Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 greinum við frá kröfum Bandalags háskólamanna á nýja ríkisstjórn um að hefja nú þegar viðræður við sautján aðildafélög bandalagsins sem nánast ekkert hefur verið talað við að hálfu stjórnvalda frá því félögin losnuðu undan gerðardómi í september.

Við fylgjumst þá með lyklaskiptum ráðherra í níu ráðuneytum og heyrum af fjárlagahugmyndum nokkurra ráðherra eftir fyrsta ríkisstjórnarfundinn í dag.

Þá komumst við að því að tölur um fjölgun HIV jákvæðra á Íslandi segir ekki alla söguna en nú er farið að bjóða upp á HIV próf þar sem svör fást á aðeins fimmtán mínútum.

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar tvö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×