Eins og komið hefur fram þá valdi tímaritið Time fólkið sem rauf þögnina og ræddi opinskátt um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi sem manneskju ársins að mati tímaritsins Time.
Taylor Swift og Ashley Judd eru meðal þeirra sem prýða forsíðuna en það hefur vakið athygli og jafnvel reiði glöggra lesenda á samfélagsmiðlum í dag er olnboginn sem sést í hægra horninu, en það lítur út fyrir að einhver hafi verið klipptur út af myndinni.
Nú hefur ritstjóri Time, Edward Felsenthal, útskýrt olnbogann en það kemur í ljós að hann hefur merkilega þýðingu. „Þessi hendi tilheyrir konu sem við töluðum við fyrir greinina, starfsmaður á spítala, sem fannst hún ekki geta komið fram undir nafni þar sem það gæti haft áhrif á starf hennar.“
Hendin táknar því í raun allt það fólk sem treystir sér ekki til þess að koma fram undir nafni en í krafti fjöldans segir sögu sína.
Við elskum þessi forsíðu og þetta val Time í ár!
Glamour