Hvetur konur til þess að kynna sér kraftlyftingar Aron Ingi Guðmundsson skrifar 5. desember 2017 12:18 „Ég hvet bara stelpur til að kynna sér þetta og ekki vera hræddar," segir sterkasta kona Íslands. mynd/kjóarnir „Ég hvet bara stelpur til að kynna sér þetta og ekki vera hræddar. Það er ótrúlega skemmtilegt fólk í þessu og maður fær aldrei illt augnaráð, dómararnir eru meira að segja að styðja mann og andstæðingarnir líka. Svo myndast tengsl og fólk planar hittinga, æfingar og næstu mót. Það besta við þetta er að það geta allir tekið þátt, þú þarft ekkert að vera atvinnumaður til að keppa á móti.“ segir Bílddælingurinn Zane Kauzena sem vann mót síðastliðið haust þar sem keppt var um sterkustu konu landsins. Zane flutti til Íslands árið 2004 frá Lettlandi, og flutti til Bíldudals fyrir ári síðan. Hún segir að það sé engin tilviljun að mikið af aflraunafólki komi frá Vestfjörðum, þar sé svo hreint loft og minna stress. Hún hefur einungis æft aflraunalyftingar í rúmt ár og það var bróðir hennar sem veitti henni innblástur, en hann æfir greinina líka.„Margir eru hissa að kona sé að gera þetta, sérstaklega fæ ég margar spurningar frá eldra fólki," segir Zane.mynd/zane„Bróðir minn var búinn að æfa þetta í tvö eða þrjú ár. Við fórum saman í ræktina, þetta vatt upp á sig. Mér fannst bara svo gaman að vera með þessu fólki og fann að mér gekk vel og mér gekk rosalega vel á fyrsta mótinu mínu, þannig að ég ákvað að halda áfram,“ segir hún og bætir við að margar konur séu forvitnar um íþróttagreinina, en þori ekki að stíga út fyrir þægindarammann.Fær aðrar spurningar en karlarnir Zane segist finna fyrir ákveðnum fordómum að hún skuli stunda kraftlyftingar. „Margir eru hissa að kona sé að gera þetta, sérstaklega fæ ég margar spurningar frá eldra fólki. Svo eru sumir sem segja kannski við kærastann minn að hann þurfi nú að haga sér víst að konan sé að lyfta. Þetta er svolítið skrýtið því fólk færi aldrei að segja þetta við konu, að hún þyrfti að haga sér því maðurinn hennar væri svo sterkur. En svo finnst mörgum þetta svaka flott. Þetta er mikið vinsælla úti, þar eru mótin fjölmenn og áhorfendur margir og mótin standa yfir í tvo til þrjá daga. Okkur langar mikið að fá fleiri stelpur í hópinn svo hægt sé að halda fleiri og stærri mót.“ Kærasti Zane hefur staðið við bakið á henni sem stytta. „Hann er áhugasamur um hvað mér gengur vel og er duglegur að leita að mótum fyrir mig til að taka þátt í, sérstaklega mót sem eru erlendis. Ég er einmitt að stefna á mót sem heitir GPC og verður haldið í Frakklandi á næsta ári. Hann er líka duglegur að benda mér á þegar ég er að bæta mig. Svo hefur vinnustaðurinn minn stutt mig vel og sýnt þessu skilning. Það fyndna er að sonur minn sem verður 9 ára í vor er ekkert áhugasamur um þetta. Hann sýnir árangri bróðir míns meiri áhuga en veit ekki alveg hvað hann á að segja við mig eftir mót. Ég fæ mesta lagi „já flott hjá þér“ frá honum og svo ekkert meira,“ segir Zane. Aðrar íþróttir Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Sjá meira
„Ég hvet bara stelpur til að kynna sér þetta og ekki vera hræddar. Það er ótrúlega skemmtilegt fólk í þessu og maður fær aldrei illt augnaráð, dómararnir eru meira að segja að styðja mann og andstæðingarnir líka. Svo myndast tengsl og fólk planar hittinga, æfingar og næstu mót. Það besta við þetta er að það geta allir tekið þátt, þú þarft ekkert að vera atvinnumaður til að keppa á móti.“ segir Bílddælingurinn Zane Kauzena sem vann mót síðastliðið haust þar sem keppt var um sterkustu konu landsins. Zane flutti til Íslands árið 2004 frá Lettlandi, og flutti til Bíldudals fyrir ári síðan. Hún segir að það sé engin tilviljun að mikið af aflraunafólki komi frá Vestfjörðum, þar sé svo hreint loft og minna stress. Hún hefur einungis æft aflraunalyftingar í rúmt ár og það var bróðir hennar sem veitti henni innblástur, en hann æfir greinina líka.„Margir eru hissa að kona sé að gera þetta, sérstaklega fæ ég margar spurningar frá eldra fólki," segir Zane.mynd/zane„Bróðir minn var búinn að æfa þetta í tvö eða þrjú ár. Við fórum saman í ræktina, þetta vatt upp á sig. Mér fannst bara svo gaman að vera með þessu fólki og fann að mér gekk vel og mér gekk rosalega vel á fyrsta mótinu mínu, þannig að ég ákvað að halda áfram,“ segir hún og bætir við að margar konur séu forvitnar um íþróttagreinina, en þori ekki að stíga út fyrir þægindarammann.Fær aðrar spurningar en karlarnir Zane segist finna fyrir ákveðnum fordómum að hún skuli stunda kraftlyftingar. „Margir eru hissa að kona sé að gera þetta, sérstaklega fæ ég margar spurningar frá eldra fólki. Svo eru sumir sem segja kannski við kærastann minn að hann þurfi nú að haga sér víst að konan sé að lyfta. Þetta er svolítið skrýtið því fólk færi aldrei að segja þetta við konu, að hún þyrfti að haga sér því maðurinn hennar væri svo sterkur. En svo finnst mörgum þetta svaka flott. Þetta er mikið vinsælla úti, þar eru mótin fjölmenn og áhorfendur margir og mótin standa yfir í tvo til þrjá daga. Okkur langar mikið að fá fleiri stelpur í hópinn svo hægt sé að halda fleiri og stærri mót.“ Kærasti Zane hefur staðið við bakið á henni sem stytta. „Hann er áhugasamur um hvað mér gengur vel og er duglegur að leita að mótum fyrir mig til að taka þátt í, sérstaklega mót sem eru erlendis. Ég er einmitt að stefna á mót sem heitir GPC og verður haldið í Frakklandi á næsta ári. Hann er líka duglegur að benda mér á þegar ég er að bæta mig. Svo hefur vinnustaðurinn minn stutt mig vel og sýnt þessu skilning. Það fyndna er að sonur minn sem verður 9 ára í vor er ekkert áhugasamur um þetta. Hann sýnir árangri bróðir míns meiri áhuga en veit ekki alveg hvað hann á að segja við mig eftir mót. Ég fæ mesta lagi „já flott hjá þér“ frá honum og svo ekkert meira,“ segir Zane.
Aðrar íþróttir Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Sjá meira