta vinnustað sem ég hef unnið á. Frá því ég var 16 ára. Endalausar athugasemdir um útlit mitt, óvelkomnar snertingar, óviðeigandi einkaskilaboð, sagt að brosa meira og oftar, ógeðfelld regluleg nafnlaus sms (komst síðar að þau voru frá samstarfsfélaga), kölluð öfgafeminísti þegar ég geri kröfur um sömu virðingu og framkomu og karlmenn fá, kann ekki að taka djóki, gerð krafa um að ég svari fyrir alla feminíska umræðu í fjölmiðlum, gerð að ritara á fundum, mikil umræða ef ég mæti á sléttbotna skóm, "vertu harðari", "taktu meira pláss", gerðu meira svona eða hinsegin (lesist: vertu meira eins og karlmaður), kynferðislegt tal í kringum mig og sérstaklega um typpi "ég er svo spenntur fyrir þessu verkefni að ég er með hann beinstífan" osfrv. 22. Á fyrsta degi á einum vinnustað spurði yfirmaður minn samstarfsfélaga minn hvort ég væri komin í runkminnið hjá honum, sami yfirmaður bar samstarfsfélaga mína um að senda ekki innanhúsbrandara á mig því ég gæti ekki tekið þeim. Keyrði yfirmann milli fundarstaða og benti honum á að hann gæti fært bílsætið aftar (var framalega útaf barnabílstól), hann spurði hvort hann væri svona feitur, ég sagði nei og þá spurði hann hvort ég væri að meina að hann væri með svona stórt typpi? Eðlilegt? 23. Eftir viku í starfi fór ég að fá skilaboð frá samstarfsfélaga á FB sem dönsuðu öll á línunni en voru klárt áreiti og létu mér líða illa og hræðast að vinna með honum. Komst svo að því síðar þegar ég opnaði mig með þetta að hann hafði gert þetta taktkískt við mjög margar konur innan fyrirtækisins (ef ekki allar) og allar héldum við að við værum sú eina og hefðum einhvern veginn boðið upp á þetta. Margar höfðu íhugað að hætta, hveru margar ætli hafi hætt útaf honum? 24. Samstarfsmaður segir við mig á árshátíð að ef ég væri ekki með manninum mínum þá myndi hann ríða mér. 22 ára á vinnudjammi og mér mun eldri samstarfsmaður sem ég leit upp til og þurfti að leita mikið til, setti aðra höndina inn á brjóstin á mér og hina undir buxurnar að aftan, ég fraus. Öll skiptin sem hefur verið gripið fram í fyrir mér, ekki hlustað á hugmyndir sem ég kem með fyrr en karlmaður segir þær, og í nær hvert einasta skipti hef ég ekki sagt orð því ég vil ekki vera óþægileg eða loka á starfsframa möguleika. Ég fagna þessari byltingu og finn að með hverri sögu fæ ég aukinn kraft til að standa með sjálfri mér! 25. Sælar og takk fyrir þetta framtak. Ég hef lent í því margoft í því að vera kölluð stelpan og talað við mig eins og ég sé smákrakki á fundum þar sem ég er eina konan, stundum er þetta gert óviljandi og stundum hefur þetta verið gert viljandi en samt sem áður mjög þreytandi. Hvað þarf maður að vera orðin gömul til að vera ekki kölluð stelpa? Ég man svo vel eftir einu atviki þar sem ég var að segja undirmanni mínum til sem var mun eldri en ég og hann sagði við mig á mjög illkvittnislegan hátt ,,það er nú aldeilis uppi á þér typpið núna!,, Eins og ég þyrfti að vera með typpi til að segja honum til. Svo hef ég margoft lent í því að komið sé fram við mig eins og andarmömmuna þar sem ég var eini kvenmaðurinn á svæðinu og þar af leiðandi voru störf mín ekki tekin jafn alvarlega heldur átti ég bara að hugsa um ungana mína s.s. karlana á vinnustaðnum. Finnst flott að við séum að deila reynslusögum og þessi vitundarvakning er svo þörf og nauðsynleg! Áfram við 26. “Smotteríið” sem ég hef lent í á mínum stutta ferli: -Það er gott að hafa þig á skrifstofunni þegar við erum að taka viðtöl við nýja unga forritara, lokkar þá til að vilja vinna hérna Yfirmaður minn þegar ég kom inn í fundar herbergi þar sem verið var að taka viðtal við strák, sem ég átti að taka þátt í: “ X minnir mig alltaf á Míu í múmínálfunum....” ákveðin ung kona = teiknimynda karakter 25 árum eldri samstarfsmaður sem ég fékk far með frá lestarstöðinni til eins kúnna til að fara á fund, þegar ég opna bílhurðina segir hann “ það er nú ekki dónalegt að fá að pikka upp svona sætar stelpur úr lestinni”. Maður sem mér var oft búið að finnast mjög óþægilegur, kommentaði gjarnan á útlit mitt og klæðnað og segir óviðeigandi “brandara”. Að það sé ekki talað til mín á fundum, fyrr en eftir “aha mómentið” þegar þeir (yfirleitt bara karlar á þessum fundum) fatta að ég veit hvað ég er að tala um. Stjórnar meðlimur í fyrirtækinu sem ég vinn hjá hrútskýrir fyrir mér gagnagrunns uppsetninguna hjá okkur, eitthvað sem hann hefur ekki einu sinni skoðað en ég vinn með á hverjum degi. Ég endurtek mig nokkru sinnum þangað til annar samstarfsmaður (KK) endurtekur það einu sinni, þá gat hann loksins skilið það. Einn af stofnendum fyrirtækisins hrósar sjálfum sér fyrir hvað þeir hafa ráðið margar konur og hvað kynjahlutfallið sé jafnt, þó að þetta sé tæknifyrirtæki. Samt situr bara ein kona í stjórn og engin yfirmaður er kona. Honum fannst síðan óþarf af mér að benda á það. Æjj þó að ekkert af þessu sé kannski alvarlegt þá er þetta svo ÞREYTANDI! Að þurfa velja á milli að gera mál úr hlutunum og stressið sem fylgir því eða hunsa það og láta svona viðmót viðgangast 27. Ég hef nær allan minn starfsferil unnið í umhverfi þar sem meirihlutinn er karlmenn og verið svo heppin að vinna með fullt af frábærum körlum og enn frábærari konum. Ég man ekki eftir neinu kynferðislegu sem ég hef lent í í vinnuaðstæðum á vinnustað, en auðvitað allskonar á vinnutengdu djammi. Það hefur aldrei verið yfirmaður eða einhver í valdastöðu yfir mér, en allskonar samstarfsfólk, með tilboð, þreifingar eða viðreynslur sem ég hef bara afþakkað, og ekki beint eitthvað sem ég hef tekið nærri mér. Veit ekki hvort það sé vitnisburður um lítinn alvarleika atvikanna eða bara hvað maður er samdauna og meðvirkur. Af kynbundinni framkomu á vinnustaðnum sjálfum þá sat ég einu sinni eina konan á fundi með nokkrum körlum, þar sem einn karlinn skildi ekki ákveðið atriði sem ég gat útskýrt en hann vildi ekki hlusta á mig, og hélt áfram að blaðra og tala yfir mig, og hækkaði bara röddina þegar ég reyndi að útskýra fyrir honum.Það gekk svo langt að ég spurði hann hreint út, fyrir framan alla, hvort hann vildi frekar halda áfram að heyra í sér segja með karlaröddinni sinni að hann skildi þetta ekki frekar en mér útskýra það með konuröddinni minni! Hann hélt samt áfram þangað til ég snéri mér að yfirmanni okkar og spurði hvort það gæti hreinlega verið að manninum væri alvara og hvort öllum fyndist þetta í lagi. Yfirmaðurinn brást við með því að segja ekkert og setja hendur upp í loft eins og hann hefði ekkert um þetta að segja. Eftir fundinn elti vinnufélaginn mig og þrætti fyrst fyrir að hafa verið dónalegur en baðst svo afsökunar. 28. Þegar ég las fyrstu póstana frá ykkur hugsaði ég með mér hve heppin ég er að hafa ekki lent í neinu kynbundnu ofbeldi á vinnustað! En því fleiri pósta sem ég les því fleiri sögur get ég tengt við. Og átta mig á því að ekki nóg með að ég hafi oft lent í einhverju, heldur er ég orðin svo samdauna þessari hegðun að ég er löngu hætt að taka eftir henni. Ég var s.s. búin að gera þessa hegðun socially acceptable í eigin huga! Sem forritari hef ég oftast verið eina stelpan í strákahópum. Þegar ég les reynslusögur ykkar verð ég reið fyrir ykkar hönd en af einhverjum ástæðum hef ég aldrei beint orðið reið fyrir mína eigin hönd þegar við hefur átt. Mín lausn hefur alltaf verið að reyna að vera bara meiri strákur, ekki mála mig eða hafa mig til fyrir vinnuna, aldrei vera í einhverju of þröngu eða of flegnu eða of….. Þetta er frábært framtak og skiptir máli. Við eigum ekki að leyfa þessu að viðgangast. Við eigum ekki að afsaka þá sem koma svona fram. Og við eigum ekki að leyfa þessu að verða socially acceptable! 29. þegar ég var að kenna námskeið í forritun þá hikuðu sumir nemendur (sem voru 90% karlkyns) ekki við að tala upphátt yfir alla stofuna um rassinn á mér á meðan ég snéri baki í þá til að taka dæmi uppá töflu. Mín lausn var að vera alltaf í einhverju síðu sem næði örugglega yfir rassinn. Þeir gátu hinsvegar haldið áfram að vera í gallabuxum og bol! á álíka námskeiði var einn eldri maður alltaf að rétta upp hönd til að fá hjálp en þegar ég kom til að hjálpa þá glotti hann bara og horfði á rass og brjóst til skiptis og sleikti útum áður en hann gat komið spurningunni útúr sér. 30. Ég sem yfirmaður þarf að útskýra eitthvað sem þurfti að gera fyrir forritara, klára yfirferðina, geng tvö skref í burtu, man eftir einhverju, sný mér við til að segja það og sé að hann er hangandi háfur út úr stólnum að glápa á rassinn á mér. Ég var svo hissa ég fattaði ekki að hafa orð á þessu. En gerði eins og þú einmitt, fór í staðinn að passa í hverju ég var yfir gallabuxunum. 31. Þegar ég var að vinna í banka hitti ég faðir kunningjakonu minnar á vinnudjammi en hann var þá háttsettur innan bankans. Hann settist hjá mér og var mjög vinalegur en smám saman fór hann að verða aðeins of vinalegur, talandi um útlit mitt og fleira í þeim dúr. Ég minnti hann á það hvernig við þekktumst (þ.e. í gegnum dóttur hans) og að ég væri nýbúin að gifta mig fyrr um sumarið. Hans viðbrögð við því voru að byrja að káfa á lærunum á mér og segja mér hvað hann myndi vilja gera við mig í rúminu! 32. í öðru fyrirtæki lenti ég í því á vinnudjammi að samstarfsmaður króaði mig af og reyndi forcefully að fara í sleik og eitthvað káf áður en ég ýtti honum af mér og kom mér í burtu. Ég afsakaði hegðun hans í huganum með því að hann hefði bara verið drukkinn. Komst að því nokkrum vikum seinna í samræðum við annan samstarfsmann að viðkomandi hafði aldrei prófað áfengi og var ekki að drekka umrætt kvöld! 33. Ég hef á staffadjammi upplifað óumbeðið þukl og káf þannig að ég hef þurft að berja einstaklinginn frá mér í vitna viðurvist. Það byrjaði ekki það gróft en svona vatt upp á sig á nokkrum djömmum. Mörk sem ég setti voru ítrekað brotin. Þegar hann hélt svo áfram á næsta djammi eftir þetta, fékk ég endanlega nóg og talaði við hann þegar hann var edrú. Það var ekkert mikið en kom rólega fram að ég kærði mig ekki um þetta á djamminu. Það hafði áhrif og hann lætur mig vera, forðast mig jafnvel. Ég gerði ekkert meira í þessu og er pínu hugsi í dag eftir að lesa sögurnar hér hvort ég hefði átt að reyna annað ferli. Veit samt satt að segja ekki hvort það hefði haft eitthvað að segja. Mér fannst líka einfaldara að tækla þetta svona sjálf. Kannski þar sem að í öðrum svona tilvikum fyrr á ferlinum leið mér eins og ábyrgðinni væri varpað á mig og því auðveldara að díla við þetta bara sjálf strax. Ég hef einfaldlega ekki áhuga á að vera "manneskjan sem lét reka XX"... Það sem er aðallega metoo:ið í þessu í mínum huga er að mest allt fyrirtækið veit um hvern ræðir en öll þessi ár hefur ekkert verið gert í því. Hann er svona með víni. Berðu hann bara af þér. Nýjar stelpur verða svo líka að læra það, eða eru varaðar við ef þær eru heppnar. Ég opnaði á umræðu um þetta í hádeginu núna nýlega. Strákarnir við borðið voru að ræða metoo almennt og voru í hálfgerðu losti yfir hversu illa væri haldið á málum í stjórnmálum og sviðslistum á Íslandi. Þeir vissu svo alveg af þessum ákveðna einstakling i fyrirtækinu. Enda engin leið að mæta á staffadjamm án þess. Þegar dæmið var orðið nær þeim þá voru þeir eiginlega mest hissa á að þetta væri eitthvað sem stelpur tækju nærri sér. Það sést nefnilega ekki á okkur sjáiði til. Við hristum þetta nefnilega af okkur svo fljótt. Við viljum kanski fæstar okkar vera með eitthvað vesen. Einn var reyndar greinilega meðvitaður um það. Semsagt að þetta teldist sem áreiti eða kynbundið ofbeldi. Einn hélt í einlægni að það að vera drukkinn væri afsökun. En tók samt rökum um að það gæti varla verið, þar sem að langflestir virða mörk þó þeir séu drukknir og glæpir svo sem stuldur og líkamsárás fyrnast ekki bara þó gerandi sé undir áhrifum einhverra vímuefna. Öllum kom á óvart að þetta væri algengt, enginn þeirra átti von á að ég hefði þessa reynslu eða að þetta væri í kringum þá. Þetta greinilega sést ekki. Eða skilst ekki. Sama hvað okkur finnst þetta hljóta að vera augljóst. Þetta átak er svo þarft. Höfum hátt! 34. Einu sinni þegar ég var kasólétt og sat á kaffistofunni ásamt nokkrum vinnufélögum á þáverandi vinnustað þar á meðal yfirmanninum. Hann fer allt í einu að segja að helsti gallinn við að konur verði óléttar sé sá að eftir að þær fæði þá sé ekki jafn gott að sofa hjá þeim því þær verði svo víðar í klofinu. Ég missti gjörsamlega andlitið og náði engan vegin styrk til að segja neitt við manninn. Hinir sem heyrðu þetta sögðu heldur ekki neitt. Mig langar að trúa að í dag myndu vonandi margir láta manninn heyra það! Mér líður enn illa þegar ég sé þennan mann. 35. Þegar ég var tiltölulega nýbyrjuð á vinnustað þar sem karlar voru í miklum meirihluta kláraðist eitt sinn mjólkin í kaffitíma. Mig minnir að þetta hafi verið á rauðum degi því ekki var hægt að skreppa út til að kaupa meiri mjólk. Einn karlanna kallaði þá hátt og snjallt yfir hópinn: "nú þetta er allt í lagi, við mjólkum bara Gunnu!" - við mikinn fögnuð og hlátur viðstaddra. Ég var þá svo ung og ný í starfi að ég þorði ekkert að segja en fölnaði innra með mér. Þetta er því miður bara eitt dæmi af mörgum. 36. Ég get bara sagt #meetoo. Draumurinn minn er að verða besti framenda vefari á Íslandi með hönnun sem styrkleika. Núna er ég ekki einu sinni í þessum heimi lengur. Fór tilbaka í auðvelda heiminn. Sakna nördismans. Langar mest að leysa vandamál og gera notendur hamingjusama. 37. Ég hef einungis lent í sexisma. Nýr gaur beint úr skóla: "Af hverju ætti ég að hlusta á þig" þegar ég er doing the brief. Kastað css for dummies á borðið mitt: "Ef þú vilt að þetta verði gert geturðu bara lært það sjálf" þegar ég starfaði við samræmingu kerfa á og viðmóts á nýjum vef. Kvart frá yfirmanni um að ég fari alltaf svo snemma að sækja þessi helvítis börn (eftir 8 tíma vinnudag). Allskonar svona sjitt en ekkert káf eða neitt svoleiðis. 38. Var ég búin að segja í ykkur frá klámpóstlistanum sem var rekinn í fyrirtækinu þar sem ég starfaði fyrst sem verkefnastjóri? Allt fyrsta árið hjá fyrirtækinu var þetta í gangi, fyrst í laumi en svo sífellt augljósara þar til það þótti bara í lagi að draga upp og ræða sendingarnar fyrir framan mig og menn að reyna að toppa hvern annan í smekklegheitum. Ég heimtaði að fara á listann í nafni jafnréttisins og spammaði hann svo með ellismellahommaleðurklámi þar til mér var fleygt af honum fyrir substandard klámsendingar. Ég gerði ítrekaðar athugasemdir við þessa framkomu og tilvist listans en ekki fór hann. Það var ekki fyrr en ég skrifaði langt bréf til framkvæmdastjórans og var við það að hætta að listinn var fjarlægður. Þá stóð reyndar til að ráða fleiri konur og ég benti á að það væri ekki hægt að bjóða þeim upp á þetta en auðvitað var ég máluð upp sem húmorslausa pían sem eyðilagði þessa fínu rúnk stemmingu í fyrirtækinu. 39. Framsækið vefportal gerði samning við einhvern strípistað um beina útsendingu á strippi á vefnum - alveg í fyrsta sinn á Íslandi... opið stripp fyrir almenning... engin leið til að kanna hver var að horfa auðvitað, börn eða fullorðnir. Það var sett upp stúdíó niðri á Laugavegi á skrifstofu fjármálastjórans ef ég var rétt. Og af einhverri ástæðu þurftu 3 samstarfsmenn mínir að vera inni í herberginu með dömunum til að tryggja að útsendingin af strippinu gengi nú að óskum. Ef ég man rétt gerðist þetta í einhver 3 skipti við hávær mótmæli kvennanna á staðnum, bæði yfir framkomu samstarfsmannanna og því að bjóða yfir höfuð upp á fyrirbærið. Ég man samt ekki afhverju díllinn var ekki endurnýjaður, líklegar af því að þetta náði ekki að trekkja inn á staðinn heldur en að það væri tekið mark á okkur. 40. Einn þeirra manna sem talar nú um að umræðan sé komin of langt lagði á mig endalausar prófraunir sem verkefnastjóra til að kanna hvort ég væri starfinu örugglega vaxin, þegar hann vann sem aðkeyptur ráðgjafi hjá viðskiptavini, sem hafði valið að kaupa hugbúnaðarlausn frá mínu fyrirtæki en ekki hans. Samkeppnin og rígurinn milli fyrirtækjanna okkar birtist með ýmsum hætti m.a. rasisma gagnvart erlendum starfsmanni en birtist í sexisma þegar kom að mér. Síðar átti ég eftir að vinna “með” öðrum starfmanni þessa sama ráðgjafafyrirtækis og var þá kominn annar úr sama frat-partýi. Neitaði að senda gögn, hrútskýrði framyfir mjaltir, kommentaði "jájá,[skítaglott] ert þú að fara heim með þessum lúða?" þegar hann rakst á mig á djamminu með manninum mínum til 10 ára (þegiðu gaur, none of your business). Prófraunirnar voru endalausar því í hvert sinn sem einn sjálfskipaður gæðastjórinn/remban sannfærðist var næsti mættur til að kanna mörkin. Þar til þeir vildu svo fá mig í verkefnin sín, en hver nennir að vinna með þessu? Ég sagði pent nei. 41. Ég var forstjóri eins af stærstu íslensku tæknifyrirtækjunum og ein af fjórum konum sem stýrðu 100 stærstu fyrirtækjunum á Íslandi. Ég þurfti að ferðast nokkuð vegna samskipta við birgja og gisti þá oft á sama hóteli og aðrir Íslendingar. Ég var oft eina konan í hópi íslenskra karlmanna á hótelbarnum. Mér leið vel á meðan við töluðum um viðskipti eða þar til ég fór að fá óumbeðin og óeðlileg tilboð. Ég var ítrekað spurð í hvaða herbergi ég væri eins og það væri bara alveg sjálfsagt að ég myndi bara sofa hjá þeim sem spurði. Ég neitaði að gefa upp herbergisnúmerið mitt og spurði í framhaldinu hvað eiginkona þeirra myndi segja um þetta tilboð. Ég fékk aldrei svar við þeirri spurningu. Allt í einu var ég ekki lengur forstjóri eins stærsta tölvufyrirtækis á Íslandi á meðal jafninga erlendis, heldur var ég bara kynlífstækifæri fjarri eiginkonum og börnum. Það er ljóst að jafnrétti verður aldrei náð á meðan karlmenn hugsa svona. 42. Nú er ég búin að vera í nýju starfi í tæpt ár. Í september klagaði ég kollega minn til yfirmanns fyrir áreiti (hann sló mig í rassinn). Yfirmaðurinn minn sagði fyrst að hann myndi taka á þessu með það sama. Mánuði síðar hafði ég ekkert heyrt. Ég ítreka við yfirmanninn og þá vill hann ekkert gera. Ég læt óánægju mína í ljós og þá spyr hann mig "hvað viltu að ég geri"....Hver er yfirmaðurinn?....Lokst felst hann á við að ræða við viðkomandi. Þegar við hittumst aftur ætlaðist ég til að hann myndi segja mér hver staðan á málinu væri. Það hafði yfirmaðurinn minn ekki hugsað sér að gera. Nú voru liðnir 2 mánuðir og 1 vika frá því að ég kvartaði fyrst. Að lokum fór ég með málið á næsta stig til yfirmanns yfirmanns míns og þá var það sett í hefðbundið ferli sem endaði með blett á starfsmannaskrá viðkomandi. Ég og maðurinn sem áreitti mig er 25 árum eldri en ég, er giftur og á uppkomin börn. Við sitjum á sömu skrifstofu, ca. 6 metra frá hvort öðru. Þetta var bara brot. 43. Fyrir tæpum áratug hóf ég störf hjá stóru hátæknifyrirtæki þar sem 90% starfsmanna á þeim tíma voru karlmenn. Á fyrsta staffadjamminu greip samstarfsmaður um mig á dansgólfinu, þuklaði mig upp og niður (þar með á brjóstunum) og sagðist ætla með mig heim. Ég náði að komast burt frá honum en á mánudeginum ræddi ég þetta við samstarfskonu. Hún sagði að hann léti svona á öllum djömmum og ég þyrfti bara að passa mig á honum. Ég og maðurinn vorum með sama yfirmann (konu) sem ég ræddi við um það sem gerðist. Hún hneykslaðist á frásögn minni og sagðist ekki trúa sliku upp á hann. Ekki svo löngu seinna lét ég færa mig innan fyrirtækisins og hætti svo einhverjum árum síðar. Sameiginlegi yfirmaður okkar var rekin (vegna annarra mála) eftir að ég hætti en eftir því sem ég veit best er maðurinn þar enn. 44. Ég hef (sem betur fer) lent í fáum svona tilfellum en gæti bunað hingað inn endalausri runu af niðurlægjandi kommentum og atvikum sem eru ekki af kynferðislegum máta. Til dæmis vann ég eitt sinn fyrir veiruvarnarfyrirtæki og eitt sumar vorum við að drukkna í vinnu. Ég og önnur kona vorum búnar að vinna sleitulaust og vorum kófsveittar við að hreinsa tölvur af sérlega slæmum vírus þegar fréttakona frá Morgunblaðinu kom og var að fjalla um málið. Þegar kom að því að taka mynd fyrir fréttina þá var okkur tveimur ýtt út úr tölvuhrúgunni og strákur sem vann það sumar í afgreiðslunni látinn sitja fyrir. Við vorum greinilega ekki nógu "nördalegar" konurnar. 45. Besta atriðið sem ég lenti í var miðaldra karl sem hringdi vegna tölvuvandræða. Þegar ég svaraði hikaði hann en sagðist svo hafa beðið um samband við tækniMANN. Ég sagðist vera einn slíkur og þá hóstaði hann loks upp vandamálinu. Það keyrði þó um þverbak þegar manngarmurinn þurfti svo að koma með tölvuna til mín. Ég varð að segja honum að hann hefði komið með skjáinn en ekki tölvuna og þá rauk hann út í fússi og ég heyrði ekki meir í honum. Hefur sennilega náð sambandi við tækniMANN annars staðar 46. Ég er ótrúlega ánægð með þessa umræðu, ég hef oftar en einu sinni og oftar en tvisvar orðið fyrir mismunandi kynbundinni mismunun og áreitni og ætla að deila með ykkur einni sögu. Fyrir 2 árum síðan var maður að vinna með mér. Honum fannst í óspurðum fréttum viðeigandi að segja mér frá því að hann væri frábær í því að sleikja kynfæri kvenna, ég myndi hreinlega öskra af ánægju ef ég yrði svo heppin að kynnast því, ég þáði ekki boðið.... Á þessum tíma komu upp fleiri atvik bæði gagnvart mér og eins veit ég af öðrum stelpum sem lentu í honum á þessum tíma. Engin kvartaði undan honum þá, en ég vona innilega að þessi umræða muni gefa stelpum styrk til að segja frá þegar þær lenda í svona hlutum, svo hægt sé að bregðast við. 47. Muniði eftir strandablakvellinum á Agora sýningunni haustið 2000? Hvað mig langaði að sökkva niður úr jörðinni að vera stjórnandi fyrirtækis að selja hugbúnaðarlausnir á sama stað. Og fá svo yfir sig athugasemdirnar: “ættir þú ekki að vera þarna?” eða “kva, bara allar fullklæddar í þessum bás?” Verst fannst mér þó hvað mörgum fannst eðlilegt að nota berar konur til að selja hugbúnað. 48. Í faghóp um forritun á Facebook koma reglulega upp umræður sem tengjast stöðu kvenna í faginu. Nýjasta dæmið eru nokkuð ofsafengnar umræður um hvort það sé eðlilegt að ávarpa hópinn í karlkyni og hvort það sé viðkvæmni eða jafnvel yfirgangur að fara fram á að nota kynlaus ávörp, eins og “sæl” eða “hæ” þegar hópurinn er ávarpaður. Einungis eru nokkrir mánuðir síðan síðasta upphlaup var í sama hópi yfir sk. Google Manifesto. Þær konur sem þar tóku til máls voru sussaðar niður og bent á að téðu manifestoi væri réttilega bent á líkamlegar ástæður þess að þær væru síður til þess fallnar til að starfa á þessu sviði og kúltúr í greininni hefði ekkert með það að gera. Þegar sett var spurningarmerki við að menn tjáðu sig um greinina án þess að hafa lesið hana áttu eftirfarandi skoðanaskipti sér stað: Það er rétt að það komi fram að langflestir kollega okkar ofbauð þetta orðalag og fordæmdu það. 49. „Viltu ekki bara vera sæt og spyrja strákana fyrir mig“ „Vonbrigði að karlarnir láti stelpuna bara tala við mig. Eins og ég sé ekki mikilvægur“ „Er þetta svona þar sem strákarnir gera vinnuna og sjá um tæknistuffið meðan flotta konan er send fram að útskýra og brosa fallega“ „Ég skal borga fyrir vírushreinsun ef þú kemur með mér á deit“ „Raftæki fóru niður í gæðum þegar menn voru neyddir að láta konur vera með“ „Get ég fengið að tala við einhvern annan“ (alltaf beðið um karlmann)“ „Kannski þú sækir strákana til að skoða símann minn, þú getur aðstoðað mig ef ég lendi i vandræðum með stillingarnar á þvottavélinni“ „Viltu ekki sækja einhvern annan áður en ég byrja að útskýra svo ég þurfi ekki að útskýra allt aftur“ „Væri ekki sniðugt að spyrja strákana áður en þú ruglar eitthvað í tölvunni minni“ „Má ég tala frekar við strákinn sem ég ræddi við áðan?“ (Bað um yfirmann og ég kom en vildi aftur undirmanninn afþvi ég var ekki með útlitið sem honum hentaði) „Þú værir sætari ef þú brostir meira“ (eftir að rífast í mér að ég skilji ekki hvernig hugbunaðarvillur virki afþvi ég er of heimsk til þess.. hans orð) „Svona sæt stelpa a ekki að vera svona alvarleg“ (Var einnig búin að útskýra að ég væri heimsk stelpa) Aðeins smá hlutfall af athugasemdum sem ég er orðin allt of vön í vinnunni. Ekki mikið kynferðislegt. Þó að komment a útlit mitt og líkama sé algengt. Þá er það alltaf kynjatengt og niðrandi. 50. Þetta er mín saga núna síðast liðið rúma ár, 1 staður, í 1 deild, þar sem draumur breyttist í martröð Loksins var ég komin í draumastarfið mitt, yess! Vel gert ég ég flutti í nýja deild í vinnunni fyrir rúmu ári síðan, spennandi tímar voru framundan……en það fjaraði út fljótt. Athugasemdir á vinnustaðnum þetta rúma ár hafa verið ótrúlegar og á allt öðru leveli en ég hef kynnst áður í þessum geira. Allt undir því yfirskini að þetta sé bara þeirra „svarti húmor“. Enginn setti út á þessa framkomu, þrátt fyrir að margir heyrðu. Þeir hafa sagt við mig að það þurfi nú að refsa mér rækilega, fara „á mig“ inn í fundarherbergi, ég sé greinilega ekki vön að fá einn „stóran“, einu sinni hrópaði einn á mig yfir herbergið „ég ætla að nauðga þér“, önnur athugasemd var „þú ert svona kona sem allir karlar vilja lemja“. Ég beðin að sækja kaffi af því ég væri nú kona og svo að það væri svo gott að ég væri byrjuð í deildinni því núna mynd ég passa börnin á „börnin í vinnuna“ deginum. Mér sagt yfir allt herbergið að ég hefði verið svo „erfið“ í hinni deildinni sem ég kom úr en svo væri ég bara voða þægileg núna hjá þeim. Þetta eru bara svona brot af athugasemdunum sem ég hef fengið undanfarið árið. Sumt hefur verið minna kynferðislegt og meira bara talað niður til mín og ýjað að vanhæfni i starfi, t.d. áður en ég fór á fund var mér sagt að ég ætti að vera „bara prúð og stillt“ á fundinum og ekki segja neitt og svo spurði viðkomandi annan samstarfsfélaga eftir fundinn„var hún ekki örugglega prúð og stillt á fundinum?“. Sami aðili labbaði inn í herbergið mitt og tilkynnti yfir hópinn að „ég hefði gert gagn í dag“, þegar ég spurði hvað í fokkinu hann ætti við kom, „nei sko ég er að hrósa þér“. Sama aðila fannst við hæfi að lýsa því yfir fyrir framan alla í deildinni minni að það væri svo miklu skemmtilegra að horfa á mig borða pinnaís en alla hina (kallana). Á einu staffa djammi vorum við komin á bar í bænum, samstarfsfélagi þvingaði sér leið með mér inn á klósett, lokaði hurðinni og reyndi að fá mig til að kyssa sig, „en þú ert einmitt svona kona sem ég vildi vera með ef ég ætti ekki konu“, þegar ég neitaði áfram bað hann mig að totta sig, “common bara eitt tott”. Ég náði að koma honum í skilning um að ég væri ekki að fara að gera neitt slíkt. Sagði honum að auk þess væri samstarfskona okkar fyrir utan og hún hefði nú alveg séð hann koma inn á eftir mér. Þá fór hann. 51. Á árshátíð fyrirtækisins þá sá annar samstarfsfélagi ástæðu til að troða hendinni á mér í klofið á sér þegar ég var að faðma viðkomandi á árshátíð. Kæristinn minn sá þetta, hann hefur alltaf trúað mér þegar ég segi honum sögurnar þegar ég kem heim úr vinnunni, en hann var samt shokkeraður að sjá að menn gerðu svona bara fyrir framan alla aðra. Á jólahlaðborði deildarinnar kom aðili að mér og strauk niður bakið á mér og fór að þukla á rassinum á mér. Þegar ég spurði hann hvað væri í gangi og ýtti honum frá mér, þá hló hann bara og sagði „hvaða hvaða“ og gerði það aftur. Aftur ýtti ég honum frá. Annar samstarfsfélagi kom mér þá til varnar og skammaði viðkomandi sem þá reyndi að malda í móinn og sagði að þetta væri allt í lagi því ég hafi alveg gefið honum leyfi, „var það ekki?“ ég sagðist ekki hafa gert það og labbaði í burtu. En ég s.s. drekk nánast ALDREI á staffadjömmum, klæði mig í jogging buxur og vinnuskyrtur í vinnunni, búin að þyngjast fullt og mála mig lítið sem ekkert. Allt til að reyna að fitta bara inn í strákahópinn. Það virðist ekki hjálpa. Ég hef líka reynt að tala við þá um þetta, one on one, reyndi að segja þeim að mér þætti svona konubrandar svoldið þreyttir, „ég meina gerið bara frekar grín af því að ég er feit!“ og reyndi að fá þá verstu til að „hjálpa“ mér með þá vægustu, það dugði í smá stund, en svo kom þetta bara aftur. Ég talaði við hópstjórann minn og síðar deildarstjórann en lítið breyttist. Ég sagði þeim ekki allar svæsnustu sögunar, bara dæmi, og neitaði alltaf að gefa upp hverjir gerendurnir væru, ég væri ekki í e-i hefnd, ég vildi bara að þessi framkoma myndi hætta og þeir myndu taka á því með mér ef ég benti þeim á þetta. Þegar ég spurði deildarstjórann hvort hann gæti ímyndað sér hvers vegna þetta væri að gerast fyrir mig, þá var svarið „ætli það sé ekki af því þú virkar bara svona saklaus og einföld“ og svo síðar kom hann með að ég þyrfti bara að setja mönnum mörk, já ok, takk fyrir EKKERT!!!! Þegar einn sendi inn mynd af mér á allan hópinn með textanum að ég væri „mætt í eldhúsið“ þá ég tók það upp við deildastjórann daginn eftir, treystandi á það að hann myndi standa með mér eftir samtölin okkar um þessi málefni, ég sagði að mér þætti þetta ekki fyndið, en þá sagði deildastjórinn að honum þætti þetta bara geggjað fyndið og ég bara, ok, getur þú útskýrt því ég skil ekki brandarann, þá var svarið, jú af því þú ert svo brjáluð yfir þessu og þú ert svo mikil kvenréttindakona. VÁÁ! Ertu að grínast??? Þá gafst ég upp endanlega, ég rauk út og sagðist ekki geta meir, einn vinnufélagi kom og hitti mig úti með dótið mitt og ég sagði viðkomandi allar sólarsöguna og í þetta sinn hverjir gerendurnir væru í grófustu sögunum. Þessi aðili fór með málið til deildarstjóra sem fór þá með málið í starfsmannahaldið. En ég sé bara fyrir mér að þetta muni aldrei hætta, enda hefur viðhorfið hjá mörgum þarna í deildinni (mest megnis karlar) vegna #meetoo verið bara „iss, hvaða væl er þetta, má bara ekkert lengur?“ Málið er hjá starfsmannahaldi, ég þarf að samþykkja að þeir ræði við aðilana „í mínu nafni“ og þeir fái „gult spjald“, en ég sé bara ekki að þetta muni nokkru tíman breytast og mér finnst þetta vera hópvandamál svo ég sé ekki að það leysist við að láta þessa fá gult spjald í leyni eða láta e-n 1 fara. Fjölskyldan og kærasti minn eru reið, ég er það ekki, ég er bara orkulaus, leið, kvíðin fyrir vinnunni og sorgmædd, þetta var jú búið að vera draumurinn minn svo lengi. Svo ég hugsa að niðurstaðan verði að ég gefist upp og hætti, hef unnið þarna í ca 9 ár, en loksins var ég komin í drauma starfið í þessari nýju deild. Ég vissi svo sem að ég væri að fara í enn meiri karlaheim innan tölvugeirans í þessu starfi sem ég er í núna en ég átti aldrei von á svona framkomu, svo já kannski er ég bara of saklaus og einföld! 52. Þegar ég var nýbyrjuð að vinna eftir nám, mætti ég á fyrstu árshátíðina með þáverandi vinnustað og hitti maka vinnufélaga míns. Hann var háttsettur í ráðgjafafyrirtæki í mínum geira og sagði mér að hann hefði viljað ráða mig, af hverju ég hefði ekki talað við hann. Ég sagði honum eins og var að ég var ekki til í að vinna mikla yfirvinnu (eins og ég vissi að var lenskan á þessum tíma, 2007 og launin toguð upp með yfirvinnu). Þá svaraði hann: "En við bjóðum konum hlutastarf, 40 tíma á viku!". Man ekki hverju ég svaraði en þetta hefur alltaf setið í mér, þvílík vanvirðing við konur. Var bara enn ánægðari að hafa ekki farið að vinna hjá honum. 53. Ég var ekki búin að vinna nema tæpa þrjá mánuði þegar farið var með okkur stjórnendur í vinnuferð út á land. Fyrsta kvöldið var djammað talsvert. Ég fór snemma að sofa, við vorum líklega 3 konur og hátt í 30 karlar og mér leiddist húmorinn. Þegar við sátum í vinnuhópi daginn eftir spurði einn karlanna hvort ég væri ekki góð í sexinu. Ég hváði (spurningin var ekki í neinu samræmi við það sem við vorum að ræða), hann endurtók þá hvort ég væri góð í rúminu. Ég eldroðnaði, leit í kringum mig og sá að allir litu undan og létu eins og þeir heyrðu þetta ekki. Ég sagðist ekki svara svona spurningum og vinnan hélt áfram (með frammíköllum hans uns hann yfirgaf okkur). Ég ræddi hegðun hans við annan sem var í vinnuhópnum sem afsakaði hann með því að hann væri alkóhólisti sem hefði fallið kvöldið áður. Ég sagði honum að mér hefði þótt það mjög óþægilegt að þeir skyldu ekkert hafa sagt og þar með látið eins og þessi hegðun mannsins væri í lagi. Ég klagaði manninn fyrir yfirmanni mínum og yfirmanni hans. Hann kom nokkrum dögum síðar og bað mig afsökunar.. Enginn túlkaði þetta sem kynferðislega áreitni, nema ég. 54. Fyrir nokkrum árum var ég á vinnufundi með 2 vinnufélögum, karlkyns, annar þeirra var í sífellu með neðanmittisbrandara (sem ég hef aldrei haft húmor fyrir). Ég sneri mér að honum og spurði af hverju hann talaði svona við mig? mér þætti þetta óþægilegt og leiðinlegt. Ég sá að þeim þriðja þótti óþægilegt að ég skyldi fara að ræða þetta og blandaði sér ekki í umræðuna. En vinnufélagi minn baðst afsökunar, snarhætti þessu og það bara aldrei skugga á samstarf okkar uppfrá því. Þegar ég lít til baka finnst mér ég hafa lent í ótrúlega fáum svona tilvikum. Kannski af því að ég fór alltaf svo snemma að sofa í vinnuferðum? Af því að það kvisaðist út að ég hafði klagað dónann? Af því að ég var yfirlýst frekja? Eða voru karlarnir sem ég vann með undantekning? Eða varð ég bara strax samdauna þessu? MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Konur í tækni- upplýsinga- og hugbúnaðariðnaði rjúfa þögnina: „Við krefjumst þess að fá að vinna vinnuna okkar án áreitni, ofbeldis eða mismununar“ Konur í tækni- upplýsinga- og hugbúnaðariðnaði hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðisofbeldi, áreitni og kynbundinni mismunun í starfi. 7. desember 2017 10:41 Fólkið sem rauf þögnina manneskja ársins hjá Time Fólkið sem rauf þögnina og ræddi opinskátt um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi eru manneskja ársins að mati tímaritsins Time. 6. desember 2017 13:12 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Konur í tækni- upplýsinga- og hugbúnaðariðnaði sendu í morgun frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðisofbeldi, áreitni og kynbundinni mismunun í starfi. Þær krefjast þess að allir samverkamenn þeirra taki ábyrgð á að uppræta vandamálið, að yfirvöld stéttarfélög og fyrirtæki taki af festu á málinu og komi sér upp verkferlum og viðbragðsáætlun gegn kynbundinni áreitni. 265 konur skrifa undir yfirlýsinguna og henni fylgja 54 frásagnir kvenna. Ein kona segir frá því að hún hafi sagt starfi sínu lausu eftir að hafa heyrt af því að hennar næsti yfirmaður hafi áreitt tvær konur í fyrirtækinu kynferðislega. „Þær höfðu báðar kvartað undan honum en ekkert var að gert nema segja honum að hætta að drekka með starfsfólkinu. Hann sem sagt hafði í bæði skiptin verið vel í glasi þegar þetta á að hafa komið fyrir. Ég hafði ekki sjálf beinlínis lent í honum en hann horfði venjulega fyrst á brjóstin á manni og svo framan í mann og svo aftur niður á brjóstin meðan maður var að tala við hann. Hann er oft mjög grófur í máli í glasi þannig ég trúi vel að þessar samstarfskonur mínar hafi verið að segja satt en ekki skálda eitthvað út í loftið. Á seinustu árshátíð fyrirtækisins fylgdist ég með honum en hann var greinilega var um sig en var samt sem áður að drekka. Mér skilst að það hafi ekkert verið gert í því og hann drekki iðulega nú með samstarfsmönnum þegar það er gleðskapur hjá fyrirtækinu. Ég sem hafði starfað í 9 ár í fyrirtækinu og alltaf liðið þar vel var farið að líða ansi illa eftir að ég heyrði af þessu [með] áreitnina frá honum. En honum var ekki sagt upp. Hann var talinn of mikilvægur. Mikilvægari en ég og mikilvægari en þessar tvær samstarfskonur mínar.“ Setti vínber milli brjóstanna Önnur kona segir frá atviki sem átti sér stað á Hrafnaþingi Nýherja fyrir um níu árum síðan. Hún var ásamt samstarfskonu í lyftu á leið niður með háttsettum manni í fyrirtækinu. „Maðurinn starir á brjóstinn á mér (í lyftunni eru einnig veitingar á hjólaborði) - og hann var byrjaður að gantast - tók svo skyndilega upp vinberjaklasa (2-3 vínber) setti þau niður á milli brjóstana á mér án þess að snerta mig. Svo gerði hann sig líklegan til að sækja þau; þá hafði ég hraðari hendur tók þau upp og setti þau á borðið. Ég man ekki hvað hann sagði eftir það. Við gengum út úr lyftunni saman; en við samstarfskonurnar stoppuðum fljótlega horfðum á hvor aðra og ræddum þetta eitthvað en ég hugsaði þetta lítið eftir það. Það var eitthvað svo langt frá okkur að gera eitthvað í þessu...“ Ein kona segir frá því að í vinnuferð erlendis hafi fólk farið saman á strippstað eftir kvöldmat og drykki. „Mér hefur sjaldan liðið jafn illa og þegar ég gekki nn og mætti einum stjórnendanna með vændiskonur upp á sitthvorn arminn skælbrosandi á leiðinni út.“ Photoshoppuð á klámleikkonu Enn önnur segir frá því að hún hafi unnið á vefmiðli í kringum aldamótin. Hún lýsir stemningunni sem súrri, hraði, siðleysi og græðgi hafi verið allsráðandi. Hún segir að grafísku hönnuðurnir sem störfuðu á miðlinum hafi allir verið ungir strákar sem hafi fengið lítið aðhald og unnið mikið. „Einu sinni sem oftar heyrast mikil hlátrasköll úr horninu hjá þeim. Ég labba yfir og sé mér til skelfingar á skjánum hjá þeim mynd í photoshop þar sem búið er að skeyta andlitsmynd af mér á klámmynd af annarri konu. Ég var auðvitað ekkert eina konan sem þeir áttu svona mynd af heldur var búið að gera þetta við þær fáu konur sem unnu þarna. Þetta fannst þessum strákum og fleiri körlum á staðnum hrikalega fyndið. Þeir voru í yfirburðastöðu í hlátrasköllunum og samstöðunni. Ég var lengi að grafa þessa sögu upp því hún triggerar mig. Ég man hvað ég fann til mikils vanmáttar á þessu augnabliki – ég varð í alvöru máttlaus af ótta og vissi ekki hvernig ég gæti komist út úr þessu. Mér fannst ég beitt ofbeldi. Þeir höfðu vald til að nota mig og aðrar konur sér til niðurlægingar og skemmtunar svona án þess að þurfa nokkurn tímann að taka raunverulegum afleiðingum af því. Þeir gátu bara gert þetta. Það var svigrúm í menningunni til þess og þeir bara gerðu það þessir strákar. Og karlarnir hlógu.“ Önnur kona segir frá því að hún hafi verið búin að vinna á nýjum stað í hálft ár og gengið svo vel að teymið hennar hafi unnið verðlaun fyrir verkefni. Því hafi verið fagnað. „Þegar leið á fagnaðarkvöldið sneri samstarfmaður minn sér að sér og tjáði mér það að hann langaði svo að ríða mér. Ég reyndi að hlæja það burt - þúst, gott grín, en hann hélt áfram að segja þetta. „Mig langar til að ríða þér. Mig langar til að ríða þér.“ Ég man ekki alveg hvernig ég brást við á endanum en þetta eyðilagði mig gjörsamlega. Ég hafði hreinlega aldrei náð svona góðu vinnusambandi við manneskju áður og við gerðum flotta hluti saman, og svo fyrsta skipti sem ég fer út í einhver 3-4 ár gerist þetta. Ég fór heim í rúst. Fékk SMS frá honum næsta morgun þar sem hann baðst afsökunar - en ég sökk í þunglyndi eftir þetta. Gat aldrei unnið vel með honum aftur og svo næsta ár þegar hann danglaði í rassinn á mér í öðru staffa djammi þá kvartaði ég undan honum. Það skilaði því miður engu.“ „Þykistu vera of góð fyrir mig?“ Ein kona segir frá vinnudjammi þegar hún var frekar ung og að stíga sín fyrstu skref í tæknibransanum. Hún hafi farið á vinnuskemmtun þar sem einungis tvær konur voru og margir karlar. „Það kvöld endaði á því að nokkrir karlkyns vinnufélagar mínir þurftu að fylkja sér utan um mig til að verja mig fyrir dauðadrukknum karlkyns vinnufélaga sem stóð og öskraði á mig eftir að ég hafði afþakkað einhver tilboð frá honum: „Ríddu mér helvítis hóran þín“ og „þykistu vera of góð fyrir mig, druslan þín“ og fleira álíka huggulegt. Það þurfti að halda honum á meðan ég forðaði mér heim, algjörlega skelfingu lostin,því mér fannst eins og maðurinn væri algjörlega stjórnlaus og ég var hreinlega hrædd um að hann myndi ráðast á mig. Það var svo tekið á því þannig á vinnustaðnum að hann var látinn biðja mig afsökunar og mér sagt að ef ég sætti mig ekki við afsökunarbeiðnina eða treysti mér ekki til að taka á móti henni, þá yrði hann látinn fara. Þetta var víst ekki í fyrsta skipti sem viðkomandi áreitti konur á vinnudjammi en líklega öfgakenndasta atvikið. Mér fannst óþarfi að vera látin bera ábyrgð á því hvort,maðurinn héldi vinnunni sinni eða ekki. Til að því sé samt haldið til haga að þá stóðu hinir strákarnir á vinnustaðnum ótrúlega vel með mér og voru virkilega ósáttir við þessa framkomu og vildu að það yrði tekið almennilega á þessu.“ Enn önnur segir frá því að þegar hún hafi byrjað að skrifa í eina fagtímarit landsins um tölvumál hafi henni farið að berast skilaboð frá karlmönnum á netinu. Skilaboðin voru allt frá furðuleg og sum ógnandi. „Allt frá spurningum um kynferði mitt og meint hatur á karlmönnum yfir í það persónulegasta, nokkrum sinnum bárust mér ofbeldisfullar hard core klámmyndir þar sem var búið að klippa hausinn á mér inná myndirnar, skilaboð frá ókunnugum mönnum sem sögðust vita hvar ég ætti heima(!?!) og í eitt skiptið var mér sent barnaklám af manni sem fannst í lagi að taka þátt í misnotkun barna til að beita mig andlegu ofbeldi.“ Svekktust að hafa kóað með áreitni Ein kona segir frá vinnuferð erlendis. Eitt kvöldið hafi hún setið ásamt kollega og viðskiptavini á hótelbar að spjalla. Hún hafi sagt mönnunum tveimur frá því að hún ætti tvo drengi með sérþarfir og að hún ynni í þágu þess málefnis utan vinnu. „Viðskiptavininum þótti greinilega mikið til þessa koma og var óspar á hrósið hvað ég væri öflug og flott kona. Allt í góðu og innan eðlilegra marka. Fljótlega fór hann þó að koma með óþægilegar athugasemdir á borð við “þú ert svo kynþokkafull” og “kona eins og þú ert örugglega frábær í rúminu”. Kollega mínum blöskraði þetta og þegar ég brá mér á salernið ákvað hann að segja við manninn að þetta væri nú orðið frekar óviðeigandi. Það dugði þó ekki til og þessar athugasemdir héldu áfram að dúkka upp inn á milli annars mjög saklausrar umræðu. Að endingu spurði maðurinn - svona hálfpartinn í gríni og hálfpartinn af alvöru - hvort ég vildi ekki bara koma með honum upp á hótelherbergi. Skömmu síðar yfirgáfum við kollegi minn svæðið undir því yfirskyni að það væri langur dagur framundan. Mér var eðlilega nokkuð misboðið en brást samt við þessu öllu með því að hlægja bara og gera lítið úr þessu en hefur æ síðan þótt óþægilegt að hitta þennan mann. Ég var hvað svekktust að hafa bara kóað með þessu í stað þess að segja honum til syndanna.“ Ein kona segir frá hvernig hún hafi tekið á kynferðislegri áreitni sem yfirmaður í starfi. „Ég hef lent í því að vera stjórnandi í fyrirtæki og fengið kvörtun frá starfsmanni um kynferðislega áreitni frá öðrum starfsmanni á [starfsmanna]djammi en fengið þær leiðbeiningar úr stéttarfélagi að ef atvikið gerðist utan vinnutíma ætti vinnustaðurinn ekki að skipta sér að því. Ég brást kolrangt við og sé mjög mikið eftir því. Var sjálf skíthrædd við að tækla þetta mál. Í einu fyrirtæki sem ég vann hjá var kvartað ítrekað yfir tveimur starfsmönnum sem báðir sátu þá í framkvæmdastjórn og ekkert var að gert, þeir sátu sem fastast. Ég vona að þessi bylting gefi okkur amk það að til verði ferli fyrir svona mál í öllum fyrirtækjum sem stjórnendur geta stutt sig við. En meðvirkni er út um allt vegna þessarra mála og fólk tilbúið að setja hluti ofan í skúffu af því að þeir óþægilegir.“ „Þarft þú ekki bara að fara að fá það almennilega“ Önnur kona segir frá því að þegar hún hafi verið nýbyrjuð að vinna í tæknigeiranum var hún að koma nýjum vef í loftið og þurfti því mikið að eiga samskipti við rekstraraðila. „Það var mikil pressa á að koma vefnum í loftið og ég fer og spyr rekstrarmanninn um hvernig staðan sé á verkinu og hann svarar með einhverjum stælum. Ég endurtek spurninguna og segi að það liggi á þessu og því þurfi ég svör. Þá hallar hann sér glottandi aftur á bak í stólnum og segir hátt og snjallt - ,,er mín bara með sand í dag" Ég hafði aldrei heyrt þetta orðatiltæki og sýndi engin viðbrögð en allir strákarnir í kringum hann skellihlógu. Honum fannst ennþá fyndnara að ég skildi ekki fatta þetta, sá það greinilega á andlitinu á mér hélt svo bara áfram. ,,Þarft þú ekki bara að fara að fá það almennilega!" Mér leið eins og algjörum skít þarna á gólfinu, roðnaði og blánaði, og augun fylltust af tárum og ég flúði inn á klósett. Mér leið illa yfir þessu lengi á eftir og reyndi að ræða þetta á vinnustaðnum en þá var alltaf sama svarið; Þetta er bara hans húmor. Þú verður að geta tekið gríni ef þú ætlar að vinna í þessum bransa. Þetta var ákveðin eldskírn og þótt ég hafi heyrt ýmislegt síðan þessi orð féllu fyrir 13 árum þá eru þessi orð sem hafa sært mest og látið mig upplifa mig mest niðurlægða sem konu í þessum tæknibransa.“ Ein kona segir frá því að hún hafi verið kölluð speni, vegna þess að hún var með svo stór brjóst. Nokkrar segja þær sögu að samstarfsmenn hafi gripið í rassinn á þeim eða sagt óviðeigandi hluti við þær. Ein kona segist hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á hverjum einasta vinnustað sem hún hefur unnið á frá sextán ára aldri. „Endalausar athugasemdir um útlit mitt, óvelkomnar snertingar, óviðeigandi einkaskilaboð, sagt að brosa meira og oftar, ógeðfelld regluleg nafnlaus sms (komst síðar að þau voru frá samstarfsfélaga), kölluð öfgafeminísti þegar ég geri kröfur um sömu virðingu og framkomu og karlmenn fá, kann ekki að taka djóki, gerð krafa um að ég svari fyrir alla feminíska umræðu í fjölmiðlum, gerð að ritara á fundum, mikil umræða ef ég mæti á sléttbotna skóm, „vertu harðari“ „taktu meira pláss“, gerðu meira svona eða hinsegin (lesist: vertu meira eins og karlmaður), kynferðislegt tal í kringum mig og sérstaklega um typpi „ég er svo spenntur fyrir þessu verkefni að ég er með hann beinstífan“ osfrv.“ „Á fyrsta degi á einum vinnustað spurði yfirmaður minn samstarfsfélaga minn hvort ég væri komin í runkminnið hjá honum, sami yfirmaður bar samstarfsfélaga mína um að senda ekki innanhúsbrandara á mig því ég gæti ekki tekið þeim. Keyrði yfirmann milli fundarstaða og benti honum á að hann gæti fært bílsætið aftar (var framalega útaf barnabílstól), hann spurði hvort hann væri svona feitur, ég sagði nei og þá spurði hann hvort ég væri að meina að hann væri með svona stórt typpi? Eðlilegt?“ spyr önnur. Allar frásagnirnar má lesa hér fyrir neðan. 1. Ég sagði starfi mínu lausu hjá síðasta fyrirtæki sem ég vann hjá eftir að hafa heyrt af því að minn næsti yfirmaður á að hafa áreitt tvær konur í fyrirtækinu kynferðislega. Þær höfðu báðar kvartað undan honum en ekkert var að gert nema segja honum að hætta að drekka með starfsfólkinu. Hann sem sagt hafði í bæði skiptin verið vel í glasi þegar þetta á að hafa komið fyrir. Ég hafði ekki sjálf beinlínis lent í honum en hann horfði venjulega fyrst á brjóstin á manni og svo framan í mann og svo aftur niður á brjóstin meðan maður var að tala við hann. Hann er oft mjög grófur í máli í glasi þannig ég trúi vel að þessar samstarfskonur mínar hafi verið að segja satt en ekki skálda eitthvað út í loftið. Á seinustu árshátíð fyrirtækisins fylgdist ég með honum en hann var greinilega var um sig en var samt sem áður að drekka. Mér skilst að það hafi ekkert verið gert í því og hann drekki iðulega nú með samstarfsmönnum þegar það er gleðskapur hjá fyrirtækinu. Ég sem hafði starfað í 9 ár í fyrirtækinu og alltaf liðið þar vel var farið að líða ansi illa eftir að ég heyrði af þessu [með] áreitnina frá honum. En honum var ekki sagt upp. Hann var talinn of mikilvægur. Mikilvægari en ég og mikilvægari en þessar tvær samstarfskonur mínar. 2. Ég starfaði hjá hressu fyrirtæki og þurfti heilmikið að eiga við ákveðinn markalausan einstakling sem - þrátt fyrir að vera vænsta skinn að mörgu leiti - vissi alveg hvað hann var að gera með því að beita valdi sínu sem yfirmaður, bæði sem slíkur og líka fjárhagslega. Fjárhagslegt ofbeldi er mun algengara en marga grunar nefnilega. Og þessi maður beitti því mjög mikið. Þegar ég hafði starfað hjá fyrirtækinu í ca. 2 mánuði fann ég að ég var farin að óttast hvað hann myndi ganga langt. Það var starfsmannapartý framundan sem var haldið út á landi og þegar ég hugleiddi að hætta við að fara af ótta við hann - þá ákvað ég að tala við starfsfólk mannauðsdeildarinnar og formlega tilkynna þessa ótæku hegðun. Viðbrögðin sem ég fékk var að hann væri tiltölulega nýskilinn og ætti soldið erfitt með sig og sína drykkju þess vegna. Það væri gott ef ég gæti sýnt því skilning bara… Ég hélt nú síður! Ég pantaði fund með viðkomandi og lét þessa tvo "mannauðsstjóra" vera viðstödd þegar ég lét hann lofa því að hætta að haga sér svona. Og biðja mig afsökunar. Það dugði þó ekki til - og þurfti ég (og margar aðrar konur hjá fyrirtækinu) að eiga við hann í nokkur ár til viðbótar. Og það gekk svo sannarlega á ýmsu. Ég er með langan lista af allskyns sjúkri hegðun af hans hálfu. Þetta var að ganga fram af mér á tímabili. Þegar fyrirtækið réði svo loksins almennilegan mannauðstjóra sem var með viðbrögð og verkferli í svona aðstæðum á hreinu var hann látinn fara. Fyrst í veikindaleyfi og markvisst látinn vinna í sínum málum og taka ábyrgð á gjörðum sínum. Og svo var hann látinn fara alveg. Þetta sýnir mér og gefur mér trú á því hvað góðir ferlar og verkfæri til að díla við svona (allt of algeng) vandamál inn á vinnustöðum. Ég vona að þessi bylting eigi eftir að skila því af sér inn á vinnustaði. Ég veit að hún á eftir að gera það. Og margt margt annað. 3. Við vorum tvær samstarfskonur á Hrafnaþingi Nýherja fyrir um 8-9 àrum. Vorum í lyftunni á leið niður með háttsettum manni í fyrirtækinu. Maðurinn starir á brjóstinn á mér (í lyftunni eru einnig veitingar á hjólaborði) - og hann var byrjaður að gantast - tók svo skyndilega upp vinberjaklasa (2-3 vínber) setti þau niður á milli brjóstana á mér án þess að snerta mig. Svo gerði hann sig líklegan til að sækja þau; þá hafði ég hraðari hendur tók þau upp og setti þau á borðið. Ég man ekki hvað hann sagði eftir það. Við gengum út úr lyftunni saman; en við samstarfskonurnar stoppuðum fljótlega horfðum á hvor aðra og ræddum þetta eitthvað en ég hugsaði þetta lítið eftir það. Það var eitthvað svo langt frá okkur að gera eitthvað í þessu... ég trúi því að í dag myndi ég ekki lata þetta viðgangast! 