Nú geta allir fylgst með Hrafnistu á Snapchat Guðný Hrönn skrifar 7. desember 2017 10:45 Núna getur hver sem er fengið innsýn í starfið á Hrafnistu í gegnum Snapchat. Hjúkrunarheimilið Hrafnista er byrjað að nota Snapchat og er ef til vill fyrsta hjúkrunarheimili Evrópu til að taka þann samfélagsmiðil í notkun. „Við höfum það ekki staðfest en við vitum ekki um neitt hjúkrunarheimili sem er að nota Snapchat,“ segir Árdís Hulda Eiríksdóttir, forstöðumaður Hrafnistu í Hafnarfirði. Spurð út í hvernig þetta kemur til segir Árdís: „Í raun og veru erum við búin að ganga með þessa hugmynd í maganum í smá tíma. Við erum náttúrulega gríðarlega stórt fyrirtæki og við viljum nýta tæknina til að ná til sem breiðasts hóps fólks.“„Aðalmarkmiðið er að kynna starf Hrafnistu frá ólíkum sjónarhornum og gefa starfsfólkinu tækifæri til að sýna hvað felst í starfinu.“ Eins og áður sagði opnaði Hrafnista Snapchat í gær þannig að það er ekki komin mikil reynsla á verkefnið. En Árdís segir planið vera þannig að hver deild eða starfsmannahópur hafi umsjón með Snapchat í viku í senn. „Þá geta þau sýnt hvað þau eru að gera í vinnunni, frá viðburðum og svo framvegis. Það eru um 1.200 starfsmenn hjá okkur á sex Hrafnistuheimilum. Þannig að starfsmenn Hrafnistu geta líka sýnt öðrum starfsmönnum hvernig þeir gera hlutina. Og þetta er í raun fyrir alla sem hafa áhuga á að kynnast starfinu og ekki síst fyrir vini og ættingja íbúa Hrafnistu og íbúana sjálfa,“ útskýrir Árdís. Hún segir verkefnið fara vel af stað og nú þegar eru um 150 fylgjendur að fylgjast með Hrafnistu á Snapchat. Spurð út í hvernig íbúar Hrafnistu taki í Snapchat-verkefnið segir Árdís: „Þeim finnst þetta skemmtilegt og fólk er yfirleitt til í að vera með. Þau eru voða spennt fyrir þessu. En það eru auðvitað ákveðnar reglur um hvernig má nota Snapchat inni á Hrafnistu. Við gerum ekkert án samþykkis fólks og virðum einkalíf þess.“ Árdís mælir að lokum með að allir sem hafa áhuga á að fá innsýn í starf Hrafnistu bæti HrafnistaDAS á Snapchat. Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Frægar í fantaformi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Lífið Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Sjá meira
Hjúkrunarheimilið Hrafnista er byrjað að nota Snapchat og er ef til vill fyrsta hjúkrunarheimili Evrópu til að taka þann samfélagsmiðil í notkun. „Við höfum það ekki staðfest en við vitum ekki um neitt hjúkrunarheimili sem er að nota Snapchat,“ segir Árdís Hulda Eiríksdóttir, forstöðumaður Hrafnistu í Hafnarfirði. Spurð út í hvernig þetta kemur til segir Árdís: „Í raun og veru erum við búin að ganga með þessa hugmynd í maganum í smá tíma. Við erum náttúrulega gríðarlega stórt fyrirtæki og við viljum nýta tæknina til að ná til sem breiðasts hóps fólks.“„Aðalmarkmiðið er að kynna starf Hrafnistu frá ólíkum sjónarhornum og gefa starfsfólkinu tækifæri til að sýna hvað felst í starfinu.“ Eins og áður sagði opnaði Hrafnista Snapchat í gær þannig að það er ekki komin mikil reynsla á verkefnið. En Árdís segir planið vera þannig að hver deild eða starfsmannahópur hafi umsjón með Snapchat í viku í senn. „Þá geta þau sýnt hvað þau eru að gera í vinnunni, frá viðburðum og svo framvegis. Það eru um 1.200 starfsmenn hjá okkur á sex Hrafnistuheimilum. Þannig að starfsmenn Hrafnistu geta líka sýnt öðrum starfsmönnum hvernig þeir gera hlutina. Og þetta er í raun fyrir alla sem hafa áhuga á að kynnast starfinu og ekki síst fyrir vini og ættingja íbúa Hrafnistu og íbúana sjálfa,“ útskýrir Árdís. Hún segir verkefnið fara vel af stað og nú þegar eru um 150 fylgjendur að fylgjast með Hrafnistu á Snapchat. Spurð út í hvernig íbúar Hrafnistu taki í Snapchat-verkefnið segir Árdís: „Þeim finnst þetta skemmtilegt og fólk er yfirleitt til í að vera með. Þau eru voða spennt fyrir þessu. En það eru auðvitað ákveðnar reglur um hvernig má nota Snapchat inni á Hrafnistu. Við gerum ekkert án samþykkis fólks og virðum einkalíf þess.“ Árdís mælir að lokum með að allir sem hafa áhuga á að fá innsýn í starf Hrafnistu bæti HrafnistaDAS á Snapchat.
Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Frægar í fantaformi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Lífið Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Sjá meira