Ísland „ósökkvandi flugmóðurskipið í miðju Atlantshafi“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. desember 2017 15:30 Bandaríkjaher hefur verið að auka umsvíf sín hér á landi. Vísir/Teitur Lagt er til að bandaríski sjóherinn fái rúmlega 14 milljónir dollara, um 1,5 milljarð króna, til þess að gera nauðsynlegar endurbætur á flugskýlum hersins hér á landi. Sérfræðingur í öryggismálum segir mikilvægi Íslands þegar kemur að því að sporna gegn umsvifum Rússa á Norður-Atlantshafi gríðarlegt.Frumvarp um fjárveitinguna hefur verið samþykkt í báðum deildum Bandaríkjaþings og bíður nú undirskriftar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í umfjöllun Foreign Policy um varnarmál á Íslandi. Þar segir að fjármagnið sé eyrnamerkt endurbótum á flugskýlum svo koma megi fyrir og þjónusta fleiri P-8 Poseidon flugvélar hér á landi. Flugvélarnir eru sérhæfðar kafbátaflugvélaleitarvélar. Í ítarlegri umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks á RÚV í síðustu viku kom fram að allt að átta slíkar flugvélar hafi verið á flughlaðinu í Keflavík á sama tíma, en aðeins séu 59 slíkar flugvélar í umferð. Þetta sé til marks um aukið hernaðarlegt mikilvægi Íslands. Í umfjöllun Kveiks kom einnig fram að umsvif rússneska flotans hafi á undanförnum árum aukist til muna í kringum Ísland, þá sérstaklega umferð rússneskra kafbáta.Svona líta P-8 flugvélar Bandaríkjahers út.Vísir/GettyÍ Foreign Policy er haft eftir talsmanni bandarískra varnarmálaráðuneytisins að þarlend yfirvöld hafi í samráði við íslensk stjórnvöld ákveðið að fjölga skiptunum sem P-8 flugvélarnar koma til Íslands á næsta ári. Þar segir einnig að undanfarna tvö áratugi hafi NATO vanrækt Norður-Atlantshafið sem áður var eitt helsta athafnasvæði NATO. Á þessum tíma hafi Rússar sett aukinn kraft í þróun kafbátatækni og staðan sé núna þannig að rússneski kafbátaflotinn „sé í sínu besta ástandi frá falli Sovétríkjanna,“ að mati Michael Kofman, sérfræðings í málefnum Rússlandshers. Þá hafa Rússar sett mikinn þunga í að efla viðveru sína á Norður-Atlantshafsvæðinu. Ástæðan er að mati sérfræðings einföld. Rússar hafa ekki jafn opið aðgengi að hafsvæðum og Sovétríkin á sínum tíma. Þeir hafi misst það mikla aðgengi sem Sovétríkin höfðu að Eystrasalti og Svartahafi. Þá sé líklegt að komi til átaka við Vesturveldin muni þau vera fljót til að loka þessum svæðum, enda svæðin meira og minna umkringd af aðildarríkju NATO.CNN fékk að kíkja inn í P-8 flugvél Bandaríkjahers fyrir nokkrum árum. Sjá má heimsóknina hér fyrir neðan.Því hafi Rússar einblínt á Norður-Atlantshafsvæðið þar sem nægt aðgengi sé fyrir Rússa. Þar spili nýir kafbátar þeirra lykilhlutverk, en í Kveik kom fram, að þeir séu einstaklega hljóðlátir og erfitt sé að hlusta eftir þeim. Þetta segir Kofman að sé mikið áhyggjuefni fyrir bandarísk stjórnvöld sem og bandamenn þeirra. Þetta geti gert það að verkum að komi til átaka, jafn ólíklegt og það sé, geti rússneskir kafbátar mögulega læðst nær Bandaríkjunum en nokkru sinni fyrr. Við þessu vandamáli þurfi bandarísk yfirvöld að finna skýrar lausnir. Í Kalda stríðinu gegndi staðsetning Íslands lykilhlutverki í því að fylgjast með og loka á rússneska kafbáta. Ekki þykir ólíklegt að umsvif bandaríska hersins hér á landi muni aukast á næstum árum, svo sporna megi við kafbátaumferð rússneska hersins. Þetta er mat Magnus Nordenman, sérfræðings hjá Atlantic Council, hugveitu sem sérhæfir sig í málefnum Norður-Atlantshafsins. „Ísland er lykillinn,“ segir Nordenman. „Það er ósökkvandi flugmóðurskipið í miðju Atlantshafi sem hægt er að nota sem bækistöð“. