Katalónskum ráðherrum sleppt úr gæsluvarðhaldi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. desember 2017 07:00 Marcel Padros, gjaldkeri katalónska þingsins, greiddi tryggingu ráðherranna. Nordicphotos/AFP Sex fyrrverandi ráðherrum katalónsku héraðsstjórnarinnar var sleppt úr gæsluvarðhaldi í gær gegn tólf milljóna króna tryggingu. Tveir eru enn í haldi, fyrrverandi innanríkisráðherrann Joaquim Forn og fyrrverandi varaforseti héraðsstjórnarinnar Oriol Junqueras. Ráðherrarnir höfðu verið í haldi frá því 2. nóvember. Þá eru sjálfstæðisbaráttumennirnir Jordi Sanchez og Jordi Cuixart einnig enn í haldi. Fyrrverandi héraðsstjórnarmennirnir hafa verið ákærðir fyrir uppreisn gegn spænska ríkinu vegna kosninga sem efnt var til um sjálfstæði Katalóníu í október og sjálfstæðisyfirlýsingar sem undirrituð var í sama mánuði. Gætu þeir átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsisdóm. Sexmenningarnir þurfa hins vegar að mæta vikulega fyrir dóm í Katalóníu, þá er þeim óheimilt að fara frá Spáni og hafa vegabréf þeirra verið tekin af þeim. Er þetta gert til að fyrirbyggja að hin ákærðu flýi land eins og fyrrverandi héraðsforsetinn Carles Puigdemont og fjórir fyrrverandi ráðherrar gerðu. Puigdemont og ráðherrarnir fjórir mættu fyrir dóm í Brussel, höfuðborg Belgíu, í gær en Spánverjar sækjast eftir framsali þeirra. Lögmaður Puigdemont sagði í gær að úrskurðar væri að vænta 14. desember. Kosningabarátta fyrir héraðsþingkosningar Katalóníu hefst í dag en spænska ríkisstjórnin boðaði til kosninga eftir að hún leysti upp þingið þann 27. október. Kosningarnar fara fram þann 21. desember og benda kannanir til þess að flokkar aðskilnaðarsinna muni ekki fá hreinan meirihluta. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ógildir sjálfstæðisyfirlýsingu Katalóníu Stjórnlagadómstóll Spánar ógilti í dag sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsþings Katalóníu líkt og búist hafði verið við. 8. nóvember 2017 15:22 Hundruð þúsunda krefjast þess að leiðtogar Katalóníu verði frelsaðir Umfangsmikil mótmæli standa nú yfir í Katalóníu en lögreglan í Barcelona áætlar að um 750 þúsund manns gangi um götur borgarinnar. 11. nóvember 2017 18:59 Puigdemont gaf sig fram við lögreglu í Belgíu Fjórir fyrrverandi ráðherrar héraðsstjórnar Katalóníu gáfu sig einnig fram, að því er fréttastofa BBC hefur eftir belgískum saksóknara. 5. nóvember 2017 13:48 Hættulegur glæpamaður eða katalónsk frelsishetja Allra augu beinast að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu. Hann er eftirlýstur og á flótta í Belgíu. 4. nóvember 2017 07:00 Fyrrverandi ráðherrar Katalóníu mæta fyrir dómara í Madríd Alls mættu níu manns fyrir rétt en Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnarinnar, og fjórir til viðbótar hunsuðu boðunina. 2. nóvember 2017 10:26 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Sex fyrrverandi ráðherrum katalónsku héraðsstjórnarinnar var sleppt úr gæsluvarðhaldi í gær gegn tólf milljóna króna tryggingu. Tveir eru enn í haldi, fyrrverandi innanríkisráðherrann Joaquim Forn og fyrrverandi varaforseti héraðsstjórnarinnar Oriol Junqueras. Ráðherrarnir höfðu verið í haldi frá því 2. nóvember. Þá eru sjálfstæðisbaráttumennirnir Jordi Sanchez og Jordi Cuixart einnig enn í haldi. Fyrrverandi héraðsstjórnarmennirnir hafa verið ákærðir fyrir uppreisn gegn spænska ríkinu vegna kosninga sem efnt var til um sjálfstæði Katalóníu í október og sjálfstæðisyfirlýsingar sem undirrituð var í sama mánuði. Gætu þeir átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsisdóm. Sexmenningarnir þurfa hins vegar að mæta vikulega fyrir dóm í Katalóníu, þá er þeim óheimilt að fara frá Spáni og hafa vegabréf þeirra verið tekin af þeim. Er þetta gert til að fyrirbyggja að hin ákærðu flýi land eins og fyrrverandi héraðsforsetinn Carles Puigdemont og fjórir fyrrverandi ráðherrar gerðu. Puigdemont og ráðherrarnir fjórir mættu fyrir dóm í Brussel, höfuðborg Belgíu, í gær en Spánverjar sækjast eftir framsali þeirra. Lögmaður Puigdemont sagði í gær að úrskurðar væri að vænta 14. desember. Kosningabarátta fyrir héraðsþingkosningar Katalóníu hefst í dag en spænska ríkisstjórnin boðaði til kosninga eftir að hún leysti upp þingið þann 27. október. Kosningarnar fara fram þann 21. desember og benda kannanir til þess að flokkar aðskilnaðarsinna muni ekki fá hreinan meirihluta.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ógildir sjálfstæðisyfirlýsingu Katalóníu Stjórnlagadómstóll Spánar ógilti í dag sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsþings Katalóníu líkt og búist hafði verið við. 8. nóvember 2017 15:22 Hundruð þúsunda krefjast þess að leiðtogar Katalóníu verði frelsaðir Umfangsmikil mótmæli standa nú yfir í Katalóníu en lögreglan í Barcelona áætlar að um 750 þúsund manns gangi um götur borgarinnar. 11. nóvember 2017 18:59 Puigdemont gaf sig fram við lögreglu í Belgíu Fjórir fyrrverandi ráðherrar héraðsstjórnar Katalóníu gáfu sig einnig fram, að því er fréttastofa BBC hefur eftir belgískum saksóknara. 5. nóvember 2017 13:48 Hættulegur glæpamaður eða katalónsk frelsishetja Allra augu beinast að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu. Hann er eftirlýstur og á flótta í Belgíu. 4. nóvember 2017 07:00 Fyrrverandi ráðherrar Katalóníu mæta fyrir dómara í Madríd Alls mættu níu manns fyrir rétt en Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnarinnar, og fjórir til viðbótar hunsuðu boðunina. 2. nóvember 2017 10:26 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Ógildir sjálfstæðisyfirlýsingu Katalóníu Stjórnlagadómstóll Spánar ógilti í dag sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsþings Katalóníu líkt og búist hafði verið við. 8. nóvember 2017 15:22
Hundruð þúsunda krefjast þess að leiðtogar Katalóníu verði frelsaðir Umfangsmikil mótmæli standa nú yfir í Katalóníu en lögreglan í Barcelona áætlar að um 750 þúsund manns gangi um götur borgarinnar. 11. nóvember 2017 18:59
Puigdemont gaf sig fram við lögreglu í Belgíu Fjórir fyrrverandi ráðherrar héraðsstjórnar Katalóníu gáfu sig einnig fram, að því er fréttastofa BBC hefur eftir belgískum saksóknara. 5. nóvember 2017 13:48
Hættulegur glæpamaður eða katalónsk frelsishetja Allra augu beinast að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu. Hann er eftirlýstur og á flótta í Belgíu. 4. nóvember 2017 07:00
Fyrrverandi ráðherrar Katalóníu mæta fyrir dómara í Madríd Alls mættu níu manns fyrir rétt en Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnarinnar, og fjórir til viðbótar hunsuðu boðunina. 2. nóvember 2017 10:26