4. Rétt fyrir aldamótin fór hresst og ofursvalt hugbúnaðarfyrirtæki á árshátíð til stórborgar og skemmti fólk sér þar konunglega við mat og drykk. Svo fóru allir saman á strippstað því það er greinilega það sem menn gera í fyrirtækjaferðum í útlöndum. Mér hefur sjaldan liðið jafn illa og þegar ég gékk inn og mætti einum stjórnendanna með vændiskonUR upp á sitthvorn arminn skælbrosandi á leiðinni út. 5. Ég var að vinna sem aðstoðarritstjóri á vefmiðli um aldamótin. Stemmningin var frekar súr á þessum tíma og var kannski undanfari menningarinnar sem síðan var stór þáttur í Hruninu; hraðinn, siðleysið og græðgin voru allsráðandi. Grafísku hönnuðurnir voru allir ungir strákar sem fengu lítið aðhald og unnu mikið. Einu sinni sem oftar heyrast mikil hlátrasköll úr horninu hjá þeim. Ég labba yfir og sé mér til skelfingar á skjánum hjá þeim mynd í photoshop þar sem búið er að skeyta andlitsmynd af mér á klámmynd af annarri konu. Ég var auðvitað ekkert eina konan sem þeir áttu svona mynd af heldur var búið að gera þetta við þær fáu konur sem unnu þarna. Þetta fannst þessum strákum og fleiri körlum á staðnum hrikalega fyndið. Þeir voru í yfirburðastöðu í hlátrasköllunum og samstöðunni. Ég var lengi að grafa þessa sögu upp því hún triggerar mig. Ég man hvað ég fann til mikils vanmáttar á þessu augnabliki – ég varð í alvöru máttlaus af ótta og vissi ekki hvernig ég gæti komist út úr þessu. Mér fannst ég beitt ofbeldi. Þeir höfðu vald til að nota mig og aðrar konur sér til niðurlægingar og skemmtunar svona án þess að þurfa nokkurn tímann að taka raunverulegum afleiðingum af því. Þeir gátu bara gert þetta. Það var svigrúm í menningunni til þess og þeir bara gerðu það þessir strákar. Og karlarnir hlógu. 6. Hjá einu fyrirtæki sem ég vann hjá snéri maður við á leið út um dyrnar og gékk á eftir mér "vildi bara tékka hver væri með þennan rass". Ég sagðist vera búin að sitja á þessu allan tímann. Hvað er annað hægt að segja? Stjórnarmaður sama fyrirtækis rakst á mig úti í smók á árshátíðinni og bað mig um eld. Innan við 2 mínútum var hann búinn að bjóða mér með upp á hótel í tveggja manna partý. Á milli rétta á árshátíðinni. Ég náði að snúa mig út úr þessu, eitthvað með að taka djobbið mitt og að búa til pening alvarlega en fokk hvað mér leið illa á leiðinni til baka. Ef hann myndi nú nafnið mitt og þetta hefði afleiðingar. 7. Fyrst þegar ég byrjaði í bransanum brynjaði ég mig, ignoraði og var oft í afneitun fyrir t.d niðurlægjandi orðum, klipi í rassinn eða að vera gripin á loft...og [fékk] óviðeigandi tilboð og óumbeðin ráð t.d af hverju og hvernig ég ætti að nýta mér kvenleika minn eða haga mér meira eins og karl til að ná meiri árangri í starfi. Ég hef verið útilokuð og lent á gler veggnum og skírskotun í kyn þegar ég hafði náð frábærum árangri í starfi, að velvild yfirmanns hefði eitthvað að gera með útlit mitt. Ég hef líka átt samtöl þar sem ég hef verið beðin einlægt fyrirgefningar á óviðeigandi hegðun. 8. Ég átti tvö börn á tveimur árum (lesist fór ekki mikið út með fólki eldra en 3 ára í dágóðan tíma) og var búin að vinna á nýjum stað í hálft ár. Gekk svona glimrandi vel að teymið mitt vann verðlaun fyrir verkefni. Þegar leið á fagnaðarkvöldið sneri samstarfmaður minn sér að sér og tjáði mér það að hann langaði svo að ríða mér. Ég reyndi að hlæja það burt - þúst, gott grín, en hann hélt áfram að segja þetta. „Mig langar til að ríða þér. Mig langar til að ríða þér.“ Ég man ekki alveg hvernig ég brást við á endanum en þetta eyðilagði mig gjörsamlega. Ég hafði hreinlega aldrei náð svona góðu vinnusambandi við manneskju áður og við gerðum flotta hluti saman, og svo fyrsta skipti sem ég fer út í einhver 3-4 ár gerist þetta. Ég fór heim í rúst. Fékk SMS frá honum næsta morgun þar sem hann baðst afsökunar - en ég sökk í þunglyndi eftir þetta. Gat aldrei unnið vel með honum aftur og svo næsta ár þegar hann danglaði í rassinn á mér í öðru staffa djammi þá kvartaði ég undan honum. Það skilaði því miður engu. 9. Ég á þó nokkuð margar sögur síðan ég hóf nám í mínum bransa. Ég vann með skólanum á vinnustað þar sem voru nær eingöngu menn. Ég var þá grænmetisæta. Ekki að það hafi verið merkilegt nema að kollegi minn fann sig knúinn til þess að segja að "allar konur sem eru straight og grænmetisætur taka sér einhverntíman kjöt til munns"....Hvernig á maður eiginlega að bregðast við svona? Í skólanum var ég í grúppu þar sem ég var eina konan. Ég var ekki bara eina konan heldur var ég líka elst og átti tvö börn. Ég var lögð í einelti af grúppunni minni. Þeir töluðu ekki við mig alla önnina og hunsuðu mig algjörlega en þeir leyfðu sér að tala um hvað allar stelpurnar í bekknum væri ljótar nema ein. Félagi þeirra kom eitt sinn inní herbergið og talaði um mig (og ekki við mig) á meðan ég var í herberginu og kallaði mig MILF....Ég tók hann síðar á eintal og gerði honum grein fyrir að þetta væri ekki í lagi og að þetta væri ekki hrós (eins og hann hélt að þetta væri). 10. Þegar ég kom út á vinnumarkaðinn í mitt fyrsta starf eftir útskrift sem tæknifræðingur var ég 29 ára. Það skiftir máli vegna sögunnar að ég er ljóshærð. Nýji kollegi minn sem var rúmum tuttugu árum eldri en ég var einstæður faðir og hafði verið það í 8 ár og ekki verið við kvenmann kenndur allan þann tíma. Hann talaði í sífellu um 29 ára ljósku með stór brjóst. Ég reyndi að taka þetta ekki til mín en gekk misvel. Hans hegðun gagnvart konum var mjög niðrandi svona almennt. Þegar við höfðum unnið saman í 2-3 ár átti ég enn eitt samtalið við hann. Samtalið snérist að faginu sem við störfum í en í einni setningu tókst honum að tala um þetta tiltekna dílemma í vinnunni og hvernig ætti að leysa það faglega en einhvernveginn tókst honum að nefna háralitinn á mér 3svar og klæðnaðinn minn líka. Þarna fékk ég alveg nóg af ruglinu í honum og klagaði hann fyrir áreiti til yfirmanns. Mér hafði áður verið vísað frá hjá yfirmanni þar sem hann sagði að hann meinti ekkert illt með þessu og að hann væri bara svona sérstakur. Í þetta sinn þýddu engar svona skýringar, ég neitaði að vinna með honum framar þar sem hann væri sífellt að tala um útlit mitt. Í stað þess að fara í hefðbundið ferli í vinnunni þá tók yfirmaður okkar okkur á sáttafund. Í dag skil ég að það er vegna þess að hann þorði ekki takast á við þetta á réttmætan hátt. 11. Eitt svæsnasta vinnudjamms-atvikið sem ég man eftir var þegar ég var frekar ung, að stíga mín fyrstu skref í tæknibransanum, fór á eftir-vinnu-djamm þar sem við vorum bara tvær konur sem mættum og svo fullt af körlum, og það kvöld endaði á því að nokkrir karlkyns vinnufélagar mínir þurftu að fylkja sér utan um mig til að verja mig fyrir dauðadrukknum karlkyns vinnufélaga sem stóð og öskraði á mig eftir að ég hafði afþakkað einhver tilboð frá honum: "Ríddu mér helvítis hóran þín" og "þykistu vera of góð fyrir mig, druslan þín" og fleira álíka huggulegt. Það þurfti að halda honum á meðan ég forðaði mér heim, algjörlega skelfingu lostin,því mér fannst eins og maðurinn væri algjörlega stjórnlaus og ég var hreinlega hrædd um að hann myndi ráðast á mig. Það var svo tekið á því þannig á vinnustaðnum að hann var látinn biðja mig afsökunar og mér sagt að ef ég sætti mig ekki við afsökunarbeiðnina eða treysti mér ekki til að taka á móti henni, þá yrði hann látinn fara. Þetta var víst ekki í fyrsta skipti sem viðkomandi áreitti konur á vinnudjammi en líklega öfgakenndasta atvikið. Mér fannst óþarfi að vera látin bera ábyrgð á því hvort,maðurinn héldi vinnunni sinni eða ekki. Til að því sé samt haldið til haga að þá stóðu hinir strákarnir á vinnustaðnum ótrúlega vel með mér og voru virkilega ósáttir við þessa framkomu og vildu að það yrði tekið almennilega á þessu. 12. Þegar ég byrjaði að skrifa í eina fagtímarit landsins um tölvumál fóru mér að berast allt frá furðulegum upp í ógnandi skilaboðum frá karlmönnum í gegnum netið. Allt frá spurningum um kynferði mitt og meint hatur á karlmönnum yfir í það persónulegasta, nokkrum sinnum bárust mér ofbeldisfullar hard core klámmyndir þar sem var búið að klippa hausinn á mér inná myndirnar, skilaboð frá ókunnugum mönnum sem sögðust vita hvar ég ætti heima(!?!) og í eitt skiptið var mér sent barnaklám af manni sem fannst í lagi að taka þátt í misnotkun barna til að beita mig andlegu ofbeldi. 13. Mitt er ekkert stórmál en á kaffistofunni þótti einum við hæfi (við vorum bara tvö, ætli hann hefði leyft sér þetta annars?) að toga í tígóið mitt, ég man ekki hvað hann sagði ég man bara að ég lýsti því yfir að þetta væri ekki í lagi og ræddi þetta við yfirmann minn (fyrir framan aðra) og hann var alveg sammála mér en einn gaur tók ekki undir og fór að tala um að ekkert megi og hvernig á eiginlega að kynnast konum?! ...Sá sami talaði um [síðar] að það væri ekki á hans ábyrgð að ganga úr skugga um að stelpan sem hann væri að sofa hjá vildi það. 14. Sælar, ég hef eins og margar lent í ýmsu misjöfnu en ætla að deila með ykkur því sem mér þótti hvað svæsnast: Ég var í vinnuferð erlendis ásamt fjölda samstarfsaðila og viðskiptavina og eitt kvöldið sátum við kollegi minn ásamt fulltrúa eins viðskiptavinarins (báðir karlmenn) á hótelbar, sötruðum drykki og spjölluðum eftir kvöldverð. Spjallið færðist út í umræðu um persónuhagi eins og gengur og ég deildi því m.a. að ég ætti tvo drengi með sérþarfir og sagði frá því starfi sem ég væri að vinna í þágu þess málefnis utan vinnu. Viðskiptavininum þótti greinilega mikið til þessa koma og var óspar á hrósið hvað ég væri öflug og flott kona. Allt í góðu og innan eðlilegra marka. Fljótlega fór hann þó að koma með óþægilegar athugasemdir á borð við “þú ert svo kynþokkafull” og “kona eins og þú ert örugglega frábær í rúminu”. Kollega mínum blöskraði þetta og þegar ég brá mér á salernið ákvað hann að segja við manninn að þetta væri nú orðið frekar óviðeigandi. Það dugði þó ekki til og þessar athugasemdir héldu áfram að dúkka upp inn á milli annars mjög saklausrar umræðu. Að endingu spurði maðurinn - svona hálfpartinn í gríni og hálfpartinn af alvöru - hvort ég vildi ekki bara koma með honum upp á hótelherbergi. Skömmu síðar yfirgáfum við kollegi minn svæðið undir því yfirskyni að það væri langur dagur framundan. Mér var eðlilega nokkuð misboðið en brást samt við þessu öllu með því að hlægja bara og gera lítið úr þessu en hefur æ síðan þótt óþægilegt að hitta þennan mann. Ég var hvað svekktust að hafa bara kóað með þessu í stað þess að segja honum til syndanna. 15. Ég hélt einu sinni að ég hefði ekki lent í neinni kynbundinni mismunun, né áreiti, en kemur í ljós þegar ég fer að skoða þetta að þetta er útum allt og ég var bara mjög dugleg í að bægja hugsuninni frá. Þegar ég var yngri og var með einhverjar skoðanir: "hvað er stelpan að rífa sig?" Svo breyttist þetta í "hvað er kerlingin að rífa sig?". Svo gleymist fáránlega oft að tæknihópar séu af báðum kynjum og talað á fundum og póstum í karlkyni, veit að í mörgum tilvikum er það algjörlega óvart, en í sumum tilvikum er það bara alls ekki óvart. Hef líka lent í kynferðislegri áreitni og brást mjög illa við því og sagði manninum til syndanna en dreif mig svo bara heim af því að mér fannst þetta svo ömurlegt og hef farið í gegnum þetta atvik margsinnis í huganum. Ég hef eiginlega alla tíð verið vör um mig og gert í því að tala um manninn minn í svona social samhengi sem einhvers konar varnarviðbrögð. Við konur erum duglegar í því að vara hvor aðra við "dónakarlinum" í fyrirtækinu og það er því miður yfirleitt einn eða tveir í flestum fyrirtækjum sem ég hef kynnst. 16. Ég hef lent í því að vera stjórnandi í fyrirtæki og fengið kvörtun frá starfsmanni um kynferðislega áreitni frá öðrum starfsmanni á [starfsmanna]djammi en fengið þær leiðbeiningar úr stéttarfélagi að ef atvikið gerðist utan vinnutíma ætti vinnustaðurinn ekki að skipta sér að því. Ég brást kolrangt við og sé mjög mikið eftir því. Var sjálf skíthrædd við að tækla þetta mál. Í einu fyrirtæki sem ég vann hjá var kvartað ítrekað yfir tveimur starfsmönnum sem báðir sátu þá í framkvæmdastjórn og ekkert var að gert, þeir sátu sem fastast. Ég vona að þessi bylting gefi okkur amk það að til verði ferli fyrir svona mál í öllum fyrirtækjum sem stjórnendur geta stutt sig við. En meðvirkni er út um allt vegna þessarra mála og fólk tilbúið að setja hluti ofan í skúffu af því að þeir óþægilegir. 17. Ætla nú að byrja á að lýsa yfir ánægju minni með þennan hóp því ég hef hugsað mikið um stöðuna á þessum málum í okkar bransa sl. vikur. Held að það séu svo ótal mörg dæmi sem við erum að burðast með hver í sínu horni. Lang flestir forritarar og karlmenn sem ég hef unnið mig sl. 13 ára hafa verið frábærir en því miður eru nokkur skemmd epli þarna inn á milli sem hafa gert suma daga erfiðari. Þegar ég var nýbyrjuð að vinna í þessum tæknigeira og var að koma nýjum vef í loftið og þurfti því mikið að leita til rekstrarmanna. Það var mikil pressa á að koma vefnum í loftið og ég fer og spyr rekstrarmanninn um hvernig staðan sé á verkinu og hann svarar með einhverjum stælum. Ég endurtek spurninguna og segi að það liggi á þessu og því þurfi ég svör. Þá hallar hann sér glottandi aftur á bak í stólnum og segir hátt og snjallt - ,,er mín bara með sand í dag" Ég hafði aldrei heyrt þetta orðatiltæki og sýndi engin viðbrögð en allir strákarnir í kringum hann skellihlógu. Honum fannst ennþá fyndnara að ég skildi ekki fatta þetta, sá það greinilega á andlitinu á mér hélt svo bara áfram. ,,Þarft þú ekki bara að fara að fá það almennilega!" Mér leið eins og algjörum skít þarna á gólfinu, roðnaði og blánaði, og augun fylltust af tárum og ég flúði inn á klósett. Mér leið illa yfir þessu lengi á eftir og reyndi að ræða þetta á vinnustaðnum en þá var alltaf sama svarið; Þetta er bara hans húmor. Þú verður að geta tekið gríni ef þú ætlar að vinna í þessum bransa. Þetta var ákveðin eldskírn og þótt ég hafi heyrt ýmislegt síðan þessi orð féllu fyrir 13 árum þá eru þessi orð sem hafa sært mest og látið mig upplifa mig mest niðurlægða sem konu í þessum tæknibransa. 18. Ég starfaði í hressu og skemmtilegu tæknifyrirtæki þar sem starfsmenn brugðu sér gjarnan saman á barinn. Yfirmaður minn var gjarnan með og fór fljótlega að sýna mér óeðlilega athygli, hringja í mig seint að kvöldi og senda mér skilaboð. Þessa hegðun sýndi hann mér og mörgum öðrum konum sem þarna unnu. Þetta var alkunna án þess að stjórnendum þætti tilefni til að grípa inn í. Sjálfri datt mér ekki í hug að gera athugasemdir enda var svo “frábær mórall” þarna. Þetta rifjast upp fyrir mér núna í #metoo bylgjunni og ég fatta hvað þessi menning er óeðlileg. 19. Einn undirmanna minna kallaði mig Spena...því ég er víst með svo stór brjóst. Ég hló bara af því svona til að vera ekki með vesen… Svo áttu margir menn í erfiðleikum með að tala við kvenmann um svona tæknimál, hvað þá að ég væri yfirmaðurinn. Vann sem hópstjóri hjá netþjónustufyrirtæki í kring um árið 2000. 20. Ég var að vona að þessi geiri væri skárri en þeir sem hefur verið fjallað um. Ég hef nefnilega alveg sloppið við áreiti, mismunun og niðurlægingu í öllum þeim fyrirtækjum sem ég hef starfað hjá sem forritari með námi eða sem verkfræðingur og þótt ég metin að verðleikum. Þetta eru 13 ár á Íslandi og í Danmörku, 4-5 fyrirtæki. Svo hef ég verið minn eigin herra í 7 ár. Og nú er ég að sjálfsögðu bara að tala um mjög þrönga skilgreiningu ,,í tæknistarfi" en hef lent í áreiti annarsstaðar. 21. Ég hef lent í kynferðislegri áreitni á hverjum einasta vinnustað sem ég hef unnið á. Frá því ég var 16 ára. Endalausar athugasemdir um útlit mitt, óvelkomnar snertingar, óviðeigandi einkaskilaboð, sagt að brosa meira og oftar, ógeðfelld regluleg nafnlaus sms (komst síðar að þau voru frá samstarfsfélaga), kölluð öfgafeminísti þegar ég geri kröfur um sömu virðingu og framkomu og karlmenn fá, kann ekki að taka djóki, gerð krafa um að ég svari fyrir alla feminíska umræðu í fjölmiðlum, gerð að ritara á fundum, mikil umræða ef ég mæti á sléttbotna skóm, "vertu harðari", "taktu meira pláss", gerðu meira svona eða hinsegin (lesist: vertu meira eins og karlmaður), kynferðislegt tal í kringum mig og sérstaklega um typpi "ég er svo spenntur fyrir þessu verkefni að ég er með hann beinstífan" osfrv. 22. Á fyrsta degi á einum vinnustað spurði yfirmaður minn samstarfsfélaga minn hvort ég væri komin í runkminnið hjá honum, sami yfirmaður bar samstarfsfélaga mína um að senda ekki innanhúsbrandara á mig því ég gæti ekki tekið þeim. Keyrði yfirmann milli fundarstaða og benti honum á að hann gæti fært bílsætið aftar (var framalega útaf barnabílstól), hann spurði hvort hann væri svona feitur, ég sagði nei og þá spurði hann hvort ég væri að meina að hann væri með svona stórt typpi? Eðlilegt? 23. Eftir viku í starfi fór ég að fá skilaboð frá samstarfsfélaga á FB sem dönsuðu öll á línunni en voru klárt áreiti og létu mér líða illa og hræðast að vinna með honum. Komst svo að því síðar þegar ég opnaði mig með þetta að hann hafði gert þetta taktkískt við mjög margar konur innan fyrirtækisins (ef ekki allar) og allar héldum við að við værum sú eina og hefðum einhvern veginn boðið upp á þetta. Margar höfðu íhugað að hætta, hveru margar ætli hafi hætt útaf honum? 24. Samstarfsmaður segir við mig á árshátíð að ef ég væri ekki með manninum mínum þá myndi hann ríða mér. 22 ára á vinnudjammi og mér mun eldri samstarfsmaður sem ég leit upp til og þurfti að leita mikið til, setti aðra höndina inn á brjóstin á mér og hina undir buxurnar að aftan, ég fraus. Öll skiptin sem hefur verið gripið fram í fyrir mér, ekki hlustað á hugmyndir sem ég kem með fyrr en karlmaður segir þær, og í nær hvert einasta skipti hef ég ekki sagt orð því ég vil ekki vera óþægileg eða loka á starfsframa möguleika. Ég fagna þessari byltingu og finn að með hverri sögu fæ ég aukinn kraft til að standa með sjálfri mér! 25. Sælar og takk fyrir þetta framtak. Ég hef lent í því margoft í því að vera kölluð stelpan og talað við mig eins og ég sé smákrakki á fundum þar sem ég er eina konan, stundum er þetta gert óviljandi og stundum hefur þetta verið gert viljandi en samt sem áður mjög þreytandi. Hvað þarf maður að vera orðin gömul til að vera ekki kölluð stelpa? Ég man svo vel eftir einu atviki þar sem ég var að segja undirmanni mínum til sem var mun eldri en ég og hann sagði við mig á mjög illkvittnislegan hátt ,,það er nú aldeilis uppi á þér typpið núna!,, Eins og ég þyrfti að vera með typpi til að segja honum til. Svo hef ég margoft lent í því að komið sé fram við mig eins og andarmömmuna þar sem ég var eini kvenmaðurinn á svæðinu og þar af leiðandi voru störf mín ekki tekin jafn alvarlega heldur átti ég bara að hugsa um ungana mína s.s. karlana á vinnustaðnum. Finnst flott að við séum að deila reynslusögum og þessi vitundarvakning er svo þörf og nauðsynleg! Áfram við 26. “Smotteríið” sem ég hef lent í á mínum stutta ferli: -Það er gott að hafa þig á skrifstofunni þegar við erum að taka viðtöl við nýja unga forritara, lokkar þá til að vilja vinna hérna Yfirmaður minn þegar ég kom inn í fundar herbergi þar sem verið var að taka viðtal við strák, sem ég átti að taka þátt í: “ X minnir mig alltaf á Míu í múmínálfunum....” ákveðin ung kona = teiknimynda karakter 25 árum eldri samstarfsmaður sem ég fékk far með frá lestarstöðinni til eins kúnna til að fara á fund, þegar ég opna bílhurðina segir hann “ það er nú ekki dónalegt að fá að pikka upp svona sætar stelpur úr lestinni”. Maður sem mér var oft búið að finnast mjög óþægilegur, kommentaði gjarnan á útlit mitt og klæðnað og segir óviðeigandi “brandara”. Að það sé ekki talað til mín á fundum, fyrr en eftir “aha mómentið” þegar þeir (yfirleitt bara karlar á þessum fundum) fatta að ég veit hvað ég er að tala um. Stjórnar meðlimur í fyrirtækinu sem ég vinn hjá hrútskýrir fyrir mér gagnagrunns uppsetninguna hjá okkur, eitthvað sem hann hefur ekki einu sinni skoðað en ég vinn með á hverjum degi. Ég endurtek mig nokkru sinnum þangað til annar samstarfsmaður (KK) endurtekur það einu sinni, þá gat hann loksins skilið það. Einn af stofnendum fyrirtækisins hrósar sjálfum sér fyrir hvað þeir hafa ráðið margar konur og hvað kynjahlutfallið sé jafnt, þó að þetta sé tæknifyrirtæki. Samt situr bara ein kona í stjórn og engin yfirmaður er kona. Honum fannst síðan óþarf af mér að benda á það. Æjj þó að ekkert af þessu sé kannski alvarlegt þá er þetta svo ÞREYTANDI! Að þurfa velja á milli að gera mál úr hlutunum og stressið sem fylgir því eða hunsa það og láta svona viðmót viðgangast 27. Ég hef nær allan minn starfsferil unnið í umhverfi þar sem meirihlutinn er karlmenn og verið svo heppin að vinna með fullt af frábærum körlum og enn frábærari konum. Ég man ekki eftir neinu kynferðislegu sem ég hef lent í í vinnuaðstæðum á vinnustað, en auðvitað allskonar á vinnutengdu djammi. Það hefur aldrei verið yfirmaður eða einhver í valdastöðu yfir mér, en allskonar samstarfsfólk, með tilboð, þreifingar eða viðreynslur sem ég hef bara afþakkað, og ekki beint eitthvað sem ég hef tekið nærri mér. Veit ekki hvort það sé vitnisburður um lítinn alvarleika atvikanna eða bara hvað maður er samdauna og meðvirkur. Af kynbundinni framkomu á vinnustaðnum sjálfum þá sat ég einu sinni eina konan á fundi með nokkrum körlum, þar sem einn karlinn skildi ekki ákveðið atriði sem ég gat útskýrt en hann vildi ekki hlusta á mig, og hélt áfram að blaðra og tala yfir mig, og hækkaði bara röddina þegar ég reyndi að útskýra fyrir honum.Það gekk svo langt að ég spurði hann hreint út, fyrir framan alla, hvort hann vildi frekar halda áfram að heyra í sér segja með karlaröddinni sinni að hann skildi þetta ekki frekar en mér útskýra það með konuröddinni minni! Hann hélt samt áfram þangað til ég snéri mér að yfirmanni okkar og spurði hvort það gæti hreinlega verið að manninum væri alvara og hvort öllum fyndist þetta í lagi. Yfirmaðurinn brást við með því að segja ekkert og setja hendur upp í loft eins og hann hefði ekkert um þetta að segja. Eftir fundinn elti vinnufélaginn mig og þrætti fyrst fyrir að hafa verið dónalegur en baðst svo afsökunar. 28. Þegar ég las fyrstu póstana frá ykkur hugsaði ég með mér hve heppin ég er að hafa ekki lent í neinu kynbundnu ofbeldi á vinnustað! En því fleiri pósta sem ég les því fleiri sögur get ég tengt við. Og átta mig á því að ekki nóg með að ég hafi oft lent í einhverju, heldur er ég orðin svo samdauna þessari hegðun að ég er löngu hætt að taka eftir henni. Ég var s.s. búin að gera þessa hegðun socially acceptable í eigin huga! Sem forritari hef ég oftast verið eina stelpan í strákahópum. Þegar ég les reynslusögur ykkar verð ég reið fyrir ykkar hönd en af einhverjum ástæðum hef ég aldrei beint orðið reið fyrir mína eigin hönd þegar við hefur átt. Mín lausn hefur alltaf verið að reyna að vera bara meiri strákur, ekki mála mig eða hafa mig til fyrir vinnuna, aldrei vera í einhverju of þröngu eða of flegnu eða of….. Þetta er frábært framtak og skiptir máli. Við eigum ekki að leyfa þessu að viðgangast. Við eigum ekki að afsaka þá sem koma svona fram. Og við eigum ekki að leyfa þessu að verða socially acceptable! 29. þegar ég var að kenna námskeið í forritun þá hikuðu sumir nemendur (sem voru 90% karlkyns) ekki við að tala upphátt yfir alla stofuna um rassinn á mér á meðan ég snéri baki í þá til að taka dæmi uppá töflu. Mín lausn var að vera alltaf í einhverju síðu sem næði örugglega yfir rassinn. Þeir gátu hinsvegar haldið áfram að vera í gallabuxum og bol! á álíka námskeiði var einn eldri maður alltaf að rétta upp hönd til að fá hjálp en þegar ég kom til að hjálpa þá glotti hann bara og horfði á rass og brjóst til skiptis og sleikti útum áður en hann gat komið spurningunni útúr sér. 30. Ég sem yfirmaður þarf að útskýra eitthvað sem þurfti að gera fyrir forritara, klára yfirferðina, geng tvö skref í burtu, man eftir einhverju, sný mér við til að segja það og sé að hann er hangandi háfur út úr stólnum að glápa á rassinn á mér. Ég var svo hissa ég fattaði ekki að hafa orð á þessu. En gerði eins og þú einmitt, fór í staðinn að passa í hverju ég var yfir gallabuxunum. 31. Þegar ég var að vinna í banka hitti ég faðir kunningjakonu minnar á vinnudjammi en hann var þá háttsettur innan bankans. Hann settist hjá mér og var mjög vinalegur en smám saman fór hann að verða aðeins of vinalegur, talandi um útlit mitt og fleira í þeim dúr. Ég minnti hann á það hvernig við þekktumst (þ.e. í gegnum dóttur hans) og að ég væri nýbúin að gifta mig fyrr um sumarið. Hans viðbrögð við því voru að byrja að káfa á lærunum á mér og segja mér hvað hann myndi vilja gera við mig í rúminu! 