Orðrómurinn um kaupandann líklega á rökum reistur Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. desember 2017 06:31 Salvator Mundi, dýrasta málverk sögunnar. Vísir/Getty Dýrasta málverk sögunnar, sem talið er vera eftir Leonardo da Vinci, er nú á leið til Abu Dhabi í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum. Hið glænýja og fokdýra listasafn borgarinnar, Louvre Abu Dhabi, greindi frá því á Twitter-síðu sinni í gær að verkið væri „á leiðinni“ til safnsins en hefur ekki sagt til um hvort það verði þar til sýnis eður ei.Fjölmiðlar ytra telja nú ljóst að orðrómurinn um uppboðið hafi verið réttur - málverkið hafi verið slegið vellauðugum olíufursta við Persaflóa. New York Times hefur meðal annars sagt kaupandanna vera prinsinn Bader bin Abdullah bin Mohammed bin Farhan al-Saud og vísaði í gögn sem blaðið hafði undir höndum. Uppboðshúsið Christie's hefur þvertekið fyrir að nafngreina kaupandann.Da Vinci's Salvator Mundi is coming to #LouvreAbuDhabi pic.twitter.com/Zdstx6YFZG— Louvre Abu Dhabi (@LouvreAbuDhabi) December 6, 2017 Vísir greindi frá uppboðinu í New York á sínum tíma. Eftir um 20 mínútna þref var málverkið, sem ber nafnið Salvator Mundi eða Frelsari heimsins, selt fyrir 450 milljónir bandaríkjadala - rúmlega 46 milljarða íslenskra króna. Er því um að ræða dýrasta málverk sögunnar.Sjá einnig: Dýrasta málverk sögunnar er kannski eftir Leonardo da Vinci Skiptar skoðanir eru innan listaheimsins um hvort að verkið sé raunverulega eftir da Vinci. Uppboðshúsið er þó sannfært um að verkið sé eftir ítalska meistarann og segir það „stærstu listauppgötvun 20. aldarinnar.“ Safnið Louvre Abu Dhabi opnaði fyrr í þessum mánuði eftir að hafa verið um 10 ár í byggingu. Framkvæmdin kostaði ríflega 140 milljarða íslenskra króna. Þar má nú sjá rúmlega 900 listmuni, þar af eru 300 sem safnið hefur fengið lánað frá systursafni sínu í Frakklandi. Safnið í Abu Dhabi greiðir Louvre-safninu í París milljarða króna fyrir lánið á mununum - sem og fyrir að mega nota nafn hins heimsfræga listasafns. Tengdar fréttir Svona fara 46 milljarðar á uppboði Verkið Salvador Mundi, sem talið er vera eftir Leonardo da Vinci, varð í síðustu viku dýrasta málverk sögunnar. 21. nóvember 2017 13:30 Dýrasta málverk sögunnar er kannski eftir Leonardo da Vinci Verkið Salvador Mundi var slegið hæstbjóðanda á 450 milljónir dala í gær. 16. nóvember 2017 07:22 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Sjá meira
Dýrasta málverk sögunnar, sem talið er vera eftir Leonardo da Vinci, er nú á leið til Abu Dhabi í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum. Hið glænýja og fokdýra listasafn borgarinnar, Louvre Abu Dhabi, greindi frá því á Twitter-síðu sinni í gær að verkið væri „á leiðinni“ til safnsins en hefur ekki sagt til um hvort það verði þar til sýnis eður ei.Fjölmiðlar ytra telja nú ljóst að orðrómurinn um uppboðið hafi verið réttur - málverkið hafi verið slegið vellauðugum olíufursta við Persaflóa. New York Times hefur meðal annars sagt kaupandanna vera prinsinn Bader bin Abdullah bin Mohammed bin Farhan al-Saud og vísaði í gögn sem blaðið hafði undir höndum. Uppboðshúsið Christie's hefur þvertekið fyrir að nafngreina kaupandann.Da Vinci's Salvator Mundi is coming to #LouvreAbuDhabi pic.twitter.com/Zdstx6YFZG— Louvre Abu Dhabi (@LouvreAbuDhabi) December 6, 2017 Vísir greindi frá uppboðinu í New York á sínum tíma. Eftir um 20 mínútna þref var málverkið, sem ber nafnið Salvator Mundi eða Frelsari heimsins, selt fyrir 450 milljónir bandaríkjadala - rúmlega 46 milljarða íslenskra króna. Er því um að ræða dýrasta málverk sögunnar.Sjá einnig: Dýrasta málverk sögunnar er kannski eftir Leonardo da Vinci Skiptar skoðanir eru innan listaheimsins um hvort að verkið sé raunverulega eftir da Vinci. Uppboðshúsið er þó sannfært um að verkið sé eftir ítalska meistarann og segir það „stærstu listauppgötvun 20. aldarinnar.“ Safnið Louvre Abu Dhabi opnaði fyrr í þessum mánuði eftir að hafa verið um 10 ár í byggingu. Framkvæmdin kostaði ríflega 140 milljarða íslenskra króna. Þar má nú sjá rúmlega 900 listmuni, þar af eru 300 sem safnið hefur fengið lánað frá systursafni sínu í Frakklandi. Safnið í Abu Dhabi greiðir Louvre-safninu í París milljarða króna fyrir lánið á mununum - sem og fyrir að mega nota nafn hins heimsfræga listasafns.
Tengdar fréttir Svona fara 46 milljarðar á uppboði Verkið Salvador Mundi, sem talið er vera eftir Leonardo da Vinci, varð í síðustu viku dýrasta málverk sögunnar. 21. nóvember 2017 13:30 Dýrasta málverk sögunnar er kannski eftir Leonardo da Vinci Verkið Salvador Mundi var slegið hæstbjóðanda á 450 milljónir dala í gær. 16. nóvember 2017 07:22 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Sjá meira
Svona fara 46 milljarðar á uppboði Verkið Salvador Mundi, sem talið er vera eftir Leonardo da Vinci, varð í síðustu viku dýrasta málverk sögunnar. 21. nóvember 2017 13:30
Dýrasta málverk sögunnar er kannski eftir Leonardo da Vinci Verkið Salvador Mundi var slegið hæstbjóðanda á 450 milljónir dala í gær. 16. nóvember 2017 07:22