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Lagt er til að bandaríski sjóherinn fái rúmlega 14 milljónir dollara, um 1,5 milljarð króna, til þess að gera nauðsynlegar endurbætur á flugskýlum hersins hér á landi. Sérfræðingur í öryggismálum segir mikilvægi Íslands þegar kemur að því að sporna gegn umsvifum Rússa á Norður-Atlantshafi gríðarlegt.Frumvarp um fjárveitinguna hefur verið samþykkt í báðum deildum Bandaríkjaþings og bíður nú undirskriftar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í umfjöllun Foreign Policy um varnarmál á Íslandi. Þar segir að fjármagnið sé eyrnamerkt endurbótum á flugskýlum svo koma megi fyrir og þjónusta fleiri P-8 Poseidon flugvélar hér á landi. Flugvélarnir eru sérhæfðar kafbátaflugvélaleitarvélar. Í ítarlegri umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks á RÚV í síðustu viku kom fram að allt að átta slíkar flugvélar hafi verið á flughlaðinu í Keflavík á sama tíma, en aðeins séu 59 slíkar flugvélar í umferð. Þetta sé til marks um aukið hernaðarlegt mikilvægi Íslands. Í umfjöllun Kveiks kom einnig fram að umsvif rússneska flotans hafi á undanförnum árum aukist til muna í kringum Ísland, þá sérstaklega umferð rússneskra kafbáta.Svona líta P-8 flugvélar Bandaríkjahers út.Vísir/GettyÍ Foreign Policy er haft eftir talsmanni bandarískra varnarmálaráðuneytisins að þarlend yfirvöld hafi í samráði við íslensk stjórnvöld ákveðið að fjölga skiptunum sem P-8 flugvélarnar koma til Íslands á næsta ári. Þar segir einnig að undanfarna tvö áratugi hafi NATO vanrækt Norður-Atlantshafið sem áður var eitt helsta athafnasvæði NATO. Á þessum tíma hafi Rússar sett aukinn kraft í þróun kafbátatækni og staðan sé núna þannig að rússneski kafbátaflotinn „sé í sínu besta ástandi frá falli Sovétríkjanna,“ að mati Michael Kofman, sérfræðings í málefnum Rússlandshers. Þá hafa Rússar sett mikinn þunga í að efla viðveru sína á Norður-Atlantshafsvæðinu. Ástæðan er að mati sérfræðings einföld. Rússar hafa ekki jafn opið aðgengi að hafsvæðum og Sovétríkin á sínum tíma. Þeir hafi misst það mikla aðgengi sem Sovétríkin höfðu að Eystrasalti og Svartahafi. Þá sé líklegt að komi til átaka við Vesturveldin muni þau vera fljót til að loka þessum svæðum, enda svæðin meira og minna umkringd af aðildarríkju NATO.CNN fékk að kíkja inn í P-8 flugvél Bandaríkjahers fyrir nokkrum árum. Sjá má heimsóknina hér fyrir neðan.Því hafi Rússar einblínt á Norður-Atlantshafsvæðið þar sem nægt aðgengi sé fyrir Rússa. Þar spili nýir kafbátar þeirra lykilhlutverk, en í Kveik kom fram, að þeir séu einstaklega hljóðlátir og erfitt sé að hlusta eftir þeim. Þetta segir Kofman að sé mikið áhyggjuefni fyrir bandarísk stjórnvöld sem og bandamenn þeirra. Þetta geti gert það að verkum að komi til átaka, jafn ólíklegt og það sé, geti rússneskir kafbátar mögulega læðst nær Bandaríkjunum en nokkru sinni fyrr. Við þessu vandamáli þurfi bandarísk yfirvöld að finna skýrar lausnir. Í Kalda stríðinu gegndi staðsetning Íslands lykilhlutverki í því að fylgjast með og loka á rússneska kafbáta. Ekki þykir ólíklegt að umsvif bandaríska hersins hér á landi muni aukast á næstum árum, svo sporna megi við kafbátaumferð rússneska hersins. Þetta er mat Magnus Nordenman, sérfræðings hjá Atlantic Council, hugveitu sem sérhæfir sig í málefnum Norður-Atlantshafsins. „Ísland er lykillinn,“ segir Nordenman. „Það er ósökkvandi flugmóðurskipið í miðju Atlantshafi sem hægt er að nota sem bækistöð“.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira