Innlent

Vilja göngubrú yfir Miklabraut

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Umferðarráð Háaleitisskóla lagði í kvöld friðarljós við gönguljósin yfir Miklubraut við höfuðstöðvar 365 miðla. Slys við gangbrautina eru nokkuð tíð og vilja foreldar í hverfinu að göngubrú verði reist yfir götuna.

„Við erum hópur fólks, foreldrar úr Háteigsskóla, sem erum að berjast fyrir göngubrú yfir Miklubrautina. Við höfum verið að funda hérna um umferðarmálin í hverfinu og Miklabrautin er aðalæð sem sker hverfið okkar í sundur. Okkur finnst umferðarljós ekki nógu örugg,“ segir Jóhanna vala Ragnarsdóttir.

Vilja foreldranir hvetja ökumenn til þess að vara varlega í skammdeginu. Ólafur Guðmundsson, tæknistjóri EuroRap á Íslandi segir að Miklabrautin sé slysamikill staður og mikilvægt sé að gera úrbætur, ekki síst á þeim kafla þar sem foreldarnir tendruðu ljósin.

„Þetta er einn af þessum stöðum þar sem er töluvert um aftanákeyrslur. Það hafa orðið hér alvarleg slys vegna þess að það er ekið á gangandi vegfarendur sem og á öðrum gönguljósum hér,“ segir Ólafur.

„Það að setja hér göngubrú eða undirgöng, sem margbúið er að biðja um, er lausn á þessu máli fyrir alla.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×