Sigurbjörg og Hrollur fá aðstoð frá Ingu Sæland Sigurður Mikael Jónsson skrifar 2. desember 2017 07:00 Sigurbjörg Hlöðversdóttir, íbúi í Hátúni 10, kærði ákvörðun Brynju hússjóðs um að vísa henni á dyr vegna hundahalds. vísir/vilhelm „Ég hreyfi mig ekki, enda held ég að það sé ekkert hægt að gera meðan málið er í ferli í kerfinu,“ segir Sigurbjörg Hlöðversdóttir, íbúi í Hátúni 10, sem Brynja, hússjóður Öryrkjabandalagsins, ætlaði að vísa á dyr eigi síðar en í gær, 1. desember. Líkt og Fréttablaðið fjallaði um í síðasta mánuði átti að henda Sigurbjörgu út vegna þess að hún hefur búið þar með Hrolli, pomeranian-hundi sínum, en dýrahald er bannað í öryrkjablokkunum í Hátúni. Sigurbjörg keypti sér hins vegar tíma með því að kæra útburðinn til kærunefndar húsnæðismála í velferðarráðuneytinu. „Ég kærði þetta til ráðuneytisins og framkvæmdastjóri Brynju hefur svarað því erindi. Ég á að fá afrit af því svari til að koma með athugasemdir og staðan núna er sú að ég er bara að bíða eftir þessu bréfi sem lætur bíða eftir sér,“ sagði Sigurbjörg í samtali við Fréttablaðið í gær. Ekkert fararsnið er á henni þó hún hafi átt að vera búin að rýma íbúðina og skila lyklunum þegar blaðamaður ræddi við hana.Hundurinn Hrollur. Fréttablaðið/Aðsend„Ég er ekki búin að pakka, það hvarflar ekki að mér. Ég er búin að setja upp jólaskrautið og fer ekki neitt. Þeir þurfa þá að bera mig út. Næsta skref hjá mér, ef þetta fer illa, er að fara með þetta í Mannréttindastofu. Ég gefst ekki upp, ég neita því.“ Sigurbjörg hefur fengið Ingu Sæland, þingkonu og formann Flokks fólksins, í lið með sér og hafði rætt við hana um málið í gærmorgun. Inga, sem hyggst berjast fyrir málefnum öryrkja og eldri borgara á þingi, ætlar að leggja henni lið. „Hún var gáttuð á þessu og ætlar að berjast í þessu með mér.“ Í samtali við Fréttablaðið segir Inga að eitthvað verði að gera til að hjálpa Sigurbjörgu. „Og ég ætla að gera mitt besta, svo sannarlega.“ Síðast þegar Fréttablaðið fjallaði um málið hafði Sigurbjörg komið Hrolli fyrir í pössun en líkt og komið hefur fram er hún með læknisvottorð upp á að hundurinn litli sé afar mikilvægur heilsu hennar og líðan. Hrollur er nú kominn aftur heim til Sigurbjargar og segir hún hann hafa það ljómandi gott. „Hann er hamingjusamur, þessi elska, og við förum reglulega út að labba saman. Hann fer ekki neitt. Ef hann fer þá fer ég.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Öryrkja hent út fyrir hundahald í Hátúni Sigurbjörg Hlöðversdóttir óttast að enda í tjaldi í Laugardal eftir að Brynja, hússjóður ÖBÍ, tilkynnti henni um mánaðamótin að hún þyrfti að afhenda íbúð sína í Hátúni 10 fyrir 1. desember. 6. nóvember 2017 06:00 Heilsuspursmál að Sigurbjörg fái að halda hundinum sínum Læknir mælir eindregið með því að Sigurbjörg Hlöðversdóttir fái að halda hundinum Hrolli, heilsu sinnar vegna. 9. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
