Segja laxeldi setja rekstur stærsta atvinnurekandans í hættu Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. desember 2017 07:40 Frá Fúskrúðsfirði. Vísir/Egill Aðalsteinsson Stjórn Loðnuvinnslunnar hf. mótmælir harðlega áformum um stórfellt laxeldi í Fáskrúðsfirði sem nú er í umsagnarferli. Vill stjórnin að áður en slíkar ákvarðanir séu teknir fari fram heildarmat á áhrifum þess á lífríki og burðarþol fjarðarins. Í yfirlýsingu frá stjórn Loðnuvinnslunnar eru málsatvik reifuð en samkvæmt fyrirliggjandi frummatsáætlun eru áform um 15.000 tonna laxeldi í Fáskrúðsfirði. Stjórnin segir að þessu muni fylgja margvísleg umhverfisáhrif. „Fyrirtækið Fiskeldi Austfjarða hf. hefur nú þegar leyfi fyrir 3.000 tonna framleiðslu á reglbogasilungi/laxi sem ekki er enn farið að nýta og til viðbótar eru í ferli áætlanir fyrirtækisins um 7.854 tonna framleiðsluaukningu í Fáskrúðsfirði. Þá áforma Laxar fiskeldi ehf. 4.000 tonna laxeldi í firðinum en gangi þessi áform eftir stefnir í um 15.000 tonna eldisframleiðslu í Fáskrúðsfirði, sem er sambærilegt og öll eldisframleiðsla í landinu í dag.“ Segir stjórnin, með vísan í útreikninga Landssamtaka fiskeldisstöðva, að mengun úr 15 þúsund tonna laxeldi jafngildi því að frá 120 þúsund manna byggð verði veitt óhreinsuðu í fjörðinn.Hrognavinnslan í hættu „Loðnuvinnslan hf. er stærsti atvinnurekandinn á Fáskrúðsfirði en þar starfa að jafnaði 150 manns. Hrognavinnsla er mjög mikilvæg í rekstrinum og er á þessu ári yfir 20% af framleiðsluverðmæti fyrirtækisins. Undirstaða þessarar vinnslu er mikið magn af hreinum og ómenguðum sjó sem dælt er úr firðinum. Stjórn Loðnuvinnslunnar gerir alvarlega athugasemd við að ekki var leitað umsagnar félagsins um þessi áform og að hvergi í frummatsskýrslunni er minnst á þann möguleika að mengandi efni frá fyrirhuguðu fiskeldi muni hafa áhrif á gæði sjávarins og þar með hrognavinnslu í Fáskrúðsfirði.“ Þá muni fyrirhugað laxeldi þrengja „verulega að siglingaleiðum“ í firðinum en stjórnin segir gott aðgengi skipa vera Loðnuvinnslunni lífsnauðsynlegt. „Stjórn Loðnuvinnslunnar furðar sig á að þessi áform hafi verið í undirbúningi í nær 4 ár án þess að umsagna fyrirtækisins hafi verið leitað. Þá er það óskiljanlegt að sveitarfélagið Fjarðabyggð skuli ekki hafa neina lögsögu í máli sem varðar starfsemi sem hefur verið ein af lífæðum Fáskrúðsfjarðar um árabil, heldur er það fjöregg algjörlega á valdi Umhverfisstofnunar og Skipulagsstofnunar.“ Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Stjórn Loðnuvinnslunnar hf. mótmælir harðlega áformum um stórfellt laxeldi í Fáskrúðsfirði sem nú er í umsagnarferli. Vill stjórnin að áður en slíkar ákvarðanir séu teknir fari fram heildarmat á áhrifum þess á lífríki og burðarþol fjarðarins. Í yfirlýsingu frá stjórn Loðnuvinnslunnar eru málsatvik reifuð en samkvæmt fyrirliggjandi frummatsáætlun eru áform um 15.000 tonna laxeldi í Fáskrúðsfirði. Stjórnin segir að þessu muni fylgja margvísleg umhverfisáhrif. „Fyrirtækið Fiskeldi Austfjarða hf. hefur nú þegar leyfi fyrir 3.000 tonna framleiðslu á reglbogasilungi/laxi sem ekki er enn farið að nýta og til viðbótar eru í ferli áætlanir fyrirtækisins um 7.854 tonna framleiðsluaukningu í Fáskrúðsfirði. Þá áforma Laxar fiskeldi ehf. 4.000 tonna laxeldi í firðinum en gangi þessi áform eftir stefnir í um 15.000 tonna eldisframleiðslu í Fáskrúðsfirði, sem er sambærilegt og öll eldisframleiðsla í landinu í dag.“ Segir stjórnin, með vísan í útreikninga Landssamtaka fiskeldisstöðva, að mengun úr 15 þúsund tonna laxeldi jafngildi því að frá 120 þúsund manna byggð verði veitt óhreinsuðu í fjörðinn.Hrognavinnslan í hættu „Loðnuvinnslan hf. er stærsti atvinnurekandinn á Fáskrúðsfirði en þar starfa að jafnaði 150 manns. Hrognavinnsla er mjög mikilvæg í rekstrinum og er á þessu ári yfir 20% af framleiðsluverðmæti fyrirtækisins. Undirstaða þessarar vinnslu er mikið magn af hreinum og ómenguðum sjó sem dælt er úr firðinum. Stjórn Loðnuvinnslunnar gerir alvarlega athugasemd við að ekki var leitað umsagnar félagsins um þessi áform og að hvergi í frummatsskýrslunni er minnst á þann möguleika að mengandi efni frá fyrirhuguðu fiskeldi muni hafa áhrif á gæði sjávarins og þar með hrognavinnslu í Fáskrúðsfirði.“ Þá muni fyrirhugað laxeldi þrengja „verulega að siglingaleiðum“ í firðinum en stjórnin segir gott aðgengi skipa vera Loðnuvinnslunni lífsnauðsynlegt. „Stjórn Loðnuvinnslunnar furðar sig á að þessi áform hafi verið í undirbúningi í nær 4 ár án þess að umsagna fyrirtækisins hafi verið leitað. Þá er það óskiljanlegt að sveitarfélagið Fjarðabyggð skuli ekki hafa neina lögsögu í máli sem varðar starfsemi sem hefur verið ein af lífæðum Fáskrúðsfjarðar um árabil, heldur er það fjöregg algjörlega á valdi Umhverfisstofnunar og Skipulagsstofnunar.“
Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira