United Silicon fær framlengingu á greiðslustöðvun Daníel Freyr Birkisson skrifar 4. desember 2017 16:06 Kísilverksmiðja United Silicon í Helguvík. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness veitti í dag hlutafélaginu Sameinað Sílikon, eiganda United Silicon, áframhaldandi greiðslustöðvun til 22. janúar 2018. Kísilverksmiðjan fékk í ágúst frest sem rann út í dag, 4. desember. Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins, greindi frá því um daginn að yfir greiðslustöðvunartímann hafi kostnaður Arion banka, stærsta hluthafa félagsins, numið 600 milljónum króna. Stofnendur United Silicon, þar á meðal fyrrverandi forstjórinn Magnús Garðarsson, fóru á sínum tíma fram á að Héraðsdómur Reykjavíkur stöðvaði yfirtöku Arion banka. Fyrir það hafði bankinn stefnt Magnúsi fyrir grun um meint stórfelld auðgunarbrot og skjalafals sem rekja mætti aftur til ársins 2014 eða þegar framkvæmdir við kísilverið hófust. Umhverfisstofnun stöðvaði í byrjun septembermánaðar starfsemi Sameinaðs Sílikons en í aðdraganda þess höfðu borist ríflega eitt þúsund kvartanir frá íbúum Reykjanesbæjar vegna mengunar. Í tilkynningu stofnunarinnar sagði að frávik frá starfsleyfi United Silicon væru alvarleg.Tap Arion bankaArion banki er stærsti lánveitandi kísilversins og gekk hann um miðjan september að veðum í fyrirtækinu og tók hlutabréf yfir. Bankinn og fimm lífeyrissjóðir sem fjárfestu í United Silicon eiga í dag 98 prósent í félaginu. Afkoma bankans á fyrstu níu mánuðum þessa árs var neikvæð um 100 milljónir, einkum vegna niðurfærslu á lánum, kröfum og öðrum eignum sem tengjast United Silicon. Þær nema um 4,8 milljörðum samtals. Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, lét þá hafa eftir sér að draga þurfti lærdóm af málinu. „Málið átti sér langan aðdraganda og fyrir lágu öll leyfi og samningar um uppbyggingu verksmiðjunnar, orkukaup, helstu aðföng og sölu afurða. Engu að síður er ljóst að draga þarf lærdóm af því hvernig til hefur tekist og það munum við gera. Áfram verður unnið að því að koma starfsemi verksmiðjunnar í gott horf í sátt við samfélagið.“ United Silicon Tengdar fréttir Stofnendur United Silicon út í kuldann Driffjaðrirnar í stofnun United Silicon hafa misst stjórnarsæti og þriðjungshlut í verksmiðjunni. Fulltrúi hollenska fyrirtækisins Bit Fondel fer líklega úr stjórn á næstu dögum. 13. september 2017 06:00 Grunur um refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon Stjórn United Silicon hefur sent kæru til héraðssaksóknara vegna gruns refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon. 11. september 2017 14:38 Stofnendur United vilja stöðva yfirtöku Arion Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, og þrír aðrir fyrrverandi hluthafar vilja að Héraðsdómur Reykjavíkur ógildi synjun um lögbann á yfirtöku Arion banka á bréfum þeirra í kísilverinu. 8. nóvember 2017 06:00 Magnús grunaður um að hafa dregið sér allt að hálfan milljarð frá United Silicon Stjórn United Silicon hefur kært Magnús Ólaf Garðarsson, fyrrverandi forstjóra og stofnanda fyrirtækisins, til Embættis héraðssaksóknara vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals frá árinu 2014. 11. september 2017 20:45 Arion banki færir niður lán til United Silicon um 3,7 milljarða Niðurfærslurnar nema um 3,7 milljörðum króna. Afkoman hefði numið 2,6 milljörðum hefði ekki komið til þessara niðurfærslna. 14. nóvember 2017 21:48 Arion banki kærir stofnanda United Silicon 13. október 2017 06:00 Umhverfisstofnun stöðvar starfsemi United Silicon Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um að stöðva starfsemi Sameinaðs Sílikons hf., samanber lagagrein um hollustuhætti og mengunarvarnir, segir í tilkynningu. 1. september 2017 21:06 Þórður nýr forstjóri United Silicon Gerður hefur verið starfsflokasamningur við Helga Þórhallsson, fráfarandi forstjóra. 2. nóvember 2017 16:24 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness veitti í dag hlutafélaginu Sameinað Sílikon, eiganda United Silicon, áframhaldandi greiðslustöðvun til 22. janúar 2018. Kísilverksmiðjan fékk í ágúst frest sem rann út í dag, 4. desember. Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins, greindi frá því um daginn að yfir greiðslustöðvunartímann hafi kostnaður Arion banka, stærsta hluthafa félagsins, numið 600 milljónum króna. Stofnendur United Silicon, þar á meðal fyrrverandi forstjórinn Magnús Garðarsson, fóru á sínum tíma fram á að Héraðsdómur Reykjavíkur stöðvaði yfirtöku Arion banka. Fyrir það hafði bankinn stefnt Magnúsi fyrir grun um meint stórfelld auðgunarbrot og skjalafals sem rekja mætti aftur til ársins 2014 eða þegar framkvæmdir við kísilverið hófust. Umhverfisstofnun stöðvaði í byrjun septembermánaðar starfsemi Sameinaðs Sílikons en í aðdraganda þess höfðu borist ríflega eitt þúsund kvartanir frá íbúum Reykjanesbæjar vegna mengunar. Í tilkynningu stofnunarinnar sagði að frávik frá starfsleyfi United Silicon væru alvarleg.Tap Arion bankaArion banki er stærsti lánveitandi kísilversins og gekk hann um miðjan september að veðum í fyrirtækinu og tók hlutabréf yfir. Bankinn og fimm lífeyrissjóðir sem fjárfestu í United Silicon eiga í dag 98 prósent í félaginu. Afkoma bankans á fyrstu níu mánuðum þessa árs var neikvæð um 100 milljónir, einkum vegna niðurfærslu á lánum, kröfum og öðrum eignum sem tengjast United Silicon. Þær nema um 4,8 milljörðum samtals. Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, lét þá hafa eftir sér að draga þurfti lærdóm af málinu. „Málið átti sér langan aðdraganda og fyrir lágu öll leyfi og samningar um uppbyggingu verksmiðjunnar, orkukaup, helstu aðföng og sölu afurða. Engu að síður er ljóst að draga þarf lærdóm af því hvernig til hefur tekist og það munum við gera. Áfram verður unnið að því að koma starfsemi verksmiðjunnar í gott horf í sátt við samfélagið.“
United Silicon Tengdar fréttir Stofnendur United Silicon út í kuldann Driffjaðrirnar í stofnun United Silicon hafa misst stjórnarsæti og þriðjungshlut í verksmiðjunni. Fulltrúi hollenska fyrirtækisins Bit Fondel fer líklega úr stjórn á næstu dögum. 13. september 2017 06:00 Grunur um refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon Stjórn United Silicon hefur sent kæru til héraðssaksóknara vegna gruns refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon. 11. september 2017 14:38 Stofnendur United vilja stöðva yfirtöku Arion Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, og þrír aðrir fyrrverandi hluthafar vilja að Héraðsdómur Reykjavíkur ógildi synjun um lögbann á yfirtöku Arion banka á bréfum þeirra í kísilverinu. 8. nóvember 2017 06:00 Magnús grunaður um að hafa dregið sér allt að hálfan milljarð frá United Silicon Stjórn United Silicon hefur kært Magnús Ólaf Garðarsson, fyrrverandi forstjóra og stofnanda fyrirtækisins, til Embættis héraðssaksóknara vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals frá árinu 2014. 11. september 2017 20:45 Arion banki færir niður lán til United Silicon um 3,7 milljarða Niðurfærslurnar nema um 3,7 milljörðum króna. Afkoman hefði numið 2,6 milljörðum hefði ekki komið til þessara niðurfærslna. 14. nóvember 2017 21:48 Arion banki kærir stofnanda United Silicon 13. október 2017 06:00 Umhverfisstofnun stöðvar starfsemi United Silicon Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um að stöðva starfsemi Sameinaðs Sílikons hf., samanber lagagrein um hollustuhætti og mengunarvarnir, segir í tilkynningu. 1. september 2017 21:06 Þórður nýr forstjóri United Silicon Gerður hefur verið starfsflokasamningur við Helga Þórhallsson, fráfarandi forstjóra. 2. nóvember 2017 16:24 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Stofnendur United Silicon út í kuldann Driffjaðrirnar í stofnun United Silicon hafa misst stjórnarsæti og þriðjungshlut í verksmiðjunni. Fulltrúi hollenska fyrirtækisins Bit Fondel fer líklega úr stjórn á næstu dögum. 13. september 2017 06:00
Grunur um refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon Stjórn United Silicon hefur sent kæru til héraðssaksóknara vegna gruns refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon. 11. september 2017 14:38
Stofnendur United vilja stöðva yfirtöku Arion Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, og þrír aðrir fyrrverandi hluthafar vilja að Héraðsdómur Reykjavíkur ógildi synjun um lögbann á yfirtöku Arion banka á bréfum þeirra í kísilverinu. 8. nóvember 2017 06:00
Magnús grunaður um að hafa dregið sér allt að hálfan milljarð frá United Silicon Stjórn United Silicon hefur kært Magnús Ólaf Garðarsson, fyrrverandi forstjóra og stofnanda fyrirtækisins, til Embættis héraðssaksóknara vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals frá árinu 2014. 11. september 2017 20:45
Arion banki færir niður lán til United Silicon um 3,7 milljarða Niðurfærslurnar nema um 3,7 milljörðum króna. Afkoman hefði numið 2,6 milljörðum hefði ekki komið til þessara niðurfærslna. 14. nóvember 2017 21:48
Umhverfisstofnun stöðvar starfsemi United Silicon Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um að stöðva starfsemi Sameinaðs Sílikons hf., samanber lagagrein um hollustuhætti og mengunarvarnir, segir í tilkynningu. 1. september 2017 21:06
Þórður nýr forstjóri United Silicon Gerður hefur verið starfsflokasamningur við Helga Þórhallsson, fráfarandi forstjóra. 2. nóvember 2017 16:24