Segir rannsóknir styðja að Katla gaus árið 2011 Kristján Már Unnarsson skrifar 2. desember 2017 23:40 Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Síðasta Kötlugos var ekki árið 1918 heldur að öllum líkindum árið 2011, þegar brúin yfir Múlakvísl sópaðist burt. Páll Einarsson prófessor segir frekari rannsóknir á atburðinum fyrir sex árum styðja að þá hafi orðið lítið eldgos í Kötlu. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Það var að morgni laugardagsins 9. júlí árið 2011 sem landsmenn vöknuðu við það að hlaup undan Kötlu hafði rofið hringveginn og skolað burt brúnni yfir Múlakvísl. Þegar síðan flogið var yfir Kötlu sást að þar höfðu myndast fjórir stórir sigkatlar.Brúin yfir Múlakvísl sópaðist burt af hringveginum í Kötluhlaupinu þann 9. júlí 2011. Varð þá lítið eldgos i Kötlu?Mynd/Þórir KjartanssonAlmennt er álitið að Katla hafi síðast gosið árið 1918 en Páll Einarsson telur að Katla hafi einnig gosið árin 1955, 1999 og árið 2011. „Það hafa sennilega orðið þrjú lítil Kötlugos svona án þess að menn tækju eftir þeim, og það síðasta núna árið 2011, þegar kom flóð úr Kötlu og brúin á Múlakvísl fór, sællar minningar. Það var að öllum líkindum lítið gos undir jöklinum, sem var bara það lítið að það náði ekki upp í gegnum ísinn.“ Sigketill sem myndaðist í Kötlu í júlí 2011.Páll viðurkennir að vísindamenn séu ekki sammála um hvort Katla gaus árið 2011. Þegar gos sjáist ekki geti menn vel efast um að það hafi orðið gos. „En samkvæmt mælingum sem gerðar voru, skjálftamælingum aðallega, þá bendir flest til þess að það hafi verið gos sem olli þessu flóði og frekari rannsóknir hafa frekar stutt það heldur en hitt.“ Frá Kötlugosinu árið 1918. Kenningar eru um að Katla hafi gosið þrívegis síðan, árin 1955, 1999 og 2011.Páll rifjar upp að sennilega hafi í sömu vikunni árið sumarið 2011 einnig orðið gos við Hamarinn undir Vatnajökli. „Seinni rannsóknir á þeim atburði benda til þess að það hafi orðið smágos undir Vatnajökli líka,“ segir hann. Og enn fleiri dæmi um lítil leynigos undir jökli tengjast Bárðarbungu árið 2014 en Páll segir flest benda til þess að áður en sprungan opnaðist í Holuhrauni hafi kvika náð að brjótast upp á sex eða sjö stöðum undir jöklinum. „Bárðabungugosið þarna gæti hugsanlega verið sjö gos í raun og veru, ef við förum að telja allt saman. Það er ekki alveg augljóst hvernig á að telja gosin.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Virkjunarlónin gleyptu gríðarstóra flóðbylgjuna Hlaupið sem kom úr vestanverðum Vatnajökli reyndist gríðarstórt og fór vatnsrennslið yfir tvöþúsund rúmmetra á sekúndu í nótt, sem er meira en í stærstu Skaftárhlaupum. Líklegast þykir að hlaupið komi úr jarðhitakatli undir jöklinum. Vísindamenn telja ekki bein tengsl milli þessa atburðar og hlaupsins úr Kötlu um síðustu helgi. 13. júlí 2011 19:02 Lítið leynigos líklega í Vatnajökli árið 2011 Gríðarstór flóðbylgja, sem óvænt kom í Hágöngulón sumarið 2011, er nú rakin til lítils eldgoss við Hamarinn í vestanverðum Vatnajökli. 5. mars 2016 19:45 Vísindamenn "misstu“ af nýlegum eldgosum Nokkur eldgos virðast hafa orðið undir jökli og í sjó við Ísland á undanförnum árum án þess að vísindamenn hafi greint þau fyrr en eftirá. 30. september 2016 16:59 Eldgos gæti hafa brotist upp við Hamarinn Líkur eru taldar á að lítið eldgos hafi orsakað hlaupið undan vestanverðum Vatnajökli í gær, að sögn Odds Sigurðssonar jarðfræðings. Tveir nýir sigkatlar, sem ekki var vitað um áður, komu í ljós í flugi almannavarna yfir svæðið í gærkvöldi. 14. júlí 2011 12:05 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Síðasta Kötlugos var ekki árið 1918 heldur að öllum líkindum árið 2011, þegar brúin yfir Múlakvísl sópaðist burt. Páll Einarsson prófessor segir frekari rannsóknir á atburðinum fyrir sex árum styðja að þá hafi orðið lítið eldgos í Kötlu. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Það var að morgni laugardagsins 9. júlí árið 2011 sem landsmenn vöknuðu við það að hlaup undan Kötlu hafði rofið hringveginn og skolað burt brúnni yfir Múlakvísl. Þegar síðan flogið var yfir Kötlu sást að þar höfðu myndast fjórir stórir sigkatlar.Brúin yfir Múlakvísl sópaðist burt af hringveginum í Kötluhlaupinu þann 9. júlí 2011. Varð þá lítið eldgos i Kötlu?Mynd/Þórir KjartanssonAlmennt er álitið að Katla hafi síðast gosið árið 1918 en Páll Einarsson telur að Katla hafi einnig gosið árin 1955, 1999 og árið 2011. „Það hafa sennilega orðið þrjú lítil Kötlugos svona án þess að menn tækju eftir þeim, og það síðasta núna árið 2011, þegar kom flóð úr Kötlu og brúin á Múlakvísl fór, sællar minningar. Það var að öllum líkindum lítið gos undir jöklinum, sem var bara það lítið að það náði ekki upp í gegnum ísinn.“ Sigketill sem myndaðist í Kötlu í júlí 2011.Páll viðurkennir að vísindamenn séu ekki sammála um hvort Katla gaus árið 2011. Þegar gos sjáist ekki geti menn vel efast um að það hafi orðið gos. „En samkvæmt mælingum sem gerðar voru, skjálftamælingum aðallega, þá bendir flest til þess að það hafi verið gos sem olli þessu flóði og frekari rannsóknir hafa frekar stutt það heldur en hitt.“ Frá Kötlugosinu árið 1918. Kenningar eru um að Katla hafi gosið þrívegis síðan, árin 1955, 1999 og 2011.Páll rifjar upp að sennilega hafi í sömu vikunni árið sumarið 2011 einnig orðið gos við Hamarinn undir Vatnajökli. „Seinni rannsóknir á þeim atburði benda til þess að það hafi orðið smágos undir Vatnajökli líka,“ segir hann. Og enn fleiri dæmi um lítil leynigos undir jökli tengjast Bárðarbungu árið 2014 en Páll segir flest benda til þess að áður en sprungan opnaðist í Holuhrauni hafi kvika náð að brjótast upp á sex eða sjö stöðum undir jöklinum. „Bárðabungugosið þarna gæti hugsanlega verið sjö gos í raun og veru, ef við förum að telja allt saman. Það er ekki alveg augljóst hvernig á að telja gosin.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Virkjunarlónin gleyptu gríðarstóra flóðbylgjuna Hlaupið sem kom úr vestanverðum Vatnajökli reyndist gríðarstórt og fór vatnsrennslið yfir tvöþúsund rúmmetra á sekúndu í nótt, sem er meira en í stærstu Skaftárhlaupum. Líklegast þykir að hlaupið komi úr jarðhitakatli undir jöklinum. Vísindamenn telja ekki bein tengsl milli þessa atburðar og hlaupsins úr Kötlu um síðustu helgi. 13. júlí 2011 19:02 Lítið leynigos líklega í Vatnajökli árið 2011 Gríðarstór flóðbylgja, sem óvænt kom í Hágöngulón sumarið 2011, er nú rakin til lítils eldgoss við Hamarinn í vestanverðum Vatnajökli. 5. mars 2016 19:45 Vísindamenn "misstu“ af nýlegum eldgosum Nokkur eldgos virðast hafa orðið undir jökli og í sjó við Ísland á undanförnum árum án þess að vísindamenn hafi greint þau fyrr en eftirá. 30. september 2016 16:59 Eldgos gæti hafa brotist upp við Hamarinn Líkur eru taldar á að lítið eldgos hafi orsakað hlaupið undan vestanverðum Vatnajökli í gær, að sögn Odds Sigurðssonar jarðfræðings. Tveir nýir sigkatlar, sem ekki var vitað um áður, komu í ljós í flugi almannavarna yfir svæðið í gærkvöldi. 14. júlí 2011 12:05 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Virkjunarlónin gleyptu gríðarstóra flóðbylgjuna Hlaupið sem kom úr vestanverðum Vatnajökli reyndist gríðarstórt og fór vatnsrennslið yfir tvöþúsund rúmmetra á sekúndu í nótt, sem er meira en í stærstu Skaftárhlaupum. Líklegast þykir að hlaupið komi úr jarðhitakatli undir jöklinum. Vísindamenn telja ekki bein tengsl milli þessa atburðar og hlaupsins úr Kötlu um síðustu helgi. 13. júlí 2011 19:02
Lítið leynigos líklega í Vatnajökli árið 2011 Gríðarstór flóðbylgja, sem óvænt kom í Hágöngulón sumarið 2011, er nú rakin til lítils eldgoss við Hamarinn í vestanverðum Vatnajökli. 5. mars 2016 19:45
Vísindamenn "misstu“ af nýlegum eldgosum Nokkur eldgos virðast hafa orðið undir jökli og í sjó við Ísland á undanförnum árum án þess að vísindamenn hafi greint þau fyrr en eftirá. 30. september 2016 16:59
Eldgos gæti hafa brotist upp við Hamarinn Líkur eru taldar á að lítið eldgos hafi orsakað hlaupið undan vestanverðum Vatnajökli í gær, að sögn Odds Sigurðssonar jarðfræðings. Tveir nýir sigkatlar, sem ekki var vitað um áður, komu í ljós í flugi almannavarna yfir svæðið í gærkvöldi. 14. júlí 2011 12:05