Getur ekki horft í augun á ferðamönnum vegna Ingólfsbrunns Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. desember 2017 16:00 Ingólfsbrunnur í Aðalstræti í Reykjavík hefur ekki mikið aðdráttarafl þessa dagana. Birgir Jónsson Birgir Jónsson, trommari í Dimmu og verslunarrekandi í Aðalstræti, segir vandræðalegt að horfa upp á hundruð erlendra ferðamanna á degi hverjum virða fyrir sér Ingólfsbrunn. Tæpt ár er síðan plexíglerið í brunninum brotnaði og ekkert hefur borið á viðgerð. „Maður er bara kominn í borgaralega óhlýðni,“ segir Birgir á léttum nótum en hann vakti máls á ástandi brunnsins á Facebook í morgun. „Þetta er búið að vera svona lungan af árinu, líklega tæpt ár.“Ekkert gerist Ingólfsbrunnur var eitt aðalvatnsból Reykjavíkur á árum áður og kenndur við Ingólf Arnarson sem talinn er hafa búið í bæ þar sem nú er Aðalstræti. Brunnurinn er einn af reglulegum stoppum sumra leiðsögumanna í miðbænum en þar hefur verið lítið að sjá undanfarið ár. Glerið hefur verið matt, lítið hægt að sjá í gegnum það og nú er það brotið. „Þetta er svo bjánalegt. Það er verið að reyna að selja Reykjavík sem fallega borg og hingað koma fleiri hundruð ferðamenn á hverjum degi. Maður getur ekki horft í augun á þessu fólki.“ Erlendir ferðamenn að virða brunninn fyrir sér í morgunsárið.Birgir Jónsson Hann segir eina rúðuna í brunninum brotna en hinar svo skítugar að þær teljist væntanlega ónýtar, enda sjáist ekkert í gegnum þær. Endurtekið hafi verið haft samband við Reykjavíkurborg þar sem vel er tekið í erindið, en ekkert gerist. „Ég efast samt ekkert um að verkefnalistinn sé langur,“ segir Birgir sem rekur verslunina Madison Ilmhús við hlið brunnsins.Fýkur um allt Birgir telur glerið hafa brotnað af ókunnum ástæðum snemma á árinu. Við því hafi verið brugðist með því að loka fyrir brotna glerið með timbri og setja upp keilur í kring. „Svo fýkur þetta og maður er að elta þetta út um allt,“ segir Birgir langþreyttur á ástandinu. Í þræði Birgis á Facebook segir tónlistarmaðurinn Valur Heiðar Sævarsson, oft kenndur við Buttercup, að hann fari reglulega þarna framhjá með ferðamenn. Hann sé hins vegar hættur að benda þeim á brunninn Fréttastofa hefur sent Reykjavíkurborg fyrirspurn vegna málsins. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Birgir Jónsson, trommari í Dimmu og verslunarrekandi í Aðalstræti, segir vandræðalegt að horfa upp á hundruð erlendra ferðamanna á degi hverjum virða fyrir sér Ingólfsbrunn. Tæpt ár er síðan plexíglerið í brunninum brotnaði og ekkert hefur borið á viðgerð. „Maður er bara kominn í borgaralega óhlýðni,“ segir Birgir á léttum nótum en hann vakti máls á ástandi brunnsins á Facebook í morgun. „Þetta er búið að vera svona lungan af árinu, líklega tæpt ár.“Ekkert gerist Ingólfsbrunnur var eitt aðalvatnsból Reykjavíkur á árum áður og kenndur við Ingólf Arnarson sem talinn er hafa búið í bæ þar sem nú er Aðalstræti. Brunnurinn er einn af reglulegum stoppum sumra leiðsögumanna í miðbænum en þar hefur verið lítið að sjá undanfarið ár. Glerið hefur verið matt, lítið hægt að sjá í gegnum það og nú er það brotið. „Þetta er svo bjánalegt. Það er verið að reyna að selja Reykjavík sem fallega borg og hingað koma fleiri hundruð ferðamenn á hverjum degi. Maður getur ekki horft í augun á þessu fólki.“ Erlendir ferðamenn að virða brunninn fyrir sér í morgunsárið.Birgir Jónsson Hann segir eina rúðuna í brunninum brotna en hinar svo skítugar að þær teljist væntanlega ónýtar, enda sjáist ekkert í gegnum þær. Endurtekið hafi verið haft samband við Reykjavíkurborg þar sem vel er tekið í erindið, en ekkert gerist. „Ég efast samt ekkert um að verkefnalistinn sé langur,“ segir Birgir sem rekur verslunina Madison Ilmhús við hlið brunnsins.Fýkur um allt Birgir telur glerið hafa brotnað af ókunnum ástæðum snemma á árinu. Við því hafi verið brugðist með því að loka fyrir brotna glerið með timbri og setja upp keilur í kring. „Svo fýkur þetta og maður er að elta þetta út um allt,“ segir Birgir langþreyttur á ástandinu. Í þræði Birgis á Facebook segir tónlistarmaðurinn Valur Heiðar Sævarsson, oft kenndur við Buttercup, að hann fari reglulega þarna framhjá með ferðamenn. Hann sé hins vegar hættur að benda þeim á brunninn Fréttastofa hefur sent Reykjavíkurborg fyrirspurn vegna málsins.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira