Óttast að sterkir vindar geri eldana í Kaliforníu enn verri Kjartan Kjartansson skrifar 7. desember 2017 11:27 Hús fuðra upp í einum eldanna sem geisa í sunnanverðri Kaliforníu. Vísir/AFP Sérfræðingar vara því að veðuraðstæður eigi eftir að gera slökkviliðsmönnum enn erfiðara fyrir að ná tökum á kjarreldunum sem loga í suðurhluta Kaliforníu í dag. Hundruð slökkviliðsmanna glíma nú við eldana en þeir hafa meðal annars náð til hverfa auðmanna í Los Angeles. Eldarnir í Suður-Kaliforníu eru með þeim verstu í manna minnum. Yfirvöld í ríkinu hafa gefið út fjólubláa viðvörun, hæstu mögulega viðvörun vegna „gríðarlega alvarlegs eldveðurs“. Um 200.000 manns hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín undanfarna daga og eru skyldurýmingar sums staðar enn í gildi. Heitt og þurrt hefur verið í veðri í sunnanverðri Kaliforníu. Staðbundnir vindar, svonefndir Santa Ana-vindar, hafa bæði stuðlað að þeim eldfimu aðstæðum og blásið lífi í eldana sem hafa kviknað.Myndbandið hér fyrir neðan var tekið á hraðbraut nærri Los Angeles snemma morguns.Shocking video shows wildfire raging next to highway full of early-morning commuters in Los Angeles. https://t.co/sbp5JvSesP pic.twitter.com/kUYDAoac3u— ABC News (@ABC) December 7, 2017 Spáð er að bæta muni í vindinn í dag með vindhviðum allt að 35 m/s, að því er segir í frétt CNN. Tim Chavez, sérfræðingur í hegðun elda, segir að eldarnir geti breytt mikið úr sér við þessar aðstæður. Stórir eldar loga nú þegar á nokkrum stöðum í Kaliforníu. „Það verður ekki hægt að glíma við eldana í vindi af þessu tagi,“ segir Ken Pimlott, yfirmaður slökkviliðsmála í Kaliforníu, að því er kemur fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC. Nokkur hús í Bel-Air-hverfinu í Los Angeles hafa meðal annars orðið eldinum að bráð. Í hverfinu búa stórstjörnur og auðkýfingar eins og söngkonan Beyoncé og Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX. Yfirvöld hafa ekki getað slegið á hversu mörg íbúðarhús hafi brunnið í stærsta eldinum í Venturas-ýslu vegna þess að enn logar glatt í þeim. Að minnsta kosti 150 hús eru þó talin hafa eyðilagst fram að þessu.Myndunum af eldunum hér fyrir neðan tísti Randy Bresnik, bandarískur geimfari um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni.I was asked this evening if we can see the SoCal fires from space. Yes Faith, unfortunately we can. May the Santa Ana's die down soon. #Californiawildfire pic.twitter.com/qNzjTjWa4t— Randy Bresnik (@AstroKomrade) December 6, 2017 Tengdar fréttir Hundruð heimila orðið skógareldum að bráð Norðan af Los Angeles geisa nú illvígir skógareldar. 6. desember 2017 07:44 Þúsundum gert að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda í Kaliforníu Eldurinn kviknaði snemma í gærkvöldi að staðartíma í Ventura-sýslu og breiddist hratt út þar sem hann var búinn að brenna um 4000 hektara af landi á aðeins nokkrum klukkutímum. 5. desember 2017 11:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Sérfræðingar vara því að veðuraðstæður eigi eftir að gera slökkviliðsmönnum enn erfiðara fyrir að ná tökum á kjarreldunum sem loga í suðurhluta Kaliforníu í dag. Hundruð slökkviliðsmanna glíma nú við eldana en þeir hafa meðal annars náð til hverfa auðmanna í Los Angeles. Eldarnir í Suður-Kaliforníu eru með þeim verstu í manna minnum. Yfirvöld í ríkinu hafa gefið út fjólubláa viðvörun, hæstu mögulega viðvörun vegna „gríðarlega alvarlegs eldveðurs“. Um 200.000 manns hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín undanfarna daga og eru skyldurýmingar sums staðar enn í gildi. Heitt og þurrt hefur verið í veðri í sunnanverðri Kaliforníu. Staðbundnir vindar, svonefndir Santa Ana-vindar, hafa bæði stuðlað að þeim eldfimu aðstæðum og blásið lífi í eldana sem hafa kviknað.Myndbandið hér fyrir neðan var tekið á hraðbraut nærri Los Angeles snemma morguns.Shocking video shows wildfire raging next to highway full of early-morning commuters in Los Angeles. https://t.co/sbp5JvSesP pic.twitter.com/kUYDAoac3u— ABC News (@ABC) December 7, 2017 Spáð er að bæta muni í vindinn í dag með vindhviðum allt að 35 m/s, að því er segir í frétt CNN. Tim Chavez, sérfræðingur í hegðun elda, segir að eldarnir geti breytt mikið úr sér við þessar aðstæður. Stórir eldar loga nú þegar á nokkrum stöðum í Kaliforníu. „Það verður ekki hægt að glíma við eldana í vindi af þessu tagi,“ segir Ken Pimlott, yfirmaður slökkviliðsmála í Kaliforníu, að því er kemur fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC. Nokkur hús í Bel-Air-hverfinu í Los Angeles hafa meðal annars orðið eldinum að bráð. Í hverfinu búa stórstjörnur og auðkýfingar eins og söngkonan Beyoncé og Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX. Yfirvöld hafa ekki getað slegið á hversu mörg íbúðarhús hafi brunnið í stærsta eldinum í Venturas-ýslu vegna þess að enn logar glatt í þeim. Að minnsta kosti 150 hús eru þó talin hafa eyðilagst fram að þessu.Myndunum af eldunum hér fyrir neðan tísti Randy Bresnik, bandarískur geimfari um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni.I was asked this evening if we can see the SoCal fires from space. Yes Faith, unfortunately we can. May the Santa Ana's die down soon. #Californiawildfire pic.twitter.com/qNzjTjWa4t— Randy Bresnik (@AstroKomrade) December 6, 2017
Tengdar fréttir Hundruð heimila orðið skógareldum að bráð Norðan af Los Angeles geisa nú illvígir skógareldar. 6. desember 2017 07:44 Þúsundum gert að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda í Kaliforníu Eldurinn kviknaði snemma í gærkvöldi að staðartíma í Ventura-sýslu og breiddist hratt út þar sem hann var búinn að brenna um 4000 hektara af landi á aðeins nokkrum klukkutímum. 5. desember 2017 11:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Hundruð heimila orðið skógareldum að bráð Norðan af Los Angeles geisa nú illvígir skógareldar. 6. desember 2017 07:44
Þúsundum gert að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda í Kaliforníu Eldurinn kviknaði snemma í gærkvöldi að staðartíma í Ventura-sýslu og breiddist hratt út þar sem hann var búinn að brenna um 4000 hektara af landi á aðeins nokkrum klukkutímum. 5. desember 2017 11:35