32. í öðru fyrirtæki lenti ég í því á vinnudjammi að samstarfsmaður króaði mig af og reyndi forcefully að fara í sleik og eitthvað káf áður en ég ýtti honum af mér og kom mér í burtu. Ég afsakaði hegðun hans í huganum með því að hann hefði bara verið drukkinn. Komst að því nokkrum vikum seinna í samræðum við annan samstarfsmann að viðkomandi hafði aldrei prófað áfengi og var ekki að drekka umrætt kvöld! 33. Ég hef á staffadjammi upplifað óumbeðið þukl og káf þannig að ég hef þurft að berja einstaklinginn frá mér í vitna viðurvist. Það byrjaði ekki það gróft en svona vatt upp á sig á nokkrum djömmum. Mörk sem ég setti voru ítrekað brotin. Þegar hann hélt svo áfram á næsta djammi eftir þetta, fékk ég endanlega nóg og talaði við hann þegar hann var edrú. Það var ekkert mikið en kom rólega fram að ég kærði mig ekki um þetta á djamminu. Það hafði áhrif og hann lætur mig vera, forðast mig jafnvel. Ég gerði ekkert meira í þessu og er pínu hugsi í dag eftir að lesa sögurnar hér hvort ég hefði átt að reyna annað ferli. Veit samt satt að segja ekki hvort það hefði haft eitthvað að segja. Mér fannst líka einfaldara að tækla þetta svona sjálf. Kannski þar sem að í öðrum svona tilvikum fyrr á ferlinum leið mér eins og ábyrgðinni væri varpað á mig og því auðveldara að díla við þetta bara sjálf strax. Ég hef einfaldlega ekki áhuga á að vera "manneskjan sem lét reka XX"... Það sem er aðallega metoo:ið í þessu í mínum huga er að mest allt fyrirtækið veit um hvern ræðir en öll þessi ár hefur ekkert verið gert í því. Hann er svona með víni. Berðu hann bara af þér. Nýjar stelpur verða svo líka að læra það, eða eru varaðar við ef þær eru heppnar. Ég opnaði á umræðu um þetta í hádeginu núna nýlega. Strákarnir við borðið voru að ræða metoo almennt og voru í hálfgerðu losti yfir hversu illa væri haldið á málum í stjórnmálum og sviðslistum á Íslandi. Þeir vissu svo alveg af þessum ákveðna einstakling i fyrirtækinu. Enda engin leið að mæta á staffadjamm án þess. Þegar dæmið var orðið nær þeim þá voru þeir eiginlega mest hissa á að þetta væri eitthvað sem stelpur tækju nærri sér. Það sést nefnilega ekki á okkur sjáiði til. Við hristum þetta nefnilega af okkur svo fljótt. Við viljum kanski fæstar okkar vera með eitthvað vesen. Einn var reyndar greinilega meðvitaður um það. Semsagt að þetta teldist sem áreiti eða kynbundið ofbeldi. Einn hélt í einlægni að það að vera drukkinn væri afsökun. En tók samt rökum um að það gæti varla verið, þar sem að langflestir virða mörk þó þeir séu drukknir og glæpir svo sem stuldur og líkamsárás fyrnast ekki bara þó gerandi sé undir áhrifum einhverra vímuefna. Öllum kom á óvart að þetta væri algengt, enginn þeirra átti von á að ég hefði þessa reynslu eða að þetta væri í kringum þá. Þetta greinilega sést ekki. Eða skilst ekki. Sama hvað okkur finnst þetta hljóta að vera augljóst. Þetta átak er svo þarft. Höfum hátt! 34. Einu sinni þegar ég var kasólétt og sat á kaffistofunni ásamt nokkrum vinnufélögum á þáverandi vinnustað þar á meðal yfirmanninum. Hann fer allt í einu að segja að helsti gallinn við að konur verði óléttar sé sá að eftir að þær fæði þá sé ekki jafn gott að sofa hjá þeim því þær verði svo víðar í klofinu. Ég missti gjörsamlega andlitið og náði engan vegin styrk til að segja neitt við manninn. Hinir sem heyrðu þetta sögðu heldur ekki neitt. Mig langar að trúa að í dag myndu vonandi margir láta manninn heyra það! Mér líður enn illa þegar ég sé þennan mann. 35. Þegar ég var tiltölulega nýbyrjuð á vinnustað þar sem karlar voru í miklum meirihluta kláraðist eitt sinn mjólkin í kaffitíma. Mig minnir að þetta hafi verið á rauðum degi því ekki var hægt að skreppa út til að kaupa meiri mjólk. Einn karlanna kallaði þá hátt og snjallt yfir hópinn: "nú þetta er allt í lagi, við mjólkum bara Gunnu!" - við mikinn fögnuð og hlátur viðstaddra. Ég var þá svo ung og ný í starfi að ég þorði ekkert að segja en fölnaði innra með mér. Þetta er því miður bara eitt dæmi af mörgum. 36. Ég get bara sagt #meetoo. Draumurinn minn er að verða besti framenda vefari á Íslandi með hönnun sem styrkleika. Núna er ég ekki einu sinni í þessum heimi lengur. Fór tilbaka í auðvelda heiminn. Sakna nördismans. Langar mest að leysa vandamál og gera notendur hamingjusama. 37. Ég hef einungis lent í sexisma. Nýr gaur beint úr skóla: "Af hverju ætti ég að hlusta á þig" þegar ég er doing the brief. Kastað css for dummies á borðið mitt: "Ef þú vilt að þetta verði gert geturðu bara lært það sjálf" þegar ég starfaði við samræmingu kerfa á og viðmóts á nýjum vef. Kvart frá yfirmanni um að ég fari alltaf svo snemma að sækja þessi helvítis börn (eftir 8 tíma vinnudag). Allskonar svona sjitt en ekkert káf eða neitt svoleiðis. 38. Var ég búin að segja í ykkur frá klámpóstlistanum sem var rekinn í fyrirtækinu þar sem ég starfaði fyrst sem verkefnastjóri? Allt fyrsta árið hjá fyrirtækinu var þetta í gangi, fyrst í laumi en svo sífellt augljósara þar til það þótti bara í lagi að draga upp og ræða sendingarnar fyrir framan mig og menn að reyna að toppa hvern annan í smekklegheitum. Ég heimtaði að fara á listann í nafni jafnréttisins og spammaði hann svo með ellismellahommaleðurklámi þar til mér var fleygt af honum fyrir substandard klámsendingar. Ég gerði ítrekaðar athugasemdir við þessa framkomu og tilvist listans en ekki fór hann. Það var ekki fyrr en ég skrifaði langt bréf til framkvæmdastjórans og var við það að hætta að listinn var fjarlægður. Þá stóð reyndar til að ráða fleiri konur og ég benti á að það væri ekki hægt að bjóða þeim upp á þetta en auðvitað var ég máluð upp sem húmorslausa pían sem eyðilagði þessa fínu rúnk stemmingu í fyrirtækinu. 39. Framsækið vefportal gerði samning við einhvern strípistað um beina útsendingu á strippi á vefnum - alveg í fyrsta sinn á Íslandi... opið stripp fyrir almenning... engin leið til að kanna hver var að horfa auðvitað, börn eða fullorðnir. Það var sett upp stúdíó niðri á Laugavegi á skrifstofu fjármálastjórans ef ég var rétt. Og af einhverri ástæðu þurftu 3 samstarfsmenn mínir að vera inni í herberginu með dömunum til að tryggja að útsendingin af strippinu gengi nú að óskum. Ef ég man rétt gerðist þetta í einhver 3 skipti við hávær mótmæli kvennanna á staðnum, bæði yfir framkomu samstarfsmannanna og því að bjóða yfir höfuð upp á fyrirbærið. Ég man samt ekki afhverju díllinn var ekki endurnýjaður, líklegar af því að þetta náði ekki að trekkja inn á staðinn heldur en að það væri tekið mark á okkur. 40. Einn þeirra manna sem talar nú um að umræðan sé komin of langt lagði á mig endalausar prófraunir sem verkefnastjóra til að kanna hvort ég væri starfinu örugglega vaxin, þegar hann vann sem aðkeyptur ráðgjafi hjá viðskiptavini, sem hafði valið að kaupa hugbúnaðarlausn frá mínu fyrirtæki en ekki hans. Samkeppnin og rígurinn milli fyrirtækjanna okkar birtist með ýmsum hætti m.a. rasisma gagnvart erlendum starfsmanni en birtist í sexisma þegar kom að mér. Síðar átti ég eftir að vinna “með” öðrum starfmanni þessa sama ráðgjafafyrirtækis og var þá kominn annar úr sama frat-partýi. Neitaði að senda gögn, hrútskýrði framyfir mjaltir, kommentaði "jájá,[skítaglott] ert þú að fara heim með þessum lúða?" þegar hann rakst á mig á djamminu með manninum mínum til 10 ára (þegiðu gaur, none of your business). Prófraunirnar voru endalausar því í hvert sinn sem einn sjálfskipaður gæðastjórinn/remban sannfærðist var næsti mættur til að kanna mörkin. Þar til þeir vildu svo fá mig í verkefnin sín, en hver nennir að vinna með þessu? Ég sagði pent nei. 41. Ég var forstjóri eins af stærstu íslensku tæknifyrirtækjunum og ein af fjórum konum sem stýrðu 100 stærstu fyrirtækjunum á Íslandi. Ég þurfti að ferðast nokkuð vegna samskipta við birgja og gisti þá oft á sama hóteli og aðrir Íslendingar. Ég var oft eina konan í hópi íslenskra karlmanna á hótelbarnum. Mér leið vel á meðan við töluðum um viðskipti eða þar til ég fór að fá óumbeðin og óeðlileg tilboð. Ég var ítrekað spurð í hvaða herbergi ég væri eins og það væri bara alveg sjálfsagt að ég myndi bara sofa hjá þeim sem spurði. Ég neitaði að gefa upp herbergisnúmerið mitt og spurði í framhaldinu hvað eiginkona þeirra myndi segja um þetta tilboð. Ég fékk aldrei svar við þeirri spurningu. Allt í einu var ég ekki lengur forstjóri eins stærsta tölvufyrirtækis á Íslandi á meðal jafninga erlendis, heldur var ég bara kynlífstækifæri fjarri eiginkonum og börnum. Það er ljóst að jafnrétti verður aldrei náð á meðan karlmenn hugsa svona. 42. Nú er ég búin að vera í nýju starfi í tæpt ár. Í september klagaði ég kollega minn til yfirmanns fyrir áreiti (hann sló mig í rassinn). Yfirmaðurinn minn sagði fyrst að hann myndi taka á þessu með það sama. Mánuði síðar hafði ég ekkert heyrt. Ég ítreka við yfirmanninn og þá vill hann ekkert gera. Ég læt óánægju mína í ljós og þá spyr hann mig "hvað viltu að ég geri"....Hver er yfirmaðurinn?....Lokst felst hann á við að ræða við viðkomandi. Þegar við hittumst aftur ætlaðist ég til að hann myndi segja mér hver staðan á málinu væri. Það hafði yfirmaðurinn minn ekki hugsað sér að gera. Nú voru liðnir 2 mánuðir og 1 vika frá því að ég kvartaði fyrst. Að lokum fór ég með málið á næsta stig til yfirmanns yfirmanns míns og þá var það sett í hefðbundið ferli sem endaði með blett á starfsmannaskrá viðkomandi. Ég og maðurinn sem áreitti mig er 25 árum eldri en ég, er giftur og á uppkomin börn. Við sitjum á sömu skrifstofu, ca. 6 metra frá hvort öðru. Þetta var bara brot. 43. Fyrir tæpum áratug hóf ég störf hjá stóru hátæknifyrirtæki þar sem 90% starfsmanna á þeim tíma voru karlmenn. Á fyrsta staffadjamminu greip samstarfsmaður um mig á dansgólfinu, þuklaði mig upp og niður (þar með á brjóstunum) og sagðist ætla með mig heim. Ég náði að komast burt frá honum en á mánudeginum ræddi ég þetta við samstarfskonu. Hún sagði að hann léti svona á öllum djömmum og ég þyrfti bara að passa mig á honum. Ég og maðurinn vorum með sama yfirmann (konu) sem ég ræddi við um það sem gerðist. Hún hneykslaðist á frásögn minni og sagðist ekki trúa sliku upp á hann. Ekki svo löngu seinna lét ég færa mig innan fyrirtækisins og hætti svo einhverjum árum síðar. Sameiginlegi yfirmaður okkar var rekin (vegna annarra mála) eftir að ég hætti en eftir því sem ég veit best er maðurinn þar enn. 44. Ég hef (sem betur fer) lent í fáum svona tilfellum en gæti bunað hingað inn endalausri runu af niðurlægjandi kommentum og atvikum sem eru ekki af kynferðislegum máta. Til dæmis vann ég eitt sinn fyrir veiruvarnarfyrirtæki og eitt sumar vorum við að drukkna í vinnu. Ég og önnur kona vorum búnar að vinna sleitulaust og vorum kófsveittar við að hreinsa tölvur af sérlega slæmum vírus þegar fréttakona frá Morgunblaðinu kom og var að fjalla um málið. Þegar kom að því að taka mynd fyrir fréttina þá var okkur tveimur ýtt út úr tölvuhrúgunni og strákur sem vann það sumar í afgreiðslunni látinn sitja fyrir. Við vorum greinilega ekki nógu "nördalegar" konurnar. 45. Besta atriðið sem ég lenti í var miðaldra karl sem hringdi vegna tölvuvandræða. Þegar ég svaraði hikaði hann en sagðist svo hafa beðið um samband við tækniMANN. Ég sagðist vera einn slíkur og þá hóstaði hann loks upp vandamálinu. Það keyrði þó um þverbak þegar manngarmurinn þurfti svo að koma með tölvuna til mín. Ég varð að segja honum að hann hefði komið með skjáinn en ekki tölvuna og þá rauk hann út í fússi og ég heyrði ekki meir í honum. Hefur sennilega náð sambandi við tækniMANN annars staðar 46. Ég er ótrúlega ánægð með þessa umræðu, ég hef oftar en einu sinni og oftar en tvisvar orðið fyrir mismunandi kynbundinni mismunun og áreitni og ætla að deila með ykkur einni sögu. Fyrir 2 árum síðan var maður að vinna með mér. Honum fannst í óspurðum fréttum viðeigandi að segja mér frá því að hann væri frábær í því að sleikja kynfæri kvenna, ég myndi hreinlega öskra af ánægju ef ég yrði svo heppin að kynnast því, ég þáði ekki boðið.... Á þessum tíma komu upp fleiri atvik bæði gagnvart mér og eins veit ég af öðrum stelpum sem lentu í honum á þessum tíma. Engin kvartaði undan honum þá, en ég vona innilega að þessi umræða muni gefa stelpum styrk til að segja frá þegar þær lenda í svona hlutum, svo hægt sé að bregðast við. 47. Muniði eftir strandablakvellinum á Agora sýningunni haustið 2000? Hvað mig langaði að sökkva niður úr jörðinni að vera stjórnandi fyrirtækis að selja hugbúnaðarlausnir á sama stað. Og fá svo yfir sig athugasemdirnar: “ættir þú ekki að vera þarna?” eða “kva, bara allar fullklæddar í þessum bás?” Verst fannst mér þó hvað mörgum fannst eðlilegt að nota berar konur til að selja hugbúnað. 48. Í faghóp um forritun á Facebook koma reglulega upp umræður sem tengjast stöðu kvenna í faginu. Nýjasta dæmið eru nokkuð ofsafengnar umræður um hvort það sé eðlilegt að ávarpa hópinn í karlkyni og hvort það sé viðkvæmni eða jafnvel yfirgangur að fara fram á að nota kynlaus ávörp, eins og “sæl” eða “hæ” þegar hópurinn er ávarpaður. Einungis eru nokkrir mánuðir síðan síðasta upphlaup var í sama hópi yfir sk. Google Manifesto. Þær konur sem þar tóku til máls voru sussaðar niður og bent á að téðu manifestoi væri réttilega bent á líkamlegar ástæður þess að þær væru síður til þess fallnar til að starfa á þessu sviði og kúltúr í greininni hefði ekkert með það að gera. Þegar sett var spurningarmerki við að menn tjáðu sig um greinina án þess að hafa lesið hana áttu eftirfarandi skoðanaskipti sér stað: Það er rétt að það komi fram að langflestir kollega okkar ofbauð þetta orðalag og fordæmdu það. 49. „Viltu ekki bara vera sæt og spyrja strákana fyrir mig“ „Vonbrigði að karlarnir láti stelpuna bara tala við mig. Eins og ég sé ekki mikilvægur“ „Er þetta svona þar sem strákarnir gera vinnuna og sjá um tæknistuffið meðan flotta konan er send fram að útskýra og brosa fallega“ „Ég skal borga fyrir vírushreinsun ef þú kemur með mér á deit“ „Raftæki fóru niður í gæðum þegar menn voru neyddir að láta konur vera með“ „Get ég fengið að tala við einhvern annan“ (alltaf beðið um karlmann)“ „Kannski þú sækir strákana til að skoða símann minn, þú getur aðstoðað mig ef ég lendi i vandræðum með stillingarnar á þvottavélinni“ „Viltu ekki sækja einhvern annan áður en ég byrja að útskýra svo ég þurfi ekki að útskýra allt aftur“ „Væri ekki sniðugt að spyrja strákana áður en þú ruglar eitthvað í tölvunni minni“ „Má ég tala frekar við strákinn sem ég ræddi við áðan?“ (Bað um yfirmann og ég kom en vildi aftur undirmanninn afþvi ég var ekki með útlitið sem honum hentaði) „Þú værir sætari ef þú brostir meira“ (eftir að rífast í mér að ég skilji ekki hvernig hugbunaðarvillur virki afþvi ég er of heimsk til þess.. hans orð) „Svona sæt stelpa a ekki að vera svona alvarleg“ (Var einnig búin að útskýra að ég væri heimsk stelpa) Aðeins smá hlutfall af athugasemdum sem ég er orðin allt of vön í vinnunni. Ekki mikið kynferðislegt. Þó að komment a útlit mitt og líkama sé algengt. Þá er það alltaf kynjatengt og niðrandi. 50. Þetta er mín saga núna síðast liðið rúma ár, 1 staður, í 1 deild, þar sem draumur breyttist í martröð Loksins var ég komin í draumastarfið mitt, yess! Vel gert ég ég flutti í nýja deild í vinnunni fyrir rúmu ári síðan, spennandi tímar voru framundan……en það fjaraði út fljótt. Athugasemdir á vinnustaðnum þetta rúma ár hafa verið ótrúlegar og á allt öðru leveli en ég hef kynnst áður í þessum geira. Allt undir því yfirskini að þetta sé bara þeirra „svarti húmor“. Enginn setti út á þessa framkomu, þrátt fyrir að margir heyrðu. Þeir hafa sagt við mig að það þurfi nú að refsa mér rækilega, fara „á mig“ inn í fundarherbergi, ég sé greinilega ekki vön að fá einn „stóran“, einu sinni hrópaði einn á mig yfir herbergið „ég ætla að nauðga þér“, önnur athugasemd var „þú ert svona kona sem allir karlar vilja lemja“. Ég beðin að sækja kaffi af því ég væri nú kona og svo að það væri svo gott að ég væri byrjuð í deildinni því núna mynd ég passa börnin á „börnin í vinnuna“ deginum. Mér sagt yfir allt herbergið að ég hefði verið svo „erfið“ í hinni deildinni sem ég kom úr en svo væri ég bara voða þægileg núna hjá þeim. Þetta eru bara svona brot af athugasemdunum sem ég hef fengið undanfarið árið. Sumt hefur verið minna kynferðislegt og meira bara talað niður til mín og ýjað að vanhæfni i starfi, t.d. áður en ég fór á fund var mér sagt að ég ætti að vera „bara prúð og stillt“ á fundinum og ekki segja neitt og svo spurði viðkomandi annan samstarfsfélaga eftir fundinn„var hún ekki örugglega prúð og stillt á fundinum?“. Sami aðili labbaði inn í herbergið mitt og tilkynnti yfir hópinn að „ég hefði gert gagn í dag“, þegar ég spurði hvað í fokkinu hann ætti við kom, „nei sko ég er að hrósa þér“. Sama aðila fannst við hæfi að lýsa því yfir fyrir framan alla í deildinni minni að það væri svo miklu skemmtilegra að horfa á mig borða pinnaís en alla hina (kallana). Á einu staffa djammi vorum við komin á bar í bænum, samstarfsfélagi þvingaði sér leið með mér inn á klósett, lokaði hurðinni og reyndi að fá mig til að kyssa sig, „en þú ert einmitt svona kona sem ég vildi vera með ef ég ætti ekki konu“, þegar ég neitaði áfram bað hann mig að totta sig, “common bara eitt tott”. Ég náði að koma honum í skilning um að ég væri ekki að fara að gera neitt slíkt. Sagði honum að auk þess væri samstarfskona okkar fyrir utan og hún hefði nú alveg séð hann koma inn á eftir mér. Þá fór hann. 51. Á árshátíð fyrirtækisins þá sá annar samstarfsfélagi ástæðu til að troða hendinni á mér í klofið á sér þegar ég var að faðma viðkomandi á árshátíð. Kæristinn minn sá þetta, hann hefur alltaf trúað mér þegar ég segi honum sögurnar þegar ég kem heim úr vinnunni, en hann var samt shokkeraður að sjá að menn gerðu svona bara fyrir framan alla aðra. Á jólahlaðborði deildarinnar kom aðili að mér og strauk niður bakið á mér og fór að þukla á rassinum á mér. Þegar ég spurði hann hvað væri í gangi og ýtti honum frá mér, þá hló hann bara og sagði „hvaða hvaða“ og gerði það aftur. Aftur ýtti ég honum frá. Annar samstarfsfélagi kom mér þá til varnar og skammaði viðkomandi sem þá reyndi að malda í móinn og sagði að þetta væri allt í lagi því ég hafi alveg gefið honum leyfi, „var það ekki?“ ég sagðist ekki hafa gert það og labbaði í burtu. En ég s.s. drekk nánast ALDREI á staffadjömmum, klæði mig í jogging buxur og vinnuskyrtur í vinnunni, búin að þyngjast fullt og mála mig lítið sem ekkert. Allt til að reyna að fitta bara inn í strákahópinn. Það virðist ekki hjálpa. Ég hef líka reynt að tala við þá um þetta, one on one, reyndi að segja þeim að mér þætti svona konubrandar svoldið þreyttir, „ég meina gerið bara frekar grín af því að ég er feit!“ og reyndi að fá þá verstu til að „hjálpa“ mér með þá vægustu, það dugði í smá stund, en svo kom þetta bara aftur. Ég talaði við hópstjórann minn og síðar deildarstjórann en lítið breyttist. Ég sagði þeim ekki allar svæsnustu sögunar, bara dæmi, og neitaði alltaf að gefa upp hverjir gerendurnir væru, ég væri ekki í e-i hefnd, ég vildi bara að þessi framkoma myndi hætta og þeir myndu taka á því með mér ef ég benti þeim á þetta. Þegar ég spurði deildarstjórann hvort hann gæti ímyndað sér hvers vegna þetta væri að gerast fyrir mig, þá var svarið „ætli það sé ekki af því þú virkar bara svona saklaus og einföld“ og svo síðar kom hann með að ég þyrfti bara að setja mönnum mörk, já ok, takk fyrir EKKERT!!!! Þegar einn sendi inn mynd af mér á allan hópinn með textanum að ég væri „mætt í eldhúsið“ þá ég tók það upp við deildastjórann daginn eftir, treystandi á það að hann myndi standa með mér eftir samtölin okkar um þessi málefni, ég sagði að mér þætti þetta ekki fyndið, en þá sagði deildastjórinn að honum þætti þetta bara geggjað fyndið og ég bara, ok, getur þú útskýrt því ég skil ekki brandarann, þá var svarið, jú af því þú ert svo brjáluð yfir þessu og þú ert svo mikil kvenréttindakona. VÁÁ! Ertu að grínast??? Þá gafst ég upp endanlega, ég rauk út og sagðist ekki geta meir, einn vinnufélagi kom og hitti mig úti með dótið mitt og ég sagði viðkomandi allar sólarsöguna og í þetta sinn hverjir gerendurnir væru í grófustu sögunum. Þessi aðili fór með málið til deildarstjóra sem fór þá með málið í starfsmannahaldið. En ég sé bara fyrir mér að þetta muni aldrei hætta, enda hefur viðhorfið hjá mörgum þarna í deildinni (mest megnis karlar) vegna #meetoo verið bara „iss, hvaða væl er þetta, má bara ekkert lengur?“ Málið er hjá starfsmannahaldi, ég þarf að samþykkja að þeir ræði við aðilana „í mínu nafni“ og þeir fái „gult spjald“, en ég sé bara ekki að þetta muni nokkru tíman breytast og mér finnst þetta vera hópvandamál svo ég sé ekki að það leysist við að láta þessa fá gult spjald í leyni eða láta e-n 1 fara. Fjölskyldan og kærasti minn eru reið, ég er það ekki, ég er bara orkulaus, leið, kvíðin fyrir vinnunni og sorgmædd, þetta var jú búið að vera draumurinn minn svo lengi. Svo ég hugsa að niðurstaðan verði að ég gefist upp og hætti, hef unnið þarna í ca 9 ár, en loksins var ég komin í drauma starfið í þessari nýju deild. Ég vissi svo sem að ég væri að fara í enn meiri karlaheim innan tölvugeirans í þessu starfi sem ég er í núna en ég átti aldrei von á svona framkomu, svo já kannski er ég bara of saklaus og einföld! 52. Þegar ég var nýbyrjuð að vinna eftir nám, mætti ég á fyrstu árshátíðina með þáverandi vinnustað og hitti maka vinnufélaga míns. Hann var háttsettur í ráðgjafafyrirtæki í mínum geira og sagði mér að hann hefði viljað ráða mig, af hverju ég hefði ekki talað við hann. Ég sagði honum eins og var að ég var ekki til í að vinna mikla yfirvinnu (eins og ég vissi að var lenskan á þessum tíma, 2007 og launin toguð upp með yfirvinnu). Þá svaraði hann: "En við bjóðum konum hlutastarf, 40 tíma á viku!". Man ekki hverju ég svaraði en þetta hefur alltaf setið í mér, þvílík vanvirðing við konur. Var bara enn ánægðari að hafa ekki farið að vinna hjá honum. 53. Ég var ekki búin að vinna nema tæpa þrjá mánuði þegar farið var með okkur stjórnendur í vinnuferð út á land. Fyrsta kvöldið var djammað talsvert. Ég fór snemma að sofa, við vorum líklega 3 konur og hátt í 30 karlar og mér leiddist húmorinn. Þegar við sátum í vinnuhópi daginn eftir spurði einn karlanna hvort ég væri ekki góð í sexinu. Ég hváði (spurningin var ekki í neinu samræmi við það sem við vorum að ræða), hann endurtók þá hvort ég væri góð í rúminu. Ég eldroðnaði, leit í kringum mig og sá að allir litu undan og létu eins og þeir heyrðu þetta ekki. Ég sagðist ekki svara svona spurningum og vinnan hélt áfram (með frammíköllum hans uns hann yfirgaf okkur). Ég ræddi hegðun hans við annan sem var í vinnuhópnum sem afsakaði hann með því að hann væri alkóhólisti sem hefði fallið kvöldið áður. Ég sagði honum að mér hefði þótt það mjög óþægilegt að þeir skyldu ekkert hafa sagt og þar með látið eins og þessi hegðun mannsins væri í lagi. Ég klagaði manninn fyrir yfirmanni mínum og yfirmanni hans. Hann kom nokkrum dögum síðar og bað mig afsökunar.. Enginn túlkaði þetta sem kynferðislega áreitni, nema ég. 54. Fyrir nokkrum árum var ég á vinnufundi með 2 vinnufélögum, karlkyns, annar þeirra var í sífellu með neðanmittisbrandara (sem ég hef aldrei haft húmor fyrir). Ég sneri mér að honum og spurði af hverju hann talaði svona við mig? mér þætti þetta óþægilegt og leiðinlegt. Ég sá að þeim þriðja þótti óþægilegt að ég skyldi fara að ræða þetta og blandaði sér ekki í umræðuna. En vinnufélagi minn baðst afsökunar, snarhætti þessu og það bara aldrei skugga á samstarf okkar uppfrá því. Þegar ég lít til baka finnst mér ég hafa lent í ótrúlega fáum svona tilvikum. Kannski af því að ég fór alltaf svo snemma að sofa í vinnuferðum? Af því að það kvisaðist út að ég hafði klagað dónann? Af því að ég var yfirlýst frekja? Eða voru karlarnir sem ég vann með undantekning? Eða varð ég bara strax samdauna þessu?
MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Konur í tækni- upplýsinga- og hugbúnaðariðnaði rjúfa þögnina: „Við krefjumst þess að fá að vinna vinnuna okkar án áreitni, ofbeldis eða mismununar“ Konur í tækni- upplýsinga- og hugbúnaðariðnaði hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðisofbeldi, áreitni og kynbundinni mismunun í starfi. 7. desember 2017 10:41 Fólkið sem rauf þögnina manneskja ársins hjá Time Fólkið sem rauf þögnina og ræddi opinskátt um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi eru manneskja ársins að mati tímaritsins Time. 6. desember 2017 13:12 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Konur í tækni- upplýsinga- og hugbúnaðariðnaði rjúfa þögnina: „Við krefjumst þess að fá að vinna vinnuna okkar án áreitni, ofbeldis eða mismununar“ Konur í tækni- upplýsinga- og hugbúnaðariðnaði hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðisofbeldi, áreitni og kynbundinni mismunun í starfi. 7. desember 2017 10:41
Fólkið sem rauf þögnina manneskja ársins hjá Time Fólkið sem rauf þögnina og ræddi opinskátt um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi eru manneskja ársins að mati tímaritsins Time. 6. desember 2017 13:12