„Ég hreyfi mig ekki, enda held ég að það sé ekkert hægt að gera meðan málið er í ferli í kerfinu,“ segir Sigurbjörg Hlöðversdóttir, íbúi í Hátúni 10, sem Brynja, hússjóður Öryrkjabandalagsins, ætlaði að vísa á dyr eigi síðar en í gær, 1. desember. Líkt og Fréttablaðið fjallaði um í síðasta mánuði átti að henda Sigurbjörgu út vegna þess að hún hefur búið þar með Hrolli, pomeranian-hundi sínum, en dýrahald er bannað í öryrkjablokkunum í Hátúni. Sigurbjörg keypti sér hins vegar tíma með því að kæra útburðinn til kærunefndar húsnæðismála í velferðarráðuneytinu. „Ég kærði þetta til ráðuneytisins og framkvæmdastjóri Brynju hefur svarað því erindi. Ég á að fá afrit af því svari til að koma með athugasemdir og staðan núna er sú að ég er bara að bíða eftir þessu bréfi sem lætur bíða eftir sér,“ sagði Sigurbjörg í samtali við Fréttablaðið í gær. Ekkert fararsnið er á henni þó hún hafi átt að vera búin að rýma íbúðina og skila lyklunum þegar blaðamaður ræddi við hana.Hundurinn Hrollur. Fréttablaðið/Aðsend„Ég er ekki búin að pakka, það hvarflar ekki að mér. Ég er búin að setja upp jólaskrautið og fer ekki neitt. Þeir þurfa þá að bera mig út. Næsta skref hjá mér, ef þetta fer illa, er að fara með þetta í Mannréttindastofu. Ég gefst ekki upp, ég neita því.“ Sigurbjörg hefur fengið Ingu Sæland, þingkonu og formann Flokks fólksins, í lið með sér og hafði rætt við hana um málið í gærmorgun. Inga, sem hyggst berjast fyrir málefnum öryrkja og eldri borgara á þingi, ætlar að leggja henni lið. „Hún var gáttuð á þessu og ætlar að berjast í þessu með mér.“ Í samtali við Fréttablaðið segir Inga að eitthvað verði að gera til að hjálpa Sigurbjörgu. „Og ég ætla að gera mitt besta, svo sannarlega.“ Síðast þegar Fréttablaðið fjallaði um málið hafði Sigurbjörg komið Hrolli fyrir í pössun en líkt og komið hefur fram er hún með læknisvottorð upp á að hundurinn litli sé afar mikilvægur heilsu hennar og líðan. Hrollur er nú kominn aftur heim til Sigurbjargar og segir hún hann hafa það ljómandi gott. „Hann er hamingjusamur, þessi elska, og við förum reglulega út að labba saman. Hann fer ekki neitt. Ef hann fer þá fer ég.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Öryrkja hent út fyrir hundahald í Hátúni Sigurbjörg Hlöðversdóttir óttast að enda í tjaldi í Laugardal eftir að Brynja, hússjóður ÖBÍ, tilkynnti henni um mánaðamótin að hún þyrfti að afhenda íbúð sína í Hátúni 10 fyrir 1. desember. 6. nóvember 2017 06:00 Heilsuspursmál að Sigurbjörg fái að halda hundinum sínum Læknir mælir eindregið með því að Sigurbjörg Hlöðversdóttir fái að halda hundinum Hrolli, heilsu sinnar vegna. 9. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Öryrkja hent út fyrir hundahald í Hátúni Sigurbjörg Hlöðversdóttir óttast að enda í tjaldi í Laugardal eftir að Brynja, hússjóður ÖBÍ, tilkynnti henni um mánaðamótin að hún þyrfti að afhenda íbúð sína í Hátúni 10 fyrir 1. desember. 6. nóvember 2017 06:00
Heilsuspursmál að Sigurbjörg fái að halda hundinum sínum Læknir mælir eindregið með því að Sigurbjörg Hlöðversdóttir fái að halda hundinum Hrolli, heilsu sinnar vegna. 9. nóvember 2017 06:00