Ríkisstjórnin lýkur afgreiðslu fjárlagafrumvarps að mestu í dag Heimir Már Pétursson skrifar 5. desember 2017 11:30 Frá fyrsta fundi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur á föstudag. vísir/eyþór Forsætisráðherra reiknar með að ríkisstjórninni takist að ganga frá öllum helstu fjárlagatillögum sínum á fundi sem hófst í forsætisráðuneytinu í morgun. Þá eigi eftir að ganga frá fjárlagafrumvarpinu en reiknað sé með að Alþingi komi saman um miðjan desember. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hélt sinn fyrsta ríkisstjórnarfund á lýðveldisdaginn 1. desember á föstudag, daginn eftir að hún tók formlega við á Bessastöðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vonast til að allar helstu fjárlagatillögur verði afgreiddar á fundi ríkisstjórnarinnar sem hófst klukkan hálf tíu. „Ég vona það. Við auðvitað settum alla til verka núna á föstudaginn, á fyrsta fundi ríkisstjórnarinnar. Auðvitað vorum við aðeins búin að undirbúa stóru línurnar í stjórnarmyndunarviðræðunum.Þetta er auðvitað mikið verk en ég veit að það hefur verið unnið alla helgina í öllum ráðuneytum. Þannig að ég vonast til að við getum gengið frá þessu að mestu leyti á eftir,“ sagði forsætisráðherra rétt áður en ríkisstjórnarfundurinn hófst. Nú eru átján dagar til jóla og innan þeirra daga eru tvær helgar. Reiknað er með að Alþingi starfi einnig á milli jóla og nýárs en þrír virkir dagar eru á milli hátíðanna að þessu sinni. „Það tekur tíma eftir afgreiðslu fjárlaga út úr ríkisstjórn að ganga frá fjárlagafrumvarpinu þannig að það sé tækt til útbýtingar á Alþingi. Þannig að Alþingi mun ekki geta komið saman fyrr en um miðjan desmeber. Við munum ræða þingsetninguna hér á fundi á eftir,“ segir forsætisráðherra. Reikna þurfi upp allar stærðir, uppfæra töflur og talnagrunn frumvarpsins frá grunni og semja nýjan stefnutexta. Þá eiga þingflokkar stjórnarflokkanna eftir að afgreiða frumvarpið. Venjulega tekur marga mánuði að setja saman fjárlagafrumvarp og Alþingi hefur það síðan alla jafna til meðferðar í um fjóra mánuði þannig að aðstæður eru all óvenjulegar að þessu sinni vegna kosninganna í lok október. Katrín segir miklar breytingar verða á fjárlagafrumvarpinu frá frumvarpi síðustu stjórnar. „Að sjálfsögðu verða verulegar breytingar og væntanlega verður lögð fram samhliða frumvarpinu fjármálastefna til lengri tíma þar sem líka mun kveða við nýjan tón. En síðan má segja að stóra stefnumótunin liggi fyrir í vor þegar fjármálaáætlun til fimm ára verður lögð fram.“Þannig að þetta er allt að smella saman hjá ykkur? „Ég vænti þess að við getum komist mjög langt á fundinum á eftir,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Forsætisráðherra reiknar með að ríkisstjórninni takist að ganga frá öllum helstu fjárlagatillögum sínum á fundi sem hófst í forsætisráðuneytinu í morgun. Þá eigi eftir að ganga frá fjárlagafrumvarpinu en reiknað sé með að Alþingi komi saman um miðjan desember. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hélt sinn fyrsta ríkisstjórnarfund á lýðveldisdaginn 1. desember á föstudag, daginn eftir að hún tók formlega við á Bessastöðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vonast til að allar helstu fjárlagatillögur verði afgreiddar á fundi ríkisstjórnarinnar sem hófst klukkan hálf tíu. „Ég vona það. Við auðvitað settum alla til verka núna á föstudaginn, á fyrsta fundi ríkisstjórnarinnar. Auðvitað vorum við aðeins búin að undirbúa stóru línurnar í stjórnarmyndunarviðræðunum.Þetta er auðvitað mikið verk en ég veit að það hefur verið unnið alla helgina í öllum ráðuneytum. Þannig að ég vonast til að við getum gengið frá þessu að mestu leyti á eftir,“ sagði forsætisráðherra rétt áður en ríkisstjórnarfundurinn hófst. Nú eru átján dagar til jóla og innan þeirra daga eru tvær helgar. Reiknað er með að Alþingi starfi einnig á milli jóla og nýárs en þrír virkir dagar eru á milli hátíðanna að þessu sinni. „Það tekur tíma eftir afgreiðslu fjárlaga út úr ríkisstjórn að ganga frá fjárlagafrumvarpinu þannig að það sé tækt til útbýtingar á Alþingi. Þannig að Alþingi mun ekki geta komið saman fyrr en um miðjan desmeber. Við munum ræða þingsetninguna hér á fundi á eftir,“ segir forsætisráðherra. Reikna þurfi upp allar stærðir, uppfæra töflur og talnagrunn frumvarpsins frá grunni og semja nýjan stefnutexta. Þá eiga þingflokkar stjórnarflokkanna eftir að afgreiða frumvarpið. Venjulega tekur marga mánuði að setja saman fjárlagafrumvarp og Alþingi hefur það síðan alla jafna til meðferðar í um fjóra mánuði þannig að aðstæður eru all óvenjulegar að þessu sinni vegna kosninganna í lok október. Katrín segir miklar breytingar verða á fjárlagafrumvarpinu frá frumvarpi síðustu stjórnar. „Að sjálfsögðu verða verulegar breytingar og væntanlega verður lögð fram samhliða frumvarpinu fjármálastefna til lengri tíma þar sem líka mun kveða við nýjan tón. En síðan má segja að stóra stefnumótunin liggi fyrir í vor þegar fjármálaáætlun til fimm ára verður lögð fram.“Þannig að þetta er allt að smella saman hjá ykkur? „Ég vænti þess að við getum komist mjög langt á fundinum á eftir,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent