Sport

Jón Ingi spilaði best

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Glæsilegur hópur Íslendinga.
Glæsilegur hópur Íslendinga. mynd/keilusamband íslands
Í gær kláruðust seinni þrír leikirnir liðakeppni í fimm manna liðum á HM í keilu í Las Vegas.

Karlaliðið byrjaði mjög vel og spilaði 1031 í fyrsta leik eða 205,2 í meðaltal en þess má geta að með þessu meðaltali hefðu þeir endað í 5. sæti.

Í öðrum leik lentu strákarnir í erfiðleikum og spiluðu 913 en rifu sig aðeins upp í þriðja leik og spiluðu 977 og enduðu með 2921 eftir daginn og 5671 eftir sex leiki sem skilaði þeim 23. sæti.

Bestur af strákunum í gær var Jón Ingi Ragnarsson með 665 eða 221,6 í meðaltal. Jón Ingi endaði einnig efstur af íslensku strákunum eftir 24 leiki en hann endaði í 56. sæti með 200 í meðaltal. Næstur var Hafþór Harðarson í 105. sæti með 194 stig í meðaltal.

Íslensku konurnar lentu í erfiðleikum í dag en þær spiluðu 831, 797 og 764. Gaf það þeim 5020 eða 167 í meðaltal í sex leikjum og enduðu þær 28. sæti.

Dagný Edda Þórisdóttir spilaði best íslensku kvennanna í gær, eða 549 í þremur leikjum dagsins og 1102 í sex leikjum í liðakeppninni.

Efst kvenna eftir 24 leiki varð Dagný Edda Þórisdóttir með 4192 eða 174 í meðaltal og endaði hún í 138. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×